Morgunblaðið - 17.07.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 17.07.1987, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Ómar Torfason á landsliðsæfíngu. Hann æfír þessa dagana með Dussel- dorf í Vestur-Þýskalandi. KNATTSPYRNA Omar æfir með Diisseldorf ÓMAR Torfason hefur að undanförnu œft með vestur- þýska liðinu Dusseldorf og getur þess vegna fengið til- boð frá félaginu á nœstu dögum. Frá þessu er greint í þýska íþróttablaðinu Kicker í gær. Blaðið segir að Diisseldorf hafi boðið þremur leikmönnum að æfa með liðinu, Ómari og tveimur Þjóðveijum, og verði einum þeirra boðinn samningur. Diisseldorf féll í 2. deild í vor, en þá hafði liðið leikið samfellt í 15 ár í 1. bundesligunni. Ómar leikur sem kunnugt er með Luzem í Sviss, en hefur áhuga á að skipta um félag. KÖRFUKNATTLEIKUR Breiðablik tekur sæti Fram í úrvalsdeildinni í FYRRAKVÖLD var ákveðið að UBKtœki sœti Fram í úrvals- deildinni íkörfubolta nœsta keppnistímabil. Asíðasta tímabili léku sex lið í úrvalsdeildinni, UMFN, ÍBK, Valur, KR, Haukar og Fram. Fram- arar hlutu ekkert sig og áttu að falla í 1. deild, en ákveðið var að fjölga í úrvalsdeildinni úr sex liðum í níu. Samkvæmt því hélt Fram sæti sínu, en við bættust ÍR, sem sigraði í 1. deild, Þór Akureyri og Grindavík. Síðan gerðist það að körfuknattleiksdeild Fram var lögð niður og því var fyrmefnd ákvörðun tekin á fundi fulltrúa úrvalsdeildar- félaganna. Samfara fjölgun liða verður fyrir- komulagi mótsins breytt. í stað fjórfaldrar umferðar, verður leikin tvöföld umferð, en úrslitakeppni fjögurra efstu liða verður eftir sem áður. Þá verður sú breyting á bikarkeppn- inni að úrvalsdeildarliðin koma inn í keppnina í 16 liða úrslitum og verður leikin tvöföld umferð, heima og að heiman, og jafntefli látin gilda. FRJALSAR / MEISTARAMOT UNGLINGA Um 550 ungmenni keppa um helgina í dag hefs á Laugardalsvelli í Reykjavík meistaramót frjálsí- þróttamanna 14 ára og yngri og stendur þaö yfir til sunnu- dags. Keppendur eru 374 alls staðar að af landinu. Mótið verður sett með athöfn og hóp göngu keppenda á laugardags morgun. Alaugardag fer svo fram meist- aramót 15 til 18 ára fíjálsí- þróttamanna og verður það haldið í Keflavík. Þátttakendur þar verða 170 talsins, svo að á mótunum tveimur keppa um 550 keppendur. UMFK sér um framkvæmd mótsins í Keflavík og ÍR-ingar í Reykjavík. Á mótinu í Reykjavík keppa ungl- ingar úr nær hveiju byggðarlagi landsins, en þeir eru frá 23 félögum og héraðssamböndum. Flestir þeirra eru frá Héraðssambandinu Skarphéðni, þ.e. úr Ámes- og Rang- árvallasýslum, eða 55. Frá Héraðs- sambandi Snæfells- og Hnappadals- sýslu koma 35 keppendur, frá Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands 33 og 31 frá Ung- mennasambandi Dala og Norður Barðastrandar. MORGUIMBLAÐSLIÐIÐ 9. umferð SEX lið skoruðu 11 mörk í 9. umferð og voru sex markanna skoruð í sama leiknum, en leikmönnum fjögurra liða tókst ekki að skora að þessu sinni. Fjögur lið eiga leik- menn í liði umferðarinnar og eru fimm menn valdir úr leik Völsungs og Vals, sem varbesti leikur umferðarinnar, þó ekkert mark hafi verið skorað. / Halldór Áskelsson Þór (3) Morgunblaðið/ GÓI ... 0 Pétur M Ormslev M Fram(5) « ... Hlynur Birgisson ’ Þór(1) Við viljum vekja athygli ykkar sem útivist stunda á Barbour fatnaði. Durham jakkinn hefur þessa kosti: Hann er framleiddur úr laufléttu bómullar- efni, hann er hlýr og hleypir frá sér raka, hann er vatnsheldur og einstaklega sterkur, hann er fallegur og léttur og þegar allra veðra er von er hann tvímælalaust hentugasti jakki í lengri eða skemmri ferðir. V Veiðimaðurinn sf., Hafnarstræti 5, sími: 16760. KNATTSPYRNA Gull og Silfur- mótið fyrir yngstu knattspymu- konumar YNGSTU knattspyrnukonur landsins, 3. aldursflokkur, munu safnast saman í Kópa- vogi helgina 25. og 26. júlí en þá fer fram þar í bæ Gull og Silfur-mótið í kvennaknatt- spyrnu og eru það Gull og Silfur h.f. og Ungmennafélagið Breiðablik sem sjá um fram- kvæmd mótsins eins og undanfarin ár. Mót þetta var fyrst haldið 1985 og er þetta því í þriðja sinn sem það fer fram. Á fyrsta mótinu kepptu um 70 stúlkur, í fyrra tvöfal- daðist fjöldi þátttakenda og í ár er búist við um 250 ungum knatt- spymudömum á Kópavogsvöllum. Mótið er því eitt hið viðamesta sem haldið er fyrir þennan aldursflokk. Keppnin hefst klukkan 10 á laugar- dagsmorgun og verður leikið fram undir kvöldmat. Á sunnudaginn verður einnig hafíst handa um klukkan 10 og mótinu lýkur síðari hluta dags. Það eru bæði A og B lið sem keppa á mótinu og verða veitt gull-, silfur- og bronsverðlaun í hvorum flokki. Markadrotning keppninnar fær einnig gullboltann sem viðurkenningu fyrir að skora mikið af mörkum og allir þátttak- endur fá heiðursskjal til minningar um þátttöku í mótinu. Keppendur koma víða að og verður þeim séð fyrir gistingu í skólum í Kópavogi. Vífilfell gefur Hi-C eins og hver getur í sig látið og einnig munu allir fá Tommahamborgara og franskar í lok móts. Mót þetta er svipað og Tommaham- borgaramótið í Eyjum nema hvað hér eru það stelpumar sem leika en strákamir í Eyjum, „rökrétt þró- un á jafnréttistímum", eins og segir í fréttatilkynningu um mótið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.