Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
Urskurður Héraðsdóms Húnaþings:
Jón á Skarfshóli
fær kjötið sitt
„Kjötið fer til heimilisins og einn og
einn skrokk ætla ég að gefa,“ segir Jón
HÉRAÐSDÓMUR Húnaþings
kvað í gær upp úrskurð í máli
Jóns Jónssonar bónda á Skarfs-
hóli gegn Verslun Sigurðar
Pálmasonar á Hvammstanga og
landbúnaðarráðuneytinu. Úr-
skurðurinn kveður á um að Jóni
sé heimilt að taka út kjöt sem
hann lagði inn í Verslun Sigurðar
Pálmasonar og var umfram fúll-
virðisrétt hans. Þetta eru um 330
kíló af kindakjöti.
Jón ísberg sýslumaður sagði að
úrskurður þessi byggðist á því að
ákvörðun landbúnaðarráðuneytis-
ins um fullvirðisrétt var ekki
kunngjörð sláturleyfishöfum fyrr
en í lok sláturtíðar í fyrra, eða hinn
20. október 1986. Hins vegar væri
engin efnisafstaða tekin til þess
hvort það sé löglegt eða ólöglegt
að taka út kjötið, eða hvort það
brjóti í bága við samning Stéttar-
sambands bænda og landbúnaðar-
ráðuneytisins.
Jón Jonsson bóndi á Skarfshóli
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann hefði alltaf reiknað
með þessum úrskurði. Hann ætti
að fá kjötið til baka og það sama
myndi væntanlega gilda um alla
sem svipað væri ástatt um ef úr-
skurðurinn stenst fyrir Hæstarétti.
„Það er hvorki hægt að afsala
eignar- og umráðarétti bænda yfir
eigin framleiðslu til nkisins né ann-
arra, sagði Jón.“ „Ég bjóst alltaf
við því að landbúnaðarráðuneytið
myndi skjóta úrskurðinum til
Hæstaréttar og ég fagna því. Ég
tel að ég hafí það góðan málstað
og er ekkert hræddur við úrskurð
Jón Jónsson bóndi á Skarfshóli við heimilisbifreiðina.
Hæstaréttar." Ekki taldi Jón að það
yrði vandamál að losna við kjötið.
Hluti af því færi til heimilisins en
einn og einn skrokk ætlar hann að
gefa vinum og kunningjum.
„I haust vita bændur hver full-
virðisréttur þeirra er. Ég held að
þeir séu allir á einu máli um að
leggja ekki inn umfram hann,“
sagði Jón.
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 2S.07.87
YFIRLIT á hádagi f gær: Vestur af landinu er hæðarhryggur sem
hreyfist hægt austur. Á Grænlandshafi er 1015 millibara djúp lægð
sem fer yfir sunnanvert fsland í dag.
SPÁ: Suðlæg eða breytileg átt á landinu, víðast gola eða kaldi
(3-5 vindstig). Fram eftir degi verður bjart veður á norður- og
austurlandi, en suðvestanlands fer að rigna með morgninum.
Síðdegis fer einnig að þykkna upp norðaustanlands og fer líklega
að rigna annað kvöld. Hiti á bilinu 10 til 15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Fremur hæg breytileg átt. Smá
skúrir eða dálítil súld öðru hverju við norður- og vesturströndina
en þurrt að mestu annars staðar. Hiti á bilinu 9 til 18 stig.
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * / * Slydda
r * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
1 o Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
[~<^ Þrumuveður
* w
C 4 w
% i r
T }
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veöur
Akureyri 10 skýjað
Reykjavlk 11 skýjað
Bergon 12 skúr
Helsinki 21 skýjað
Jan Mayen 6 súld
Kaupmannah. 18 skýjað
Narssarssuaq 13 alskýjað
Nuuk 7 skýjað
Osló 18 þokumóða
Stokkhólmur 20 skýjað
Þórshöfn 10 alskýjað
Algarve vantar
Amsterdam 17 súld
Aþena 34 heiðskírt
Barcelona 24 hálfskýjað
Beriín 21 hálfskýjað
Chicago 24 mistur
Feneyjar 29 skúr
Frankfurt 21 skýjað
Giaskow 18 hálfskýjað
Hamborg 18 skýjaö
Las Palmas vantar
London 19 mlstur
Los Angeies vantar
Lúxemborg 18 skýjað
Madríd 28 mistur
Malaga 29 helðakfrt
Mallorca 29 lóttskýjað
Miami vantar
Montrea! 28 mlstur
NewYork 24 þokumóða
París 20 hálfskýjaö
Róm 36 moldrok
Vfn 24 skúr
Washington vantar
Winnipeg 12 heiðskfrt
Guðmundur Sigþórsson skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt-
inu sagði að ráðuneytið hefði
ákveðið að áfrýja úrskurði þessum
til Hæstaréttar. Erfítt væri að segja
til um hvaða áhrif hann hefði, en
skoðun ráðuneytisins væri sú að ef
einstakir framleiðendur vilja ekki
hlýta samningi ráðuneytisins og
Stéttarsambands bænda og ætla
að taka aftur kjöt sem lagt hefur
verið inn, þá verði að draga það frá
öðruvísi reiknuðum fullvirðisrétti.
Stjóm Stéttarsambands bænda
hefur lýst sig sammála afstöðu
landbúnaðarráðuneytisins í þessu
máli. Hákon Sigurgrímsson fram-
kvæmdastjóri sagði að Stéttarsam-
bandið og landbúnaðarráðuneytið
leggðu þann skilning í samninginn
að Stéttarsambandið hafí fyrir hönd
allra innleggjenda sauðfjárafurða
Morgunblaðið/Magnús Gíslason
ráðstafað allir innlagðri framleiðslu
sauðfjárafurða haustið 1986 til
sölumeðferðar og uppgjörs. Það er
jafnframt skilningur stjómar Stétt-
arsambandsins að einstökum
framleiðendum sé óheimilt að selja
kindakjöt sem fellur utan fullvirðis-
réttar á innlendum markaði í
samkeppni við það kjöt sem ríkið
ábyrgist bændum fullt verð fyrir
samkvæmt búvörusamningnum.
„Við teljum þennan samning
ákaflega mikils virði fyrir bænda-
stéttina. Allt sem getur stefnt
honum í hættu er mjög slæmt að
okkar mati. Með samningnum em
bændur búnir að selja framleiðslu
sína og vinnu fímm ár fram í
tímann. Það eru ekki margar séttir
sem hafa náð slíku í gegn í sínum
kjarasamningum," sagði Hákon
Sigurgrímsson.
Ami Gíslason
íramkvæmda-
sijóri látinn
ÁRNI Gíslason framkvæmda-
stjóri lést á heimili sinu i
Hafiiarfírði sl. fímmtudag, 66
ára að aldri.
Ámi var fæddur 15. nóvember
1920 á Bíldudal, sonur hjónanna
Kristínar Kristjánsdóttur og Gísla
Ásgeirssonar frá Álftamýri í Amar-
fírði.
Árni var um árabil verksmiðju-
stjóri í Lýsi og mjöl í Hafnarfirði.
Einnig starfaði hann hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og vanrt þá
brautryðjandastarf á sviði nýtingar
loðnuhrogna. Árið 1972 gerðist
hann framkvæmdastjóri Lýsis og
mjöls og gegndi því starfi í u.þ.b.
áratug. Undanfarin þijú ár hefur
Ámi rekið eigið fyrirtæki, Vöm-
bretti sf., í Hafnarfirði.
Eftirlifandi eiginkona Árna er
Árni Gíslason
Ester Kláusdóttir. Þau eignuðust
sex böm og em fimm þeirra á lífi.
Nesjavallavirkjun:
Þrjú tilboð í upp-
setningu saftiæða
ÞRJÚ tilboð bárust í safiiæðar,
uppsetningu og einangrun, í
væntanlega Nesjavallavirkjun.
Lægsta tilboðið var rúmlega 11
milljónir og það hæsta rúmar 19
milljónir. I kostnaðaráætlun er
gert ráð fyrir að verkið kosti
rúmar 16 milljónir.
Að sögn Sævars Sveinssonar,
skrifstofustjóra hjá Innkaupastofn-
un Reykjavíkurborgar, var tilboð
Stálsmiðjunnar hf. lægst, krónur
11.481.000. Næst kom Vélsmiðjan
Orri og bauð krónur 17.795.400 og
þá Vélsmiðja Orms og Víglundar,
krónur 19.318.500. Kostnaðaráætl-
un er krónur 16.137.000.