Morgunblaðið - 08.08.1987, Side 23

Morgunblaðið - 08.08.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 23 1= Argentína: Verðbólga hin mesta í tvö ár Buenos Aires, Reuter. Framfærslukostnaður í Argentínu hækkaði um 10,1% í síðasta mánuði, en það er mesta hækkun frá því að ríkisstjórnin hóf efnahagsað- gerðir sínar fyrir tveimur árum. Er verðbólgan síðast- liðna 12 mánuði þvi orðin 116,6%. Þetta kom fram í nýútkominni hagskýrslu ríkisstjórnarinnar — að líkindum þeirri síðustu fyrir komandi þingkosningar, sem verða hinn 6. september. Luis Biansotto, leiðtogi stjóm- arandstöðunnar, sagði að þessar tölur myndu koma niður á at- kvæðamagni Róttæka flokksins, en fyrir honum fer forsætisráð- herrann, Raul Alfonsin. „Kjós- endur munu refsa stjómarflokkn- um fyrir vanhæfni þeirra til hagstjómar," sagði Biansotto. Stjómin hafði spáð 42% verð- bólgu í ár, en á fyrstu sjö mánuðunum einum reyndist hún vera 58,7%. Fyrir tveimur ámm hratt Alfonsin af stað leiftursókn gegn verðbólgu, semþá nam rúm- um 1.000% á ári. Aætlun þessi tókst að miklu leyti og er talið að sá árangur hafi valdið miklu um kosningasigur Róttæka flokksins árið 1985. í desember á síðastliðnu ári fór verðbólgan hins vegar aftur á stað og ekki talið að hún hjaðni í bráð. Járnbrauta- slys í Sov- étríkjunum Moskvu, Reuter. FARÞEGALEST og flutningalest rákust saman á fimmtudag við Kamenskaya nærri Don, að þvi er sagði í tilkynningu frá sovésku fréttastofunni Tass í gær. Þess var ekki getið hversu margir hefðu farist en menn þóttust greina að tala látinna kynni að vera há. í tilkynningu fréttastofunnar sagði að þegar hefði verið hafíð skipulegt hjálparstarf vegna ætt- ingja þeirra sem fórust. Sagði ennfremur að nefnd hefði verið skip- uð til að kanna orsakir slyssins og að sovéskir ráðamenn hefðu sent ættmennum hinna látnu samúðar- kveðjur. Þrátt fyrir yfírlýsta stefnu Mik- hails Gorbachev Sovétleiðtoga um fíjálsari miðlun upplýsinga hafa fáir sovéskir fréttamiðlar skýrt frá alvar- legum slysum_ sem orðið hafa undanfarið ár. í nóvember á síðasta ári rákust tvær járnbrautarlestir saman í Úkraínu og var tala látinna ekki tilgreind. Síðar kom í ljós að 41 maður hafði týnt lífí í slysinu. Vladimir Feltsman sést hér ásamt konu sinni og syni, þeim Ho- nor og Daníel. Feltsman leikur í Hvíta húsinu Washington, Reuter. RÚSSNESKI píanistinn, Vladim- ir Feltsman, sem fékk í fyrradag að flytja frá Sovétríkjunum eftir átta ára baráttu, mun halda tón- leika í Hvita húsinu hinn 27. september, að þvf er Marlin Fitz- water, blaðafuUtrúi þess, sagði i gær. „Við fögnum komu hins hæfileik- aríka listamanns, Vladimirs Felts- man, til Vesturlanda," sagði Fitzwater. „Reagan-hjónin hafa boðið Feltsman að halda fyrstu tón- leika sína eftir komuna til Banda- rfkjanna ( Hvita húsinu og hann þekktist boðið." Feltsman, sem er 35 ára gamall, fékk loks faraleyfí frá Sovétríkjun- um eftir (trekaðar óskir Bandaríkja- stjómar þar af lútandi. Hann flaug frá Moskvu til Vínar í fyrradag. Filippseyjar: Ótryggara ástand nú en leiddi til herlaga Marcosar Mauila, Reuter. RAFAEL Deto, varnarmálaráðherra Filippseyja, lýsti yfir því i gær að meira ójafnvægi rikti á Filippseyjum um þessar mundir en þegar Ferdinand Marcos, fyrrum forseti, setti herlög árið 1972 til þess að draga úr ofbeldi og glæpum. Á sunnudag var ráðherra í stjóm Corazon Aquino skotinn til bana og morðingjasveitir kommúnista hafa myrt um 50 lögregluþjóna í höfuðborginni Manila á þessu ári. 1 dagblöðum hefur verið greint frá því að nöfn háttsettra herforingja og embættismanna stjómarinnar séu á listum yfír þá, sem uppreisn- armenn vilja feiga. „Árið 1972 voru ekki jafn váleg- I ar blikur á lofti og nú. Ástandið er verra," sagði Ileto í viðtali. Lögregla leitar nú vísbendinga um morðingja Jamies Ferrer, sem fór með héraðsstjómarmál í ráðu- neyti Aquinos. Ferrer og bílstjóri hans voru skotnir til bana fyrir utan heimili ráðherrans. Ileto sagði að ekki væri ljóst hvort hægri eða vinstri menn stæðu að baki morð- inu. Ileto hefur verið vamarmálaráð- herra frá því að Aquino rak Juan Ponce Enrile úr embætti í nóvem- ber. Enrile var bendlaður við ráðabrugg um að fremja valdarán á Filippseyjum. Sagði Ileto að bæði her og lögreglu vantaði fé' frá stjóminni og lífsnauðsynlegan stuðning fólksins. „Við erum í meiri hættu nú en 1972. Engu að síður er framlag stjómvalda til lögreglu og hers minna en þá,“ sagði hann. 7,2 pró- sentum af flárlögum er veitt til hers og lögreglu, en árið 1973, árið eftir að herlögin tóku gildi, var 22 prósentum flárlaga varið til þeirra mála. Hringormarair eins og þeir birtust vestur-þýskum sjónvarpsáhorfendum á skjánum. Danmörk: Gæðavottorð með öllum fiski til V-Þýskalands Vestur-þýskur f iskiðnaður hefur orðið verst úti í ormaf árinu Kaupmannahöfn, frá NJ.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsine. LARS Gammelsgárd, sjávarútvegsráðherra Dana, hefur sfðustu daga átt viðræður í Bonn við fulltrúa vestur-þýska heilbrigðisráðuneytisins og sagði hann að þeim lokniun, að innan skamms gætu danskir fiskút- flytjendur flutt sinn fisk til Vestur-Þýskalands án þeirra tafa, sem ormafárið hefur valdið að undanförnu. í dönskum fjölmiðlum er það haft eftir Gammelgárd, að Vestur-Þjóð- verjar hafí viðurkennt, að engin ástæða væri fyrir auknu eftirliti á landamærunum en hins vegar ætla þeir að setja strangari reglur en nú gilda um verkun og meðhöndlun fisksins. Dönskum fiski, sem fluttur er til Vestur-Þýskalands, verður þá að fylgja vottorð frá danska ríkis- fískmatinu. „Við erum mjög sáttir við það vegna þess, að við vitum, að danskur fiskur er gæðavara," sagði Gam- melgárd og bætti því við, að ormafár- ið mætti rekja til þess, að Vestur- Þjóðveijar hefðu sjálfir ekki haft nógu góðar og skýrar reglur um meðhöndlun físksins. Gæðavottorð verða einnig að fylgja fiski frá öðrum iöndum og sagði Gammelgárd, að það ætti að geta bætt samkeppnisstöðu Dana því að þeir gæfu nú þegar út slík vottorð. Vestur-þýskur fiskiðnaður hefur orðið fyrir gífurlegu tjóni af völdum sjónvarpskvikmyndarinnar um orma í físki en í henni var því haldið fram, að þeir stöfuðu af mikilli mengun í Norðursjó. í mörgum stórverslunum hefur verið hætt að selja ferskan fisk og á fiskmörkuðunum er ástandið þannig, að úrvalsmatfiskur er seldur í dýrafóður. í fréttum DPA-frétta- stofunnar segir, að vestur-þýskir neytendur líti nú ekki við ferskum físki og skipti einu hvaðan hann komi. Danski sjávarútvegsráðherrann segir, að vestur-þýska heilbrigðis- ráðuneytið hafí byijað á því að amast við innflutningi dansks og hollensks físks en nú hafi vopnin snúist í hönd- unufri á því og valdið þýsku efna- hagslifi miklum skaða. Væri það enda skrýtið ef fleiri ormar fyndust ( hol- lenskum og dönskum fiski en þeim físki, sem Vestur-Þjóðveijar veiða á sömu miðum. Agætu viðskiptavinir iMýja símanúmerið okkarer 651822 Nýttsfmkerfi-aukin þjónusta! SÁPUGERDIN Æ mm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.