Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Dragnótaveiðamar á Faxaflóa: Vigtunin hjá Faxa- markaði ekki tekin gild Grindavík. „OKKUR finnst að sjávarútvegs- ráðuneytið sé að gera okkur iífið erfitt þegar vigtunin hjá Faxa- markaðinum í Reykjavfk er ekki tekin gild og okkur gert að vigta á gömlu hafharvigtinni. Þetta tefur okkur töluvert að óþörfu þar sem öll aðstaða á markaðnum er mjög góð og togararnir fá að landa beint þar inn," sagði Guð- bjartur Einarsson skipstjóri á Aðalbjörgu II RE 236 í gær- kvöldi. Kolaveiðar með dragnót, sem ráðuneytið veitir undanþágu til, hófust miðvikudaginn 15. júlí, en tíu bátar frá Reykjavík og Keflavík stunda þær að þessu sinni. Aðal- veiðisvæðið fyrstu tvo dagana var norðan við hraunið og út í Norðurb- ugtina, en afli fyrsta daginn var 10-13 tonn á bát. Að sðgn Guðbjarts finnst sjó- mönnunum að ráðstafanir ráðu- neytisins jaðri við ofsóknir og að mikillar tortryggni gæti í þeirra garð vegna þess að þorskur í aflan- um verður að vera innan við 15%. Allur umframþorskur er gerður upptækur og hefur oft verið um stórar upphæðir að ræða undanfar- in ár. „Nú hefur vinnslustöðvunum sem upphaflega voru í þessari vinnslu fækkað og þær sem eftir eru anna ekki öllu magninu. Því setjum við okkar afla á markaðinn þrátt fyrir fyrrgreint umstang en verðið þar var gott fyrsta daginn eða 34 krón- ur," sagði Guðbjartur. Kr.Ben. Morgunblaðið/Kr.Ben. Guðbjartur Einarsson skipstjóri við löndiin. A-ha á íslandi: „Höfiim lengi haft áhuga á íslandi" NORSKA hljómsveitin A-ha kom tíl landsins í gær og mun halda tvenna tónleika nú um helgina. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Morten Harket söngvara hljómsveitarinnar að máli á Hótel Sögu í gærkvöldi. Hann sagði að þeir félagar væru nýkomnir úr hljómleikaferð til Japans þar sem þeir héldu 17 tónleika. Hann sagði að ferðin hefði heppnast frábær- lega vel og væri hún besta tón- leikaferð hljómsveitarinnar til þessa. Hann sagðist hafa haft áhuga á íslandi í nokkur ár og að sér þætti verst að geta ekki dvalið hér íengur. Hann vonaðist til að tón- leikarnir hérna yrðu góðir og lofaði að gera sitt besta til þess að svo yrði. Orlandoflug Flugleiða: Leyfi veitt til daglegs flugs FLUGLEIÐUM hefur verið veitt leyfi tíl að lenda daglega f Or- lando f Bandaríkjunum. Félagið hefur flogið þangað þrisvar f viku frá því f haust, en hugmynd- ir eru uppi um að fjölga ferðum þangað í fjórar. Flugið til Orlando hefur gengið vel að sögn Steins Loga Björnsson- ar forstöðumanns kynningardeildar Flugleiða. Fyrstu fimm mánuði árs- ins flutti félagið 20.125 farþega til og frá Orlando og eru það um það bil 2000 fleiri farþegar en félagið flutti til Chieago. Flestir farþeganna ferðuðust á milli Luxemborgar og Orlando, en um 5000 fóru á milli Keflavíkur og Orlando. Flestir þeirra, eða 2 - 3000, voru íslendingar. Morgunblaðið/Sverrir Lögregla og aðstoðarmenn við fornleifauppgröftinn skoða hleðslurn- ar sem eyðilagðar voru í fyrrinótt UppgrSfturinn í Aðalstræti: Skemmdarverk imnin og hleðslur eyðilagðar Týnda danska stúlkan fer huldu höfði í Osló DANSKA stúlkan, sem strauk úr landinu með vél Flugleiða til Stokkhólms, er samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins stödd hjá ættingjum sínum skammt fyrir utan Osló. Mál þetta er nú í höndum lögregl- unnar í Osló og hefur hún haft fregnir af stúlkunni hjá móðurbróð- ur hennar. Stúlkan er í felum og bíður lögreglan átekta eftir að ná til hennar og senda aftur til ís- lands, þar sem foreldrar hennar búa. SKEMMDARVERK voru unnin f fyrrinótt á lóðinni við Aðalstræti þar sem unnið er við fornleifa- gröft. Rutt var niður um 200 ára gömlum hleðslum sem nýlokið var að grafa fram og hreinsa, auk þess sem rifhír voru upp hælar sem nota átti tíl að mæla út lóðina. „Það hafa einhverjir gengið ber- serksgang hér á lóðinni í nótt og unnið töluverð skemmdarverk. Það virðist sem sá eða þeir sem þetta gerðu hafi unnið mjög markvisst eyðileggingarstarf," sagði Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur í samtali við Morgunblaðið f gær. Hún sagði hleðslurnar sem eyði- lagðar voru líklega vera með því merkilegasta sem fundist hefur til þessa á lóðinni við Aðalstræti. Ný- íokið var við að grafa hana fram og því hafði ekki ráðrúm gefist til að teikna hana upp. Þá sagði Margrét að teiknuð væru snið og gerðir uppdrættir af lóðinni og í þeim tilgangi hefðu landmælinga- menn mælt út og sett niður hæla, en þeir hefðu margir verið rifnir upp. „Þetta þýðir að okkur seinkar og ekki verður hægt að teikna eins nákvæma uppdrætti, auk þess sem um fjárhagslegt tjón er að ræða." Tíu hafa greinst með salmonellu: Rannsókn hafín á svína- búum og starfsfólki SS Morgunblaðið/BAR Morten Harket söngvari A-ha var umkringdur æstum aðdáend- um á Hótel Sögu í gærkvðldi. HAFIN er rannsókn á þeim svinabúum, sem létu slátra mánudaginn 29. júní sl. hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Rannsókn hefur sýnt að salmonella var f kjöti af svíni sem slátrað var þann dag og er talið að hún hafi valdið matareitrun á ættarmóti í Dölum. Jafnframt er hafin rannsókn á 25 starfsmönnum kjötíðnaðardeildar SS sem unnu svínakjötið daginn eftir slátrun. „Við byrjuðum á að athuga hvort eitthvað væri eftir af vörunni þegar þetta kom upp, en kjötið er allt selt og örugglega löngu búið að éta það án þess að við höfum fengið kvartanir," sagði Steinþór Skúlason framleiðslustjóri SS í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að venjulega væri um 100 svínum slátrað á degi hverjum og hefðu Albert greiðir Einari skaðabætur EINAR Ólason ljósmyndari á Þjóðviljanum hefur tekið tílboði Alberts Guðmundssonar alþing- ismanns um skaðabætur að upphæð 192.000 kr. vegna kjafts- iiöggsins, sem hinn sfðarnefhdi gaf honum á Hótel Borg fyrir síðustu alþingiskosningar. Ein tönn brotnaði þegar Albert sló ljósmyndarann og brotnaði hún það illa að Einar þurfti að fara í tannholdsuppskurð og láta fjar- lægja flfsar úr henni. Kostaði sú aðgerð ein sér 70.000 kr. Einar fékk síðan 100.000 kr. í miskabæt- „Ég er feginn að þessu máli er lokið, en það hefði verið betra, hefði það aldrei komið upp á," sagði Ein- ar í samtali við Morgunblaðið í gær. Málið er hér með úr höndum rann8Óknarlögreglunnar. svínin komið frá nokkrum svínabú- um af höfuðborgarsvæðinu umræddan dag. „Salmonella fannst í einu sýni frá okkur eftir eina greiningu, en það er ekki hægt samkvæmt því að al- hæfa að kjötið hafi verið sýkt. Auðvitað er þetta viss vísbending, sem kallar á nánari rannsókn og munu endanlegar niðurstöður ekki liggja fyrir fyrr en um miðja næstu viku," sagði Steinþór. Nú þegar er búið að staðfesta að tíu manns sýktust af salmonella bakteríu á ættarmótinu að Laugum í Sælingsdal, en talið er vfst að fleiri beri sýkilinn í sér, að sögn Ólafs Steingrímssonar yfirlæknis sýklarannsóknardeildar Landspítal- ans. Hann sagði að þetta afbrigði salmonellu væri sjaldgæft en fund- ist hefði sama afbrigði af salmon- ellu í 8vínakjöti frá SS í frystikistu á staðnum. Kjötiðnaðardeildir Sláturfélags Suðurlands og SÍS hafa báðar yfír að ráða eigin rannsóknarstofum þar sem gerðar eru ýmsar athuganir á kjötinu áður en það er sent á mark- að, að sögn Steinþórs. Hinsvegar hefði aldrei verið leitað að salmon- ellusýklum í því kjöti sem slátrað væri, einfaldlega vegna þess að sú sýking hefði ekki komið upp. „Ef í ljós kemur að salmqnella hafi verið í svínakjötinu, finnst mér sjálfsagt að endurskoða okkar eftirlit." Steinþór sagði að salmonella væri helst að finna í svfnum og kjúklingum þar sem dýrin væru alin á mjög afmörkuðu svæði og væru alin á tilbúnu fóðri. „Þegar svona nokkuð gerist er meðvirkandi þáttur röng meðferð á matvælum. Ef varan er soðin, drepast salmon- ella-sýklar við 70 gráðu hita, en sýkillinn getur vissulega borist í önnur matvæli, sé ýtrasta hreinlæt- is ekki gætt," sagði Steinþór. Sjá fréttir á bls 22-23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.