Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 4
4 . MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Island komið í annað sæt- ið á Evróptimótinu í brids Brighton. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins „ÉG GET næstum leyft mér að brosa,“ sagði Hjalti Elíasson, fyrirliði landliðsins á Evrópu- mótinu í brids, þegar ísland hafði unnið lið Italíu 25-4 í tíundu umferð. Þessi sigur kom íslandi í annað sæti á mótinu þegar það er tæplega hálfnað en Svíar eru efstir. Þessar þjóð- ir spiluðu saman í elleftu umferð í gærkvöldi og i hálfleik var staðan 39-35 fyrir ísland. Jón, Siguðurður, Guðlaugur og Öm spiluðu fyrri hálfleikinn við Ítalíu og áttu góðan leik. Laurenco Lauria einn þekktasti ítalski spil- arinn lenti m.a. í að spila þrjá spaða doblaða á móti Jóni og Sig- urði og fékk aðeins þrjá slagi en íslendingar 1400. Staðan í hálfleik var 58-24 fyrir ísland. Ásgeir og Aðalsteinn komu í seinni hálfleikinn fyrir Guðlaug og Öm. Jón og Sigurður áttu sérlega góðan leik í seinni hálfleiknum og reyndasti spilari ítala, Carlo Mosca, var hálf þreytulegur þegar hann stóð upp að leik loknum. ísland vann seinni hálfleikinn 65-31 og leikinn 25-4. Hjalti Elías- son varð að viðurkenna eftir leikinn að hann hefði aldrei áður kvittað fyrir jafn stóran sigur á ítölum þótt hann hafi tekið þátt í Evrópumótum í 25 ár. Kvennaliðið vann einnig góðan sigur á Búlgaríu í fímmtu umferð í gær. Kristjana og Halla spiluðu allan leikinn, fyrri hálfleik með Eddu og Valgerði og voru yfír 51-38. Erla og Ðröfn spiluðu seinni hálfleikinn ag unnu hann 48-43. í fjórðu umferð kvöldið áður tapaði ísland gegn Grikkjum 12-18, en Grikkimir spiluðu vel og vom heppnir í þokkabót. Eftir tíu umferðir var staðan þannig að Svíar vom efstir með 184,5 stig, ísland og Pólland vom með 179 stig, ísrael 178,5 og Danir 176,5 stig. í kvennaflokki vom Frakkar efstir með 91 stig, Ítalía 89 og ísrael með 88 stig. ísland var í áttunda sæti með 78 stig. í gærkvöldi spiluðu karlamir við Svía og konumar við Hollend- inga og vora 40 stigum undir í hálfleik. í dag spilar karlaliðið við Ungveijaland og Austurríki en konumar við Ítalíu og Spán. VEÐURHORFUR I DAG, 08.08.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir Norðursjó er hægfara 990 millibara íægó, an 1027 millibara hæð yfir Grænlandi, (slandi og hafinu sunn- an- og suðaustanundan. 996 millibara lægð um 500 km vestsuð- vestur af Hvarfi, þokast norður. SPÁ: Fremur hæg norðaustanátt veröur á landinu, víða skýjað á Austurlandi og annesjum norðanlands en lóttskýjað annarstaöar. hiti 10—13 stig um norðan- og austanvert landið en 16—20 stig um sunnan og suðvestanvert landið. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Hæg norðaustlæg átt. Skýjaö við norðaustur- og austurströndina en lóttskýjað víðast annars staðar. Hiti 9—13 stig norðanlands en 14—20 stig syðra. TAKN. Heiðskírt m Léttskýjað Hálfskýjað m SkvJað Alskyjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \j Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða 1 , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [ 7 Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhi vedur Akureyri 12 létttkýjaft Reykjavfk 16 léttakýjað Bergen 17 skýjað Helsinkl 11 rignlng Jan Mayen 5 skýjað Kaupmannah. 15 skýjað Narssaraauaq 20 skýjað Nuuk 12 skýjað Oaló 14 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Þórahöfn 11 akýjað Algarve 24 léttakýjað Amsterdam 17 léttskýjað .Aþena 31 léttakýjað Barcelona 24 akýjað Berlín 17 léttskýjað Chlcago 21 léttakýjað Feneyjar 17 alskýjað Frankfurt 18 léttslqíjað Glaagow 14 skýjað Hamborg 17 skýjað Laa Palmas 25 léttskýjað London 16 léttskýjað LoaAngelea 18 þokumóða Lúxsmborg 16 skýjað Madrfd 26 hólfskýjað Malaga 30 helðskfrt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 16 akýjað NewYork 21 skýjað Parfa 19 slcýjað Róm 29 léttskýjað Vfn 14 rignlng Washlngton 23 alskýjað v Winnipeg 12 heiðakfrt V í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Morgunblaðið/Svenir Bjarni Þorsteinsson, útsölustjóri.lengst til hægri á myndinni, fer yfir skipulagið með starfsfólki útsölunnar. Ragnar Atli Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Kringlunnar, sem stendur í miðjunni, fylgist spenntur með. Kringlan: Afengi í hillum og listaverk á veggjum ÁFENGIÐ hleðst nú óðum upp i hillunum í hinni nýju verslun ÁTVR í Kringlunni. Það eru þó ekki bara áfengisflöskur sem skreyta verslunina því ýmis lista- verk munu einnig prýða veggi hennar. Stór lágmynd eftir Stein- unni Marteinsdóttur verður á einum veggnum og ætlunin er að ávallt verði einhver myndlist- arsýning á öðrum veggjum verslunarinnar. Fyrst um sinn verða þar fimm myndir eftir Ein- ar Hákonarson. Húsnæði ÁTVR í Kringlunni er 730 fermetrar að stærð, 500 fer- metra verslun og 230 fermetra lager. Verslunin er sjálfsafgreiðslu- verslun og geta viðskiptavinimir því sjálfír gengið á milli hillna og valið það sem þeim líst best á. Afgreiðslukassar em þama líkt og i matvömverslunum, alls sjö tals- ins. Þar verða s.k. strikamerkjales- arar (skannerar) sem lesa beint af verð vömnnar. Þetta er fyrsta áfengisverslunin á Norðurlöndum sem tekur upp slíkt kerfí. Svona kerfí er þó notað til dæmis í fríhöfn- inni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Bjami Þor- steinsson, útsölustjóri, sagði við Morgunblaðið að með þessari nýj- ung myndi afgreiðslan ganga mun hraðar og ömggar fyrir sig. Morgunblaðið/Svenir Lágmynd Steinunnar Marteinsdóttur sem er eitt þeirra listaverka er munu skreyta veggi áfengisútsölunnar í Kringlunni. Fasteignamarkaðurinn: Verðgildi lána hefur lækkað LÁN Húsnæðisstofnunar rikisins samkvæmt nýju lögnum hafa rýrnað að verðgildi frá gildi- stöku miðað við verð íbúða á fasteignamarkaði. Samkvæmt lögunum hækka lán til nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði á þriggja mánaða fresti og fylgja byggingavísitölu en íbúð- arverð hefur hækkað mun meira að undanfömu. „Það hefur orðið vemleg hækkun á fasteignamark- aðinum umfram byggingavísitölu," sagði Þorleifur Guðmundsson sölu- maður hjá Eignamiðlun. „Upphaf- lega nægði lán húsnæðisstofnunar sem útborgun í þriggja herbetja íbúð ef ekkert hvíldi á henni og gátu menn þá fest kaup á þeim án þess að leggja fram nokkuð af eig- in fé.“ í fyrstu var ákveðið að miða lán . til nýbygginga við 70% af 3ja millj- ón króna eign. Lán til kaupa á eldri eign miðast við 70% af láni til ný- bygginga. Að sögn Þorleifs hækkuðu fasteignir á markaðinum um 10 til 12% strax nokkmm dög- um eftir gildistöku laganna og hafa farið hækkandi síðan enda var fas- teiganverð óeðlilega lágt um það leyti sem lögin vom sett. Nú fýrst mætti segja að jafnvægi væri að komast á hlutfall milli útborgunar og lána.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.