Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 Minning: Ásgeir Bjarnason framkvæmdastjóri Fæddur 8. maí 1926 Dáinn 19. júlí 1987 Asgeir Bjamason framkvæmda- stjóri Yfírstjómar mannvirkjagerð- ar á Landspítalalóð andaðist í Landspítalanum þann 19. júlí sl. Barátta Asgeirs við illvígan sjúk- dóm stóð í raun frá febrúarmánuði til dauðadags. Ásgeir háði baráttu á tvennum vígstöðvum. Annars vegar persónulega orrustu við einn skæðasta andstæðing meðal sjúk- dóma og hins vegar hélt hann allan þennan tíma áfram að greiða fyrir og skipuleggja framkvæmdir við K-byggingu á Landspítalalóð. Var þar með í raun í stríði við sjúk- dóminn til lengri tíma litið, núlifandi og komandi kynslóðum til hagsbóta. Ásgeir var enginn venjulegur maður. Hann setti svip á bæinn. Hann var einn af þessum mönnum sem geta glætt baráttuglóðir í okk- ur hin og hrifið okkur með til að beijast fyrir góðum málefnum. Það eru nokkrar vikur síðan við Ásgeir áttum okkar síðasta spjall. Hann sýndi síst minna baráttuþrek en ir'/enjulega. Bæjarlífíð og heilbrigðis- þjónustan eru fátækari nú þegar Ásgeir er horfínn frá okkur. Hér eru færðar þakkir frá stjóm- amefnd og starfsfólki Ríkisspítala fyrir samfylgdina. Við hjónin send- um Kristínu og bömum þeirra Ásgeirs innilegar_ samúðarkveðjur. Davíð Á. Gunnarsson Aldrei hefði mig órað fyrir því, að ég ætti eftir að rita minningar- orð um góðvin minn, Ásgeir Bjamason, en „enginn veit hver annan grefur", segir gamall máls- háttur. Ásgeir stóð hjarta mínu svo nærri, að mér fínnst sem ég hafi misst einn af mínum nánustu vandamönnum. Við höfðum þekkst síðan hann var um sjö ára gamall. Fyrir röskum fjómm mánuðum hafði hann samband við mig í síma og ræddi við mig um smávægileg óþægindi, sem hann hafði orðið var við i stuttan tíma og fengið lyf við, en lítið lagast. Ég réð honum þá til að fara í rannsókn til sérfræð- ings. Nokkrum dögum síðar frétti ég að gerður hefði verið á honum hol- skurður á Borgarspítalanum og meinsemd fundist, sem vonlítið væri að ráða við. Ég heimsótti Ásgeir litlu síðar á spítalann og spjallaði við hann góða stund. Hann var hress í máli og alveg æðrulaus, þótt honum væri ljóst hvað um var að vera og virtist taka þessu með einstakri karl- mennsku og ró. Hann fór fljótlega heim og dvaldi þar að mestu, en var fluttur í Landspítalann þ. 15. júlí sl. þar sem hann lést 19. þ.m. Ásgeir Bjamason fæddist 8. maí 1926 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Bjarni Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, og kona hans, Jóhanna Þorsteinsson. Ástæða þess að ég kynntist þess- um ágætu hjónum og bömum þeirra var sú að Hulda Davíðsson, fyrri kona mín, leigðu herbergi í húsi þeirra á Ægisgötu 27, og bjó hún þar þangað til við stofnuðum heim- ili sjálf. Bjami og Hanna (eins og frúin kaus að nefna sig) vom mér og okkur eins góð og þeirra eigin böm- um, en það vom tveir drengir. Bjami var mjög ljúfur maður og jafnframt harðduglegur. Hann byrj- aði sem verkstjóri í Vélsmiðjunni Hamri að loknu smíða- og vélfræði- námi. Eftir tveggja ára starf þar keypti hann ásamt Markúsi ívars- syni Vélsmiðju Bjamhéðins Jóns- sonar. Þeir breyttu henni, bættu og byggðu við og varð úr þessu stórfyrirtækið Vélsmiðjan Héðinn hf. er fram liðu stundir. Bjami átti ekki langt að sækja það að vera hagleiksmaður því Þor- steinn Jónsson faðir hans var einn þekktasti járnsmiður bæjarins og hafði aðsetur á Vesturgötunni. Annars urðu það mest störf við stjóm mikils fyrirtækis, sem hann hafði með höndum, og leysti þau af hendi með miklum ágætum. Frú Hanna, móðir Ásgeirs, var indælis kona, glaðvær og góð hús- móðir. Hún var dóttir Guðmundar Olsen, kaupmanns og slökkviliðs- stjóra í Reykjavík og konu hans, Francisku dóttur Bemhöfts bakara. Ég kom oft á heimili þeirra hjóna og urðu þau góðir vinir mínir. Þar ríkti jafnan glaðværð og mikil gestrisni og var það eitt fegursta heimili, sem ég hafði séð. Árið 1937 for ég í framhaldsnám til Danmerkur, en rúmu ári síðar barst mér fregnin um, að Bjami Þorsteinsson, faðir Ásgeirs, hefði látist af lungnabólgu, rúmlega fer- tugur. Súlfalyfjagjöf hafði verið reynd, en án árangurs. Mér hefur ekki verið grátgjamt um dagana, en þegar mér barst fregnin um lát Bjama, táraðist ég þó. Svo vænt þótti mér um hann. Þegar ég kom aftur til landsins að námi loknu árið 1945 vom frú Hanna og Ásgeir með þeim fyrstu, sem ég heimsótti. Heimsstyrjöldin hafði rofíð svo fréttaflutning landa á milli, að ég vissi ekki fyrr en þau sögðu mér það að Guðmundur, bróðir Ásgeirs, hefði dáið 18 ára gamall á hæli í Danmörku, þar sem hann hafði dvalið til lækninga frá því rétt fyrir stríðsbyijun. Hann hafði verið vanheill frá fæðingu. Sjálf hafði móðirin ekkert frétt fyrr en löngu eftir andlátið. Ásgeir var þá langt kominn í Menntaskóla Reykjavíkur og árið 1946 lauk hann stúdentsprófí það- an. Skömmu síðar hóf hann nám í vélaverkfræði í Sviss. Árið 1951 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Kristínu Vilhjálms- dóttur, og dvaldist hún með honum síðasta námsár hans í Sviss. Eftir heimkomuna, árið 1952, starfaði Ásgeir í Vélsmiðjunni Héðni þar til hann seldi eignarhluta sinn í því fyrirtæki. Síðan hefur hann sinnt svo mörg- um störfum að með ólíkindum er, og mun ég ekki tíunda það hér, það munu sjálfsagt aðrir gera, en vil aðeins nefna störf hans fyrir geð- vemdarmál og stjómun fram- kvæmda við byggingar og mannvirki á lóð Landspítalans, sem voru aðalstörf hans á síðari ámm. Ásgeir var einn af mínum traust- ustu og bestu vinum og er ég forsjóninni þakklátur fyrir að hafa eignast hann fyrir vin. Það var allt- af hægt að reiða sig á orð hans og loforð og sjálfsagt engin tilviljun hve mörgum vandasömum og mikil- vægum störfum honum var trúað fyrir, ekki síst í þágu þjóðfélagsins. Það hefur ekki ósjaldan komið fyrir, að ég hefí leitað til hans með ráðleggingar eða aðstoð, þegar vandamál hafa borið að höndum. Alltaf hefur hann bmgðist fljótt og vel við og leyst málin eftir bestu getu og með ánægju. Ég hef ekki kynnst mörgum á ævinni sem hafa verið eins fjölfróð- ir og hann um flesta hluti. Varla var hægt að ræða um nokkuð við Ásgeir, sem hann ekki vissi einhver deili á og hafði ráð undir rifí hveiju, eins og sagt er. Hann vissi svo margt í læknis- fræði og ekki síst um lyf, að ég sagði stundum við hann, að hann hefði átt að verða læknir. Annars má segja, að hann hafi verið svo fjölhæfur, að hann hefði getað tek- ið sér flest störf fyrir hendur. Ekki hef ég þekkt öllu nákvæm- ari og betri heimilisföður og föður bömum sínum. Varla ræddi ég svo við Ásgeir, að hann segði mér ekki allítarlega hvemig það gengi með bömin, eink- um eftir að þau fóm að eldast og þroskast. Hann lét sér mjög annt um þau, leiðbeindi þeim án þess að vera mjög strangur og var ekki í rónni fyrr en þau vom komin á þá braut, er hann taldi þeim fyrir bestu, og þau valið sjálf. Ég man er hann sagði mér, að þegar bömin hafí verið lítil hafí hann alls ekki viljað að þau hefðu mikla peninga milli handa, enda þótt hann hefði rúm fjárráð. Það gæti verið óhollt fyrir þau. Oft hefi ég minnst þessara orða hans. Það var mikið lán í lífi Ásgeirs að eignast eins góða og dugmikla eiginkonu og frú Kristínu Vil- hjálmsdóttur, sem búið hefur honum indælt og fagurt heimili og verið honum mjög samhent í upp- eldi barnanna og er kennari að mennt. Við Þórdís, kona mín, höfum umgengist og haldið sambandi við þau hjónin um langt árabil. Frú Kristín er af góðu bergi brot- in. Foreldmm hennar, Vilhjálmi Árnasyni, skipstjóra, og konu hans, frú Guðríði Sigurðardóttur, kynnt- umst við vel og kunnum að meta þau. Bæði em þau nú látin. Börn Ásgeirs og frú Kristínar em fjögur, uppkomið myndarfólk. Elst- ur er Bjami, lífefnafræðingur; kvæntur Vigdísi Valsdóttur tann- smið, næstelst er Hanna, sjúkra- þjálfari, þá Guðríður, iðnverkfræð- ingur; gift Inga Þorleifí Bjamasyni, jarðeðlisfræðingi, og yngstur er Vilhjálmur Ámi, verkfræðinemi við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Það er sárt að sjá á bak svo gáfuðum og duglegum manni eins og Ásgeiri Bjarnasyni, bæði fyrir vini, vandamenn og íslenskt þjóð- félag. Hann fór langt um aldur fram og verður saknað mikið. Ég óska honum velfamaðar og guðsblessunar á þeim leiðum, sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Við Þórdís og fjölskylda okkar sendum frú Kristínu, börnunum og öðmm vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Erlingur Þorsteinsson Það var á Túngötunni einhvern tíma sumarið 1940 að í veg fyrir mig gekk drengur á mínu reki og spurði formálalaust hvort ég væri ekki eins og hann, í hópi þeirra, sem setjast mundu í fyrsta bekk menntaskólans þá um haustið. Þannig hófust kynni okkar Ásgeirs Bjarnasonar, og næstu sex vetumar umgekkst ég engan skólabræðra minna jafnmikið og hann. Tvennt var það í fari Ásgeirs, sem fljótt vakti athygli og verður trúlega minnisstætt þeim, sem hon- um kynntust. Var það annars vegar glettni og gamansemi og hins vegar atorka hans í hveiju því máli, sem hann vildi leggja lið. Varla gerðist á skólaárunum neitt það svo hvers- dagslegt eða hvimleitt, að hann kæmi ekki auga á broslega hlið, og enginn var skjótráðari en hann þegar unnið var að félagsmálum nemenda eða leysa þurfti annan vanda, sem gat verið margvíslegur á þessum ámm styijaldar og alls kyns hafta. En þótt oft væri til Ásgeirs leitað og hann gengi af áhuga og atorku beint til verks, var hann að minni hyggju hvorki þá né síðar á ævinni beinlínis félags- lyndur. Hann skorti þolinmæði til að hlusta á það málþóf, japl og jaml sem félagsstarfmu fylgjr að jafnaði og margir una sér við, og fyrir kom, að mönnum sámaði þessi óþol- inmæði hans og hispursleysi. Að stúdentsprófi loknu skildu leiðir, og við héldum utan hvor í sína áttina. Eftir það varð hvorki starfsvettvangur né tómstundaiðja til að binda ný bönd, og hefði því mátt ætla, að með tímanum yrðu fundir okkar fátíðari. Aldrei var þó langt á milli þess að við ræddumst viðpg án þess að eiga brýnt erindi. Ásgeir missti föður sinn skömmu áður en við kynntumst. Bjó hann þá með móður sinni, sem jafnan tók skólafélögunum með alúð og sem aufúsugestum. Móðir mín hafði á orði hve foreldrar Ásgeirs hefðu þótt glæsileg hjón, og enn man ég þann hlýhug í garð Bjarna heitins, sem ég varð var hjá starfsmönnum Vélsmiðjunnar Héðins, þegar ég vann þar eitt sumar á skólaárunum. Frá æskuheimili sínu hlaut Ás- geir gott veganesti, en það voru líka samhent hjón sem stofnuðu eigið heimili þegar Kristín Vil- hjálmsdóttir varð lífsförunautur hans. Auðfundið var líka hver gleði- gjafi fjögur dugmikil böm vom honum. Að leiðarlokum þakka ég Ásgeiri langa samfylgd, trygglyndi hans, hjálpfysi og horfnar ánægjustundir, og fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Guðjón Hansen Ásgeir Bjarnason, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, er látinn, rúmlega sextugur að aldri. Við Ásgeir vomm samstúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946. Á þeim ámm gerðu allir ráð fyrir að hans ævistarf yrði tengt vélsmiðjunni Héðni, sem faðir hans hafði stofnað. En örlögin ætluðu honum önnur hlutverk og um eitt þeirra ætla ég að ræða lítillega í þessum kveðjuorðum. Á ámnum 1971 kom ný ríkis- stjóm til valda í landinu. Eitt af stefnumálum þessarar ríkisstjómar var það, að átak skyldi gert í mál- efnum geðsjúkra, en á þeim ámm höfðu orðið nokkrar umræður um hve málefni geðsjúkra hefðu dregist aftur úr öðmm þáttum heilbrigðis- mála. Eitt fyrsta hlutverk þáverandi heilbrigðisráðherra, Magnúsar Kjartanssonar, var að skipa nefnd til að gera tillögur um og sjá um hönnun geðdeildar við Landspítal- ann. Ásgeir var skipaður í þessa nefnd og varð fljótlega sjálfskipaður framkvæmdastjóri hennar. Nokkmm ámm áður hafði hann sýnt málefnum geðsjúkra áhuga er hann varð framkvæmdastjóri Geð- vemdar á árinu 1966 og síðar í stjóm þess félagsskapar. Bygging geðdeildar Landspítal- ans, sem varð árangur þessa hönnunar- og nefndarstarfs, varð á sínum tíma mikið deilumál og inn í það blönduðust allskonar óskyldir hlutir svo sem valdastreita á Land- spítala og ýmislegt fleira. Nú eftir á er ljóst að með þessu átaki var meðferðarmálum geð- sjúkra lyft á sama svið og tíðkast um meðferð anarra sjúkdóma og sjúklinga, þannig að hér var mikið framfaraspor stigið og til sóma öll- um þeim sem að því stóðu. Svo sem ég sagði fyrr lét Ásgeir sér ekki nægja að vera aðeins nefndarmaður sem mætti á fundum í hönnunamefnd geðdeildarinnar. Hann tók að sér að koma á sam- vinnu hönnunaraðila innbyrðis og þeirra við hina ýmsu eftirlits- og skipulagsaðila í borginni. Störf Ásgeirs í Reykjavík og Hafnarfirði áratugina áður höfðu aflað honum reynslu, tengsla og kunningsskapar, sem opnuðu hon- um greiðar leiðir um völundarhús skriffínnsku sem viðkom bygging- armálum, miklu auðveldar en flestum öðrum og þessa reynslu nýtti hann sér út í æsar í starfí sínu í hönnunamefnd geðdeildar. Þegar að því kom að byija bygg- ingu á lóð Landspítala að nýju varð það að ráði að heilbrigðisráðuneytið fyrir hönd ríkisspítala og mennta- málaráðuneytið fyrir hönd lækna- deildar Háskóla íslands gerðu með sér samkomulag um eina sameigin- lega byggingarstjóm. Þetta var gert á árinu 1973 og tók þessi bygg- ingamefnd til starfa í ársbyijun 1974 og var nefnd yfirstjóm mann- virkjagerðar á Landspítalalóð, síðar stytt í Y-mál. Það kom eins og af sjálfu sér að Ásgeir yrði beðinn um að taka að sér framkvæmdastjóm þessarar yfírstjómar þegar ráða þurfti mann til þess að sjá um framkvæmd bygg- inga á Landspítalalóð. Menn höfðu kynnst árvekni hans, ötulleik og ýtni í starfí við að koma hönnun geðdeildar áfram og treystu honum vel til þessa nýja verks. Síðasta áratug hefur þetta fram- kvæmdastjórastarf verið aðalstarf Ásgeirs. Á þessum tíma hefur margt gerst á ríkisspítölum. Lóð spítalans hefur t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURVINS BREIÐFJÖRÐ PÁLSSONAR frá Höskuldsey, Vatnsnesvegi 24, Keflavfk. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur og Landspítalans, sóknarprests og starfsfólks Keflavíkurkirkju. Júlfa Guðmundsdóttir, Guðfinnur Sigurvinsson, Gfslfna Jóhannesdóttir, Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson, Helga Jónfna Walsh, Bergljót Hulda Sigurvinsdóttir, Sigurþór Hjartarson, Ævar Þór Sigurvinsson, Ástríður Helga Sigurvinsdóttir, Júlfus Gunnarsson, Páll Breiðfjörð Sigurvinsson, Valdfs Skarphóðlnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför konu minnar, HULDU EINARSDÓTTUR, Digranesvegi 123. Sérstakar þakkar vil ég færa samstarfsfólki hennar við Digranes- skóla og hjúkrunarfólki deiidar 21 a á Landspítalanum. Björgvin Björnsson og vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HAFLIÐA HALLDÓRSSONAR frá Hvallátrum. Anna Hafliðadóttir, Árni Helgason, Erla Hafliðadóttir, Ólöf Hafliðadóttír, Þórður Guðlaugsson og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.