Morgunblaðið - 25.07.1987, Page 42

Morgunblaðið - 25.07.1987, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 „E9 sagbi þeim oé segb\ upp efégPenQi eJcki S’tærri útborQun." Mér sýndist þú vera með einbaug á fingri um borð í skipinu___? Með morgxmkaffiriu Furðuleg framkoma. Um leið og ég er úr sjónmáli snýr hún baki við mér og er rokin aftur í fang eigin- mannsins . .. HÖGNI HREKKVlSI " PA P VA ^ Æ0J !" 4 Yfirheyrslurnar í íransmálinu: Sápuóperurnar ekkí látnar víkja Við lestur greinar frá ívari Guð- mundssyni fréttaritara Morgun- blaðsins í Bandaríkjunum sem birtist í blaðinu sunnudaginn 28. júní síðastliðinn má ætla að yfir- heyrslur í íran—kontramálinu hafi svipt bandaríska sjónvarpsáhorf- endur síðdegissápuóperum sínum. Það er ekki rétt. Risasjónvarpsstöðvarnar þrjár, ABC, CBS og NBC voru með bein- ar útsendingar frá fyrstu dögum yfirheyrslanna í maí og síðan ekki aftur fyrr en Fawn Hall, einkaritari Olivers North, bar vitni í júní. Und- anfama viku hafa þær síðan sjónvarpað yfírheyrslunum yfir North sjálfum. Og lauk þeim í dag, 14. júlí. Næsta vitni þingnefndanna er Poindexter aðmírall, fyrrum ör- yggismálaráðunautur forsetans, af mörgum talinn mikilvægasta vitnið. Sjónvarpsstöðvarnar þrjár sem áður eru nefndar ætla hins vegar að skiptast á að sjónvarpa frá vitn- isburði hans. Og það er væntanlega óþarfi að segja frá því að allur þorri bandarísks almennings horfír ein- göngu á þessar stöðvar. Hins vegar hafa Cable News Network stöðin og margar svokallaðar „public“ stöðvar (PBS) sjónvarpað yfir- heyrslunum frá upphafi. Það er því ljóst að framhalds- söguaðdáendurnir hafa fengið að horfa á eftirlætisþætti sína að mestu óhindrað frá því að yfir- heyrslurnar hófust. Guðlaugur Bergmundsson Frá yfirheyrslunum yfir Oliver North. Víkverji skrifar Dag er tekið að stytta. Kvöld- húmið, sem týndist á björtustu vikum sumarsins, hefur komið fæti milli stafs og hurðar í hringrás ársins — og hugum fólks. Það er ekki löng leið ófarin til haustsins. Og handan þess er veturinn. Það líða heldur ekki langir tímar þar til skattseðillinn, sá árvissi glaðn- ingur, kemur inn um bréfalúgur, færandi flestum fullvissu þess, að þeir séu menn með mönnum, gjald- gengir þátttakendur í rekstri sam- félagsins, ríkis og sveitarfélags. Þessi samlíking, menn með mönnum, á að sjálfsögðu við konur engu síður en karla. Kvenmenn eru engu síðri en karlmenn í skattalegu tilliti. Þeir eru þó ófáir, að sögn, sem ekki teljast menn með mönnum í skattalegu tilliti. Axla ekki einu sinni vinnukonuútsvör eins og þeir hétu í gamla daga léttustu pinkíamir, sem lagðir vóru á þá sem minna máttu sín, þegar „efni og ástæður" vóru hin eina og sanna viðmiðun skattkerfís- ins. Þeir liðhlaupar frá kostnaðarhlið samfélagsins, sem fela skattskyldar tekjur með einum eða öðrum hætti, og komast upp með það, halda að sjálfsögðu sínum þrjátíu silfurpening- um - eða einhverri annarri tölu þeirra -. Það er gömul saga og ný. Lögbrot af þessu tagi eru máske mannleg, en ekki eru þau stórmannleg. Það gegn- ir raunar furðu hve stórir menn, að eigin áliti, geta gert sig iitla ! þessu efni. Þeir kunna að vera fleiri en fólk grunar sem geta falið tekjur sínar, skattalega séð. Hitt er eiifíðara að fela eyðslu sína. Þar af leiðir að eyðsluskattar hitta að sumu leyti bet- ur í mark en tekjuskattar. Tekju- sköttun dregur og úr framtaki og vinnuframlagi. Eyðslusköttun hins- vegar úr eyðslu og eftirspum, sem er stómm skárri kostur. Eyðsluskattar hafa samt sem áður sína verri hlið. Þeir bitna þeim mun verr á fjölskyldum sem stærri em. Það er galli, sem þó má úr bæta um tryggingakerfíð, ef rétt er á haldið. XXX Skattseðlamir em að koma í hlað- varpann, máske þegar komnir þá þessar hugleiðingar Víkveija koma fyrir augu fólks. Og það verður að taka því af karlmennsku sem óhjá- kvæmilegt er. Jafnvel við, sem emm ögn skattsárir í trúnaði sagt, verðum að bíta á jaxlinn og brosa út í annað. Skattaráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, víkingur að vestan, heldur sjálfsagt uppi „rífandi gangi“ á skattheimtunni. Máske man hann í leiðinni eftir gamalli kenningu, sem oft hefur heyrzt þegar stjómmála- menn setja upp sparisvip framan í skattgreiðendur, sum sé þeirri: Að setja verði þak á skattheimtu og ríkis- sjóðseyðslu, sem em tvær hliðar í sama fyrirbærinu, sem hlutfall af þjóðartekjum. En var ekki eitt sinn sagt að vegurinn til hins verra sé gerður úr gylliboðum, sem ekki vóm efnd? XXX Staðgreiðsla skatta kemur til fram- kvæmda á næsta ári. Eftir henni hefur lengi verið kallað. Og hún hefur sínar jákvæðu hliðar. Staðgreiðsla skatta gerir fullorðnu fólki fremur kleift að minnka við sig vinnu, jafn- vel setjast í helgan stein, án þess að missa höfuð sitt undir fallöxi skatt- heimtunnar. Sama gildir um fólk, sem hættir vinnu tímabundið til náms eða annarra þarfra viðfangsefna. Þeir sem haft hafa mismunandi tekjur frá ári til árs, góðar tekjur eitt árið en lakari annað, eins og sjómenn og fleiri, losna og við að bera háa skatta í lélegu tekjuári, eins reyndin hefur stundum orðið í gamla kerfinu. Allt er þetta af hinu góða. Verri hliðin á staðgreiðslu snýr fýrst og fremst að verðbólgunni, sem er eins og falinn eldur í íslenzkum þjóðarbúskap. í verðbólgu var höfuð- kostur eftirágreiddra skatta sá að skattborgarinn fékk ársfrest á skatt- greiðslum, greiddi skatta sína ári síðar en til teknanna var stofnað. Greiddi skattana sum sé seint og um síðir og með vemlega smærri krónum en þá er til skattstofnsins var efnt. Hið nýja kerfi hvetur hinsvegar til ábyrgari varðstöðu gegn verðbólg- unni. í gamla kerfínu höfðum við tvo tekjuskattsfría mánuði, janúar og júlí, sem gáfu fólki kost á að bregða á leik og leyfa sér sitthvað til að auka á yndi tilvemnnar. I staðgreiðslu verða engir skattlausir mánuðir, ef að líkum lætur. í þeim er nokkur eftir- sjá. Drýgstur hluti skatttekna ríkisins er annars tekinn í verði vöm og þjón- ustu; tollum, vömgjaldi og söluskatti. Þegar við tölum um hátt vömverð hér á landi og horfum með löngunaraug- um til Glasgow-verðs margumtalaðs gleymist oft, að það er rífandi gangur í áleggi ríkisins á verðmyndun í landinu. Þannig er góður helmingur af benzínverði, svo dæmi sé tekið, ríkisskattar. Það segir sína sögu um verðlagið í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.