Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 47

Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 47 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Bragi skoraði tvö - er ÍR sigraði Þrótt í 2. deild Bragl BJörnsson skoraðl tvívegis fyrir ÍR í gœrkvöldl. ÍR sigraði Þrótt 4:2 í fjörugum og skemmtilegum leik á Val- bjarnarvelli í Laugardal í gærkvöldi. Eftir sigurinn er ÍR í þriðja sæti, en Þróttarar misstu af tækifæri til að kom- ast upp að hlið Leiftri og Víkingi í efsta sætiinu. Íbyrjun voru ÍR-ingar mun sprækari og Einar Ólafsson skor- aði fyrsta mark leiksins fyrir þá strax á þriðju mínútu með glæsilegu langskoti. Bragi Frostí Bjömsson bætti Eiðsson öðru marki við rúm- skrifar um tuttugu mín. síðar, en Atli Helga- KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA KR burstaði Þór TVEIR leikir fóru fram í 1 .deild kvenna í gærkvöldi. ÍA vann ÍBK 2:0 og KR burstaði Þórsara 6:0 Það var ekkert skorað í fyrri hálfleik á KR-vellinum. Ifyrsta mark KR kom svo þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari ■HRHIH hálfleik. Ama Ema Steinsen skoraði úr Lúðviksdóttir víti eftir að ein Þórs- skrítar stúlkan hafði hand- leikið boltann. Kolbrún Jóhannsdóttir skoraði ann- að markið, stökk hæst allra og skallaði boltann glæsilega í netið eftir hom Ömu. Pimm mín. síðar var Kolbrún aftur á ferðinni og aftur skoraði hún með skalla, eftir aukaspymu Ömu. Fjórða mark KR skoraði Helena Olafsdóttir með skoti af stuttu KR, Ama Steinsen skoraði fímmta markið og Helena gulltryggði stórsigur KR rétt fyrir leikslok. IA náði í þrjú dýrmæt stig til Keflavíkur í gærkvöldi í ágætum leik. Endaði leikurinn með tveimur mörkum gegn engu og var það Halldóra Gylfadóttir besta mann- eskja IA í leiknum sem skoraði mörk IA og bæði í fyrri hálfleik. IA byijaði leikinn mun betur og var sterkara liðið í fyrri hálfleik. Fyrra markið kom ekki fyrr á 30. mínútu. Eftir fyrirgjöf myndaðist mikil þvaga en Halldóra náði að pota í boltann og inn fór hann. Hún var svo aftur á ferðinni aðeins þremur mínútum seinna. Hún hugðist þá gefa háa fyrirgjöf fyrir mark IBK en öllum að óvörum flaug boltinn yfír alla, einnig Guðnýu markvörð IBK og í markið. Odýrt mark og staðan orðin 2:0. Rétt áður fékk Kristín Blöndal gott tækifæri að jafna leikinn er hún komst í gott færi en skot hennar fór naumlega fram hjá marki IA. Síðari hálfleikur var jafn. Sóknir IA voru þó öllu beittari. I.deild kv. ÍBK - ÍA KR - ÞÓRAK. 0:2 6 : 0 Fj.lelkja u j T Mörk Stlg VALUR 9 7 2 0 24: 3 23 ÍA 9 7 1 1 19: 5 22 STJARNAN 8 5 0 3 11: 12 15 KR 9 4 2 3 13: 4 14 KA 9 2 2 5 8: 15 8 ÍBK 8 2 2 4 5: 14 8 UBK 8 1 1 6 5: 16 4 ÞÓRAK. 8 1 0 7 5: 21 3 son minnkaði muninn úr vítaspyrnu. Heimir Karlsson, þjálfari ÍR, tók vítaspyrnu fyrir lið sitt í fyrri hálf- leiknum en Guðmundur Erlingsson í Þróttarmarkinu varði. Þróttur var betri fyrri hluta síðari hálfleiks og fljótlega jafnaði Kristj- án Svavarsson með skoti utan úr teig. En ÍR-ingar voru ekki af baki dottnir og á 65. mín. náðu þeir for- ystunni á ný. Bragi Bjömsson skoraði þá sitt annað mark — skaut að marki úr vítateigshorninu, bolt- inn breytti um stefnu á vamar- manni og fór í homið. Þróttarar urðu fyrir þeirri blóðtöku að Sigfús Kárason fékk að líta rauða spjaldið fímmtán mín. fyrir leikslok fyrir að STAÐAN hrinda Einari Ólafssjmi, sem stóð fyrir boltanum er Sigfús ætlaði að taka aukaspymuna. Sigurfinnur Siguijónsson gulltryggði IR-sigur- inn skömmu áður en leikurinn var úti með skoti af stuttu færi. Tveir leikmenn voru bomir út af í lok fyrri hálfleiks, Theódór Jó- hannsson fékk skurð á enni eftir samstuð við Halldór Halldórsson, sem fékk heilahristing. Þeir voru báðir fluttir á slysavarðstofuna. Dómari var Guðmundur Sigurðsson og var ekki sannfærandi. Maður leiksins: Bragi Bjömsson. 2. deild ÞRÓTTUR - ÍR 2:4 HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS Leikir LEIFTUR VÍKINGUR ÍR ÞRÓTTUR SELFOSS EINHERJI KS ÍBV UBK ÍBÍ 10 10 11 11 10 10 10 10 10 10 U J T Mörk 11 : 1 12 : 6 11 : 6 13: 12 10: 5 7 : 11 : 12 : 6 : 7: 12 U J T Mörk 4 : 7 : 11 : 10 : 9: 14 4: 11 7 : 12 3: 10 4: 7 5: 11 Mörk Stig 15: 7 19 19: 15 19 17 17 21 16 19 15 14 15 18: 19 14 15: 17 13 10 : 12 13 12 : 23 3 3. deild A STJARNAN - AFTURELDING HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir u J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig STJARNAN 11 5 0 2 22 : 8 4 0 0 15 : 2 37: 10 27 FYLKIR 10 5 0 0 20: 2 3 2 0 7 : 4 27 : 6 26 REYNIRS. 10 3 1 1 14 : 6 3 0 2 10 : 9 24: 15 19 ÍK 10 3 1 2 11 : 9 3 0 1 9 : 6 20: 15 19 AFTURELDING 11 3 2 0 14 : 6 2 0 4 8 : 13 22: 19 17 GRINDAVÍK 10 1 1 3 7 : 8 3 1 1 11 : 6 18: 14 15 HAUKAR 10 3 0 4 11 : 11 0 0 3 1 9 12 : 20 9 UMFN 10 0 1 4 4: 10 2 1 2 6 6 10: 16 8 LEIKNIR 10 1 2 2 6 : 9 0 2 3 5 12 11 : 21 7 SKALLAGRÍMUR 10 0 0 5 2 : 22 0 1 4 3 25 5 : 47 1 SUND Glæsilegt íslandsmet Elvars NÚ UM helgina ferfram stærsta sundmót landsins í Vestmannaeyjum. Þarer um að ræða AÍdursflokka- meistaramót íslands. Keppendur eru rúmlega 400 hundruð frá 20 liðum. Keppt er í 44 greinum í öllum aldursflokkum 17 ára og yngriá mótinu, sem hófst í gær- morgun og stendur fram á sunnudag. Frá Gunnarí Má Guðfínnur Ólafs- Sigurtinnssyni son formaður i Eyjum SSÍ sagði í stuttu spjalli við Morg- unblaðið, að undirbúningur fyrir mótið hefði gengið vel. Sagði hann gífurlega vinnu liggja að baki enda að mörgu að hyggja við undirbúning svo stórra móta. Hann kvað árangur sundfólks- ins á fyrsta keppnisdegi lofa góðu og væri greinilega komin mikil breidd af úrvals góðum sundmönnum allsstaðar að af landinu, meiri en nokkru sinni áður. Sem dæmi nefndi hann að 18 lið af 20 hefðu fengið stig á mótinu fyrsta daginn. Hann sagðist búast við góðum árangri í bestu keppnislaug landsins sem Eyjamenn eiga. Hvammstangabúar, (USVH), hafa komið mest á óvart þar sem af er. Þeir skipa íjórða sæti á stigalistanum eftir fyrsta dag og eiga auk þess eina methafann á mótinu til þessa. Er þar Elvar Daníelsson sem setti met í 50 m skriðsundi 10 ára og yngri. Nýja metið er 32,92 sekúndur, og bætti hann gamla metið um nærri tvær sekúndur. Er það stórglæsilegur árangur og er greinilga mikið efni þar á ferð. Að afloknum 14 greinum eftir fyrsta keppnisdag er staðan þessi: l.Ægir...........91 stig 2. Bolungarvík. 79 stig 3. UMFN........ 63 stig 4. USVH..........49 stig 5. HSK...........42 stig 6. Ódinn.........40 stig GOLF / LANDSMOT Landsmótið hefst á Akureyri á mánudag LANDSMÓT kylfinga, það 46. í röðinni verður sett á Jaðars- velli á Akureyri á mánudag. Mótinu lýkur síðan á laugar- dagskvöld eins og venja er með verðlaunaafhendingu. Kepp- endur er 244 talsins frá 14 klúbbum, tveimur kylfingum færra en á síðasta landsmóti sem haldið var í Leirunni. Talsvert er af keppendum á þessu móti sem ekki hafa áður tekið þátt { Landsmóti enda hefur endurnýjun í golfínu verið nokkur að undanfömu og margir ungir og bráðefnilegir leikmenn sem sækja hart að þeim „gömlu". Flestir keppendur eru að þessu sinni í 1. flokki karla en þar keppa 63 kylfíngar. í 2. flokki karla em 56 keppendur og einum færri í 3. flokki. Meistaraflokksmenn karla em 39 talsins að þessu sinni. Hjá konunum er skiptingin þannig að 12 konur leika í öðmm flokki, sex í fyrsta flokki og ellefu í meistara- flokki. Konurnar em því alls 29 en karlarnir 215 og þar af tveir at- vinnumenn sem leika sem gestir á mótinu. Þetta em þeir John Dmmmond og David Bamwell en þeir félagar kenna golf hjá GR og GA. Þetta er í fyrsta sinn sem at- vinnukylfingar taka þátt í Lands- móti. Það er nokkuð athyglisvert að at- huga hvemig skiptingin er milli golfklúbbanna. Flestir keppendur koma frá Golfklúbbi Reykjavíkur, rúmlega sjötíu, og síðan koma heimamenn og Keilismenn úr Hafn- arfirði. Þar mæta 45 kylfingar til leiks fyrir hvora sveit. Margir furða sig ef til vill á því hvers vegna heimamenn séu ekki fjölmennari. Skýringin er að þó svo margir séu í GA hefur uppbyggingin verið mest undanfarin ár og því ekki svo margir sem hafa nógu lága forgjöf til að taka þátt í Landsmóti. Úr Nesklúbbi mæta 25 kylfingar og er það vel að verki verið hjá þeim NK-mönnum en Grindvíkingar gera þó enn betur. Úr GG mæta 14 kylfingar til leiks og er það mjög gott ef miðað er við höfða- töluna margfrægu. Ein úr Eyjum Það vekur mikla furðu að aðeins einn keppandi kemur frá Vest- mannaeyjum. Það er aðeins Sjöfn Sigurbjömsdóttir sem lætur sig hafa það frá Eyjum þó svo þeir eigi nokkra meistaraflokksmenn og stráka sem verið hafa í unglinga- landsliðum íslands. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort velja eigi menn í landslið sem síðan hundsa Landsmót. Menn sem taka Þjóðhátíð fram yfír stærsta mót sumarsins geta varla verið ómiss- andi í hópi þeirra kylfinga sem leggja hart að sér til að ná langt í íþrótt sinni. Steinunn ekkl meó íslandsmeistari kvenna frá því í fyrra, Steinunn Sæmundsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, verður ekki meðal keppenda á Landsmótinu á Akureyri. Nokkuð óvenjulegt að íslandsmeistari freysti þess ekki einu sinni að veija titil sinn. Stein- unn hefur lítið sem ekkert æft í sumar og er ekki á landinu að því er best er vitað. Það er því ljóst að í meistaramlokki kvenna verður ekki sama nafnið ritað á bikarinn og í fyrra. Ómar slær fyrstur Það fer vel á því að Ómar Jóhanns- son úr GS slái fyrsta höggið á Landsmótinu. Ómar var í fram- kvæmdanefnd síðasta landsmóts og vann þá mjög gott starf ásamt öðr- um sem gerðu mótið þar svo eftir- minnilegt. Nú er Ómar framkvæmdastjóri GS og má því segja að hann sé fulltrúi þeirra Suðurnesjamanna sem héldu mótið í fyrra „með stæl“, eins og þeir segja sjálfir. Það er þó algjör tilviljun að Ómar skuli slá fyrsta höggið. Tölva var látin draga um rásröð fyrsta daginn hjá hveijum flokki og kom nafn Omars fyrst upp. Mótið verður sett á mánudag klukk- an 9.30 árdegis og tíu mínútum síðar slær Ómar fyrsta höggið. Skorið verður niður í 1., 2. og 3. flokki karla eftir 36 holur vegna þess hve margir keppendur eru. Eftir 36 holur verða 42 keppendur í hveijum flokki sem halda áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.