Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 18
■°18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Ofnbakað góðgæti Spariréttur Um 400 g roðflett rauð- sprettuflök, lítil dós aspars, lítil dós fískibollur, lítil dós krabbakjöt (skelfískur) eða 150-200 g hum- ar, 3 msk. smjörlíki, 3 msk. hveiti, 1 dl soð af fískibollum, 150 g majónsósa, salt og pipar eftir smekk, 4 egg, 2-3 msk. brauð- rasp. Meðlæti: 150 g rækjur, 4 tómatar, */2 agúrka, soðnar kartöflur. Bræðið smjörlíki í potti og bætið hveitinu út í, bakið upp með mjólk og físksoði. Blandið maj- ónsósunni út í og saltið og piprið. Kælið sósuna smá stund og hrær- ið svo eggjarauðunum saman við. Bætið út í sósuna flökum, físki- bollum, aspars og krabba eða humar. Að iokum, stífþeytið eggjahvítumar og blandið þeim varlega saman við. Látið í eldfast form eða skál og stráið brauðraspi yfír. Bakast í 200-225 gráðu heitum ofni í um 1 klukkustund. Borið fram með rækjum, agúrkusneiðum, tómat- bátum og kartöflum. Þið verðið hátt prísaðar fyrir að bjóða upp á þennan rétt! Ofnbakaður hrís- grjónaréttur Þetta er ljúffengur, fljótlagaður og jafnframt ódýr sumarréttur. Gjaman borinn fram með hrásal- ati. 3 dl hrísgijón (löng), 1 smátt saxaður laukur, 2 msk. smjör, 6 dl grænmetissoð (2 teningar + vatn), 1 rif pressaður hvítlaukur (má sleppa), 3 miðlungsstórir tómatar, 250 g rifínn ostur, stein- selja (persille) í skreytingu. Brúnið saxaða laukinn í 2-3 mínútur á pönnu með loki. Bætið svo hrísgijónunum út í ásamt pressaða hvítlauknum, sé hann notaður, hellið grænmetissoðinu yfír, látið suðuna koma upp, og látið síðan malla við vægan hita í 15 mínútur. Smyijið eldfast fat og látið soðnu hrísgijónin á botninn. Ske- rið tómatana í báta og þrýstið þeim ofan í gijónin. Stráið rifna ostinum ofan á og látið í 225-250 gráðu heitan ofn í 5-10 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að taka lit. Ofnbökuð reykt síld 8 reykt sfldarflök, 'A dl ijómi (þeyttur), 75-100 g rifínn ostur, 15 g brauðrasp, 50 g smjör. Þeytta rjómanum, ostinum og brauðraspinu blandað saman. Sfldarflökin roðflett og sett í eld- fast mót. Sósunni hellt yfír og smjörbitum stungið inn á milli. Hitað í ofni við miðlungshita í um 30 mínútur. Borið fram með grófu brauði og smjöri. TAIWAN Töfraland eða tímaskekkja? eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur ÉG sit í hálfrökkrinu i mótttöku- salnum í upplýsingadeild ut- anrikisráðuneytisins í Tapei og mjúkmál stúlka með amriskum hreim heldur yfir mér kostulega ræðu. Hún útskýrir „meginregl- uraar þijár hans Sun Yat-sen“ meðan undurfallegar myndir renna yfir skjáinn. Síðan útlistar hún fyrir mér, að eiginlega kjósi Lýðveldið Kína að miða tímatal sitt við það ár, sem Sun stofnaði það. Eftir því að dæma er nú árið 76 í Lýðveldinu. En auðvitað gekk ekki allt eftir og þegar við bættist uppgangur kommúnista annars vegar á næstu árum og á hinn bóginn framsókn Japana víðast hvar í Kína, áttu þeir lýð- veldismenn í vök að veijast. Og þótt heimsstyijöldinni seinni lyki og nú vonuðu þeir Chiang-Kai- sjek, sem var arftaki Sun-Yat-sen að nú væri loksins að koma frið- ur; þá var því nú ekki að heilsa og Chiang varð að hörfa til Taiw- an og með honum fóru á þriðju milljón stuðningsmanna. Segja má, að þetta séu engin ný sannindi fyrir þá, sem eitthvað hafa íhugað og fylgzt með framvindu mála f þessum heimshluta. En það, sem mér lék mestur hugur á að vita, hvert væri viðhorf yngri kyn- Frá Tapei Gríðarlega stór sýningarhöll var opnuð í Tapei fyrir nokkrum mánuð- um. Sem er byggingarfræðilegt undur og aUt þar að sjá milU himins vitanlega grein fyrir, að hún átti ekki hægt um vik með opinskáar yfírlýsingar. Samt fannst mér svip- urinn á henni segja meira en orð.„Það er svo einkennilegt með marga blaðamenn og gesti okkar. Þeir virðast bara ekki skilja, að við erum hinn eini og rétti fulltrúi Kínveija. Það er átakanlegt, að menn hafa látið ginnast af heila- þvotti þeirra uppi á meginlandinu. Ef menn setja sig inn í söguna og sjá samhengið, sérðu til...“Nokkr- um dögum seinna ræddi ég þetta að gamni mínu við ráðuneytisstjó- rann og hann spilaði fyrir mig sömu plötuna. Og hneigði sig. Ég skoðaði blöðin í krók og kring næstu daga og mér fannst ég smátt og smátt vera að skynja einhvem kvíða bak við digurbarkalegar yfír- lýsingar. Þeir voru einlægt að skrifa leiðara um framtíð Hong Kong og Macau. Og voru á því að stórmikið fjármagn hefði verið að færast frá Hong Kong til Taiwan upp á síðkas- tið, vegna þeirrar framtíðar, sem Hong Kong stendur frammi fyrir. Blöðin sögðu líka frá því, að það væri stöðugur straumur flótta- og jarðar. slóðarinnar til ríkisins Taiwan nú. Ríkis, sem vissulega er efnahags- legt undur og hefur afrekað stórmiklu. En hefur samt hægt og rólega verið að einangrast á v ett- vangi alþjóðamála. Getur verið, að þeir trúi þeim staðreyndum, sem eru settar fram eins og sjálfsagðir hlutir í upplýsingabókum. Þar sem reynt er að leiða það hjá sér að til sé annað Kína. í mesta lagi er talað um „meginlandið" og það var ekki laust við það gætti þórðargleði f frásögnum á Taiwan, ef eitthvað leiðinlegt og ljótt kom uppá á „meg- inlandinu.“Til dæmis þegar fellibyl- urinn Alex gekk yfír í nokkra þessara daga, og fór mildum hönd- um um Taiwan miðað við þann usla sem hann gerði uppi á meginl- andinu. Mér fannst óhugsandi, að þeir lifðu í svona fullkominni blekkingu og gætu ekki séð, að nú væri kom- inn tími til að átta sig á, að tíminn hefur ekki staðið í stað og heims- mynd Chiang Kai á einfaldlega ekki við nú um stundir. Ég minntist á þetta við stúlkuna í utanríkisráðuneytinu, en gerði mér manna frá Hong Kong til eyjarinnar vænu. Og einnig hefðu margir reynt að komast til Bandaríkjanna. Skelf- ingin væri að gagntaka fólk og ekki að ófyrirsynju. Og þegar ég spurði svo ónefndan ritstjóra, sem ég drakk bjór með á björtu síðdegi, hvaða augum hann liti á þetta; fékk ég loksins eitthvað svar. Hann sagðist þó ekki hug- rakkari en svo, að ég mætti ekki birta nafnið sitt. En sagði, að rætur þeirra allra, hvort sem þeir væru nú fæddir á Taiwan eða uppi á meginlandinu, væru einmitt þar. Og hvergi annars staðar. Menn hefði áður og fyrrum dreymt um, að einhvem tfma gætu þeir snúið „heim.“ Og það langaði alla að gera það.Þó ekki væri nema skott- úr. En ritstjórinn spáði breytingum og þær gætu skollið á fyrr en síðar. Valdabarátta kynni að hafa hinar ferlegustu afleiðingar. Svo framar- lega sem DDP - stjómarandstöðu- flokkurinn helzti- stæði almenni- lega saman gæti það orðið afdrifaríkt í jákvæðri merkingu. En stjómendur hans- sem og KMT- væm flestir eldgamlir og gegnsýrð- ir af hugmyndum, sem ekki stæðust lengur. Því væri óumdeilanlega að vænta breytinga. Sagði hann. Ég spurði hann, hvort hann hefði aldrei langað til að fara í heimsókn á bemskuslóðir sínar á meginl- andinu. Þá hló hann dátt og sagði:„Góða bezta, ég hef farið mörgum sinnum. Það er eitt opin- berasta leyndarmál hér á Taiwan, að fólk er einatt að fara þangað í heimsókn. Hitta ættingja sína, skoða Qöllin. Já, fínna rætumar sínar. Við emm öll þjökuð af þess- ari þörf og það sem meira er, við látum það tvímælalaust eftir okkur að fara. Og hvemig? Til dæmis gegnum Tókíó og þaðan til Hong Kong..Eftirlitið þar hleypir okkur í gegn án þess að nokkur stimpill sjáist. Og síðan er eftirleikurinn til- tölulega auðveldur. Á hinn bóginn væri hveijum þeim kastað hér í fangelsi, ef hann tjáði sig um mál- ið. En stjómvöld hafa svona bmgðið leppnum fyrir augað. Vita kannski sem er, að þetta stillir dálítið þessa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.