Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
Finnland:
lUraunir með
bóluefni
gegn alnæmi
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
SIÐAR á þessu ári munu finnskir vísindamenn hefja tilraun-
ir með bóluefni gegn alnæmi. Eftir því sem næst verður
komist hafa sambærilegar tilraunir eingöngu verið gerðar
í Frakklandi. Vísindamenn í Helsinki og Tammerfors hyggj-
ast bólusetja sjálfboðaliða, sem eru ekki smitaðir af
Eyjahaf:
Þríreimar skríða
um sundin á ný
Poros, Grikklandi; Reuter.
Undan eynni Poros í Eyjahafi
skríður þessa dagana eftirlíking
Þýzkaland:
Enn eru sum-
ir sannfærðir
Koblenz, Reuter.
VESTUR-þýzkur bamaskólakenn-
ari, sem sakaður var um að segja
nemendum sínum að sögur um
útrýmingarbúðir nazista vœru
uppspuni, fékk á föstudag nfu
mánaða skilorðsbundinn dóm fyr-
ir að kynda undir kynþáttahatri.
Vitnaleiðslur frammi fyrir dóm-
stólum í Koblenz leiddu í ljós, að
kennarinn, Rudolf Koch, hafði sagt
nemendum sínum að einungis 40.000
gyðingar hefðu týnt lífí í síðari
heimsstyijöld og útrýmingarbúðimar
í Auschwitz væru tilbúningur Banda-
ríkjamanna.
Hann sagði einnig að meðlimir í
hinum vinstrisinnaða flokki græn-
ingja væru lygarar og glæpamenn,
sem hann myndi skjóta á færi með
mestu ánægju.
Dómarinn sagði að Koch hefði
reynt að draga úr ábyrgð Þjóðveija
á Hitlers-tímabilinu og rægt þjóð
gyðinga. Dómurinn yfír Koch er skil-
orðsbundinn í ár, en hann fær að
snúa aftur til starfa með því skilyrði
að hann hagi sér eins og maður.
Koch sagði að sér hefði ekki geng-
ið nema gott eitt til og ákærumar
væm samsæri fjandsamlegra nem-
enda og kennara.
af 2.000 ára gamalli griskri
þríreim — svipaðri þeim sem
Grikkir sigldu á sínum tíma
gegn innrásarflota Persa og
sigruðu þrátt fyrir að við ofur-
efli væri að etja.
Galeiðan er 37 m löng og er
fyrst og fremst knúin með hand-
afli, en fyrir því sjá 170 ræðarar.
Fram úr skipinu stendur rambúkki
úr bronsi og var hann notaður til
að bijóta gat á síður óvinaskipa.
Skipið ryður frá sér 40 rúmlestum
af sjó, en því er haldið saman með
2.000 tréfleygum og um 25.000
handsmíðuðum látúnsnöglum.
Það vom breskir áhugamenn,
sem fengu hugmynina að smíðinni,
en gríski flotinn fjármagnaði hana.
„Við réðumst í smíðina til þess að
kynna okkur sjóhemað fom-
manna, sögu og smíðaaðferðir,"
sagði Apostolis Vasiliades, skip-
herra í Grikkjaflota, sem stjómaði
verkinu. Smíðina önnuðust hins
vegar breskir sjálfboðaliðar úr
Oxford- og Cambridgeháskóla.
Það em einnig ræðarar frá þessum
menntasetmm, sem annast róður-
ínn.
Ræðaramir sitja í þrefaldri röð
við 12 kg þungar áramar.
Fomfræðingar telja að í orr-
ustunni við Salamis, undan strönd
Pelópsskaga árið 480 fyrir Krists
burð, hafí 310 þríreimar Grikkja
borið sigurorð af 1.207 skipa flota
Xerxesar.
alnæmisveirunni.
Hópur fínnskra vísindamanna
með þá Kai Krohn prófessor og
Annmari Ranki dósent í broddi
fylkingar fékk fyrir nokkmm dög-
um 50.000 dollara styrk frá
Hollywood í Bandaríkjunum.
Finnsku vísindamennimir fengu
einir styrk úr sjóði einum sem lýt-
ur stjóm leikkonunnar þekktuu
Elisabeth Taylor.
Krohn og Ranki hafa m.a. starf-
að í nokkur ár með hinum virta
alnæmissérfræðingi Dr.Robert
Gallo. Styrkurinn gefur þeim fé-
lögum tækifæri til að vinna áfram
að þróun bóluefnis. Hingað til
hafa tilraunir þeirra verið ein-
skorðaðar við apadýr og hefur
komið í ljós að bóluefnið er skað-
laust.
Tíðni alnæmis er litil í Finnlandi
og því er ógerlegt að gera þar
tölfræðilega marktækar tilraunir.
Finnsku vísindamennimir hyggj-
ast því sækja eftir leyfí yfírvalda
til að flytja bóluefnið til þeirra
staða í Afríku þar sem alnæmi-
sveiran er hvað algengust. Yfír-
völd margra Afríkuríkja hafa verið
treg til að leyfa erlendum vísinda-
mönnum til að vinna að rannsókn-
um í ríkjum þeirra. Finnsku
vísindamennimir ráðgera að eiga
samstarf við starfsbræður sína í
þeim ríkjum þar sem þörfin er
mest. Hafa afrískir sérfræðingar
lagt áherslu á að tilraunir þessar
verði gerðar á jafnréttisgrundvelli
þannig að íbúamir verði ekki not-
aðir sem eins konar tilraunahópur.
Mörg ríkja Afríku hafa góða
reynslu af þróunarsamvinnu við
Norðurlönd og em fínnsku
vísindamennimir vongóðir um að
unnt verði að hrinda þessari áætl-
un í framkvæmd.
Gangi allt samkvæmt áætlun
vonast vísindamennir til að virkt
bóluefni gegn alnæmi verði tilbúið
eftir ár. Allt að átta ár kunna hins
vegar að líða þar til efnið verður
sett á markað. Heilbrigðisyfirvöld
heimila ekki sölu á lyfjum fyrr en
eftir margra ára tilraunir.
Fyrirhugað er að hefja fram-
leiðslu bóluefnisins samtímis í
Finnlandi og Bandaríkjunum ef
allt fer að óskum. Bandarískir
aðilar hafa sýnt áhuga á að fjár-
magna tilraunastarfsemina svo
framarlega sem efnið verður einn-
ig framleitt þar í landi.
VESTUR-ÞYSKU FISKMARKAÐIRNIR
ERLENT
Samviskuf angar í Póllandi:
Vildi ekki sverja Sov-
étmönnum hollustueið
Varsjá, Reuter.
PÓLSKUR herréttur hefur
dæmt ungan Pólveija í tveggja
ára fangelsi fyrir að neita að
fara með eið hersins, en þar er
meðaJ annars kveðið á um holl-
ustu Póllands við Sovétríkin.
Talsmenn pólsku andspyrnu-
hreyfingarinnar skýrðu frá
þessu á föstudag.
Maðurinn, sem heitir Oskar
Kasperek og er 27 ára að aldri,
var kvaddur í herinn í Wroclaw
(Breslau) í febrúar. Hann neitaði
þá þegar að sveija eiðinn, og
tveimur mánuðum síðar var hann
handtekinn er hann fór í hungur-
verkfall til þess að mótmæla
meðferðinni á sér i hemum.
Herrétturinn í Wroclaw dæmdi
hann fyrir að neita að gegna her-
þjónustu, en andspymumenn segja
að það hafí hann raunar aldrei
gert.
í síðustu viku var annar nýliði
í hemum, sem samvisku sinnar
vegna mótmælti heraganum,
dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi. Fámennur hópur friðar-
sinna, sem kallar sig Frelsi og frið
og berst fyrir frelsi mannanna
tveggja, sagði að fleiri biðu réttar-
haida í pólskum fangelsum fyrir
sömu sakir, þar á meðal nokkrir
vottar Jehóva.
*
Utvegsmenn og fisksalar funda í Bremerhaven:
Bjartsýni ríkir
þrátt fyrir orma-
hræðslu neytenda
FULLTRÚAJR allra greina í sjávarútvegi í Vestur-Þýskalandi sitja
nú á rökstólum í Bremerhaven og ræða hvemig aftur skuli efla sölu
á fiski þar í landi. Jochen Janssen, framkvæmdastjóri fiskmarkaðar-
ins í Bremerhaven, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að menn
í fiskiðnaði væra nú bjartsýnir á að innan fárra vikna tækist að
auka aftur fisksölu, sem minnkaði mikið eftir að sjónvarpsþáttur
um hringorm i Norðursjávarfiski var sýndur í sfðustu viku.
„Við höfum fundað um það til
hvaða ráðstafana eigi að grípa til
' að auka físksölu á ný. Augljóst er
að ríkisstjómin í Bonn verður að
setja reglur, sem skilyrðislaust
verður að fylgja, um verkun og
framleiðslu fisks til manneldis,"
sagði Janssen og bætti við að slíkar
reglur myndu einnig eiga við um
þann fisk, sem landað yrði í Þýska-
landi.
Janssen sagði að landað yrði úr
tveimur íslenskum togurum í Bre-
merhaven á mánudag og hefði þeim
verið tryggt lágmarksverð Evrópu-
bandalagsins fyrir afla sinn þann
dag.
Hrunið á vestur-þýskum físk-
mörkuðum hófst með sjónvarps-
þættinum Monitor, sem sjónvarps-
stöðin ARD sendi út á þriðjudag í
síðustu viku. Þar gat að líta vísinda-
menn, sem drógu allt að tveggja
sentimetra langa orma út úr fersk-
um flski úr Norðursjó. Markaðs-
stofnun um sjávarútveg í
Bremerhaven komst að þeirri niður-
stöðu að sala á físki hefði dregist
saman um allt að sextíu prósent:
„Ormafréttin kemur mjög illa niður
á físksölum," var haft eftir tals-
manni stofnunarinnar.
„Sjónvarpsþátturinn var sendur
út eftir að beinni útsendingu frá
tennisleik lauk og áður en Dallas
hófst og því horfðu margir á,“ sagði
Janssen og hélt því fram að hefði
þátturinn verið sendur út á öðrum
tíma hefði hann ekki vakið jafn
mikla athygli.
„Okkur létti mikið þegar í ljós
kom að blöð og tímarit gerðu ekki
mikið úr þessu máli. Við höfðum
búist við að götublöð myndu láta
eins og opnuð hefði verið orma-
gryfja,“ sagði Janssen. „í upphafí
fylltumst við örvæntingu, en nú
ríkir bjartsýni. Við erum þess full-
vissir að okkur takist á nokkrum
vikum að snúa dæminu við.“
Janssen heldur því fram að þýskir
neytendur telji fisk ekki óholian:
„Menn fylltust viðbjóði og ógleði.
Fyrirsögn greinar um málið í tíma-
ritinu Der Spiegel hljóðaði „Ógleði,
æla“ og lýsir það viðbrögðum al-
mennings. En þessu áliti almenn-
ings má breyta með upplýsingaher-
ferð.“
Janssen kvaðst ekki geta sagt
fyrir víst hvaða kröfur yrðu gerðar
til afla, sem landað verður í Vestur-
Þýskalandi. Þó væri víst að fram-
vegis yrði bannað að verka sfld með
innyflum eins og tíðkast hefði til
þessa þar í landi. Hringormamir
eru í innyflum físka en fínna sér
leið inn f fiskinn eftir að hann hef-
ur verið veiddur.
„Ormar hafa fylgt fyski alla tíð
og við hljótum að geta leyst þetta
vandamál," sagði Janssen.