Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 Danska djassdúóið Friy Leide, sem leikur í Duus á sunnudag. Danskur djass í Heita pottinum Hótel Húsavíkurrall um helgina: Verður eins og að keyra í kjötfarsi eða hveiti Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Gamall en mikið endurbættur Nissan heimamannsins Steingríms Ingasonar og Ægis Ármannssonar gæti orðið skæður í Húsavíkurrall- inu. Þeir fengu fyrir stuttu í bílinn öfluga 260 hestafla vél, sérsmíð- aðan gírkassa og drif og ætla sér stóra hluti. Þeir náðu öðru sæti í siðustu keppni og vilja meira ... DANSKA djassdúóið Frit Leide heldur tónleika í Heita pottinum á morgun, sunnudag, í Heita pottinum í Duus í Fischerssundi. Dúóið, sem starfað hefur í þtjú ár, skipa þeir Nils Rae, sem leikur á píanó, og Ole Rasmussen, sem leikur á kontrabassa. Þeir félagar leika lýrískan djass LAUGARDAGINN 25. júlí opn- ar Torfi Harðarson myndlistar- sýningu í húsi Listasafiis Arnessýslu, Selfossi. Sýnir hann þar 25 myndir og og útsetja gjaman þjóðlög auk þess sem þeir leika nýrri lög. Á efnis- skránni í þetta sinn er að finna íslensk þjóðlög sem útsett eru af Nils og Ole í tilefni íslandsfararinn- ar. Tónleikamir hefjast kl. 21.30 og em í Duus í Fiscerssundi, eins og áður sagði. eru þær allar til sölu. Sýningin er opin frá kl. 14—22 og lýkur henni mánudaginn 3. ágúst. Þetta er sjötta sýning Torfa. (Fréttatilkynning) - spjallað við toppökumennina MARGIR af fremstu ökumönnum ársins eru Qarstaddir Húsaví- kurrallið sem haldið er um helgina. Bæði peningaskortur og hræðsla við óhöpp stuttu fyrir Ljómarallið, sem fram fer í ágústlok veldur því. Heimamenn eru því í vígamóð, telja sig eiga góða möguleika á sigri, en kepp- endur úr höfuðborginni eru þó ekki á þeim buxunum að láta norðanmenn slá sér við. Bræðumir Þorsteinn og Steingrímur Ingasynir em báðir fæddir og uppaldir í nágrenni Húsavíkur og ætla sér stóra hluti í keppninni, en þeir aka þó ekki í sama bíl. Steingrímur ekur Nissan 180, sem hefur verið tekinn ræki- lega í gegn og fékk glænýja iífæð nýverið - m.a. 260 hestafla vél og sérsmíðaðan gírkassa og drif, sem gerir bílinn einn þann öflugasta hérlendis. „Það verður fróðlegt að sjá hvort ég ræð við öll hestöflin í fyrstu keppninni, ég reyni a.m.k. að gera allt til að vinna. Bíllinn er mjög góður og klár í slaginn, hversu grimmur sem maður verður" sagði Steingrímur. Bróðir hans var mun áveðnari. „Eg ætla að vinna, kreista allt útúr bflnum og þó hestöflin séu í færra lagi vona ég að það komi ekki að sök. Eg stefni á sigur eða dett úr keppni, gef allt,“ sagði Þor- steinn en hann vann rallið fyrir tveimur ámm á Toyota, samskonar bíl og hann ekur núna. Sigurvegarar í fýrra urðu ís- landsmeistararnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Ford Escort RS. Hann var í sumarfríi síðustu dagana fyrir rallið og hvar annars staðar en á heiðunum hjá Húsavík að skoða keppnisleiðir? Þetta verður spuming um ökuleikni, leiðirnar em þannig að krafturinn skiptir ekki öllu. Þetta em 2.-3. gírs leiðir að mestu, mikill bamingur í mold og á þröngum vegum. Þetta er öðm- vísi keppni en til þessa í ár og hraðinn minni. Bíll Steingríms gæti hentað vel héma. Ég ætla að vinna og spara ekki bílinn, vona að ég verði í keyrslustuði. Keppnin verður erfið og gæti orðið hættuleg ef það rignir mikið. Ég vona að maður fari ekki að hugsa um hve stutt er í Ljómarallið og passi sig of mikið. Rúnar rekur mig þá sjálfsagt áfram ...“ sagði Jón. Fyrmrn Íslandsmeistarabíll verð- ur meðal keppnisbíla Peugeot Talbot undir stjórn Birgis Braga- sonar, sem fest hefur kaup á bílnum af Þórhalli Kristjánssyni. Birgir hefur oft náð góðum árangri í rall- mótum og gæti orðið skæður, þó hann hafi ekki ekið í langan tíma. Hann hefur alla burði í toppsætið, en gæti verið „ryðgaður“ í akstri eftir fjarvemna. Daníel Gunnarsson á Opel Kadett gæti vermt toppunum undir uggum á mikið endurbættum bíl, en hann varð þriðji í fyrsta ralli ársins. En það verður barist um fleira en toppsætin. Flokkur óbreyttra bíla eflist með hverri keppni. Nú em fimm skráðir og fjórhjóladrifinn Alfa Romeo Ara Amórssonar ætti að standa vel að vígi, en Ámi Sæ- mundsson í sinni annarri keppni á Mazda 323 4X4 ætti að sækja fast að honum. í þessum flokki verður einnig óvenjulegur bíll, Porsche 924 Turbo, og verður fróðlegt að sjá hveiju ökumaður hans, Ævar Hjartar son, skilar. Gamalreynd kempa, Ævar Sigdórsson á Subam, gæti gert ofantöldum mönnum skráveifu á nýkeyptum bíl. Hótel Húsavíkurrallið hefst á föstudag, en lýkur um miðjan dag á Iaugardag. Munu keppendur leggja 300 km að baki, 150 á sér- leiðum, sem verða m.a. um Reykja- heiði, Hvammsheiði og Vaðlaheiði. Við skulum enda þetta á skemmtilegum orðum Úlfars Ey- steinssonar aðstoðarökumanns Þorsteins Ingasonar um sérleiðirnar í rallinu. „Þetta verður annaðhvort eins og að keyra í hveiti eða kjöt- farsi. Það er mikið ryk og ef rignir þá breytast aðstæður stórlega. Við beijumst til síðasta svitadropa og ég veit að Þorsteini verður mikið kappsmál að leggja bróður sinn að velli. Okkur vantar vissulega hest- öfl á móti toppbílunum, en setjum bara lykkju á bensíngjöfína og fest- um hana í botni. Það eru ekki nema þijár beygjur sem þarf að varast, hitt förum við á fullu ...“ Staðan í íslandsmeist- arakeppninni Okumenn Jóhann Ragnarsson 55 Rúnar Jónsson 55 Ásgeir Sigurðsson 25 Bragi Guðmundsson 25 Ari Arnórsson 23 Ægir Armansson 20 Jón S. Halnldórsson 20 Guðbergur Guðbergsson 20 Birgir V. Halldórsson 17 Magnús Arnarsson 18 Steingrímur Ingason 15 Ágúst Guðmundsson 17 GENGIS- SKRANING Nr. 136 - 24. júlí 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 39,210 39,330 39,310 St.jmud 62,756 62,948 62,550 Kan.dollari 29,420 29,510 29,338 Dönskkr. 5,5637 5,5807 5,5605 Norskkr. 5,7776 5,7953 5,8310 Sænskkr. 6,0640 6,0826 6,1228 Fi.mark 8,7201 8,7468 8,7806 Fr. franki 6,3436 6,3630 6,4167 Belg.franki 1,0179 1,0210 1,0319 Sv.franki 25,4776 25,5556 25,7746 Holl. gyllini 18,7455 18,8029 19,0157 V.-Þ. mark 21,1033 21,1679 21,4012 ít.lira 0,02917 0,02926 0,02952 AusUirr.sch. 3,0011 3,0103 3,0446 Port. escudo 0,2702 0,2711 0,2731 Sp.peseti 0,3082 0,3091 0,3094 Jap.yen 0,26002 0,26082 0,26749 írsktpund 56,555 56,728 57,299 SDR(Sérst.) 49,5775 49,7293 50,0442 Ecu, Evr. 43,8289 43,9631 44,3316 Belg. fr. Fin 1,0148 1,0179 Islensku vörusýn- ingunni í Fær- eyjum að ljúka Morgunblaðið/Jóhann Viðar ívarsson Færeyskir fiskimenn skeggræða kosti og galla báta og búnaðar á hafnarbakkanum í Klaksvík, um fimm þúsund manna bæ á Borðey. SÓMA-bátarnir tveir, búnir nýtísku tækjum til smábátaút- gerðar, hafa nú sótt heim þrettán bæi og þorp í Færeyj- um og kynnt heimamönnum þessa íslensku framleiðslu. í dag verður smiðshöggið rekið á hina frumlegu sýningarferð Útflutningsráðs Islands og fimm íslenskra fyrirtækja með veglegri sýningu og veislu á hafnarbakkanum í Þórshöfh, þar sem boðið verð- ur um eitt hundrað manns og veittur íslenskuL- matur og drykkur. Frá því á miðvikudag hafa bátamir siglt til Stranda og Runavíkur á Austurey, Nólseyj- ar, Vogs, Tvöreyrar og Hvalba á Suðurey, Sands og Skopun á Sandey og Sörvogs á eynni Vog- um. Hefur þeim hvarvetna verið vel tekið. Er ljóst að áhugi Fær- eyinga fyrir sýningunni er allnokkur og fer vaxandi eftir því sem líður á hana. Færeyskir fjölmiðlar gera henni góð skil og skilar það sér í síaukinni eftir- tekt. Dagblaðið Oyggjatíðindi sló því til að mynda upp á forsíðu að íslendingar gerðu innrás sjó- vegis, eins og það var orðað, og birti heilsíðugrein um sýninguna. I dag munu bátarnir heim- sækja bæinn Miðvog á eynni Vogum fyrir hádegi, en klukkan 14.00 að staðartíma munu þeir renna inn í höfnina í höfuðstaðn- um Þórshöfn. Þórshöfn er langfjölmennasti bær Færeyja með um fímmtán þúsund íbúa og umtalsverða smábátaútgerð, eins og raunar flestir bæir í eyj- unum. Síðdegis er svo ætlunin að slá upp veislu sem yfir hund- raði manns verður boðið til. Hluta hafnarinnar verður lokað af fyrir hana. I henni verður um leið kynnt íslensk matvælafram- leiðsla og sjá íslenskir mat- reiðslumeistarar um matseldina. Að kynningu þessari lokinni segjast aðstandendur sýningar- innar hafa sótt bæi með yfir 70% íbúa Færeyja heim. Torfi sýnir á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.