Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 25 Kína: Millj ónamæringar litnir hornauga Frumkvöðlar hins vegar hylltir Peking, Reuter. SKORTUR er á framkvæmda- sömu fólki í Kína til að stuðla að auðlegð þjóðarinnar en stjórnvöld munu þó ekki sætta sig við að millj ónamæringar verði til. Þetta gat að lesa í opin- beru dagblaði í landinu á fimmtudag en áköf umræða á sér nú stað um hvar beri að setji mörk við auðlegð einstakl- inga. í fyrirsögn í Kínverska dag- blaðinusagði: „Látum frumkvöðla reka verksmiðjumar". Ráðist var á embættismenn sem reka fyrir- tæki stöðugt með tapi og sagt að skortur á frumkvöðlum væri til trafala í brotthvarfi Kínverja frá óhagkvæmri miðstýringu til mark- aðsbúskapar. Markaðskerfíð væri „orrustuvöllur" þar sem sá hæfasti sigraði og ekkert rúm væri fyrir skriffínna sem tækju ekki mið af hagnaði og tapi en notuðu pólití- skar viðmiðanir og tækju við skipunum að ofan. „Frumkvöðlar ættu að öðlast þann heiður og virðingu sem þeim ber“, sagði að lokum í blaðinu. Verkamannablaðiðbar aftur á móti upp ýmsar erfiðar spumingar í grein nokkurri. Ætti að leyfa mismunandi háar tekjur? Hve mik- ill má munurinn vera? Blaðið svaraði sjálft fyrri spurningunni og taldi að sjálfsagt væri að leyfa tekjumismun. Hins vegar mætti munurinn ekki verða svo mikill að milljónamæringar risu upp. Blaðið velti einnig fyrir sér hver væri eðlilegur tekjumunur milli atvinnu- stétta eins og leigubílstjóra, strætisvagnstjóra, lækna, kennara, embættismanna, milli forstjóra og verkamanna. Engin svör vom gef- in og komist að þeirri niðurstöðu að kanna þyrfti þessi mál betur. í grein, sem nýlega birtist í Kínverska dagblaðinuvar vakin athygli á þeim mikla tekjumun sem er á milli íbúa í austurhémðum landsins, einkum strandhémðun- um, annars vegar og vesturhémð- unum hins vegar. Fjölmiðlar hafa einnig hvatt til baráttu gegn vax- andi verðbólgu sem veldur sífellt meiri óánægju hjá landsmönnum. Reuter Skipstá föngum Fangaskipti fóm fram á landamæmm Kína og Víetnam á þriðjudag. Hvort ríkið lét af hendi 32 fanga sem sakaðir höfðu verið um njósnir og skemmdarverkastarfsemi. Ef myndin prentast vel má sjá hvítmál- aða linu sem markar landamærin neðst fyrir miðju. Reuter Ana Maria Garcia, systir eins af föngnm Pinochet-stjórnarinnar, ásamt barni sínu á fréttamannafundinum í gær. Mál fanganna hefur valdið harðvítugum deilum í Vestur-Þýskalandi. V estur-Þýskaland: Osk Chilebúa um hæli veldur hörðiun deilum Eiga yfir höfði sér Bonn, Reuter. ÆTTINGJAR fjórtán Chilebúa, er kunna að verða dæmdir til dauða af Pinochet-stjóminni fyrir meint hryðjuverk, báðu á fimmtudag vestur-þýsku stjórn- ina að veita föngunum hæli. Samkvæmt lögum í Chile er hægt að breyta dauðadómunum í útlegð ef annað ríki vill taka við föngunum. Hægri menn í Vestur-Þýskalandi em því mót- fallnir að tekið verði við mönnunum. „Þessir menn hafa verið fangels- aðir vegna pólitiskra skoðana sinna. Sannanir, sem viðurkenndar yrðu fyrir vestur-evrópskum rétti, fyrirfinnast ekki fyrir sekt þeirra", sagði lögfræðingur hópsins, Sergio Corvalan, á fréttamannafundi. Hann sagði einnig að öryggislög- reglan í Chile hefði beitt líkamleg- um og andlegum pyntingum til að þvinga fram játningar hjá hinum ákærðu. Corvalan kom í fyrradag til Vestur-Þýskalands ásamt nokkrum ættingjum fanganna til dauðadóma í Chile að reyna að fá hæli handa þeim þar. Skýrt var frá því að einnig hefði verið sótt um landvist handa þeim í Austurríki, Frakklandi, Belgíu, Finnlandi og Noregi; Austurríkis- menn segjast hafa svarað játandi. Samsteypustjóm Kohls kanslara er klofin í málinu og segja hægri menn að mennimir séu sekir um hryðjuverk og ýmis önnur ofbeldis- verk og þess vegna væri rangt að taka við þeim. Atvinnumálaráðherra landsins, Norbert Bliim, ræddi við marga ættingjanna í Chile í síðastliðnum mánuði. Hann segist hafa séð ótví- ræðar sannanir þess að fangamir hafí verið pyntaðir. Blúrn kom heim á fímmtudag úr ferðalagi um lönd í Suður-Ameríku og ávarpaði í gær þingnefndir sem kallaðar hafa ver- ið saman til sérstakra funda vegna máls fanganna frá Chile. Ummæli hans, sem féllu í Santiago í Chile, hafa valdið hörðustu deilum innan samsteypustjómar Kohls í fímm ár. Það var flokkur Græningja sem bauð aðstandendum fanganna til V estur-Þýskalands. Eiturlyfja- hringnr upprættur Amsterdani, Reuter. HOLLENSKA lögreglan skýrði frá því á föstudag að hún hefði upprætt einn mikilvægasta eitur- lyfjahring í Amsterdam. „Glæpahringurinn smyglaði her- óíni í einkabílum og sendibifreiðum frá Tyrklandi til Amsterdam og fíkniefnalögreglan í Tyrklandi var flækt í málið," sagði talsmaður lög- regluyfírvalda. I tveimur hústökum í síðustu viku náði lögreglan meira en sjötíu kfló- um af heróíni, sem selst á um tíu milljónir gyllina á götunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.