Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 38
isnii ?mi fí ítilfififiiifdm tiiHí Witöiiiíitiiá MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 fclk f fréttum Ungur veiðmaður býst tíl að hala þann stóra á land. Morgunblaðifl/Sverrir Veiðidagur í Meðalfellsvatni u m síðustu helgi buðu bændur sem eiga veiðrétt í Meðalfellsvatni í Kjós fólki að renna fyrir fisk í vatninu. Ungir sem aldnir gripu þetta kærkomna tækifæri til þess að krækja sér í bröndu. „Það er eins gott að láta ekki þennan ljósmyndara fiela fiskinn". Brosmilt kóngafólk Þeim leiðast ekki skyldustörfin ef dæma má af sólskinsbrosinu á þeim Önnu prinsessu og eiginmanni henn- ar, Mark Phillips, þar sem þau veifa til mannfjöldans eftir heimsókn á Landbúnaðarsýningu í Stoneleigh í Englandi. Sautján ára verðbréfasali Danny Stein, sem fékk leyfi til að stunda verðbréfavið- skipti á Mannhattan fyrir rúmri viku síðan er sannkallað undra- barn. Hann er yngsti verðbréfasali Bandaríkjanna og er honum spáð miklum frama í viðskiptalífinu. Danny vinnur hjá verðbréfafyr- irtæki á Manhattan í New York og hefur þegar aflað sér yfir 50 fastra viðskiptavina sem treysta honum fyrir fjármunum sínum. Samstarfsmenn hans og yfirboð- arar eru hæst ánægðir með frammistöðu þessa töluglögga tánings sem segist síður en svo óttast samkeppni þeirra sem eldri eru og reyndari. Verðbréfaviðskipti geta verið mjög ábatasöm í New York og hefur Danny aflað sér dágóðra tekna síðan hann fór að versla með þau. Oftast fer hann til vinnu sinnar í stórum svörtum leigubfl en stundum ekur hann sjálfur á BMW sportbflnum sínum. „Opnu Corvettuna , árgerð '59, nota ég aðeins á sólríkum dögum" segir hann. Danny nýtur þess að eiga peninga og geta veitt sér öll heimsins gæði. Hann fer á dýra veitingastaði til þess að afla sér viðskiptavina og velur sér föt frá dýrum og virðulegum merkjum. Það hefur eflaust komið Danny til góða við að fá vinnu hjá verð- bréfafyrirtækinu að vinur hans, sem er tvítugur, er aðstoðar for- stjóri þess og sonur eigandans. Til þess að fá réttindi til að höndla með fé fyrir aðra þurfti Stein að taka sex tíma langt próf ásamt rúmlega 6000 öðrum. Tæpur helmingur þeirra sem þreyttu prófið féll, og voru þó flestir með meiri menntun en hann. Stein hefur alltaf haft mikinn áhuga á alls kyns sölumennsku, allt frá því hann seldi gosdrykki í hverfinu sínu og braskaði með aðgöngumiða að rokktónleikum. Hann fékk áhuga á verðbréfavið- skiptum þegar hann heimsótti kauphöllina í New York og heill- aðist af spennuþrungnu andrúms- loftinu. Þ6 Danny hafi svo sannarlega meir en nóga peninga upp úr við- skiptum sínum býr hann enn heima hjá foreldrum sínum og borgar hvorki fyrir fæði né hús- næði. Faðir hans er lögfræðingur á Manhattan og móðir hans er prófessor í tölfræði. Hún er af- skaplega stolt af syni sínum og segist ekki efast um að hann sé verðandi miljónamæringur.„Ég sé hann í anda gefa heilu álmurnar til sjúkrahúsa" segir hún. Sjálfur er Stein sannfærður um að hann muni innan fárra ára geta sest í helgan stein og lifað í vellysting- um til hárrar elli. En hann hefur tímann fyrir sér því hann verður ekki þrítugur fyrr en árið 2000. Reuter Danny Stein, 17 ára , er yngsti verðbréfitsali Bandaríkjanna. COSPER COSPER ~^j — Þú mátt ekki gefa hænunum gúmmíkúlur. I,H, | I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.