Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 52
5DAGAR KRINGMN KWHeNM l'ramtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa $ SUZUKI LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Kringlan: Vatnsúðarakerfi fór í gang í versl- uninni Serínu ÞAÐ ÓHAPP varð í Kringlunni í gær, þegar verið var að þrýsti- prófa vatnsúðarakerfi hússins, að heitt vatn fór inn á kerfið og lak inn í snyrtivöruverslunina Serínu. KaUa þurfti til slökkvilið til þess að aðstoða við að dæla út vatninu. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er talið að óhappið hafí orðið með þeim hætti að iðnað- armaður, sem var að taka vatn úr krana, lokaði ekki alveg fyrir kran- ann á ný, en slökkvikerfíð hafði verið tengt við heitavatnslögnina til þess að fá meiri þrýsting inn á það. Vatn byijaði að leka inni í versluninni Serínu án þess að tekið væri eftir því og fór síðan í gang eftir að hafa lekið í um klukku- stund. Vatn lak síðan inn í verslan- imar við hlið Serínu, Centrúm og Krakka. Ragnar Atli sagði ein- hverjar skemmdir hafa orðið en mun betur hefði farið en á horfðist í fyrstu og engar tafír yrðu á opnun verslananna. Loftræstikerfí Kringl- unnar er þannig úr garði gert að hægt er að beina því á fullum krafti á einn stað í húsinu og var því beint inn í Serínu til þess að þurrka verslunina að mestu eftir að vatninu hafði verið dælt út. Allar einingar í húsinu eru tryggðar, húsið er tryggt og einnig verktakar þeir sem þar starfa. „Það er bara spuming hvar kostnaðurinn lendir," sagði Ragnar Atli. Vatninu dælt úr snyrtivöruversluninni Serínu Morgunblaðið/Sverrir Verðmæti íslenskra loðskinna um 400 milljónir á þessu ári Verðlagsráð sjávarútvegsins: Akvörðun um loðnu- verð frestað VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins ákvað á fundi sínum i gær að fresta ákvörðun um loðnu- verð. Á fundinum voru lögð fram gögn frá Þjóðhagsstofnun, þar á meðal áætlun um afkomu veiða loðnubáta og vinnslu loðnuverksmiðja. Þótti rétt að kanna þau gögn betur áður en ákvörðun verður tekin um loðnu- verðið. Næsti fundur Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur verið ákveð- inn 18. ágúst næstkomandi. Framleiðsluverðmætið rúmlega helmingi meira en í fyrra BÚIST er við að framleiðsluverð- mæti íslenskra loðskinna verði um 407 milljónir króna á þessu ári. Verðmætaaukning er um- talsverð ef miðað er við síðasta ár, en þá var verðmæti íslenskra skinna samtals 174 milljónir króna. Reiknað er með að fæðst hafí um 100.000 minkahvolpar og 100.000 refahvolpar í ár að sögn Jóns Ragnars Bjömssonar fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Þessar tölur eru byggðar á mæðrafjölda og fijósem- istölum frá því í fyrra, en nákvæmar tölur frá loðdýraframleiðendum liggja ekki fyrir. Af 100.000 refahvolpum eru 85.000 blárefír. Verð á hveiju skinni er 2.000 krónur og er verð- mæti skinnanna því samtals 170 milljónir króna. Önnur afbrigði, Blue Frost, silfurrefur o.fl. eru 15.000 talsins og er hvert skinn af þeirri gerð metið á 4.500 krónur. Framleiðsluverðmætið er 67 millj- ónir króna og verðmæti allra refaskinnanna því samtals 237 milljónir króna. Hvert minkaskinn er metið á um 1.700 krónur og er framleiðsluverð- mæti minkaskinna samtals 170 milljónir króna. Að sögn Jóns Ragnars má búast við að um 2% af refahvolpunum verði settir á til að auka stofninn. Hins vegar er gert ráð fyrir að 25—30 þúsund minkahvolpar verði settir á vegna mikillar fjölgunar minkaræktenda. Framleiðsluverðmæti loðskinna Þýskir sjónvarpsmenn í túr með Vigra: Ur þessum hreina sjó kemur besti fiskur heims - segir í heimildarmynd um daglegt líf íslensks togaraskipsljóra ÞÝSKIR sjónvarpsmenn eru nú staddir um borð í togaranum Vigra RE, sem lagði úr höfn í gærkvöldi áleiðis á miðin. Tilgang- urinn með ferð þeirra er að gera einskonar heimildamynd um daglegt líf íslensks togaraskipstjóra og verður skipstjórinn á Vigra, Steingrímur Þorvaldsson, söguhetja myndarinnar. í mynd- inni verður fylgst með Steingrími í leik og starfi og jafnframt fjallað um íslenskar fiskveiðar og verkun afla um borð í togurum. Þýsku sjónvarpsmennirnir eru frá ríkissjónvarpinu í Bæjaralandi og er myndin liður í þáttaröð sem ber heitrö „Nágrannar okkar í Evrópu". í þáttunum er ákveðin persóna tekin fyrir og henni fylgt eftir í leik og starfí. Koma þeirra hingað er því ekki í neinum tengsl- um við um^öllun þýskra fjölmiðla um orma í físki að undanfömu heldur algjör tilviljun að svo hitt- ist á einmitt nú. Þeir komu upphaflega til að gera þátt um Rockall-málið og sáu sér svo leik á borði að fylgjst með íslenskum togaraskipstjóra, meðal annars með það fyrir augum að sýna þær aðferðir sem notaðar em við veið- ar og vinnslu þess físks, sem Þjóðveijar kaupa af íslendingum. Að sögn Gylfa Guðmundssonar, hjá LÍÚ, sem annast hefur milli- göngu um gerð myndarinnar, munu Þjóðveijamir hafa hrifíst mjög af hreinleika landsins, ómenguðu lofti og hreinum sjó. Mun það vera ætlan þeirra að leggja áherslu á ómengað hafið þar sem eftirfarandi setning kem- ur m.a. fram: „Úr þessum hreina sjó kemur besti fískur heims“. Gylfí sagði að þáttur sem þessi gæti orðið viðskiptahagsmunum Islendinga í Þýskalandi mjög til framdráttar og gæti orðið til að slá á ótta manna þar við físk- neyslu. Hann sagði ennfremur að í ljósi síðustu atburða í Þýska- landi væri ljóst, að mjög þyrfti að auka áróður fyrir hreinleika íslenska hafsvæðisins og íslensk- um fískveiðum almennt og væm aðgerðir í þeim efnum nú á döf- inni. hefur aukist um helming frá því í fyrra. Þá var verðmæti skinna sam- tals 174 milljónir króna. Verðmæti minkaskinna var 54 milljónir króna og refaskinna 120 milljónir króna. í fyrra fæddust um 50 þúsund minkahvolpar og 84 þúsund refa- hvolpar. Jóns Ragnars, en blárefaræktin heldur lakar. Hann sagði að menn væru nú famir í auknum mæli að nota sæðingar til þess að framleiða blendinga af silfurref og bláref, en mun hærra verð fæst fyrir skinn af slíkum blendingum. Hins vegar fæst um einum hvolpi færra til nytja. Almennt er stefnt að því að reyna að hafa 30—40% af fram- leiðslunni blendinga og ætti þá afkoman í refaræktinni að verða góð ef miðað er við áðumefndar verðforsendur og óbreytt verðhlut- «511. Á hveiju ári hafa orðið einhver skakkaföll í refaræktinni, ýmist á pömnartímanum eða gottímanum, sem hefur dregið úr hvolpafjölda. Á íslandi em nú 212 loðdýra- framleiðendur. Búist er við að minkaræktendum fjölgi um 50—70 á þessu ári. Fjarskiptamarkaðurinn á Norðurlandi: Getur boðið gagna- söfnun erlendis frá Akureyri. FISKMARKAÐUR Norðurlands hf., sem verður svokallaður fjar- skiptamarkaður, mun hefja prófanir á tölvubúnaði sínum 1. september næstkomandi og er meiningin að hann taki svo til starfa um miðjan þann mánuð. Tölvubúnaðurinn býður upp á margvíslega gagnasöfnun er- lendis frá, og ætti til dæmis að vera hægt að fylgjast með öllu fiskverði á mörkuðum erlendis í gegnum hann. Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- komulagið á fjarskiptamarkaðnum hefði á undanfömum vikum verið að fá á sig fasta mynd, og sagði hann að fískmarkaður af þessu tagi fyrirfyndist hvergi í allri Vestur- Evrópu. „Til að byija með verða líklega 10 aðilar tengdir markaðnum á svæðinu vestan frá Hvammstanga og austur á Þórshöfn og má búast við að það verði þeir stærstu á þessu svæði. Kostnaður við að tengjast stjómstöðinni hér á Akureyri verður líklega um 30-40 þúsund krónur. Ef notendur eru hins vegar ekki tölvuvæddir fyrir þurfa þeir auðvit- að að leggja út í meiri kostnað," sagði Sigurður. Nánar er sagt frá fjarskipta- markaðnum á Akureyrarsíðu bls. 30. Kvótasvindl: Afli g’erður upptækur INNAN tíðar verður fimm út- gerðarfyrirtælqum tilkynnt um upptöku á afla vegna afla um- fram kvóta. Upptaka þessi er í tengslum við könnun sjávarút- vegsráðuneytisins á kvótasvindli. Undanfarið hefur farið fram rannsókn á vegum ráðuneytisins á hugsanlegu kvótasvindli og stendur hún ennþá. Ráðuneytið hefur óskað eftir skýringum á afla umfram kvóta. Hefur það fellt sig við sumar skýringar en aðrar ekki. Stefnir í upptöku afla nokkurra fyrirtækja; í fyrstu atrennu verður fimm fyrir- tækjum sendur úrskurður um upptöku, en fleiri fylgja í kjölfarið síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.