Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Alltaf Gæðamyndir það. 1978 var Sigurvin heiðraður á sjómannadaginn og þá steig hann í stólinn í Keflavíkurkirkju. Við heim- færðum oft sjómannamál upp á starfsemi kirkjunnar í skrúðhúsinu. Það var við hæfi því e'ista tákn krist- innar kirkju er bátur sem klýfur öldumar og Jesús talaði um manna- veiðar. Sigurvin hafði jafnan a orði að fólk kæmi til kirkju á endabjóð- inu. Skopskynið var í góðu lagi. Það var gott að starfa með Sigur- vin og stutt í brosið og hlýjuna. Hann var félagslyndur maður. Á sínum yngri árum lagði hann félags- málum og leiklist lið og alla tíð sótti hann sér andlega hressingu til kirkj- unnar. Undir það síðasta var hugurinn meiri en líkamleg geta. En það var eins og hann viður- kenndi hvorki veikindi sín né að aldurinn færðist yfir. Honum var svo tamt að standa af sér áföll lífsins. Síðustu ferðina til kirkju fór hann fyrir réttum mánuði, en Guðfinnur, sonur hans, steig í stótinn á þjóðhátí- ðardaginn sem forseti bæjarstjórnar Keflavíkur. Þaó ólgar og hvissar. Þaó er fútt / Só/dósf SÓL Þverhotö 17-21, fíeykiavík Minning: Sigurvin B. Pálsson írá Höskuldsey Fæddur 20. mars 1910 Dáinn 7. júlí 1987 í dag verður til moldar borinn frá Keflavíkurkirkjku Sigurvin Breið- Qörð Pálsson. Hann fæddist í Ögri við Stykkishólm 20. mars 1910. Foreldrar hans voru Páll Guðmunds- son, útvegsbóndi, og Ástríður Helga Jónasdóttir, sem ættuð var frá Helgafelli. Sigurvin ólst upp í stórum systk- inahóp. Systkinin voru íjórtán tals- ins, af þeim komust 12 til fullorðins- ára og fimm þeirra lifa hann. Hann var næstyngstur og fluttist með frjöl- skyldunni eins árs gamall út í Höskuldsey, sem fyrr á tíð var mik- il útvegsstöð. Systkinin voru jafnan kennd við Höskuldsey upp frá því. Sagan segir að á átjándu öld hafi fjórir bátar frá Höskuldsey farist í einu og sama veðrinu með samtals 18 manns og á uppvaxtarárum sínum varð Sigurvin vitni að mannskaða við eyna. Það segir sína sögu um harða lífsbaráttu á þessum slóðum. Sigurvin var aðeins 10 ára gam- all þegar hann fór í róður með föður sínum og reri upp frá því með honum á sumrin. Hann var frá fyrstu tíð hertur af átökunum við Ægi. Þegar hann komst til fullorðinsára var hann á vertíðum á Suðumesjum og fyrir norðan, en byggði vita á sumr- in. Hann hefur án efa unnið við byggingu vitans í Höskuldsey, sem byggður var 1926. Það fór aldrei milli mála hvar rætur Sigurvins frá Höskuldsey voru. Á hveiju sumri var haldið vestur meðan stætt var. Það tilheyrði sumarkomunni. 1931 kom hann á vertíð til Suður- nesja og kynntist eftirlifandi konu sinni, Júlíu Guðmundsdóttur, Guð- mundssonar og konu hans, Guðríðar Vigfúsdóttur frá Eyrarbakka, sem settust að í Keflavík um svipað leyti. Sigurvin og Júlía bjuggu lengst af á Faxabraut 14 í Keflavík og varð 7 barna auðið. Þau eru í aldursröð: Guðfinnur, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, kvæntur Gíslínu Jóhann- esdottur, Agnar, flugvélstjóri, kvæntur Helgu Jónínu Walsh og búsettur í Lúxemborg, Bergljót, gift Sigurþór Hjartarsyni, rafvirkja- meistara, Ævar, netagerðarmeistari og útgerðarmaður, Ástríður, gift Júlíusi Gunnarssyni, útgerðarmanni, og Páll, yfirmatsveinn, kvæntur Valdísi Skarphéðinsdóttur. Þann 7. ágúst 1977 var þungur harmur kveðinn að Qölskyldunni er Ólafur, sonur þeirra hjóna, varð bráðkvaddur. Hann var lögreglu- þjónn, kvæntur Gróu Hávarðardótt- ur frá ísafirði. Sigurvin var hljóður um þunga harma. Hann fjölyrti ekki um fráfall sonar síns. En þeir sem til þekktu vissu hvað inni fyrir bjó. Sigurvin sótti sjóinn sem vélstjóri á fiskiskipum og síðar farskipum. Hann var hjá Sigurði í Þórukoti á vélbátnum Ónnu, en lengst var hann á vélbátnum Tjaldi hjá þeim Lárusi Sumarliðasyni og Sigurði Breiðfjörð. Síðustu þijú árin sem hann var til sjós var hann í siglingum milli landa á Fjallfossi. Veturinn 1969 lokaðist skipið inni í Gdansk. í þeirri ferð fékk hann hjartaáfall, sem varð til þess að hann hætti á sjónum 59 ára gamall. Það voru erfið spor fyrir mann sem þekkti enga uppgjöf. Árið 1972 gerðist hann meðhjálp- ari í Keflavíkurkirkju og vann þau störf af mikilli alúð í áratug. Sem ungur maður hafði hann löngun að læra til prests. En ytri aðstæður ollu því að hann fékk því ekki við komið. Er hann kveður kemur sú mynd í hugann er Jesús kallaði fiski- mennina til fylgdar við sig. Sigurvin gamli hlýddi glaður því kalli og hann vildi veg kirkju sinnar sem mestan. Hann var í þeim stóra hópi sjómanna sem sá Krist í stafni. Ég minnist þess að skömmu eftir að ég kom til cfaI agfa í ‘ j4. **AXl +3 24 + 3 AGFA+3 prestsstarfa í Keflavík færði hann mér altarismynd sem hann hafði tekið ástfóstri við þegar á bams- aldri. Það var þessum reynda sjómanni ljúft að vinna meðhjálpara- starfíð og hann hefði gjarnan viljað gera það lengur ef heilsan hefði leyft Sigurvin var vel ern til hinstu stundar og fylgdist vel með. Honum þótti hart að geta ekki fylgt því eft- ir sem hugur stóð til. „Vort líf er oft svo örðug för og andar kalt í fang, og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir Kom til mín, og krossinn tekur vepa þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti’ um jarðarvang." (Sb. 384.) Þessi aldni sjómaður og sam- starfsmaður bognaði aldrei en þar kom að hann brast. Hann var og er í fylgd þess frelsara sem segir: „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.“ Ég þakka honum samfylgdina og bið eiginkonu hans og bömum blessunar Guðs. Olafur Oddur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.