Morgunblaðið - 08.08.1987, Side 31

Morgunblaðið - 08.08.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 31 * Héðinn Sveinn As- grímsson- minning Fæddur 24. mars 1930 Dáinn 28. júlí 1987 Þegar ég flutti til Sauðárkróks fyrir hartnær 30 árum leið ekki á löngu þar til leið mín lá inn í athygl- isverðan og merkilegan félagsskap; kirkjukór Sauðárkróks. Þaðan á ég margar minningar sern seint fym- ast, t.d. frá söngæfingum heima hjá Eyþóri og Sissu svo og ýmsum eftirminnilegum atvikum og stund- um í kirkju og utan. Innan kirkju- kórsins myndaðist sérstætt og náið samband þess fólks sem þama kom við sögu. Ljúfsárar og áleitnar minningar sækja nú á, því að á örfáum mánuðum hafa þijú af þeim sem þennan hóp fylltu á þessum tíma, horfið til landsins handan móðunnar miklu. Þær Guðrún Ey- þórs og Siddý létust nú í vor og svo féll Héðinn frá við vinnu sfna, skyndilega og óvænt, þ. 28. júlí. Héðinn var fæddur þ. 24. mars 1930 að Mallandi á Skaga. Bama- skólanám mun hann hafa stundað að þeirra tíma hætti en 1950 út- skrifaðist hapn frá Iðnskóla. Sauðárkróks. Árin þar á eftir var hann við ýmis störf, þ. á m. um tíma mjólkurbflstjóri í Hegranesinu. 1957 hóf hann verklegt nám í hús- asmíði hjá frænda sínum Sveini Ásmundssyni frá Ásbúðum á Skaga. Hafði Sveinn þá á hendi byggingu Sjúkrahússins á Sauðár- króki. Um jólin 1959 kvæntist Héðinn Hjörtínu Steinþórsdóttur frá Þverá í Blönduhlíð. Þau eignuð- ust þijá syni: Steinþór f. 1. ágúst 1959, kvæntur Rögnu Sigurðard- óttur frá Stóm-Ökmm í Blönduhlíð. Eiga þau tvö böm; Baldur f. 5. fe- brúar 1963. Unnusta hans er Ingibjörg Briem, en þau em búsett í Reykjavík; Stefán er í foreldrahús- um, f. 20. ágúst 1968. Héðinn og Hjörtína byggðu sér fallegt ein- býlishús á Hólavegi 35. Einkenndist það og umhverfí þess af góðri um- hirðu og natni. Þangað fluttu þau í janúar 1963. Héðinn var hár vexti, myndarleg- ur, með yfirvegað og hæglátt fas, en flutti þannig persónu að eftir var tekið. Hann var í mörgu eftir- minnilegur maður. Ekki fyrir að vera áberandi eða afgerandi í opin- bem lífí — heldur kannske þvert á móti. Hann var hlédrægur, einstak- lega háttvís og afskiptalaus um annarra hagi. Vakti traust og tiltrú við fyrstu kynni, en var seintekinn og flíkaði ekki skoðunum sínum. En við nánari kynni komu í ljós fastar og mótaðar skoðanir á mönn- um og málefnum. Hann var einn af eigendum og starfsmönnum Byggingarfélagsins Hlyns og á vettvangi þess fyrirtækis má segja að hans lífsstarf hafi legið. í vinnu hans komu glöggt fram þau ein- kenni sem stýrðu skapgerð hans; fágæt eljusemi og dugnaður. Vott um þessa eiginleika hans bera fjöl- margar byggingar hér á Sauðár- króki og víðar. Má þar sem dæmi nefna sjúkrahúsið og aðrar bygg- ingar því tengdar. Við þær allar vann hann meira og minna á öllum byggingarstigum og einnig mikið viðhaldsvinnu. Þar er afburða góður frágangur á öllu handverki til vitn- is, þó að sjálfsögðu hafi þar komið fleiri við sögu. Hann var þekktur á sínum vinnustað fyrir að láta ekk- ert svo frá sér fara að hægt væri að því að fínna. Annað féll ekki að lífsstíl hans og skapgerð. Þrátt fyrir alla hlédrægni og hógværð var Héðinn hinn skemmti- legasti viðræðu, greindur, víðlesinn og fróður. Og gat verið manna orð- heppnastur og fyndnastur ef því var að skipta. Tæpast er á því vafí að fyrir utan fjölskylduna, starfíð og hið daglega líf átti tónlistin og söngur- inn hvað ríkastan þátt í fari Héðins. Auk þátttöku sinnar í kirkjukóm- um, sem fyrr er nefnd tók hann þátt í öðru kóra- og söngstarfi; hafði unun af því að hlusta á tón- list, ekki sízt kóra og annan söng. Ég hygg að ekki hafi margir dagamir liðið svo að hann settist ekki við orgelið sitt og spilaði. Ein- hvem tíma lét hann þess getið við mig að sálmasöngbókin væri sú bók sem hann handfjatlaði hvað oftast. Hún mun hafa verið honum kær bókin sú. Hann var framúrskarandi músíkalskur og tónviss. Og það munu ekki hafa verið margar mess- umar eða aðrar athafnir í Sauðár- krókskirkju sl. 30 ár að Héðinn væri ekki á sínum stað á söngloft- inu. Sem fyrr segir lágu leiðir okkar fyrst saman í kirkjukómum. Fljótt þar á eftir hófum við byggingu íbúð- Meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni á Kjarvalsstöðum er finnski innanhúsarkitektinn Yijö Kukkapuro, einingastóll 1969, framleið- andi Averte oy, Helsinki. Kjarvalsstaðir: Norrænu hönnunar- sýningunni að ljúka NORRÆNU hönnunarsýning- unni, sem kennd er við Frederik Lunning og staðið hefur yfir á Kjarvalsstöðum lýkur nú um helgina. A sýningunni em verk fjörutíu Norrænna hönnuða, en þeir hafa allir staðið í fremstu röð, hver í sínu heimalandi, undanfama áratugi. Sýningin er einskonar sögulegt yfír- lit yfír tímabilið frá 1950, en einnig em í henni sýnishom af nýrri verk- um þessara hönnuða. Það var árið 1951 sem Frederik Lunning eigandi Georg Jensen í New York setti á stofn sjóð í því skyni að veita efni- legum Norrænum hönnuðum viðurkenningu. Viðurkenningin var veitt til ársins 1970, en þá var fyrir- tæki Lunnings selt að honum látnum. Eins og áður segir lýkur þessari sýningu nú um helgina. Ellen í Heita pottinum ELLEN Kristjánsdóttir söng- kona heldur tónleika í Heita pottinum í Duus-húsi sunnudags- kvöldið 9. ágúst. Með Ellen leika Mezzoforte- mennimir Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson auk saxófónleikarans Stefáns Stefáns- sonar. Á efnisskrá tónleikanna verður jass- og blues-tónlist úr ýmsum áttum, fmmsamin jafnt sem gömul. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. Fyrirlestur um enska lands- lagsmálara BRESKI listfræðingurinn Julian Freeman heldur fyrirlestur í Norræna húsinu mánudags- kvöldið 10. ágúst kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir hann „A sense of place in English landscape 1910-1980“. í fyrirlestrinum fjallar hann um ensku listmálarana Nash, Nichol- son, Piper, Sutherland og fleiri. Julian Freeman veitir forstöðu myndlistarsýningum „Brighton Polytechnic Gallery" í Brighton, en hann er staddur hér á landi ásamt Michael Tucker, sem er aðalfyrirles- arinn um norræna mjmdlist við „Department of Art and Design History" í Brighton. Freeman og Tucker munu kynna sér íslenska myndlist meðan á dvöl þeirra stendur með það fyrir augum m.a. að efnt verði til reglubundinna sýninga á íslenskum myndlistar- verkum í Brighton og fleiri breskum borgum. arhúsa ' okkar, skammt hvor frá öðrum á svipuðum tíma. Nábýlið skapaði samskipti sem ekki gleym- ast. Bömin léku sér saman og voru heimagangar hvert hjá öðru, bæði eldri og yngri. Eiginkonur okkar höfðu að kalla dagleg samskipti og tengdust vináttuböndum. Fyrir allt þetta höfum við þakkir fram að færa — en þær verða ekki goldnar til fulls með orðum á blaði. Það er sjónarsviptir á Hólaveginum og ég hygg a.m.k. þeir sem settust þar að fyrir t.d. 20—30 árum, byggðu sín hús og bjuggu sér heimili séu mér sammála um að skarð sé fyrir skildi — og að það sé eins og einn af hinum föstu punktum í tilverunni hafí horfíð. Hér ráðum við engu um. En það sem við höfum þó sameigin- legt með fjölskyldunni á Hólavegi 35 — sem þar bjó sitt blómaskeið og hefur nú stækkað og dreifst eins og gengur — að við eigum öll minn- ingar sem hlýja og eru okkur öllum mikils virði. Þó að nágrannar séu oft afskiptalitlir hveijir um annars hagi myndast þar oft sterk bönd — og á þau reynir á stundum sem þessum. Við Lilla ítrekum þakkir okkar til fjölskyldunnar á Hólavegi 35. Og þau Björg, Friðrik og Kalli^ þakka ekki síður allar stundimar — alla leikina og samskiptin fyrr á árum. Við snöggt og óvænt fráfall reyn- ir mikið á þrek og æðru þeirra sem næstir standa. Ekki síst afabam- anna ungu sem nú standa með spum í augum og skilja ekki al- mennilega hvað hefir gerst. Við trúum því að Héðinn hafí átt heim- von góða. En hugur okkar og bænir beinast nú að Hjörtínu, sonunum þremur og öðrum þeim sem næstir standa. Megi Guð vemda ykkur öll og styrkja. Jón Karlsson t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUÐMUNDUR P. GUÐMUNDSSON frá Melum, andaðist á Hrafnistu fimmtudaginn 6. ágúst. Ragnheiður Jónsdóttir, dóttir og tengdasonur. t AÐALSTEINN STEFÁNSSON frá Dvergasteinl, Fáskrúðsfirði, andaðist í Landspítaianum aöfaranótt fimmtudags 6. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA STEINUNN HANSEN GUÐMUNDSDÓTTIR, írabakka 14, verður jarðsungin mánudaginn 10. ágúst kl. 13.30 frá Árbaejar- kirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Jón Pótursson GunnarHansen, Alísa Hansen, LogiS. Jónsson, Ruth S. Jónsdóttir, Ægir S. Jónsson, Guðmundur S. Jónsson, Unnur Vilbergsdóttir, Þorstelnn Sigmundsson, Halla Gunnarsdóttir, Sigurður Hákonarson, Helga Ágústsdóttlr og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu foreldra okkar og tengdaforeldra, MÖRTU GUÐMUNDSDÓTTUR og ÞÓRHALLS GUÐMUNDSSONAR frá Laufási, Sórstakar þakkir til starfsfólksins í Furugerði 1 og á Droplaugar- stöðum fyrir veitta aðstoð og alla alúð í þeirra garð. Margrót Þórhallsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Sigurður Þórhallsson, Ragnar Þórhallsson, Kristbjörg Þórhallsdóttir, Guðmunda Þórhallsdóttlr, Þorsteinn Þorsteinsson, Frfmann Jóhannsson, Margrét Steingrimsdóttir, Óskar Marfusson, Snær Karlsson. t Alúöarþakkir færum við þeim sem auðsýndu samúð og vinsemd við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, BJARNHEIÐAR JÓRUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Sjafnargötu 6. Dagbjört Hafllðadóttlr, SJöfn Hafliðadóttir, Þórður Hafliðason, tengdabörn og barnabörn. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.