Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Bandarísk þing- mannanefhd íheimsókn Bandarísk þingmannanefhd, stofiiun Bandaríkjanna og var undir forsæti Neil Smith, sem þessi mynd tekin við það tæki- situr í Qárveitinganefnd færi. Jón Baldvinsson er lengst Bandaríkjaþings, var hér ný- til vinstri, Neil Smith fyrir lega á ferðinni. Þingmennirnir miðju og Hugh Ivory, forstjóri og fylgdarlið þeirra sáu meðal menningarstofhunarinnar, annars málverkasýningu Jóns lengst til hægri. Baldvinssonar í Menningar- Fljótandi vörusýning: Bátamir lagðir af stað til Færeyja Morgunblaðið/BAR Annar trefjaplastbátanna heldur úr höfh í Reykjavík. Framundan er mikil sigling fyrir 8 metra langa báta. Nýtt Póst- og símahús á Blönduósi: Samið við Fjarð- arsmiðjuna TVÖ tilboð bárust í smíði nýs póst- og símahúss á Blönduósi sem nýlega var boðin út. Lægra tilboðið var frá Fjarðarsmiðjunni hf. í Garðabæ, að Qárhæð kr. 16,8 milljónir, sem er 97,5% af kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Trésmiðjunni Stíganda á Blönduósi, að fjárhæð 17,9 millj- ónir, sem er 104,3% af kostnaðar- áætlun. Samið hefur verið við Fjarðarsmiðjuna hf. um smíði hússins, en ráðgert er að það verði fullbúið á miðju næsta ári. Póst- og símahúsið verður 355 fermetrar á einni hæð og mun standa við Hnjúkabyggð. Aætlað er að byggja síðar við húsið í því skyni að koma þar fyrir fjarskipta- búnaði, en hann verður enn um sinn í tækjahúsi við Húnabraut. Innan skamms hefst iagning ljós- leiðarastrengs milii Blönduóss og Sauðárkróks, og fæst þá varaleið yfir Skagafjarðarsvæðið. ÚR HÖFN í Reykjavík héldu í g^ær tveir íslenskir trefjaplast- bátar áleiðis til Færeyja í allný- stárlega kynningarferð. Hópur fulltrúa frá íslenskum fram- leiðslufyrirtækjum og Útflutn- ingsráði Islands flýgur utan á fostudag. Tilgangur ferðarinnar er að kynna frændum okkar Færeyingum íslenskar vörur fyr- ir sjávariitveg og fiskvinnslu. Siglt verður á milli bæja í Fær- eyjum og boðið upp á fljótandi vörukynningu, þ.e. um borð í bátunum. A endastaðnum, Þórs- höfn, verður kynningin þó færð að hluta upp á bryggju og efht. til veislu þar sem boðið verður upp á íslenskt góðgæti i mat og drykk. Vörukynningin hefst formlega í Vestmanna í Færeyjum næstkom- andi mánudag. Alls verður komið við í 15 færeyskum bæjum og vænt- anlegum kaupendum boðið að skoða og reyna vörurnar, sem settar verða upp um borð í bátunum, en þeir eru hluti af kynningunni. Henni lýkur svo í Þórshöfn laugardaginn 25.júlí. Jens Ingólfsson markaðsstjóri tæknivara hjá Útflutningsráði er fararstjóri í ferðinni. Hann sagði á fréttamannafundi í gær að mikill áhugi væri þegar í Færeyjum á íslenskum varriingi til smábátaút- gerðar. Kynning á honum hefði verið hafinn fyrir daga Útflutn- ingsráðs og nú ætti að fylgja fast eftir og vinna markvisst kynningar- starf í framtíðinni. Þessi nýstárlega vörukynning væri því ekki stakur atburður heldur upphafið að þessu markaðsstarfi. í fréttatilkynningu segir að í þeim 15 bæjum sem sóttir verða heim búi um 70% af íbúum Fær- eyja. Til að tryggja öryggi í siglingu á staðina hafi verið haft samráð við lóðsinn Eyvind Rein, sem hafi mikla reynslu af ferðum um eyjarn- ar. Þá verði staðkunnur maður ráðinn til að fylgja hópnum. Það eru fimm íslensk fyrirtækl sem taka beinan þátt í þessari fljót- andi vörusýningu. Bátasmiðja Guðmundar kynnir trefjaplastbát- ana, sem kallaðir eru Sómabátar. Þeir eru átta metra langir fiskibát- ar og afar hraðskreiðir, enda er áætlað að ferð þeirra frá Höfn í Hornafirði til Færeyja taki ekki nema um tíu tíma. í fréttatilkynn- ingunni segir að þeir hafi náð um 42% markaðshlutdeild hér á sfðasta ári. Fyrirtækið DNG á Akureyri mun sýna tölvustýrðar handfæra- vindur. NORM-EX í Hafnarfirði kynnir plastker í allar stærðir fiski- skipa. Fyrirtækið Sjóvélar mun kynna línuspil og fleira og íseind hf í Reykjavík býður upp á olíu- eyðslumæla og rafeindamælitæki ýmiskonar. Auk þessara fimm mun fjöldi annarra íslenskra fyrirtækja fá vörur sínar kynntar í ferðinni með því að leggja til hennar íslensk- an öryggis- og siglingabúnað, mat, drykk, fatnað og fleira. Útflutningsráð Islands átti frum- kvæðið að þessari nýstárlegu kynningarferð samkvæmt fréttatil- kynningu, en Iðnlánasjóður mun standa undir henni að verulegu leyti fjárhagslega. Pelly-ákvæðin: Forseta heimilt að mæla Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu fyrsta eintaksins af kortinu. Til vinstri eru ritari og formaður ferðamálanefndar Hafnar- Qarðar, þeir Þórarinn Jón Magnússon og Páll Pálsson. Til hægri eru JC-félagarnir Guðni Gunnarsson fráfarandi formaður JCH, Svava H. Svavarsdóttir og Ægir Björgvinsson. Ferðaþjónusta í Hafiiarfírði: Opnað gistihús og Ijaldstæði BANDARÍSK stjórnvöld geta beitt önnur ríki viðskiptaþving- unum teiji þau áð brotið sé gegn alþjóðlegum samþykktum um fískveiðar og verndun dýra- stofna í útrýmingarhættu, með tilvísun til svonefndra Pelly- ákvæða. A vertíðinni í fyrra voru hvalveiðar stöðvaðar eftir að við- ræðunefnd bandariska viðskipta- ráðuneytisins hafði gert islenskum sendifúlltrúum í Was- hington grein fyrir því að viðskiptaráðherra myndi ekki eiga annarra kosta völ, á grund- velli þessara laga, en að láta Bandarikjaforseta fá staðfest- ingu (ens.: certifícatiorí) þess að íslendingar færu ekki eftir sam- þykktum Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. í Pelly-ákvæðunum eru forseta lagðar ákveðnar skyldur á herdar berist honum slík stað- festing. Akvæðin eru birt hér í íslenskri þýðingu til glöggvunar, eins og þau hljóða eftir endur- skoðun í september árið 1978: 22. gr. 1978. Erlend samskipti Takmörkun innflutnings fisk- afurða eða villibráðar frá löndum, sem bijóta í bág við áætlanir um alþjóðlegar fiskveiðar eða dýrateg- undir, sem eru í útrýmingarhættu. Staðfesting til forseta (a) (1) Þegar viðskiptaráðherrann ályktar, að erlendir ríkisborgar- ar fáist beinlínis eða óbeinlínis við fiskveiðar á þann hátt eða við þær aðstæður, sem draga úr gildi áætlunar um alþjóðlega vernd fiskveiða, ber viðskipta- ráðherra að staðfesta það við forsetann. (2) Þegar viðskipta- eða inn- anríkisráðherra kemst að raun um að erlendir ríkisborgarar fáist beinlínis við versiun eða veiðár, sem dragi úr gildi al- þjóðlegra áætlana um dýrateg- undir, sem eru í útrýmingar- hættu, ber honum að staðfesta það við forseta. (3) Eftir móttöku hverskyns staðfestingar samkvæmt tölulið (1) eða (2) getur forseti gefið fjármálaráðherra fyrirmæli um að banna innflutning til Banda- ríkjanna á fiskafurðum (ef staðfestingin er samkvæmt tölulið (1)) eða villibráðarafurð- um (ef staðfestingin er sam- kvæmt tölulið (2)) frá hinu brotlega landi jafn lengi og for- seti telur viðeigandi og að því leyti er slíkt bann er viðurkennt í GATT-samkomulaginu. Tilkynning til Bandaríkjaþings (b) Innan sextíu daga frá stað- festingu af hálfu viðskipta- og innanríkisráðherra ber forseta að tilkynna Bandaríkjaþingi hverskyns aðgerð af hans hálfu samkvæmt staðfestingunni. Fari svo, að forseti láti undir höfuð leggjast að gefa fjármálaráðherra fyrirmæli um að banna innflutning fiskafurða eða villibráðarafurða brotlegs lands, eða ef bannið nær ekki til allra fiskafurða eða villibráðarafurða brotlegs lands, ber forseta að til- kynna Bandaríkjaþingi ástæðurnar fyrir því. Innflutningur fiskafurða frá brotlegu landi bannaður (c) Olöglegt er að nokkrir þeirra, sem lúta bandarískri lögsögu, komi vitandi vits með eða flytji inn eða láti flytja inn til Bandaríkjanna neinar fiskafurðir eða villibráðaraf- urðir, sem fjármálaráðherra hefur bannað samkvæmt þessum kafla. HAFNFIRÐINGAR eru þeirrar skoðunar, að bærinn þeirra eigi framtíð fyrir sér sem ferða- mannabær. Til að stuðla að því að svo megi verða komu bæjar- yfirvöld á Iaggirnar fímm manna ferðamálanefnd á síðasta ári og vinnur hún nú að æætlanagerð, segir í firéttatilkynningu frá nefhdinni. Fyrir fáeinum dögum var tjald- stæði tekið í notkun á Víðistaða- svæðinu þar sem unnið er að miklu útivistarsvæði samkvæmt nýsam- þykktu skipulagi. Við opnun tjald- stæðisins notaði JC-Hafnarfjörður tækifærið og afhenti fulltrúum ferðamálanefndar fyrsta kortið af Hafnarfirði sem prentað er fyrir ferðamenn. Er það á ensku, en næsta sumar verður einnig prentuð íslensk útgáfa af kortinu. Þá má geta þess, að blómabúðin Burkni við Linnetstíg hefur tekið að sér að starfrækja upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn og er það í fyrsta skipti, sem slík þjónusta er í Hafnarfirði. Einnig er vert að geta þess, að nýtt gistihús er að opna í Hafnarfirði, en gistihús hef- ur ekki verið í bænum í áratugi. Þá liggur einnig fyrir bæjaryfirvöld- um ósk um leyfi til að reisa mótel við Reykjanesbraut í tengslum við veitingahús, sem á að fara að reisa þar innan skamms. Arnarnes Einbýlishús, 340 fm á tveimur hæðum. Innbyggður tvö- faldur bílsk. á neðri hæð. 6 svefnherb. Fallegt útsýni. Eignaskipti koma til greina. Kóngsbakki Rúmgóð 5 herb. íb., með góðum suðursvölum. Skipti á minni íb. æskileg. 26600 allir þurfa þak yfirhöfuáió /nfc0 Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, ». 26600 Þorsteinn Steingrímsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.