Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
35
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Nautið
Nautin eru fædd að vorlagi
(20. apríl—20. maí) þegar
sólargangur er langur og
náttúran að vakna til lífsins.
Vorið er frjósamur og gjöfull
árstími.
Vinna og nautnir
Nautin eru athafnamenn en
þau vilja einnig njóta lífsins,
sólarinnar og ávaxta jarðar-
innar. Þau vilja taka til
höndunum og ná áþreifanleg-
um árangri líkt og bóndinn
sem vinnur hörðum höndum
að vori og síðan vilja þau
liggja uppi í sófa og lepja ijó-
mann af afrakstri vinnu
sinnar.
Fast fyrir
í Nautinu býr ákveðin festa
og stöðugleiki. Það vinnur
jafnt og þétt og grunntónninn
er þungur og hægur. Það er
stöðugleikinn sem er að baki
hinnar frægu þijósku og þol-
inmæði Nautsins. Nautsfólk
vill einfaldlega ekki breyta til
og skipta um skoðun þegar
það á annað borð er búið að
taka ákvörðun. Breytingar
krefjast a.m.k. vandlegrar
umhugsunar enda eru allar
stærri ákvarðanir Nautsins
teknar á löngum tíma. Það
er því svo að þegar fólk ætlar
að pressa Nautið til að taka
ákvörðun í flýti rekst það á
steinvegg. Því meiri sem
pressan verður því þéttari
verður veggurinn.
Hlédrœgt
Nautið er frekar feimið og
varkárt merki. Það tekur
t.a.m. tíma að kynnast Nauti.
Sama atriði gerir að þú sérð
ekki Naut sem treður sér
fram á gólfið með hávaða og
látum. Aðferð þess er sú að
láta lítið á sér bera, kynna
sér aðstæður í rólegheiturn
og horfa á sviðið úr fjarlægð.
Ef því list á það sem er i
boði gengur það örugglega
til verks, hægt og hljótt eins
og Nautið Halla Margrét söng
hér á dögunum.
JarÖbundiÖ
Nautið er raunsæismerki. Það
trúir á það sem það getur séð
og snert á, annað á síður upp
á pallborðið. Hinn áþreifan-
legi heimur er því sterkur,
stundum um of. Áhersla á
líkamlega velliðan, á mat,
peninga, steinsteypu og
margs konar nautnir getur
því orðið sterk.
StaÖnar
Hið neikvæða í fari Nautsins
er það að stundum verður
festan og þörfín fyrir öryggi
að stöðnun. Úthaldinu er
einnig hægt að beina inn á
neikvæðar brautir, sbr. þegar
Nautið þijóskast við að láta
hið ómögulega verða mögu-
legt. Það er því svo að
stundum grefur Nautið sig
ofan í skurð og þijóskast við,
fer dýpra og dýpra. Stundum
birtist raunsæið og ástin á
því áþreifanlega í tortryggni
á allt annað en hið „hagnýta"
og leiðir til þröngsýni. I sann-
leika sagt geta mörg Naut
átt til að vera óttalegir „tudd-
ar“.
FriÖur
Nautin eru friðelskandi fólk
sem tekur samvinnu fram
yfir keppni. „Ef þú lætur mig
í íriði þá læt ég þig í friði."
Þess vegna eru Nautin yfir-
leitt vel liðin. Mörg Naut eru
einnig listræn og unna menn-
ingu og fallegum munum.
Margir góðir söngvarar eru
t.d. fæddir í Nautsmerkinu.
Öryggi
Til að Nauti líði vel þarf það
fjárhagslegt og heimilislegt
öryggi. Blankt Naut er
þreyttur maður.
GARPUR
GRETTIR
DYRAGLENS
UOSKA
FERDINAND
Vcstur Norður Austur Suður
— — — 1 lauf
1 hjarta 3 lauf 4 hjörtu Pass
Pass 5 lauf Pass Pass
Pass
::::::::::::: ::::::::::::::::: SMÁFÓLK
ANú MARCIE SAVS
F00T6ALL ISN'T FEMININE,
CHUCK.. ISN'T
5HE SOMETHIN6?
IF I LIKE-TO PLAV
FOOTBALL, POES THAT
MEAN l‘M NOT c
FEMININE, CHUCK? *
WHAT 00 VOU THINK,
CHUCK ? HUH ? U)H AT
00 VOUTHINK?
WERE S0RRV..THE
NUMBER VOU HAVE
REACHEP IS N0 L0N6ER j
IN 5ERVICE..
Og Magga segir að fótbolti
sé ekki nogu kvenlegur,
Kalli . . . finnst þér hún
ekki skrýtin?
Ef ég vil ekki spila fót-
bolta, er ég þá ekki
kvenleg, Kalli?
Hvað finnst þér,
Hvað finnst þér?
Kalli? Afsakið . . . þetta númer
sem þú ert að tala við er
ekki lengur í sam-
bandi . . .
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þegar stunga er yfirvofandi<
er stundum hægt að halda
hættulegum andstæðingi úti í
kuldanum með því að beita
„skærabragðinu" eða „klippun-"
um“.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 8753
♦ 5
♦ K4
♦ KDG973
Vestur Austur
♦9 ... 4 10642
VAG943 4KD62 f
♦ D1072 ♦ 9863
♦ Á86 ♦2
Suður
♦ ÁKDG
¥ 1087
♦ ÁG5
♦ 1054
NS máttu teljast heppnir að
týna 4—4-samlegunni í spaða,
því fjórum spöðum má hekkja á
tveimur laufstungum. En fimm
lauf eru líka vandmeðfarinn <
samningur með spaðaníunni út.
Það er megn einspilsfnykur
af útspilinu og sagnhafi á að
gera sér grein fyrir stunguhætt-
unni. Sagnir benda til að vestur
eigi laufásinn, en austur á ör-
ugglega innkomu á hjarta til að
spila spaðanum.
Við þessu er aðeins eitt að
gera, taka upp skærin og klippa
á samganginn yfir á hönd aust-
urs. Spila þrisvar tígli og henda
hjartafímmunni úr blindum. 99%
spilara í sporum vesturs freistast
til að leggja tíguldrottninguna á
gosann, en auðvitað er það mun
sterkari vöm að láta tíuna! Það
gæti dugað til að draga kjarkinn
úr sagnhafa.
SKAK
Umsjón Margeir
Pótursson
Á opna mótinu t Kaupmanna-
höfn um daginn kom þessi staða
upp í skák alþjóðlegu meistar-
anna Höi Danmörku, sem hafði
hvítt og átti leik, og Lanc,
Tékkóslóvakíu.
21. Rxg6+! — hxg6, 22. Dxg6
- Kg8, 23. Dh7+ - Kf7, 24.
Bf5 - Ke8, 25. Dg6+ - Hf7,
26. Be6 og svartur gafst upp.
Sigurvegari á mótinu varð
danski alþjóðlegi meistarinn
Bjöm Brinck-Claussen, sem
hlaut 7>/2 vinning af 10 mögu-
legum. Næstir komu sænski
stórmeistarinn Lars Karlsson,
Finninn Yijola og Pavlovic,
Jugóslavíu, með 7 v. Eini íslend-
ingurinn á mótinu, Jóhannes
Ágústsson, stóð sig mjög vel.
Hann hlaut 6 v. og deildi tíunda
sætinu með ýmsum kunnum
skákmönnum.