Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JULI 1987 37 ágætum. Aldrei gleymast þeim, sem sátu hinar skemmtilegu haust- kveðjuhátíðir, þegar Halldór las upp annál sumarsins og allir vinnufélag- arnir fengu sína umsögn með tilheyrandi gáska félaganna. En þótt Halldór væri allra manna skemmtilegastur, þegar það átti við, var hann jafnframt alvörumað- ur. Hann hafði fastmótaðar skoðan- .ir á mönnum og málefnum, og hélt ótrauður fram þeirri skoðun sinni, að því aðeins yrðu komandi kynslóð- ir Islendinga hamingjusamar í landi sínu, ef þær gerðu sér ljóst, að hluti af allri skólagöngu væri líkamleg vinna til sjós og lands. Þetta sýndi Halldór í verki. Störf hans hér á hálendinu bera vott um vandvirkni og eljusemi. Mikill harmur er kveðinn að húsi Halldórs þegar hann fellur frá með svo skyndilegum hætti. En öll eru þau vel af Guði gerð, eiginkona hans, Sigrún Halldórsdóttir, og börnin þrjú: Kristján, háskólanemi, Linda, sem er í fjölbrautaskóla og Kristín, 12 ára, sem er í heimahús- um, og vonum við, að þau muni með Guðs hjálp geta horft björtum augum til framtíðarinnar. Við, starfsfólk Landsvirkjunar við Hrauneyjafoss, kveðjum Halldór með söknuði og þökkum honum samfylgd alla. Ástvinum hans send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Mér koma í hug ljóðlínur Einars skálds Benediktssonar: „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjartað ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa." Halldór átti gott hjarta og elsk- aði land sitt. HaUdór Eyjólfsson Kveðja frá skólasystkinum ÍKI veturinn 1967/1968 Haustið 1967 hófu nám í fþrótta- kennaraskóla íslands á Laugarvatni 20 nemendur víðsvegar að af landinu. Nú hefur sá fyrsti úr þess- um hópi, Halldór G. Kristjánsson frá Suðureyri við Súgandafjörð ver- ið kallaður brott úr þessum heimi, óvænt og skyndilega en þann 9. júlí sl. lést hann af völdum meiðsla er hann hlaut í umferðarslysi sem varð á vegakafla inni á hálendi ís- lands, ekki langt frá Þórisvatni. Fáir af þeim sem hófu nám á Laugarvatni þetta haust fyrir tæp- um 19 árum þekktust fyrir, en fljótlega tókust þarna góð kynni meðal nemenda enda var sambýlið náið, fólk var saman við nám eða störf nánast allan daginn, alla daga, þann tíma sem skólinn stóð, en það var í 9 mánuði. Það er því við hæfi að minnast þessa látna skóla- bróður okkar með örfáum orðum. Ekki mun hér verða gerð grein fyr- ir ætt og uppruna Halldórs eða störfum hans hin síðari ár, til þess eru aðrir kunnugri betur fallnir. Halldór sem var einn af fulltrúum Vestfirðinga í skólanum þetta árið varð strax vinsæll meðal skóla- systkina sinna enda var hann síbrosandi, léttur, kátur og félags- lyndur mjög. Hann var ágætis íþróttamaður og sóttist námið í skólanum vel. Aðalgreinar hans í íþróttunum voru frjálsar íþróttir, einkum köst og þá sér í lagi spjót- kast og bar hann af öðrum nemendum skólans á því sviði. Hann var einnig góður badminton- spilari og lagði sig fram við að segja okkur hinum sem minna kunnum í þeirri íþrótt til. En hann var einnig vel liðtækur í öðrum greinum íþrótta sem þarna voru stundaðar og reyndist í hverjum leik hinn traustasti liðsmaður. Þá hafði hann gaman af því að taka í spil og hafði forgöngu um það að menn styttu sér stundir á löngum vetrarkvöldum við slíkt. Hann var þó fyrst og fremst góður félagi, glettinn og skemmtilegur og hrókur alls fagn- aðar á góðri stund. Og það er þannig sem við skólasystkinin frá Laugarvatni munum geyma í hug- um okkar minninguna um Dóra Kristjáns, eins og við kölluðum hann ávallt og þökkum jafnframt fyrir þær mörgu ánægjulegu sam- verustundir sem við áttum saman þennan vetur og síðar þegar hópur- inn hefur hist. Það er því með söknuði og harmi sem Halldór er kvaddur en sárastur hlýtur harmur hans nánustu, eiginkonu, barna og annarra aðstandanda að vera og eru þeim hér með sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Halldórs G. Kristjánssonar. í dag, 17. júlí, kveðjum við kær- an vin og starfsbróður, Halldór Kristjánsson, er lést af slysförum þann 9. júlí. Það er erfiðara en orð fá lýst að sjá á bak góðum félaga og samstarfsmanni. Halldór var sterkur persónuleiki. Hann var ein- Iægur og hjartahlýr, ávallt glaðvær í viðmóti og hafði gott lag á því að hrífa fólk með sér. Hann var fundvís á hið skoplega í tilverunni og hafði ríka kímnigáfu en gætti þess þó ætíð að særa engan. Hann var jafnan hrókur alls fagnaðar og hann eignaðist vini hvar sem hann fór. En fyrst og fremst var hann yndisleg manneskja sem vildi öllum vel og lét hvarvetna gott af sér leiða. Halldór var íþróttakennari að mennt og helgaði sig því starfí lengst af. Hinir góðu eiginleikar hans, hið góða skap, einlægni og manngæska, nýttust honum vel í kennarastarfinu. Hann átti sérstak- lega gott með að umgangast börn og unglinga og leið hvergi betur en í hópi ærslafullra krakka. Þar var hann á heimavelli. Við hjónin kynntumst Halldóri og fjölskyldu hans fyrir sjö árum, en þá tók hann við starfi skóla- stjóra við Grunnskóla Austur-Eyja- fjallahrepps. Með okkur tókst fijótlega einlæg vinátta. Halldór var jafnan heill og óskiptur í leik sem í starfi. Við minnumst nú með sökn- uði margra ógleymanlegra stunda sem við áttum saman. Það er sárt að sjá af góðum vin, að kveðja hann hinstu kveðju löngu fyrir ald- ur fram. Það er ekki sanngjarnt þegar flautað er til leiksloka í hálf- leik. En lífið er miskunnarlaust. Það fær fjölskylda hans að finna nú er ástríkur faðir og kær eiginmaður er kallaður burt svo skyndilega. Þeirra er sorgin stærst. Við vottum Sigrúnu og börnunum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að veita þeim styrk. Magga og Sverrir Því veldur mér trega tónanna slagur sem töfrar og dregur og er svo fagur? Eg veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku vaknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál ævinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. (E. Ben.) Ég skynja og veit, að nú, á út- farardegi Halldórs G. Kristjánsson- ar fljúga um huga okkar fjölmörgu vina og venslamanna hans ljúfsárar minningar frá liðnum samferðarár- um. Hver man ekki hressilegt viðmót hans, spaug og gamansemi, glaðværð sem smitaði alla. Bjart- sýni og keppnisskap, frásagnargleði og vestfirskt stolt. Stolt sem við vinir hans köllum mont. Minningar um tryggð og hreinskilni, sorg og gleði í starfi og leik, minningar um góðan dreng og samferðamann sem dæmdi aðra ekki eftir stöðu eða mannvirðingum. Dóri, eins og við kölluðum hann kom í Rangárþing haustið 1973. Kom, sá og sigraði, fyrst sem íþróttakennari á Hvolsvelli, síðan, frá 1979, var hann skólastjóri, fyrst við barnaskólann á Hvolsvelli og síðan lá leiðin að Skógum undir Eyjafjöllum og nú síðasta árið í Njálsbúð, Vestur Landeyjum. Sem sannur Vestfirðingur var hann vinnuhestur, vann auk kennsl- unnar öll sumur, lengst af sem verkstjóri yfir vinnuflokki hjá Landsvirkjun. Og í starfi skammt frá Hrauneyjavirkjun lést hann af slysförum 9. júlí sl. Hann var afburða kennari og félagi sem fór ekki alltaf troðnar slóðir og vildi engan styggja eða særa í starfi eða leik, því kemur í hugann erindi Einars Ben. sem Halldór dáði mjög og hefur máske mótað lífshlaup hans. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi af víni veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast, við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augna kast sem aldrei verður tekið til baka. Ég og fjölskylda mín tökum þátt í einlægum söknuði eiginkonu Halldórs, Sigrúnar Halldórsdóttur og barna þeirra þriggja og óskum þeim blessunar og velfarnaðar. Magnús Bjarnason, Hvolsvelli. Þegar sól var hæst á lofti fimmtudaginn 9. júlí sl. berast þau sorglegu tíðindi að Dóri frændi hafi látist í umferðarslysi. Skarð hefur verið höggvið í vinahóp og verður ekki fyllt. Góður drengur hefur ver- ið kallaður burt langt um aldur fram. Erfitt er að sætta sig við slík tlðindi. Af hverju getum við ekki ráðið atburðarásinni, en svona er nú lífið, við sem erum ung og teljum okkur víðs fjarri dauðanum erum skyndilega minnt óþyrmilega á, að við stöndum öll jafn nærri honum hver sem aldurinn er. Halldór Georg Kristjánsson fæddist 21. júní 1946. Foreldrar hans voru Kristín Magnea Guð- mundsdóttir og Kristján Bjarni Magnússon, sem bæði eru látin. Systkini Halldórs eru: Erla og Auð- ur, búsettar í Reykjavík, og Karl, búsettur á ísafirði. Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum á Suðureyri við Súgandafjörð. Barnaskólanám stundaði hann á Suðureyri en lauk gagnfræðaprófi frá Núpi í Dýrafirði 1963. Síðan lá leiðin í Kennara- skóla íslands og íþróttakennara- skóla íslands á Laugarvatni, og útskrifaðist hann sem íþróttakenn- ari 1968. Næstu ár, 1968—1974, starfaði Dóri, eins og hann var oftast kallað- ur, við kennslu á Suðureyri. Þar tók hann einnig mikinn þátt í æskulýðs- starfi og var hann formaður íþrótta- félagsins Stefnis í nokkur ár. Þá var hann einn af stofnendum Lions- klúbbs Súgandafjarðar 1971. Til Hvolsvallar fluttist Dóri 1974 og kenndi til 1978, en veturinn 1978— 1979 var hann skólastjóri þar. 1979-1986 var hann skólastjóri Barnaskólans á Skógum. Síðasta haust fluttist hann aftur til Hvols- vallar og var skólastjóri í Vestur- Landeyjum. Er Dóri bjó á Suðureyri kenndi hann sund mörg sumur auk þess að stunda sjómennsku með föður sínum, bæði á línu og hand- færum. Síðustu ár var hann flokks- stjóri hjá Landsvirkjun á sumrin og var hann þar við störf er hann lést. Á Hvolsvelli var hann rnjög virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Dímon. Eftirlifandi kona Dóra er Sigrún Halldórsdóttir og á heimili þeirra hjóna átti fjölskylda mín margar góðar stundir. Dóri og Sigrún eign- uðust þrjú börn: Kristján Bjarna, f. 9. september 1966, Lindu Björk, f. 5 ágúst 1970, og Kristínu Magneu, f. 17. desember 1975. Minningar um liðna tíð streyma fram og hvert smáatvik verður stórt. Margs er að minnast frá æskuárum á Suðureyri, bæði úr leik og starfi. Það er erfitt að sætta sig við að eiga ekki eftir að hitta Dóra oftar, glaðan og hressan, eins <¦ og hann var alltaf þegar við frænd- ur hittumst. Síðustu ár höfum við búið hvor á sínu landshorninu og ekki getað hist jafn oft og báðir hefðu óskað, en þær heimsóknir er gáfust voru ánægjulegar og vel nýttar. Frænda mínum er ég þakklátur fyrir samveruna og samfýlgdina, sem var alltof stutt, átti að vera miklu, miklu lengri. Fjölskylda mín hefur misst góðan vin og kveður hann með söknuði. Sigrún mín, Kristján, Linda og Kristín, ykkar harmur er mestur, sem hafið misst góðan mann og föður. Megi góður guð styrkja ykk- ur í þessari erfiðu raun. Fjölskylda mín pg foreldrar senda ykkur sfnar dýpstu samúðarkveðjur, einnig systkinum, tengdaföður og öðrum aðstandendum. Minning um góðan dreng lifir. Magnús S. Jónsson Sýslunemd Rangárvallasýslu: Framkvæmdum við Markarfljóts- brú verði hraðað r- AÐALFUNDUR sýslunefndar Rangárvallasýslu var haldinn á Skógum undir Eyjafjöllum fyrir skömmu að viðstöddum öllum aðalmönnum í nemdinni, ellefú að tölu, auk sýslumanns Friðjóns Guðröðarsonar, sem er oddviti nemdarinnar. Fyrir fundinum lágu mörg erindi til umsagnar og afgreiðslu, þó færri en oft áður, þar sem aukafundur var haldinn í nefndinni 17. febrúar sl. Orðin er föst venja að sýslunefnd haldi a.m.k. tvo fundi á ári. Tekjur oggjöld Tekjur og gjöld sýslusjóðs 1987 nema 4.800.000 krónum. Þeirri upphæð er að langstærstum hluta varið til mennta-, félags- og menn- ingarmála. Má þar nefna: Fjöl- brautaskóli Suðurlands — stofnkostnaður 1.600.000 krónur, Byggða- og skjalasafn í Skógum — nýbygging og tækjakaup 800.000 krónur, til undirbúnings útgáfu sýsluritsins Goðasteins — árbók 1987 200.000 krónur, einnig má nefna framlag til öryggismála á vegum almannavarna sýslunnar; tækjakaup og búnaður í stjórnstöð - lokaáfangi 250.000 krónur. Sýsluvegasjóður 1987 Tekjur alls 10.078.000 krónur sem skiptast þannig; 1. nýbygging 3.500.000 krónur, 2. viðhald 6.328.000 krónur, 3. ófyrirséð 250.000 krónur. Fræðslustjóri Suðurlands, Jón R. Hjálmarsson, kom á sýslufund og flutti erindi um framtíð skóla- halds í Skógum, svo og um þá miklu möguleika sem staðurinn hefur til margskonar starfsemi á sviði mennta- og menningarmála. Sýslunefnd ályktaði um ýmis þjóðþrifa- og framfaramál og má þar einkum geta eftirfarandi: Framtíð héraðsmála Fundurinn áréttar þau sjónarmið er fram hafa komið á oddvitafundi, svo og aukafundi sýslunefndar, að mynduð verði héraðsnefnd í Rang- árþingi frá 1. janúar 1989 sam- kvæmt ákvæðum nýrra sveitar- stjórnarlaga. Nefndin starfi á sýslugrundvelli, enda verði ekki gerðar verulegar breytingar á því fyrirkomulagi, sem verið hefur. Vakin er athygli sveitarstjórna á nauðsyn þess að ákveða í tíma að- ild sína að héraðsnefnd. Akstur fjórhjóla (dvergjeppa) Sýslunefnd harmar þau mistök af hálfu stjórnvalda þegar hafinn var frjáls og eftirlitslaus innflutn- ingur á fjórhjólum (dvergjeppum). Þegar hafa orðið víðsvegar um landið stórfelld náttúruspjöll sem eru lítt eða ekki bætanleg. Auk þess er slysahætta gífurleg, jafnt fyrir ökumenn sem farþega, sem áfram munu fylgja hjólunum, þó bannað sé. Notkun þessara tækja virðist einungis heimil með sérstöku leyfi landeigenda, enda sé þess gætt að spilla ekki gróðri. Kannaður verði sá möguleiki hvort fjórhjólin megi ekki aka um vegi landsins eins og létt og þung bifhjól. Skorað er á sveitarstjórnir að koma upp sérstökum afmörkuðum og afgirtum æfingasvæðum. Einnig er þess vænst, að lögreglan geri skyldu sína í því að hefta ólöglega meðferð tækja þessara og þeir sem gerast brotlegir verði látnir sæta þungum viðurlögum, ökuleyfis- sviptingum og látnir sæta því að hald verði lagt á ökutækin. Ný Markarfljótsbrú Sýslunefnd lýsir óánægju sinni með seinkun sem orðið hefur á áætlunum um gerð nýrrar brúar yfir Markarfljót og fullnaðar upp- byggingu vegarins að henni. Fundurinn leggur áherslu á að þessum framkvæmdum sé hraðað í beinu framhaldi af brúargerð við Óseyrarnes, þannig að staðið verði við fyrri áætlanir um að brúin verði tekin i notkun 1990. Varðveisla náttúru- og menningarminja Sýslunefnd Rangárvallasýslu vekur athygli á nauðsyn þess að taka myndarlega til hendinni í varð- veislu og eftirliti íslenskra náttúru- minja víðsvegar um landið. Rík ástæða virðist vera til þess að sett- ar verði ákveðnar, strangar reglur varðandi umgengni ferðafólks á hinum ýmsu ferðamannastöðum landsins. Má hér t.d. minna á Þ6rs- merkursvæðið og Landmannalaug- ar. Fuglalíf á í vök að verjast en mikið virðist skorta á að t.d. sé staðið af árvekni að útrýmingu minks í varplöndum fugla við ár og vötn. Menningarminjar frá fortíð eru víðast í vanrækslu. Má hér t.d. minna á manngerða hella Rangár- þings, hinar merkustu heimildir um búskaparhætti, trú og menningu. Eftirlit slíkra minja í samvinnu við Þjóðminjasafnið, byggðasafn og eigendur ætti að vera næsta auð- velt. Góð umgengni þeirra væri landi og lýð til sóma. Virkara eftir--' lit með náttúruvættum og friðlýst- um svæðum er aðkallandi á komandi tíma. Skógar — mennta- og menningarsetur Sýslunefnd minnir á nauðsyn þess að efla menningarsetur í Skóg- um undir Eyjafjöllum og ítrekar skilyrði það er sýslunefnd setti varðandi samstarf Fjölbrautaskóla Suðurlands og Skógaskóla er geng- ið var til samninga um byggingu og rekstur Fjölbrautaskólans, en það samstarf hefur orðið of lítið í reynd. fa fréttatfflcyiininBu) Umferðarráð: „Börn í bílum þurfe, vörn" UMFERÐARRÁÐI hafa að und- anförnu borist fjöímargar ábendingar frá fólki hvaðanæva af landinu um að setið sé undir smábörnum f framsætum bíla. Þrátt fyrir þá staðreynd að ör- yggisbúnaður fyrir alla aldurs- hópa er til, eru alltaf einhverjir trassar á ferð. Á síðastliðnum 5 árum hafa að meðaltali um 50 börn slasast árlega sem farþegar í bílum. Ekkert þeirra var í bflstól eða bflbelti. Auk þess er vitað um fjölmörg slys á börnum í bílum sem ekki eru tilkynnt til lögreglu. Mikilsvert er að venja börn á að sitja alltaf í barnabílstólum, jafnt á stuttum ferðum sem löngum. Slys gera ekki boð á undan sér. Barni, sem vanið er á að sitja alltaf 5 bílstólum/beltum, veitist auðvelt að nota öryggisbúnað áfram í lífinu. Börn eiga rétt á því að vera örugg 5 bíl og búnaður til þess að verja þau er fáanlegur. Aðalvandamálið er að fá fólk til þess að útvega sér þennan öryggisbúnað og nota hann SÍðan. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.