Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
Úr
tónlistarlífinu
Sigrún Davíðsdóttir
í OG MEÐ
BAROKK
— Viðtal við sænska
fiðluleikarann Ann Wallström
Ann Wallström undirstrikar spilið hjá Svövu Bernharðsdóttur.
„Láttu hljóma eins og þú sért að
kasta einhveiju," segir Ann Wall-
ström við nemenda sinn, til að skýra
áferðina um leið og Ann spilar takt-
inn sjálf. „Ekki hafa hljóminn
mjúkan, það tilheyrir rómantíkinni."
En Ann lætur sér ekki nægja að
nota orð og eigið spil til að útskýra.
Hún hreyfír sig kröftuglega með,
dansar eftir tónlistinni eftir því sem
við á og það rennur léttilega upp
fyrir nemendanum hvemig hægt er
að fá barokk-tónlist til að lifna við.
Og ekki íþyngir aldurinn kröftugum
hreyfíngum Ann, því hún er rétt rúm-
lega tvítug, en segir nemendum
sínum til á margslunginn hátt. Hún
hefur enga eina krampakennda að-
ferð við að koma tónhugsunum sínum
til skila, heldur getur hún velt þeim
á marga vegu, þar til hún fínnur að
nemandinn nær að skilja og tileinka
sér tónlistina, ekki læra og apa eftir.
Og þetta er bara hægt þegar tónlist-
in býr með manni...
Þessa dagana er Ann Wallström
sumsé að segja nokkrum fíðluleik-
urum til í Skálholti á námskeiði í
barokk-tónlist í tengslum við sumar-
tónleika í Skálholti. Þessa helgina er
Skálholtshátíð og engir tónleikar, en
um verzlunarmannahelgina, laugar-
dag, sunnudag og mánudag, spilar
Ann ásamt barokk-sveit sumartón-
leikanna.
Ann fór að spila á fíðlu fyrir al-
vöru þegar hún var 13 ára, bjó þá í
þorpi úti á landi, en flutti sig svo til
Stokkhólms og fór í tónlistarskólann
þar. Eitt skyldunámskeiðanna fjallar
einmitt um barokk-tónlist og Ann
hreifst með. Hún hefur síðan ekki
slegið slöku við barrok, lesið sér til
og hlustað, auk þess að vinna með
fólki, sem hefur þessa hefð á taktein-
um. En Ann lætur ekki sitja við
barokkið eitt saman, spilar slíka tón-
list frá öðrum tímabilum og ekki sízt
samtímatónlist. En hvað hefur Ann
að segja um tónlist barokk-tímans
og einkenni hennar?
— Á barrokk-tímanum var málið
sjálft, retóríkin, undirstrikað. í töluðu
máli skiptast á mismunandi áherzlur,
hraði og annað, sem gefur málinu
líf. Barokk-tónlistin byggist á þessu,
á takti, sem grundvallast á málinu.
Og rétt eins og í því, skipta vissir
tónar meira máli en aðrir. Ekkert
jafnrétti þar.
Þetta ójafnrétti kemur líka fram í
þjóðfélagsskipan þessa tíma, þar sem
kóngurinn tróndi efst yfír aðli, borg-
unum, iðnaðarmönnum og svo enn
lægra settum. Eftir frönsku bylting-
una, þar sem höfuðið fauk af kóngi
og ijölda aðalsmanna, þá þróuðust
líka jafnréttislegar hugmyndir innan
tónlistarinnar. Það gætir vaxandi til-
hneigingar til að gera alla tóna jafna.
Auðvitað er þetta löng þróun, sem
byijaði ekki daginn sem tekið var til
við að hálshöggva kóng og aðal. Á
rómantíska tímabilinu á síðustu öld
var tónlistin því ekki byggð á ólíkum
tónum, andstæðum, heldur líkum tón-
um, frasamir verða langir og líðandi.
Þetta er allt önnur uppbygging.
Fiðlur barrokk-tímans voru líka
öðruvísi en þær urðu á rómantíska
tímanum. Áður voru bogamir léttir
í endann, en voru þyngdir á síðustu
öld, svo auðveldara yrði að ná fram
löngum, óbrotnum línum eins og
tíðkuðust þá. í barokk-fiðlunni var
aðeins bjálki undir miðjum kassanum,
en hann var síðan lengdur, til að tónn-
inn yrði stöðugri í löngu línunum og
pallurinn undir strengjunum lengdist.
Nótur barokk-tímans virðast ein-
faldar við fyrstu sýn. En á barokk-
tímanum var eingöngu spiluð
samtímatónlist, allir höfðu hefðina á
valdi sínu og þess vegna þurfti ekki
að skrifa allt niður í nótunum. Þær
em þá bara eins og beinagrind, sem
þarf að fylla í. Til þess að átta sig á
þessu er nauðsynlegt að lesa sér til
um þessa hefð. Nótur að sænskri fíðl-
aratónlist, „spelmans" tónlistinni, em
alveg jafn sparlegar, því þær em
aðeins vegvísir fyrir tónlistarmenn,
sem hafa hefðina á takteinum.
Flestir fíðluleikarar em aldir upp
í rómantíkinni og nota aðferðir henn-
ar. í barokk-tónlist er nauðsynlegt
að endurskapa hugmyndir þess tíma
um tónlist. En það er ekki þar með
sagt að það sé leitast við að búa til
fomgripi. Þegar gömul húsgögn em
gerð upp er ekki reynt að varðveita
rykið og skítinn, sem gefa fomlegt
yfírbragð, heldur reynt að ná því sem
býr undir, litunum og formfegurðinni.
Með hugmyndir barokk-tímans að
leiðarljósi lifnar tónlist hans við. Á
tónleikum finn ég að mín túlkun vek-
ur tilfínningar og það er mér sönnun
þess, að ég er á réttri leið. Tónlistin
á að snerta, losa um tilfínningamar.
Þú spilar ekki aðeins barokk-tón-
list. Hvemig nálgastu ólík tónverk,
hvemig leitarðu að yfírbragði þeirra?
— Það gildir að spila hvert tíma-
bil á ólíkan hátt, skilja hugmyndimar
sem liggja að baki nótunum, að baki
hveiju tákni. Einfalt tákn eins og
punktur er alltaf táknaður eins, en
hann getur haft þijár ólíkar merking-
ar.
En innan hvers tímabils þarf svo
að gaumgæfa hvert tónskáld. Hvem-
ig manngerð þeir vom, aðstæður,
hvað sögðu þeir sjálfir, hvað sögðu
aðrir um þá. Svo skoða ég önnur
verk þeirra frá sama tíma, ekki að-
eins það, sem ég er að spila. Ég hef
til dæmis spilað verk frá því Beetho-
ven var ungur. Flestir hafa mynd í
kollinum af honum eins og hann varð,
eftir að hann missti heyrnina, ein-
mana og fráhverfur öðmm. En áður
en þetta gerðist var hann mjög mann-
blendinn, vel heima í tízkunni og lifði
lífínu, glaður og kraftmikill. Það er
líka ótrúlega mikill munur á yngri
og eldri verkum hans. Þetta fínnst
mér skipta máli að vita. Þessi vitn-
Strengimir í fíðlu Dóm Björg-
vinsdóttur hljómuðu ekki sem
skyldi, svo Ann fór um þá hönd-
um.
eskja er ekki endilega alltaf nauðsyn-
leg, en ég reyni að spila verk
tónskáldanna, eftir því sem ég sé
höfundana fyrir mér.
Það er alltaf hægt að bæta sig,
en ég vil halda áfram að vinna eftir
þessum brautum, bara gera meira
af öllu.
Þú fæst líka við kennslu og tónlist-
arkennarar leggja gjaman áherzlu
á, að tilsögnina þurfí að sníða að eig-
inleikum sérhvers nemanda. Hvemig
fínnurðu út hvað hæfir best hveijum?
— Ég læt nemandann byija á að
spila verkið í gegn, án þess að tmfla.
Meðhöndlun hljóðfærisins, hvemig
hann stendur, allt þetta segir mér
býsna mikið um persónuleika viðkom-
andi og leikurinn svo um hvar hann
stendur í tónlistinni og hvemig. Yfír-
leitt gildir, að það er betra að segja
of lítið, en of mikið. Ef nemandinn
verður óþarflega áhyggjufullur af því
sem ég segi, þá reyni ég frekar að
spila með og nota hreyfíngarnar.
Það hljómar auðvitað eins og örg-
ustu fordómar, en á oft við, að stelpur
eru mýkri í sér og eiga þá erfítt með
að ná fram hörku í leik sínum, en
Á Schubertíöðu í Hohenems
Karl Frei og Karin Dinger vinna í skrifstofiu Schubertíöðunnar.
Karin svarar væntanlega í simann ef ykkur fýsir að fá upplýsingar.
Það er ekki ofsögum sagt að Evr-
ópa iði af músík á sumrin. I borgum
og bæjum hanga auglýsingaspjöld
um hitt og þetta gimilegt allt um
kring, stakir tónleikar og tónlistar-
hátíðir. Sumar fara fram með látum
og auglýsingamennsku, aðrar í róleg-
heitum með alvarlegu yfirbragði. Ein
af þessum rólegu er haldin í Hohe-
nems, sem fæstir höfðu víst vitað af
fyrr en var farið að halda þar Schu-
bert-hátíðir, Schubertiade, eins og
kvöldin kölluðust, þegar Schubert og
vinir félagar hans músiseruðu saman.
1974 hittust þeir Hermann Prey
söngvari og Gerd Nachbauer. Nach-
bauer lagði þá stund á sagnfræði,
er frá Hohenems og með bullandi
tónlistaráhuga, eins og svo margir
landar hans. Þegar Prey hafði á orði
að hann vildi gjaman fínna stað til
að flytja verk Schuberts reglulega,
nefndi Nachbauer Hohenems. Það
varð úr að söngvarinn hélt tónleika
þar næsta ár, leizt vel á fólkið og
staðinn og skipulagningin hófst. 1976
var fyrsta Schubert-
íaðan haldin, svo í ár var sú tólfta.
í byijun stóð hátíðin aðeins í eina
viku, nú dugir ekkert minna en tvær
vikur og næsta ár verða þær tæplega
þijár.
Meðan á Schubertíöðunni stendur
lifnar mjög yfír bænum, því aðkomu-
fólk streymir að. Og bæjarbúar taka
vel á móti því, vita hvers vegna það
kemur og em tilbúnir að ræða Schu-
bertíöður í nútíð og þátíð, ekki sízt
hátíðarveðrið, sem er ekki alltaf mjög
hátíðlegt. Júnímánuður er óstöðugur
þama, oft vætusamur framan af og
alltaf fyrri viku Schubertíöðunnar,
segja heimamenn, þó Nachbauer
framkvæmdastjóri vilji ekki gera
mikið úr því.
Nachbauer segir gestina flesta frá
V-Þýzkalandi eða um helmingur,
samkvæmt tölum frá síðasta ári, um
15% em frá Austurríki, þar af um
10% frá Hohenems og nágrenni, 15%
frá Englandi, 10% frá Sviss, 8% frá
öðmm Evrópulöndum og um 6% frá
Bandaríkjunum. Og ekki þarf að
kvarta undan áheyrendum, sem em
greinilega flestir afar áhugasamir um
tónlist og tónleika, þrautþekkja Schu-
bert út og inn, ef marka má umræður
manna á meðal í hléunum. Eins og
einn söngvarinn sagði, þá er þægilegt
að syngja fyrir fólk, sem flettir ekki
skránni fyrr en lagið er búið og situr
kyrrt þangað til eftirspilið er búið.
Forráðamenn hátíðarinnar fara
hógværlega í auglýsingar. Þeir senda
út efnisskrá með pöntunarlista bæði
til einstaklinga, stofnana og blaða,
en annars er lítið auglýst. Auðvitað
er sagt frá hátíðinni í tónlistartímarit-
um víða um heiminn. Svo er ekki
amaleg auglýsing þegar jafn áhrifa-
mikilll tónlistammíjallandi og
Bemhard Levin, sem skrifar meðal
annars í New York Times, segir Ho-
henems-hátíðina eina af fáum, sem
raunvemlega heppnist. Þetta allt
dugir til að fá nógu marga áheyrend-
ur. Þeir mega nefnilega ekki heldur
vera of margir, því salarkynnin em
ekki mjög stór. Þrír salir, þar sem
sá minnsti tekur 330 manns, miðsal-
urinn 600 og sá stærsti, í nágrana-
bænum Feldkirch, 900 manns. Sá
minnsti er riddaraslaur Hohenems-
slotsins og miðsalurinn er húsagarður
þess, sem er tjaldað yfír. Og þannig
hátíð vilja Schubertíöðu-menn halda,
ekki of marga gesti í hlýlegu um-
hverfí, sem verður nánara en ella
þegar sömu listamenn og áheyrendur
koma ár eftir ár. Það kunna bæði
áheyrendur og listamennimir að
meta, segir Nachbauer. Meðan svo
er þurfa hann og samstarfsmenn
hans engu að kvíða.
Það er sérstakt félag, Schubertiade
Hohenems hf. sem stendur fyrir há-
tíðinni. Það er stutt af menntamála-
ráðuneytinu í Vín, af heimahéraðinu
Vorarlberg og af Hohenems-bæ.
Þessir þrír aðilar leggja fram um 30%
af kostnaðinum, sem getur varla tal-
ist yfírþyrmandi mikið. Annað kemur
af aðgöngumiðasölu og frá styrktar-
félagi. Þar er hægt að verða óbreyttur
meðlimur fyrir um 900 krónur og svo
styrktarfélagi fyrir um 3.700 krónur
en hærri framlög eru líka vel þegin.
Styrktarfélagamir hafa forkaupsrétt
á miðum fram á haustið fyrir há-
tíðina. Hingað til hefur verið hægt
að kaupa miða við innganginn, sem
er vissulega ánægjulegt, því það eru
ekki allir sem kæra sig um að skipu-
leggja tónleikaferðir marga mánuði
fram í tímann. En Nachbauer segir,
að það seljist stöðugt fleiri miðar
fyrirfram, væntanlegir gestir panta
fram í tímann.
En hugum að sjálfúm tónleikunum
og hvað þar var að fínna nú. Á efnis-
skránni eru ekki alveg éingöngu verk
eftir Schubert, heldur líka eftir
samtímamenn eða aðra, sem tengjast
honum á einhvem hátt. Þannig söng
til dæmis Jessye Normann, blökku-
söngkonan bandaríska, tvær Hánd-
el-aríur í byijun sinna tonleika, en
Schubert var einkar hrifínn af Hánd-
el, en hún hélt svo áfram með
Schumann- og Schubert-lög. Undir-
leikari hennar var George Parson.
Af öðmm mjög þekktum kröftum
má nefna Vladimir Ashkenazy, sem
lék þarna í fyrsta skipti, flutti meðal
annars Wandererfantasíu Shuberts
og Schumann-sónötu. Lueia Popp var
með ljóðakvöld og flutti lög eftir
bæði Schumann og Schubert, fíðlu-
leikarinn Gidon Kremer, sem lék einu
sinni svo eftirminnilega hér á lista-
hátíð, kom fram ásamt Orfeus
Kammersveitinni frá New York og
flutti fiðlukonsert eftir Schnittke,
nútímatónskáld, sem Kremer heldur
upp á. Og síðast en ekki sízt fyllti
Claudio Arrau þessa fríðu fylkingu
og Iék Beethoven-sónötur og verk
eftir Liszt, meðal annars Liebestraum
nr. 3.
En það sem er kannski ekki sízt
spennandi við Schubertíöðuna er að
þar er ekki aðeins gert út á alþekkt
nöfn, heldur koma þarna fram ungir
tónlistarmenn, sem þykja skara fram
úr. Úr þeim hópi má nefna ungverska
píanóleikarann András Schiff, bræð-
uma Anthony og Joseph Paratore,
sem leika saman á píanó og svo barít-
ónsöngvarann Olaf Bár frá Þýzka-
landi og landa hans, Andreas
Schmidt, sá sami og hefur sungið hér
og kemur væntanlega aftur næsta
vetur. Undirleikari hans var Markus
Hinterháuser, búsettur í Salzburg,
fíma kraftmikill og skemmtilegur
píanóleikari.
Einmitt vegna þess að þama er
lögð áherzla á verk Schuberts, þá eru
kvartettar áberandi þama. Áf þeim
sem núna komu fram voru Alban
Berg-kvartettinn, Chembini-kvart-
ettinn, Brandis-kvartettinn og
Það er að mörgu að hyggja hjá
Gerd Nachbauer yfir hátíðar-
dagana.