Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. JULI 1987 „ Hae, Róscl. Lóttu m'19 fó- 9ias af íXvöwtasafeí. 00, bxttu Þvl a r&Joni^/K* HSv Gí • • • ~> ... a<J 60/tJa ve/ heppnaðan kvöldverð. TM fleg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Er þetta einskær afbrýðisemi? HÖGNI HREKKVISI Minkar breyttu íslandi Stærstu stjórnmálaafglöp aldar- innar voru minkainnflutningurinn. Vestfirðingar, leyfið ekki aukna minkarækt á Vestfjörðum. Er Vest- firðingum alvara að láta það viðgangast að nokkrir menn fái til þess fé úr ríkissjóði að setja upp minkabú um alla Vestfirði, auka þennan minkaófögnuð og þar með losa landið við upphafsgæði þess, til dæmis dúnendur. Breiðafjarðareyjar fóru í eyði þegar bændur þar þurftu að horfa upp á það dag eftir dag að einn villiminkur reif í sundur sextíu til sjötíu dúnhreiður á dag. Þetta sagði mér einn bóndinn sjálfur. Nú býr minkurinn svo til einn í Breiðafjarðareyjum. Þær voru eitt sinn taldar mesta matforðabúr á íslandi auk dúntekju. Minkurinn var tuttugu ár að eyða öll vötn á Suðurl- andi af skrautlegu og fjölbreyttu andalífi. Það gerðist eftir fyrri minkainn- flutninginn. Helsti gróðinn af þeim innflutningi hefur verið talinn verða af minkasölu manna á milli. Minka- búin voru meira og minna eftirlits- laus. Síðar var tekið til að reyna að halda villimink í skefjum með veiðum og minkhundum. Samt Afinælishlaup UMFI og Morgunblaðið Á íþróttasíðu Morgunblaðsins 14. júlí er greint frá því að stúlka frá Selfossi hafi sigrað í afmælishlaupi UMFI á Húsavík á dögunum og að tvær aðrar stúlkur frá Suðurlandi orðið númer tvö og þrjú. Þetta er glæsilegur árangur hjá þessum ungu stúlkum sem urðu héraðssam- bandi sínu til sóma sem og fjöl- margt annað íþróttafólk af Suðurlandi. En það vildi nú svo til að á mótinu var keppt í átta aldurs- flokkum, fjórum pilta og fjórum stúlkna þó að Morgunblaðið sjái ekki ástæðu til að segja frá því. Ofangreindar stúlkur unnu aðeins í sínum aldursflokki, einum af átta. Ástæðan fyrir þessum sérkennilega fréttaflutningi er kannski sú að samkvæmt áreiðanlegum heimild- um er fréttamaður Morgunblaðsins er greinina skrifar gamall sprett- hlaupari af Suðurlandi og einn af liðsstjórum Sunnlendinga á lands- mótinu! Um leið og ég læt í ljós ósk um að ábyrgir menn á fréttastofu Morgunblaðsins bæti hér úr væri fróðlegt að heyra álit ritstjóra Morgunblaðsins og formanns UMFÍ á slðgæðinu sem felst í þessum fréu.ifiutningi, hvort þeim finnst tij dæmis líklegt að hann auki áhuga ungmenna á íþróttaiðkun og þátt- töku í ungmennafélagshreyfingunni sem hlýtur jú að hafa verið tilgang- urinn með afmælishlaupinu. Að öðru leyti er ástæða til að þakka Morgunblaðinu fyrir góðan frétta- flutning af mótinu. Gamall ungmennafélagi Aths. ritstjórnar. Eins og „gamall ungmennafé- lagi" _ veit eflaust eru landsmót UMFI mjög umfangsmikil. Ekki reyndist unnt að gera afmælis- hlaupi UMFÍ tæmandi skil í þriðju- dagsblaðinu, en nöfn allra þátttakenda í öllum flokkum voru hins vegar birt í blaðinu s.l miðviku- dag. Til að sleppa hlaupinu ekki alveg í fyrsta blaði eftir landsmót tókum við það hins vegar til bragðs að segja frá þeim eina flokki þar sem þrír fyrstu voru allir úr sama héraðssambandinu — sem reyndist vera HSK; og svo sérkennilega vildi til að litlu hafði munað að sigurveg- arinn missti af undankeppni afmælishlaupsins á Suðurlandi. Það þótti okkur skemmtilegur og óvenjulegur fréttapunktur. Rétt er að fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi, Sigurður Jónsson, er gam- all spretthlaupari af Suðurlandi, og skrifaði hann umrædda frétt. Það rýrir þó varla gildi hennar. drápu villiminkar öll hænsni á bóndabýlum á Suðurlandi. Og öll vötn sem áður skörtuðu fögru lífi urðu smátt og smátt auð eins og vetrarvötn. Eftir innflutning seinni minka- plágunnar var aftur tekin upp minkasala manna á milli hér innan- lands. Ríkið hætti að borga mönnum fyrir minkadráp. Lítið eða ekkert var hugsað um að halda villimink í skefjum. Útkoman af þessu háskalega fyr- irtæki hefur ekki látið á sér standa. Himingeimurinn yfír Suðurlands- sléttunni miklu er að heita má orðinn fuglalaus eins og á vetrar- degi. Ellegar eins og í eyðimörk. Það er bannorð manna á milli að nefna mink í þessu sambandi. Mýra- þurrkun bættist illu heilli við til stórskaða fyrir vaðfuglana. Viljið þið Vestfirðingar láta minkinn tæta sundur og smjúga alla lundabyggðir Vestfjarða ef þær eru enn til? Viljið þið láta minkinn eyða kríunni, hermönnum æðar- varpsins og allra smáfugla? Viljið þið sjá fuglalaust og sönglaust vor? Viljið þið Vestfirðingar láta brytja selkópa niður í minkakjafta og sjá minkana drekkja síðustu dúnöndun- um ykkar? Viljið þið skipta á minkaskinnum fyrir dún? Viljið þið sjá gjörbreytt land? Og öll sú breyting er gerð, ein- göngu til þess að selja minkaskinn eins og Finnar seldu grávöru í finn- mörk á vfkingaöld. Loðdýrarækt er ekki landbúnaður. Leyfið ekki minkarækt á Vest- fjórðum. Réga B. Blöndals Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Víkverji skrifar SVEFN L6ysiN6 JAR" Umferðamá! hafa oft verið til umfjöllunar hjá Víkverja, enda af nógu að taka. Það er í rauninni undarlegt þegar um nýjungar er að ræða í umferðarmálum, að þær skuli ekki vera kynntar betur fyrir almenningi en raun ber vitni, eins og t.d. þegar þrjár akreinar í sömu átt voru teknar upp, fyrst á leiðinni úr Kópavogi og nú síðast á leiðinni í Breiðholt. Víkveiji á stundum leið upp í Breiðholt og það er í lagi um miðjan dag, en á annatíma er eins og allir séu í kappakstri og þá sé um að gera að aka framúr ýmist hægra eða vinstra megin við bílana. Þetta kemur manni spánskt fyrir sjónir þegar maður hefur ekið er- lendis, því þar er talið svo sjálfsagt að ekki megi aka fram úr bíl nema á vinstri akrein. Skyldi akreina- skipting og framúrakstur ekki vera kennt hjá ökukennurum eða sjá nýútskrifaðir ökumenn sig til- neydda til að fylgja fjöldanum eftir og gefast upp á að aka eins og þeim var kennt? Hér getur fjölmiðill eins og sjón- varp komið mjög til móts við almenning. Ætti að vera auðvelt að útbúa mynd sem sýnir ítarlega hvernig ber að haga akstri — og hvað ber að forðast, bæði á tveggja og þriggja akreina götum. Svona mynd ætti að sýna sem oftast, skjóta henni t.d. aftan við fréttir með jöfnu millibili, þannig að hún færi ekki framhjá neinum. Reyndar hefur aksturinn skánað örlítið síðan göturnar voru málaðar, en hvað tekur svo við í vetur þegar snjór liggur yfir og málningin eyð- ist af götunum? Eins og alþjóð hefur fylgst með verður hið svokallaða „Hag- kaupshús" opnað um miðjan ágúst. Stendur þó nokkur styrr um opnun- artíma, hvort opið megi vera á laugardögum eða ekki. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur segir það brjóta í bága við lög um opnun- artíma félagsins. En af hverju ekki að hafa opið á laugardögum frá kl. 9-18 og hafa í staðinn lokað á mánudögum í öllu húsinu? Þætti ekki starfsfólki ágætt að fá frí til að versla í öðrum búðum á sínum frídegi í ró og næði í stað þess að hlaupa alltaf í hádeginu. Og örugg- lega þætti hinum þægilegt að geta verslað í ró og næði á sínum frídegi — og þyrftu þá færri að hlaupa úr vinnu sinni til að ná í búðir dags daglega. Víkverji leggur oft leið sína í Blómaval við Sigtún. Þar er alltaf gaman að koma, mikið um að vera og margt að skoða. Það hefur færzt mjög í vöxt að fólk láti pakka inn tækifærisgjöfum í blómabúðum eða að blómunum sé pakkað í sellófan og skreytt á skemmtilegan hátt. Jafnvel eru út- búnar skreytingar úr afskornum blómum. Hrein unun er að fylgjast með starfsfólki útbúa slíkar skreyt- ingar og sjá hvað það er natið við að gera pakka og blómavendi vel úr garði. Málið er bara það, a^ sama virðist á hvaða tíma maður kemur þarna inn, alltaf er jafn mikið að gera og of fátt starfsfólk miðað við fjöldann sem verzlar þarna. Á þetta bæði við í blómadeildinni, þar sem afskorin blóm eru og við afgreiðslu- kassa. Vonandi sjá eigendur til þess að starfsfólki verði fjölgað, svo að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig framvegis og Víkverji ásamt öðrum geti verzlað þar, þrátt fyrir tíma- skort á stundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.