Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 ÍÞRÓTTAGETRAUN MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðiö/BAR Verðlaunahafar íþróttagetraun Morgunblaðsins var í þremur hlutum og voru veitt þrenn verð- laun hveiju sinni. A efri myndinni eru verðlaunahafar ( þriðja og síðasta hluta ásamt Sverri Þór Viðarssyni, sem er lengst til vinstri, en hann var einn af þeim heppnu (júnt-getrauninni. Við hlið hans situr Kjartan Sigurbjartsson, þá Þórarinn Ólafsson og loks Þórarinn Jóhannsson. Á neðri myndinni eru þremenn- ingamir, sem fóru til London í gær. Frá vinstri Sigurður, Þórarinn og Haukur. Þremenningamir til London í Verðlaun afhent fyrir þriðja hluta ÞREMENNINGARNIR sem sigruðu í íþróttagetraun Morg- unblaðsins í maí, júní og júlí, héldu til London í gœr og verða meðal áhorfenda á Wembley- leikvanginum í dag þar sem „heimsliðið" mætir úrvali úr ensku 1. deildinni í tilefni 100 ára afmœlis ensku deildar- keppninnar. eir sem fóru utan eru Sigurður Samúelsson, 13 ára frá Ísafírði, en hann sigraði í maí-hluta getraunarinnar, Haukur Harðar- son, 12 ára úr Biskupstungum, sem sigraði í júní-hlutanum, ogÞórarinn Jóhannsson, 15 ára frá Eyrar- bakka, sem var sá heppni í júlí-hluta getraunarinnar. Áður en strákamir fóru voru verð- laun fyrir þriðja hluta getraunarinn- ar afhent. Þau hlutu auk Þórarins Kjartan Sigurbjartsson 12 ára úr Reylcjavík og Þórarinn Ólafsson 13 ára einnig úr Reykjavík. Þá fékk Sverrir Þór Viðarsson 10 ára Reyk- víkingur viðurkenningu fyrir júní- 'getraunina, en hann var fjarver- andi, þegar verðlaunin fyrir annan hlutann voru veitt. Sem fyrr fengu allir Morgunblaðsklukku, Morgun- blaðsbol, íþróttagalla frá Henson og íþróttatösku. AFLRAUNIR Hver er sterkasti maður íslands? Keppt um titilinn í gamla í DAG verður keppt um titilinn „Sterkasti maður íslands 1987“ í gamla miðbænum í Reykjavík og hefst keppnin með trukkadrætti við alþingis- húsið klukkan 10. etta er í annað sinn, sem keppnin er haldin, en hún fór fyrst fram 1985. Allir mestu afl- raunamenn iandsins verða meðal keppenda og hafa þeir lofað §ör- ugri og skemmtilegri keppni. Á meðal þátttakenda verða Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður heims, Hjalti Ámason, Torfí Ólafsson, heimsmeistari unglinga í kraftlyft- ingum, Magnús Ver Magnússon, Flosi Jónsson, Magnús H. Hauks- son, sem er þekktur júdómaður, og loks Njáll Torfason, sem er frá miðbæ Reykjavíkur í dag Tálknafirði og er óþekkt nafn í afl- raunum. Keppt verður í sjö greinum; fyrst í tmkkadrætti fyrir framan Alþingis- húsið, síðan draga kappamir bfl upp Bankastræti, þá rafgeymalyfta við pósthúsið í Áusturstræti. Að henni lokinni fara jötnamir út á Austur- völl og jafnhenda tijástofnum og loks lýkur keppninni í Hljómskála- garðinum með bflveltu og bobbinga- hleðslu, en lokaatriðið verður að henda 25 kg lóði yfír rá. Garpamir koma vel undirbúnir og lét Hjalti „Úrsus" hafa eftir sér að Jón Páll myndi ekki sigra áreynslu- laust. „Það verður erfitt að sigra Jón Pál, en ég ætla að sjá til þess að hann sigrar ekki auðveldlega og ég geri hvað ég get til að stöðva hann,“ sagði Hjalti. TekiA á í trukkadrætti Morgunblaöið/Bjami Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.