Morgunblaðið - 25.07.1987, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
Geldingahnappur
— Armeria
Geldingahnappurinn, sem er af
gullintoppuætt, vex villtur í móum
og melum um land allt, er því
alþekktur og má teljast eitt af
fallegustu blómum sem spretta
út um hagann á íslandi. Hann er
það fallegur að gaman er að ætla
honum pláss í garðinum — og
auðvelt er að ná sér í plöntu af
honum. í görðum unir hann sér
vel og getur myndað allstóra,
þétta og hvelfda þúfukolla. Geld-
ingahnappurinn okkar — Armeria
maritima — er ljós-lillableikur að
lit og lyftir hnöttóttum þéttum
blómkollum sínum um það bil
18—20 sm upp úr jarðlægum þúf-
unum, sem blöð hans mynda.
Blöðin eru mjó, strik- eða þráð-
laga og heilrennd og líkjast
nokkuð grasstráum. Það þarf því
nokkra natni til að láta ekki gras-
strá komast inn í þúfumar og
rétt er að athuga það rækilega
hvort utanaðkomandi grasstrá
geri sig ekki of heimakomin.
Til eru ýmis afbrigði af Armer-
ia:
Sauðahnappurinn (Arm. caesp-
itosa) er lágvaxinn með stutt, mjó
blöð og rauðbleik blóm, ættaður
frá Spáni. Armeria Bechwood
hefur stóra, dökkbleika blómkolla.
Armeria Bevan er hárautt, lág-
vaxið afbrigði. Armeria maritima
„Vindictive" er nokkm hærri en
íslenski geldingahnappurinn, þétt-
ur og blómsæll, rauður á lit.
Armeria maritma alba er gott
hvítt afbrigði. Öll Arm. maritima-
afbrigðin em auðveld í ræktun.
Ýmis hávaxnari afbrigði, t.d.
Arm. „Bees Ruby“, sem verður
um það bil 50 sm á hæð, og mjög
fallegt, em nokkm erfiðari í rækt-
un og þurfa skilyrðislaust vel
framræsta jörð og sólríkan stað.
Ef blómhöfuðin em fjarlægð eftir
blómgun svo jurtin leggi ekki erf-
iði í að bera fræ, heldur plantan
áfram að koma með ný og ný
blóm fram eftir öllu sumri. Ar-
merí-
ur kjósa fremur súran jarðveg,
gott er að blanda saman fínni
möl og mómold. Þær em langlífar
sé þess gætt að velja þeim ekki
votlendan vaxtarstað. Fara vel
fremst í beði, sem raðplanta, eða
í steinhæð. Auðvelt að fjölga hvort
sem vill af fræi eða með skiptingu.
Sigurlaug Árnadóttir,
Hraunkoti.
Sænsk plötumynt og
myntsafiiið í Avesta
_________Mynt___________
Ragnar Borg
Er ég var á ferð um Svíþjóð fyr-
ir 4 ámm, sá ég sérstætt myntsafn
í Avesta, borg í Dölunum. Safnið
var opnað vorið 1983 og er lítið,
snoturt og sérkennilegt. Það er sér-
stætt að því leyti, að þama er mest
úrval af sænsku plötumyntinni.
Sagan á bakvið sænsku plötumynt-
ina er nokkuð framandi í fyrstu,
en er þó auðskilin. Mun ég reyna
að segja hana hér.
f Falun í Dölunum er elsta starf-
andi kopamáma í heimi. Eg skoðaði
námuna og fékk þá að heyra sögu
hennar. Náman hefir verið unnin
frá því um 1100. Verkfærin fram-
anaf vom fmmstæð, en smám
saman komust menn upp á lagið
með að vinna koparinn. Var starf-
semin nokkuð skrykkjótt þó. A 16.
og 17. öldinni var náman mikið
unnin og varð koparinn úr þessari
námu nánast undirstaðan að stór-
veldi Svía, á þeim tíma.
Þótt náman væri í Falun, var
koparinn ekki unninn þar, heldur í
Avesta, nokkm neðar við Dalaelf-
inn. Koparinn var fluttur þangað
eftir ánni á ís, og þá á sleðum, eða
í prömmum. Við Avesta er foss, sem
í dag knýr rafala í einu sænsku
rafstöðinni, sem enn er í einkaeign.
Hér áður fyrr notuðu menn vatns-
aflið á annan hátt.
Á 16. og 17. öld gengu silfurpen-
ingar í Evrópu. Silfrið kom víða að.
Silfurdalir vom fyrst slegnir á Joa-
chimstal í Þýskalandi. (Þaðan er
komið nafnið taler eða dollar, en
þessir peningar vom allir af sömu,
eða svipaðri stærð, þunga og silfur-
innihaldi). Svíarnir höfðu kopar, en
ekki silfur. Þeir tóku því það ráð,
að smíðar koparplötur, sem þeir
slógu verðgildi í, öðm megin. Vom
stimplar í fjórum homunum og einn
í miðri plötunni. Stóð þar, að þessi
koparplata væri jafnvirði tveggja
dala, fjögurra dala eða tíu dala í
silfri, og fleiri verðgildi vom. Gengi
kopars á móti silfri var mismunandi
frá ári til árs. Réðst þannig þungi
koparplötunnar. Þyngsti plötupen-
ingurinn á safninu í Avesta vegur
19,6 kíló og jafngilti 10 silfurdölum
árið 1644.
Þar sem koparmyntin var verð-
lögð þannig, sem þungavara, var
ekkert eðlilegra en það, að henni
væri breytt í eitthvað annað, sem
hægt væri að fá hærra verð fyrir.
Sænskur kopariðnaður hefir lengi
verið frægur, og er enn í dag.
Sænskir iðnaðarmenn hafa alda-
gamla reynslu í að blanda kopar, á
ýmsan hátt. Hefir þannig þróast
Framhliðin á minnispeningi uin
fall Gústafs XI Adolfs árið 1632.
Hann vegur 212 grömm og er
úr gulli.
listiðnaður, sem á sér fáa líka. En
plötumyntinni fækkaði auðvitað við
þetta. Þannig em nú í dag einung-
is þekktir 8 plötupeningar, þar af 2
í einkaeign, af 26.000 sem slegnir
vom árin 1644 og 1645.
Ég veit að það er erfitt fyrir
marga sem hugsa sem svo í dag,
að myntin, sem við emm með milli
handanna, hafi eitthvert annað
verðgildi, en það, sem slegið er í
hana. Þetta var þó öðmvísi hér
áður fyrr. Þá keyptu menn ekki
mynt, gull, silfur eða kopar, nema
myntin stæði fyrir sínu hvar sem
var í heiminum. Auðvitað vom
margir kóngar, einvaldar, furstar
eða hertogar, sem slógu mynt, að
reyna að svindla á öllum. Sagan
kennir þó, að þeir, sem slógu „góða“
mynt, komust best af. Þar blómgað-
ist verslun, og fólki leið betur en
annars staðar.
Ég gerði mér ekki grein fyrir
því, fyrr en ég sá það með mínum
eigin augum, hve þýðingarmikill
þáttur koparvinnslan var í atvinnu-
sögu Svía. Það er ekki einungis
myntin, heldur einnig iðnaðurinn,
sem þarna hefir skapast. Það að
kunna að blanda og vinna koparinn
á hinn ólíklegasta hátt. Að búa til
ljósastjaka úr kopar, eða kopar-
blöndum, alls kyns vélahluta — það
virðist óendanlegt reyndar hvað
hægt er að smíða úr kopar og kop-
arblöndum, ef hugmyndaflug og
kunnátta ráða. Þama em Svíar í
essinu sínu og búa á gömlum merg,
en færa okkur einnig til nútímans
í hönnun og smíði.
Á safninu í Avesta em auk plötu-
myntarinnar venjulegir peningar úr
myntsögu Svía allt frá víkingaöld
til nútímans. Ennfremur setuliðs-
mynt úr herleiðöngrum Svía um
Baltnesku löndin og Þýskaland.
Á safninu í Avesta er þó saman-
kominn mesti fjöldi plötumyntar á
sænsku safni.
Ég var svo heppinn að Bertel
Tingström, sem setti safnið upp,
sýndi mér það. Kunni hann sögu
um nánast hvem einasta pening og
væri frásögn hans efni í marga
myntþætti. Safn Seðlabankans og
Þjóðminjasafnsins við Einholt 4 er
opið á sunnudögum milli klukkan 2
og 4. Lítið er þar þó um sænska
plötumynt, en þó eitthvað. Þeir sem
eiga leið um Svíþjóð í sumar gætu
svo sannarlega lagt leið sína um
Avesta, en bærinn er um 100 km
norður af Stokkhólmi. Landslag er
þarna vinalegt og fagurt. Snyrti-
mennska Svía er slík að til fyrir-
myndar er, því kemst enginn hjá
að veita eftirtekt á ferð um landið.
Jarðfræðingur til Nýja-Sjálands:
Ný tækni við jarðhitarannsóknir
10 dala plötumynt frá 1665. Plötumyntin var síðast slegin árið 1831.
Hjallabrekka — einbýli
Höfum til sölu fallegt einbýlishús við Hjallabrekku með
innbyggðum bílskúr. Verð 7,0 milljónir.
43307
641400
KiörBýli
FASTEIGNASALA
Nýbýlavegi 14, 3. hæð
Rafn H. Skúlason lögfr.
HJALTI Franzson jarðfræðing-
ur, sem sérhæfður er í bor-
holujarðfræði, heldur á næstu
dögum utan til Nýja-Sjálands á
vegum Orkustofnunar. Hann
mun starfa við Jarðhitaskólann
í Auckland og meðal annars
kynna sér tækni sem Ný-Sjá-
lendingar búa yfir til að ákvarða
hitastig í útfellingum í jarð-
hitakerfinu.
Töluverð samskipti hafa verið
milli Jarðhitaskólans í Auckland
og Orkustofnunar og mun Hjalti
dvelja í rannsóknaleyfi á Nýja-
Sjálandi í allt að sex mánuði. Að
sögn Einars Tjörva Elíassonar
verkfræðings Orkustofnunar hafa
þessar tvær þjóðir miklu að miðla
hvor annarri og tengsl aukist á
undanfömum árum á milli jarð-
hitaskólanna á íslandi og á
Nýja-Sjálandi. Sagði hann heim-
sóknir vísindamanna á milli
þessara aðila þjóna mikilvægum
tilgangi í að skiptast á skoðunum
og upplýsingum á sviði jarðhitaleit-
ar og rannsókna.
Hjalti Franzson sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann myndi
taka með sér jarðfræðigögn úr
borholum á Nesjavöllum, Svarts-
engi og Eldvörpum og rannsaka
þau í tækjum Jarðhitasskólans á
Nýja-Sjálandi. Þetta væru svokall-
aðar vökvabólurannsóknir. „Örlitl-
ar bólur af jarðhitavökva lokast
stundum inni í útfellingum, en með
sérstakri smásjá og með því að
hita upp sýnin, þá má finna út við
hvaða hitastig þessar útfellingar
hafa orðið til. Á þann hátt er hægt
á grundvelli útfellinganna að
ákvarða hitastig á ýmsum dýptar-
bilum í jarðhitakerfinu," sagði
Hjalti. Hann sagði að Orkustofnun
hefði fest kaup á tækjum sem geta
framkvæmt greiningar af þessu
tagi og tilgangur ferðarinnar væri
því ekki síst að afla eins mikillar
vitneskju frá Ný-Sjálendingum og
unnt væri þar sem þeir stæðu mjög
framarlega á þessu sviði.