Morgunblaðið - 25.07.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
23
AfVopnunarmálin:
Yiðbrögð Breta-
stjórnar einkenn-
ast af varkárni
Lundúnum, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BRESKA ríkisstjórnin hefur
fagnað nýjasta tilboði Sovét-
manna í afvopnunarmálum en
jafnframt varað við of mikilli
bjartsýni.
Nýjustu hugmyndir Sovétmanna
í afvopnunarmálum hafa verið
helsta fréttaefni breskra fjölmiðla
undanfarna daga og á fimmtudag-
inn lét breska þingið málið til sín
taka. I fyrirspurnartíma í neðri
málstofunni var Margaret Thateher
forsætisráðherra meðal annars
Átökí
Bangladesh
Dacca, Bangladesh. Reuter.
TIL ÁTAKA kom víða í Bangla-
desh i fyrradag annan daginn í
röð. Lögregla skaut a.m.k. átta
inanns til bana og um 200 særð-
ust.
Stjórnarandstaðan boðaði til alls-
heijarverkfalls á miðvikudag og
fimmtudag til þess að mótmæla
stefnu ríkisstjórnarinnar. Til átaka
hefur komið milli stuðningsmanna
stjórnarinnar og andstæðinga henn-
ar. Segja sjónarvottar að fimm
manns hafi verið drepnir í höfuð-
borginni, Dacea, í fyrradag þegar
lögreglan reyndi að stilla til friðar
í átökum milli slíkra hópa. Þrír voru
drepnir úti á landsbyggðinni er lög-
regla reyndi að dreifa mótmælahóp-
um.
spurð að því hverjum augum ríkis-
stjórnin lítur tilboð Sovétmanna,
sem felur í sér bann við öllum með-
aldrægum kjarnaflaugum, bæði í
Asíu og Evrópu.
Thatcher sagðist fagna þessari
tillögu Sovétmanna, en benti á að
ekki væri sopið kálið þó í ausuna
væri komið. Ganga yrði þannig frá
öllum samningum að tryggt væri
fullkomið eftirlit með því að öll
ákvæði væru haldin. Thateher lagði
ennfremur áherslu á að samningar
um afvopnun fælu einnig í sér
ákvæði um hefðbundinn vopnabún-
að og efnavopn.
Töluverðar umræður spruttu í
framhaldi af þessu um almenna
stefnu Bretastjórnar í afvopnunar-
málum. Fullyrtu stjórnarsinnar að
staðfesta stjómarinnar í þessum
málum ætti sinn þátt í því að Sovét-
menn hefðu nú ákveðið að gefa
eftir og setja fram þetta nýja tilboð
sitt. Hældu þingmenn Ihaldsflokks-
ins leiðtoga sínum, Margaret
Thatcher, á hvert reipi í þessu sam-
bandi.
Stjórnarandstæðingar bentu hins
vegar á þau gamalgrónu sannindi
að dramb sé falli næst, stefna
Bretastjórnar í utanríkismálum
væri síður en svo til þess fallin að
draga úr viðsjám milli austurs og
vesturs. Stífni og þrákelkni Thatc-
her og góðvinar hennar, Reagans,
hefði þvert á móti lengi staðið í
vegi fyrir árangri í afvopnunarmál-
um.
Reuter.
Smitaðist
ímóður-
kviði
Ronald Reagan, Bandaríkja-
forseti, sem lýst hefúr
eyðnisjúkdóminn helsta vá-
gest 20 aldarinnar, tilkynnti
í gær að hann hefði skipað
í sérstaka nefnd er hafa
mun það hlutverk að móta
stefhu um það hvernig beij-
ast megi gegn eyðni. Forset-
inn heimsótti síðan
sjúkrahús í Washington þar
sem börn sem smituð eru
af eyðni dveljast. Á þessari
mynd lieldur hann á barni
er smitaðist í móðurkviði,
en móðirin var eiturlyQa-
neytandi.
Sprengingar í S-Afríku
Höfðaborg. Reuter.
SPRENGJA sprakk i Höfðaborg
í Suður-Afríku i gær og olli
skemmdum á járnbrautarteinum.
Enginn slasaðist í þessari fjórðu
sprengingu í borginni á skömm-
um tíma.
Fyrr í þessari viku sprungu
sprengjur á hinum alþjóðlega flug-
velli í borginni, á bensínstöð og við
fjölbýlishús þar sem yfirmenn í
hernum búa. Lögreglan sakar
Afríska þjóðarráðið (ANC) um að
bera ábyrgð á sprengingunum.
Hópur unglinga réðst í gær á par
á götu í Pietermaritzburg, sem er
skammt frá Durban í austur hluta
landsins. Var karlmaðurinn stung-
inn til bana og konan stórslösuð. Á
undanförnum þremur árum hafa
2.500 manns látið lífið í átökum í
Suður-Afríku. Stjórnvöld tilkynntu
í gær að dregið hefði úr ofbeldis-
verkum á fyrri hluta þessa árs,
miðað við árið í fyrrá. Aðstoðarupp-
lýsingamálaráðherra landsins sagði
í gær að ríkisstjómin hefði þó ekki
í hyggju að aflétta neyðarástands-
lögum þeim er gilt hafa í landinu
síðan í Júní í fyrra, af ótta við að
ofbeldisverkum muni þá fjölga.
TIL EYJA UM VERSLUNARMANNAHELGINA
Samfelld skemmtidagskrá frá föstudegi til mánudags
Miðaverð kr. 2.500.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
Grelfarnir
Halli og Laddi
Hljómsvelt Magnúsar Kjartanssonar
Pálmi Gunnarsson
Björgvln Halldórsson
Eymenn
Magnús Ólafsson
Flosi Ólafsson
Jóhannes Kristjánsson frá Ingjaldssandí
★
★
★
★
★
★
★
★
Hjörtur Már Benedlktsson eftlrherma
Wolfman Jack og Stjarnan, Guðmundur Rúnar
Brúðubílllnn
Knattspyrna: íslenska unglingalandsliðið, ÍBV
BJargslg
Flugeldasýning
Brenna
Og fleira og flelra og fleira og flelra og fleira
Midasölustadir á fasta landinu:
Grindavi'k................................................Fraktarinn, c/o Björn Brigisson
Reykjavil<..............................................................B.S.I, c/oGunnar
Hvolsvöllur.............................................................Björk, c/o Finnur
Hella..................................................Umboðsskrifstofan, c/o Aðalheiður
Selfoss...................................................Sérleyfisbilar Selfoss, c/o Þörir
Njarðvík...........................................Steindór Sigurðsson se'rl.- og hópferðir.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi