Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Viðskiptafræðingar Fræðslustörf, stjórnun og umsjón starfs- þjálfunar, skipulagsstörf o.þ.h. við Sam- vinnuskólann á Bifröst eru laus til umsóknar. Viðskiptafræðimenntun eða önnur sambæri- leg menntun og reynsla áskilin. Mjög góð launakjör, mikil tengsl við atvinnu- lífið, atvinnumöguleikar fyrir maka og fjöl- skylduíbúð á Bifröst fylgja starfi. Umsókn sendist skólastjóra Samvinnuskól- ans á Bifröst og hann veitir upplýsingar í síma 93-50001. Samvinnuskólinn. Æ^JKennarar Kennara vantar að Grunnskólanum í Ólafsvík næsta skólaár. Kennslugreinar: Stærðfræði, raungreinar, íþróttir. Góð vinnuaðstaða. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar veita Gunnar Hjartarson, skóla- stjóri, í síma 93-61293 og Jenný Guðmunds- dóttir, formaður skólanefndar, í síma 93-61133. Heildverslun óskar eftir að ráða mann til aðstoðar á lager og annara tilfallandi starfa. Æskilegur byrjun- artími 1. sept. nk. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Lager — 6061“ fyrir 13. ágúst nk. Atvinna Óskum eftir að ráða 2-3 duglega menn til starfa í hreinlega vinnu. Einnig vantar okkur mann með rútupróf sem gæti einnig unnið við bílaviðgerðir. Umsóknum er greini aldur og fyrri störf skal skila til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 11. ágúst merktar: „PÁ — 4083“. Sólheimar í Grímsnesi óska eftir að ráða starfsfólk til starfa strax eða í haust. Um er að ræða störf er fela í sér umsjón með vistmönnum á heimiliseiningum. Nánari uppýsingar gefur aðstoðarforstöðu- maður í síma 99-6430. Fóstrur Okkur á Foldaborg vantar fóstrur og/eða starfsstúlkur í hálfar og heilar stöður. Foldaborg er nýtt þriggja deilda dagvistar- heimili í mótun. Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur að uppbyggingu uppeldisstarfsins, hafðu þá samband við Guðbjörgu eða Ingibjörgu í síma 673138. íþróttakennarar íþróttakennara vantar að Hrafnagilsskóla, Eyjafirði. Skólinn er heimavistarskóli með um 80 nem- endur, 9 km sunnan Akureyrar. íbúð á staðnum. Upplýsingar gefa Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, formaður skólanefndar, í síma 96-31227 og Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri, í síma 96-31230. Blaðberar óskast Óskum eftir blaðberum víðs vegar í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi meðal annars til sumarafleysinga. Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu. Tækjastjóri Viljum ráða vanan ýtustjóra á stóra ýtu. Mik- il vinna framundan. Aðeins vanur maður kemur til greina. Upplýsingar á Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 671210. Gunnarog Guðmundursf., Krókhálsi 1, 110 Reykjavík. Kennarar — kennarar Kennara vantar við grunnskólann í Stykkis- hólmi. Kennsla yngri barna. Ódýrt húsnæði í boði. Upplýsingar veitir yfirkennari Gunnar Svan- laugsson í síma heima 93-81376, vinna 93-81304 og formaður skólanefndar, Ríkharður Hrafnkelsson í síma heima 93-81449 og vinna 93-81225. Hafnarfjörður Víðivellir: Starfsmaður óskast strax á dag- heimilið Víðivelli. Heilsdagsstarf. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, for- stöðumaður í símum 52004 og 53599. Arnarberg: Fóstra og aðstoðarfólk óskast strax á leikskólann Arnarberg. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma 53444, í Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Norðurberg: Starfsmaður óskast strax á leik- skólann Norðurberg. Vinnutími eftir hádegi. Upplýsingar um starfið gefur María Þorgrímsdóttir, forstöðumaður í síma 53484. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Kjötdeild Miklagarðs Óskum eftir að ráða starfsfólk til afgreiðslu- starfa í kjötdeild okkar. Um er að ræða heils-, hálfsdags- og hluta- störf. Einnig starfsmann vanan kjötskurði. Matvörudeild Miklagarðs Óskum eftir að ráða starfsfólk í matvöru- deild okkar. Um er að ræða heils- eða hálfdagsstörf. Snyrtivörudeild Miklagarðs Óskum eftir að ráða snyrtifræðing eða starfs- mann vanan afgreiðslu á snyrtivörum í snyrtivörudeild okkar. Um er að ræða starf eftir hádegi. Afgreiðslukassar Miklagarðs Óskum eftir að ráða starfsfólk á afgreiðslu- kassa okkar. Um er að ræða heils- og hálfsdagsstörf. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Mikla- garðs, Holtagörðum, í síma 83811. Mötuneyti Miklagarðs Óskum eftir að ráða starfsfólk í mötuneyti okkar. Um er að ræða heilsdagsstarf. A1IKLIG4RDUR MARKADUR VID SUND Kennarar Þá er að taka ákvörðun. í Grundarfirði á Snæfellsnesi er grunnskóli Eyrarsveitar. Þangað vantar enn nokkra kennara. Um er að ræða almenna bekkjakennslu, kennslu í raungreinum, heimilisfræði og tónmennt. Jafnframt er laus til umsóknar staða yfirkenn- ara við skólann. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 93-86802 f.h. Skólanefnd. Vélstjórar Vélstjóra með full réttindi, VF1, vantar á bv. Má S.H. 127. Upplýsingar gefur Garðar í síma 93-61440, heimasími 93-61485 og um borð í skipinu í síma 985-21278. Forstöðumaður sundlaugar Laust er til umsóknar starf forstöðumanns sundlaugarinnar í Laugarskarði, Hveragerði. Verksvið: Gerð áætlana í samráði við sundlaug- arnefnd og bæjarstjóra, annast síðan daglegan rekstur og einnig allt minniháttar viðhald. Leitað er að: Laghentum manni sem vill taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu sundlaug- ar í Laugarskarði og gera veg hennar sem mestan, (æskilegt er að viðkomandi sé íþróttakennari en þó ekki skilyrði). Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 1987 en þó er hægt að bíða lengur eftir réttum manni. Launakjör skv. kjarasamningum FOSS og launanefndar Samb. ísl. sveitarfélaga. Umsóknir sendist bæjarstjóranum í Hvera- gerði, Hverahlíð 24, fyrir 18. ágúst og gefur hann einnig nánari upplýsingar. grunn- skóla Njarðvíkur Laus er staða kennara við grunnskóla Njarðvíkur næsta skólaár. Óskað er eftir kennara í raungreinum en annað kemur þó til greina. Skólinn er aðeins í 40 km fjarlægð frá Reykjavík og er þægilegt að fara á milli dag- lega. Fargjöld verða greidd. UpplýsingarveitirGylfi Guðmundsson, skóla- stjóri í síma 92-14380 (hs.) eða í skóla í síma 92-14399. Skólastjóri. Útsölumarkaður Óskum eftir að ráða fólk til starfa á útsölu- markaði hið allra fyrsta og fram í miðjan september: 1. Starfsmann til að hafa yfirumsjón með rekstri markaðarins. Einhver reynsla í verslunarstörfum æskileg. 2. Starfsmann til almennra afgreiðslustarfa. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Útsala — 6060“ fyrir 12. ágúst nk. Stýrimaður 1. stýrimann vantar á 270 lesta bát sem gerður er út frá Húsavík á úthafsrækjuveiðar. Þarf að geta hafið störf 20. ágúst nk. Upplýsingar í símum 96-42045 og 96-42046.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.