Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 13
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 13 Bókavarðan: Gömul bíóprógrömm ábókauppboði BOKAVARÐAN í Reykjavík efh- ir til uppboðs á margvíslegu prentmáli og skjölum og- bréfum. M.a. verður þar selt mikið safn brcfa og skjala sem varða sögu Flateyrar við Önundarfjörð, einnig uppdrættir og aðrar frumheimildir um sama stað. Einnig allur Helgar- pósturinn frá upphafi, mikið af bókaskrám, tímaritið Veiðimaður- inn, flest erfiðu heftin, bækur um ræktun og heilsufar, Kvennafræð- arinn, hundruð ljóðabóka og lukkupakkar með skáldsögum, eldgömul bíóprógrömm frá upphafi kvikmynda á Íslandi, frumútgáfa eftir Maxím Gorkí, gamlar Hólabækur frá því fyrir 1700, úr Jarðabók Árna Magnússonar, atómkveðskapur ungskáldanna, leikrit góðskáldanna, fjöidi af söng- skrám og listaverkaskrám, guð- spekirit og bækur prentaðar í Vesturheimi, handrit að ræðum eft- ir séra Jóhann Þorkelsson dóm- kirkjuprest í Reykjavík, rit um skóla og uppeldismál, gamlar handrita- prentanir Ejnars Munksgaards, rit um náttúru landsins, stjórnmál frá fyrri tíð, mikill fjöldi tímarita og blaða frá ýmsum tímum, auk ýmissa fágætra bóka. Bækurnar verða til sýnis í Iðnó við Vonarstræti laugardag 18. júlí kl. 11—17 og uppboðið hefst á sama stað sunnudag 19. júlí kl. 14.00 stundvíslega. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Sverrir Unuhús, eins og það lítur nú út, endurbyggt. Unuhús nær fullbúið á ný eftir bruna: „Það var allt ónýtt" - segir Gestur Ólafsson eigandi hússins Morgunblaðið/Sigurður Þorsteinsson Nokkrir Danmerkurfarar sem unnu í Vinnuskóla Kópavogs í sumar. Kópavogur: Hópur unglinga í sum- arbúðir í Danmörku HÓPUR fatlaðra og ófatlaðra unglinga leggur af stað í sumar- búðir í Danmörku föstudaginn 31. júlí nk. Þessi ferð er farin að tilstuðlan starfshóps sem vinnur að unglingamálum í Kópavogi. Farið verður með Norrænu frá Seyðisfirði og dvalið í almennum sumarbúðum í Pindstrup Centret nálægt Árósum. Þessar sumarbúðir eru ekki ætlaðar fötluðum og mun hinn blandaði hópur frá íslandi dvelja þarna sem almennir gestir. Þessi ferð er mjög dýr og þarf fjölmennt hjálparlið að fara með hópnum. Þess vegna hefur verið leitað til ýmissa aðila um fjárstuðn- ing og þar á meðal allra fyrirtækja í Kópavogi. Vonar starfshópurinn að þessari fjárbeiðni verði vel tekið og minnir á að margt smátt gerir eitt stórt. (Fréttatilkynning) UNUHÚS, sem stendur við Garðastræti 15 í Reykjavik, er nú sem næst fullbúið eftir gagn- gera endurbyggingu. Húsið brann sem kunnugt er þann 17. janúar sl., og hefur verið unnið við það dag; hvern síðan. Gestur Olafsson arkitekt og skipulagsfræðingur er eigandi hússins og lék enginn vafi á því í hans huga hvað gera skyldi eftir eldsvoðann. „Ég þurfti bókstaflega að byggja nýtt hús frá grunni. Fyrst var húsið þvegið hátt og lágt með háþrýstitækjum eftir að ég hafði hent út málverkasafninu, bókasafn- inu og gömlu ástarbréfunum. Því næst var klæðning, einangrun og lagnir rifið innan úr húsinu auk allra glugga og hurða. Þá tók það all langann tíma að grunna húsið og styrkja þurfti grind þess vel. Hliðin, sem snýr að Garðastræti, var hvað heillegust." Eldurinn kom upp í eldhúsinu, sem var í garðhúsinu og var sú hlið hússins verst útleikinn. Gestur byggði sjálfur garðhúsið og sagðist hann ekki hafa fengið þann hluta bættan úr Húsatryggingum Reykjavíkurborgar. „Tryggingarn- ar bættu mér aðeins gamla húsið. Ég er sjálfur arkitekt og lagði fyrir- hugaðar breytingar mínar bæði fyrir skipulagsnefnd og bygginga- nefnd til að fá samþykki fyrir garðhúsinu. Menn komu frá Fas- teignamati ríkisins til að mæla upp húsið, og síðan eftirbrunann komst ég að því að sambandið virðist lítið á milli Húsatrygginga Reykjavíkur- borgar og Fasteignamats ríkisins. Að minnsta kosti virðast Húsa- tryggingar ekki fylgjast nokkuð með því hvað byggt er í borginni. Ég borga mína skatta, eins og lög- hlýðinn maður, en gerði mér ekki grein fyrir því að þó að fasteigna- skattarnir hækkuðu, þá hækkaði ekki hústryggingin. Þetta er skyldutrygging allra húseigenda í Reykjavík og verða því húseigendur að tryggja hjá þessu einokunarfyr- irtæki." Gestur sagðist hafa þurft að leggja ómælt fjármagn í endurnýj- unina og í þrengingum sínum hefði hann reynt að selja borginni sinn helming af Skáldsstíg, sem liggur yfír lóð Unuhúss. Borgin á hinn helming stígsins, sem liggur frá Grjótagötu og upp í Garðastræti. „Mér finnst það dálítið skrýtið að þurfa að greiða fasteignagjöld af þessum stíg þar sem borgarbúar notfæra sér hann daglega. Eg fékk hins vegar þau svör frá borginni að ég skyldi bara loka stígnum ef ég vildi ekki umgang sem allir sjá í hendi sér að er ekki svo auðvelt," sagði Gestur að lokum. Enginn vafi að þyrl- an skipti sköpum - segirlngi- mundur Guð- mundssoní Slysavarnasveit- inni Kili á Kjalar- nesi „ÞYRLA Landhelgisgæslunnar skipti sköpum við þessa björgun" sagði Ingimundur Guðmundsson úr Slysavarnasveitinni Kili á Kjalarnesi í samtali við Morgnn- blaðið. Hann fór ásamt þremur félögum sínum á Esjuna á laug- ardagskvöldið til þess að bjarga manni sem hrapað hafði niður í gljúfur í vesturhlíðum Kistufells. Ingimundur sagði að hringt hefði verið í Slysavarnasveitina Kjöl ttá Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði um klukkan átta á laugardagskvöldið og tilkynnt um slysið. Þangað hafði komið ungur piltur sem var í fjall- göngu ásamt tveimur félögum sínum í Esjunni. Hafði einn þeirra hrapað niður S gljúfur neðan við svokallað Gunnlaugsskarð í vestur- hlíðum Kistufells. Tilkynning barst einnig Landhelgisgæslunni og var beðið um aðstoð þyrlunnar TF- Sifjar. Það hafði tekið piltinn um klukkustund að komast niður af fjallinu, en þriðji pilturinn varð eft- ir skammt frá slysstaðnum og gat hann leiðbeint björgunarmönnunum þegar þeir komu á staðinn. „Það náðist í fjóra menn úr Slysavarnasveitinni Kili og við vor- um lagðir af stað upp fjallið innan við hálftíma eftir að kallið barst" sagði Ingimundur. „Við fórum eins langt og við komumst á bíl en geng- um síðan. Þyrlan kom þegar við vorum komnir að rótum fjallsins og tók hún mig og einn félaga minna upp í og flaug með okkur upp á fjallstopp. Þaðan seig ég niður að sprungunni. Hinir tveir klifruðu upp gljúfrið, meðfram skafli sem í því var". Pilturinn hafði fallið niður í gljúf- rið efst í Kistufelli. Gljúfrið var fullt af snjó sem byrjaður var að bráðna og hafði hann runnið eftir skaflinum um það bil 25 metra. Þá féll hann niður um sprungu og rann tvo til þrjá metra undir skaflinn. hann fótbrotnaði illa og fékk fleiri áverka, þar á meðal höfuðáverka. Annar mannanna, sem klifruðu upp meðfram skaflinum, náði taki á piltinum og tókst að draga hann upp. Hann hafði þá mjakað sér upp að sprunguopinu þrátt fyrir að hann var meðvitundarlítill og mjög kaldur og þjakaður. „Þyrlan sveimaði rétt fyrir ofan við mjög erfiðar aðstæður. Það var ævintýralegt hvernig áhöfninni tókst að koma börunum niður til björgunarmannsins. Hann kom þeim slasaða fyrir á börunum sem hífðar voru um borð. Það er enginn vafi að þyrlan skipti sköpum þarna því það hefði verið ógerningur að bera manninn niður af fjallinu. Mér finnst það vera meiriháttar afrek hjá þyrlumönnunum að komast að gljúfrinu. Þar er bæði þröngt og misvindasamt, logn og vindsveipir til skiptis". Ingimundur vildi taka það fram að gönguleiðir væru fjölmargar á Esjunni og til væru kort sem sýndu þessar leiðir. Hins vegar væri víða ha'ttulegt að fara út af merktum leiðum, sérstaklega vegna þess að móbergið væri mjög laust,í sér og því erfitt að fóta sig. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á Borgarspítala er pilturinn enn á gjörgæsludeild. Mikið verk var fyrir höndum eftir brunann í Unuhúsi þann 17. janúar sl., enda blöstu að- eins brunarúst- ir við eiganda hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.