Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 27 ísvalds hvort hjónum hafí verið leiðbeint nægilega, kemur hinn sami sýslu- maður, eða undirmaður hans, og kveður upp dóm — sker úr um rétt- mæti sinna eigin athafna. Sem fulltrúi framkvæmdarvaldsins sér sýslumaður um innheimtu opin- berra gjalda . . . Hafí hinar hörðu innheimtuaðgerðir einhvetja laga- lega eftirmála, þá skiptir valdsins maður einfaldlega um hlutverk. Rukkarinn sest í dómarasæti og sker úr um málið. Til að kóróna þetta allt hefur dómarinn fjárhags- lega hagsmuni af innheimtunni. Dómsvaldið er á prósentum hjá framkvæmdarvaldinu... “ í forystu- grein sama blaðs er dómsmálaráð- herra hvattur til að beita sér fyrir fullum aðskilnaði framkvæmdar- valds og dómsvalds og klykkt út með þessum orðum: „Þann ásetning mega gírugir sýslumenn ekki teíja." Að víkja úr dómarasæti Það getur tæpast verið til of mikils mælzt, að þeir, sem flalla á opinberum vettvangi um jafnþýð- ingarmikið mál og stjómskipun landsins, hafí til að bera nokkra lágmarksþekkingu — og ekki myndi sanngimi skaða. í íslenzkri réttar- farslöggjöf er beinlínis gengið út frá því, að dómari víki úr dómara- sæti í máli, ef hann er aðili máls eða fýrirsvarsmaður aðila eða með öðram hætti svo tengdur máli per- sónulega, hvort heldur er fjárhags- lega eða siðferðilega, að hætta sé á, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavexti. Það kemur þannig ekki til, að sýslumaður kveði með dómi á um réttmæti eigin athafna, hvorki f skilnaðarmáli né málum, er rísa vegna ágreinings um aðger- ir hans sem innheimtumanns ríkis- sjóðs. Skyldi það henda einhvem sýslumann eða bæjarfógeta að sitja áfram í dómarasæti vð slíkar að- stæður, myndi Hæstiréttur vafa- laust ómerkja alla málsmeðferðina frá upphafi. í sakamálum gegnir öðra, eins og þegar er fram komið og alkunnugt er, þar sem sami að- ili hefur á hendi rannsóknarvald og dómsvald. Það er hinn raunveralegi vandi, sem við er að fást í þessum efnum. Fjárhagslegfir hags- munir ráða ekki Þá má minnast þess, að á arinu 1984 var með lögum ákveðið, að Kjaradómur skyldi ákvarða laun sýslumanna og bæjarfógeta. í úr- skurðum Kjaradóms hefur verið gengið út frá þvf, að innheimtu- og uppboðslaun þeirra féllu þá niður. í lögunum var að vísu ákvæði til bráðabirgða þess efíiis, að sýslu- menn, bæjarfógetar og aðrir uppboðshaldarar skyldu, á meðan þeir sætu í því embætti, sem þeir þá voru skipaðir í, eiga rétt á, ef þeir óskuðu þess, að halda áfram ótavant Tælga- og frystiklefi. 596 hús- anna voru til fyrirmyndar að þvf er varðaði tækja- og frystiklefa, 42,5% í lagi, 5096 gölluð, 2,596 slæm, en engin óhæf. Umbúðageymsia. 13% húsanna vora til fyrirmyndar að því er um- búðageymslu varðaði, 43,6% í lagi, 23,9% gölluð, 13% slæmt og 6,6% óhæf. Búningsherbergi. 8,5% hús-anna reyndust vera f lagi að ví er varðaði búningsherbergi. 29,8% vora f lagi, 34,1% gölluð, 25,6% slæm og 2,1 óhæf. Kaffistofa. 55,3% húsanna reynd- ust vera til fyrirmyndar að því er sömu lögkjöram og þeir nutu við gildistöku laganna, þó ekki lengur en til ársloka 1990. FVá árinu 1984 hafa nokkrir nýir sýslumenn og bæjarfógetar tekið við störfum og þiggja laun eftir ákvörðun Kjara- dóms, auk þess sem sumir hinna eldri hafa ekki óskað eftir því að halda fyrri lögkjöram, þ. á m. sá, sem þetta ritar. Það er raunar löngu tímabært, að fjölmiðlar leiti upplýs- inga um það, hvemig skipting sýslumanna er milli eldra og nýrra iaunakerfis, þótt ekki væri nema til þess að komast hjá haldlausum alhæfingum. Hvemig sem launa- kjöram sýslumanna og bæjarfógeta er annars háttað, er það hins vegar rakalaus fásinna, þegar til dæmis litið er til réttarfarslöggjafar, að „dómsvaldið sé á prósentum hjá framkvæmdarvaldinu". Slíkar full- yrðingar era vitaskuld ekki svara- verðar, en þó verður ekki hjá því komizt að leiðrétta svo háskalegan misskilning, ef einhver skyldi halda, að sú væri raunin. Sýslumenn styðja réttarbætur Það er ljóst, að það er tímabært og nauðsynlegt að stíga nú að fullu skrefið til algers aðskilnaðar dóms- valds og framkvæmdarvalds hér á landi, m.a. til þess að allir lands- menn búi við sams konar réttarfar. Um það ætti að geta náðst full samstaða, enda á dómsvaldið mikið undir því, að trúnaður þess sé haf- inn yfír vafa og gagnrýni. Hitt er annað, að það verður að draga í efa, að almenningi finnist svo mjög að sér kreppt og réttur sinn svo aðþrengdur við núverandi skipan, sem sumir vilja vera láta. Því má ekki heldur gleyma, að menn hafa ævinlega getað leitað til Hæstarétt- ar, ef þeim hefur þótt gæta óhlut- drægni í málsmeðferð sýslumanna og bæjarfógeta í hlutverki bæði lög- reglustjóra og dómara. Þann rétt má ekki vanmeta né þá fullnægju réttlætis, sem menn geta þrátt fyr- ir allt náð fram. Á hinn bóginn skilja sýslumenn og bæjarfógetar ef til vill öðram betur, hversu vand- meðfarið það vald er, sem þeim er fengið, og þröngur vegur milli rétt- látrar samhæfíngar lögregluvalds og dómsvalds. Sýslumenn hafa ver- ið umboðsmenn ríkisvaldsins í sjö aldir, en einungis farið með dóm- störf í þijár þeirra. Aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdarvalds að nýju felur ekki í sér endalok sýslumannsembætta. Þau eiga þvert á móti fullt erindi í nútíman- um, þar sem þeim verði fundinn réttur farvegur með breyttri starfs- skipan. Til slíks era margir kostir, sem ekki verður flallað um hér. En víst er um það, að ekki munu sýslu- menn og bæjarfógetar standa í vegi réttarbótum á þessu sviði, enda hafa þeir engra hagsmuna að gæta af því að halda f núverandi skipan, hvorki flárhagsiegra né annarra. Þeir munu þvert á móti leggja sitt af mörkum til þess að hinar biýnu umbætur megi verða með þeim hætti, að til sem mestra heilla horfí. Að slíku marki ættu allar umræður og aðgerðir að hnfga. Höfundur er bæjurfógeti á ísa- firði og sýslumaður ílsafjarðar- sýslu. varðaði kaffístofur, 36,2% f lagi, 6,4% gölluð, engin slæm og 2,1% óhæf. Salernissvæði. 16,3% húsanna reyndust vera til fyrirmyndar að því er varðaði salemissvæði. 32,6% f lagi, 44,1% gölluð, 4,7% slæm og 2,3% óhæf. Útbúnaður og ástand starfs- fólks. 11,6% húsanna reyndust vera til fyrirmyndar að þvf er varðaði út- búnað starfsfólks og ástand, 48,9% í lagi, 27,9% gölluð, 9,3% slæm og 2,3% óhæf. Notkun dagbókar. 28,3% hús- anna reyndust vera til fyrirmyndar að því er varðaði notkun dagbókar, 41,3% f lagi, 19,6% gölluð, 8,6% slæm og 2,2% óhæf. Hreinlætisaðgerðir. 16,3% hús- anna reyndust vera til fyrirmyndar að því er varðaði hreinlætisaðgerðir, 55,8% l lagi, 13,9% gölluð, 9,3% slæm og 4,7% óhæf. AF ERLENDUM VETTVANGI Ítalía: Er farið að hilla uiidir viiistristjóni? STRÍÐINU á milli kristilegra demókrata og sósialista á ítaliu hefur nú slotað í bili og má segja, að þeir fyrr- nefndu hafi sigrað á stigum. Eftir kosningarnar í vor neitaði Bettino Craxi, leiðtogi sósíalista, að taka sæti í nýrri stjórn undir forystu kristilegra demókrata en féllst loksins á, að flokkur hans tæki þátt í stjóminni þótt hann færi ekki sjálfur með ráðherraembætti. egna endurreisnar sömu fímm flokka stjómarinnar, kristilegra demókrata, sósía- lista, frjálslyndra, repúblikana og sósíaldemókrata, er hætt við, að það fari fran hjá mönn- um, að ítalir standa nú á þröskuldi mestu breytinga í sögu sinni eftir stríð: Hugsan- legrar vinstristjómar, sem aftur hefði það í för með sér, að kristilegir demókratar yrðu utan stjómar í fyrsta sinn. Trúlega verða menn að bíða tíðinda af þessu þar til næstu kosningar eru um garð gengn- ar en í þessa átt stefna stjóm- málin á Ítalíu nú um stundir. Mörgum og einkum útlend- ingum fannst lítið koma til breytinganna í síðustu kosn- ingum, kristilegir bættu við sig 1,4% og sósíalistar 2,9%, en samt sem áður urðu þá nokkur straumhvörf. Giorgio La Malfa úr Repúblikanaflokknum og líklegur formaður hans innan tíðar orðaði það þannig: „Só- síalistar em nú komnir hálfa leiðina að kristilegum demókr- ötum og kommúnistum og kommúnisar em nú miðja vegu milli sljómarandstöðu og stjómar." Craxi hefur það langtíma- markmið að búa í haginn fyrir vinstristjóm og í kosningabar- áttunni í vor gætti hann þess að tala ekki mjög illa um kom- múnista. Viðræða tveggja upprennandi manna í flokkun- um báðum, Kommúnista- flokknum og Sósíalistaflokkn- um, sem birtist í vikublaðinu L’Espresso, var ástarjátningu líkust og báðir sögðust vilja stofnun eins stórs flokks á vinstrivængnum. Craxi flýtti sér að kveða nið- ur allar sameiningarhugmyndir í bráð en eftir sem áður er það stefna hans að fylkja saman ítölskum vinstrimönnum en undir forystu hans sjálfs. Þing- kosningamar styrktu stöðu hans og með 14,3% atkvæða á bak við sig er hann nú farinn að bera víumar í sósíaldemó- krata, róttæka og græningja (hver um sig með um 3% at- kvæða) og hvetja þá til að taka höndum saman undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Saman- lagt fylgi slíkrar samsteypu yrði um 23% og þótt kommún- istar hafi 26% yrðu þeir enginn allsráðandi stóri bróðir i hugs- anlegri vinstrisljóm. Á rúmum tíu ámm hefur Giovanni Goria Bettino Craxi fylgi kommúnistaflokksins hrapað úr 34,4% í 26,6% og er hann því ekki aðeins álit- legri samstarfsflokkur í augum Craxis, heldur ekki eins her- skár og fyrr. f skoðanakönnun- um, sem gerðar voru eftir kosningar, kom fram, að.fylgi kommúnista meðal ungs fólks á aldrinum 18-20 var 5% minna en meðal kjósenda almennt og 10% minna en kristilegra demókrata. Ollu þessar niður- stöður strax miklum hræring- um innan kommúnistaflokks- ins en þótt Occhetto, sem löngum hefur verið talinn kred- dufastur í meira lagi, virðist hafa borið sigurorð af frjáls- ljmdari keppinaut sínum, Giorgio Napolitano, hefur hann komið mönnum á óvart með því að gefa í skyn, að hann sé umbótamaður eftir allt saman. Þótt sósíalista og kommún- ista kunni að langa til að starfa saman hafa þeir ekki til þess þingstyrk og því yrðu þeir að reiða sig á stuðning alls kyns smáflokka, sem sumir eru til vinstri við kommúnista og aðr- ir til hægri við sósíalista. Hvorki leiðtogi sósíaldemó- krata né repúblikana útilokar slíkt samstarf og það virðist ekki vefjast fyrir mönnum hvort kommúnistar geti farið að lýðræðislegu lögum, heldur hvort nafnið sjálft og stefna þeirra í efnahagsmálum muni hræða fjárfestendur og banda- menn ítala í Nato. í síðasta mánuði gerði De Mita, leiðtogi Kristilega demó- krataflokksins, Craxi tvo kosti; annaðhvort myndaði hann vinstristjóm eða sætti sig við, að næsti forsætisráðherra yrði kristilegur demókrati. Craxi neitaði að samþykkja De Mita f embættið en féllst á, að Gio- vanni Goria skipaði það. Hér var trúlega um að ræða tækni- legt undanhald og búist er við, að Craxi, sem á ekki sæti í stjóminni og getur því einbeitt sér að flokkspólitíkinni, muni bíða hentugs færis til að slíta sjómarsamstarfínu. Fáir eiga von á, að Goria og stjóm hans endist lengur en fram á næsta vor en það er hollara fyrir Craxi að hrapa ekki að neinu. Ef hann fellir stjómina of fljótt er hætt við, að frammámenn í atvinnulífínu taki það óstinnt upp enda hamra þeir jafnan á, að ítalir þurfí styrka og stöðuga stjóm lfka þeirri, sem Craxi sjálfur veitti forstöðu í hálft fjórða ár. í efnahagsmálunum em ýmsar blikur á lofti og jafnvel horfur á, að fjárlagahallinn geti numið 13% af þjóðarfram- leiðslu. Ef Craxi gefur Goria ekki tíma til að takast á við þessi vandamál er eins vfst, að hann glati einhveiju af þeim vinsældum, sem hann hefur öðlast sl. fjögur ár. Á hausti komanda bíður stjómarinnar erfítt mál, þjóðaratkvæða- greiðsla um framtfð kjamorku- vinnslunnar, og em kristilegir demókratar hlynntir henni en sósíalistar andvígir. Komist Goria með heilli há frá henni má búast við, að hann geti verið við völd í tvö eða þijú ár en að þeim tíma loknum er líklegt, að Craxi geri kröfu til forsætisráðherraembættisins — og hóti að öðmm kosti að mynda stjóm með kommúnist- um eða með stuðningi þeirra. Ef Craxi verður ekkert ágengt bíða ítala aðeins snemmbærar kosningar einu sinni enn. Kristilegir demó- kratar segjast vissir um að sigra f kosningum þar sem slagurinn stæði milli þeirra og flokka, sem stefna að vinstri- stjóm, en ítölskum kjósendum kynni að fínnast tími til kominn eftir 40 ár að reyna eitthvað nýtt — ekki síst undir forystu jafíi reynds manns og Craxis. Heimild: The Economist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.