Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 49
MOEGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 49 UMSJÓN/Vilmar Pétursson ÍÞRÓTTIR UNGLINGA BADMINTON / LITIÐ INN Á UNGLINGANÁMSKEIÐ HJÁ TBR Badminton er á mikilli uppleið að er mikið um að vera í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi þeirra TBR-manna þessa dagana. Þar stendur nú yfír unglinganám- skeið í badminton undir leiðsögn þeirra Helga Magnússonar og Gunnars Bollasonar. Þeir TBR- menn hafa nú nýlega tekið í notkun nýtt og glæsilegt íþrótta- hús sem er að sama flatarmáli og Laugardalshöll. Þeir hafa því yfír 20 völlum að ráða og bætir þetta úr mikilii þörf fyrir félagið. Eins og áður sagði þá hafa í allt sumar staðið yfír unglinganám- skeið á vegum félagsins og að sögn Helga Magnússonar hefur það komið þeim skemmtilega á óvart hve margir krakkar hafa tekið þátt í þessum námskeiðum. 400 krakkar á námskeUM f sumar í júní tóku um 170 krakkar þátt í námskeiðum, í júlí um 100 og nú í ágúst hafa yfír 140 krakkar látið skrá sig. Helgi segir að gam- an sé að mjög margir krakkanna séu ekki i neinum öðrum íþróttum. Ekki þannig að þeir hjá TBR vilji einoka þessa krakka heldur sé gaman að þeir komi þó til þeirra og hreyfí sig í hollri og góðri íþrótt. Áhuginn sé mikill hjá krökkunum og margir þeirra komi á fleiri en eitt námskeið og sumir hafa lýst áhuga á því að æfa með TBR í vetur. Morgunblaðið/Andrés Pétursson Einn hópurinn á þessu námskeiði hjá TBR ásamt þjálfurum sfnum, þeim Helga Magnússyni og Gunnari Bollasyni. Stöllumar Kristín Þóra Jónsdóttir og Bára Hlín Erlingsdóttir. „Ætla að spila badminton alla ævina" Sigursteinn Vigfússon og Hjalti Már Bjamason. Tveir hressir strákar gáfu sér tíma milli leikja til að segja nokkur orð við okkur. Þetta eru þeir Sigursteinn Vigfússon og Hjalti Már Bjamason. Sigursteinn er 13 ára og er þetta hans annað námskeið. Hann er mikill áhugamaður um badminton enda náði hann öðm sæti á síðasta námskeiði. Til útskýringar þá er alltaf mót milli þátttakendanna á þessum námskeiðum í lok þeirra. Þegar við spurðum Sigurstein hvort hann ætlaði að halda áfram að spila badminton sagði hann: „Það er engin spuming að ég ætla að halda áfram að spila þessa íþrótt. Hún er svo skemtileg að ég held að ég muni spila alla ævina." Sigursteinn stundar ekki aðrar íþróttir og getur því einbeitt sér að þessari. Það hefur Hjalti hins vegar ekki gert upp við sig. Hann er níu ára gamall og spilar fót- bolta með Breiðablik. Hann segir að báðar íþróttimar séu mjög skemmtilegar og vilji ekki gera upp á milli þeirra. Þetta er annað námskeiðið hans og sagðist hann ekki hafa náð mjög góðum ár- angri á því seinasta. í þetta skipti ætli hann hins vegar að gera bet- ur og óskum við honum alls velfamaðar í þvf sambandi. Langar að halda áfram í vetur - rætt við tvær stúlkur hjá TBR ær stöllur Kristín Þóra Jóns- dóttir og Bára Hlín Erlings- dóttir em meðal þeirra fjölmörgu sem taka þátt í þessu unglinga- námskeiði TBR. Þetta er fyrsta námskeiðið hjá Kristínu en annað hjá Bám. Aður en þær byijuðu á námskeið- inu höfðu þær aldrei æft eða spilað badminton alvarlega. Ein- ungis spilað með vinum og kunningjum þegar veður leyfði utandyra. Þær era báðar stað- ráðnar í því að halda áfram að æfa íþróttina og þá jafnvel að æfa í vetur. „Okkur langar að halda áfram í vetur, en það fer eftir því hvort við höfum tíma,“ sagði Kristín en hún stundar bal- lettnám hjá Þjóðleikhúsinu. Bára er í dansi hjá Heiðari Ástvalds- syni þannig að þessar stúlkur hafa víst nóg fyrir stafni. URSLIT Keppt var í einliðaleik í aldurs- flokkum: Fædd ’77 og yngri, fædd ’75 og ’76, fædd ’73 og ’74 Slgurvogarar f Júní: Faadd ’77 og yngri: Drenglr: Karl Kristján Daviðsson Sigurður T. Þórisson Valtír ö. Gunnlaugsson Snorri Gunnarsson Stúlkur: Hildur Jónsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Guölaug B Aradóttir Ragnhildur Nilsen Sigurvegarar (júlf: Inga Skúladóttir Katrín Rut Reynisdóttir Faadd ’77 og yngrl: María Tryggvadóttir Faadd '73 - '74 Drenglr: Sigurrós Pólsdóttir Drenglr: Rafn Einarsson Faadd *7S - '76 Gunnar Traustason Úlfar M. Friöjónsson Drenglr: Magnús Oddsson Kritinn A. Ferdinantsson Þorsteinn ö. Kolbeinsson Diðrik Kristófersson Kritinn H. Jónsson Ólafur Guðbjörnsson Kristbjöm A. Guömundsson Stúlkur: Magnús Oddsson Stúlkur: Perla ösp Ásgeirsdóttir Hannes H. Hrólfsson Álfrún H. Jónsdóttir Faadd ’7B - '78 Arnór Bolnic Margrót H. Jónsdóttir Drenglr: Stúlkur: Ásta H. Hall Jón E. Halldórsson Ólafur Guðbjörnsson Hjálmar Guðjónsson Stúlkur: Hólmfriöur L. Einarsdóttir Kstrín Rut Reynisdóttir Una Sveinbjarnardóttir Feadd '73 - '74 Drenglr: Sigurður H. Kolbeinsson Einar Haukur Eiriksson Stúlkur: Gunnhildur Runarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.