Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 41 hún einangruð í óperum Grikklands og fór ein til baka til Banda- ríkjanna. Þar beið hennar enginn sigur og hún barðist í tvö ár við að fá einhver hlutverk eða þar til hún fékk tilboð frá Ítalíu um að sjmgja aðalhlutverkið í óperunni „La Gioconda." Með þessu hlutverki hófst raunverulegur frægðarferill Maríu Callas og á meðan hún söng það kynntist hún eina eiginmanni sínum um ævina, Giovanni Batt- ista-Meneghini, sem var mikill óperuaðdáandi og þrjátíu árum eldri en hún. En hjónaband þeirra varð ekki farsælt og þau skildu mörgum árum síðar, þegar hún hafði kynnst Onassis. María sór þess eið að gifta sig aldrei aftur og við það stóð hún. Hún ferðaðist sífellt um heim- inn, söng og vann mikla sigra á sviðinu. Hún var til dæmis kölluð sextán sinnum upp í Mexikó árið 1952. En samskipti hennar við mót- söngvara og óperustjómendur voru oft mjög stirð og þar kom að hún var útilokuð frá La Scala, Metro- politan og Rómar óperunum. Og samband hennar við móður sína gerðist stirt. Á stund kærleika til hennar lét hún senda eftir henni frá Grikklandi til New York. En móðir- in fór fljótlega að fara í taugamar á Maríu og hún sendi hana aftur til síns heima. Þær sáust aldrei eft- ir það. Þar kom að María hitti stærsta mannlega örlagavaldinn í lífí sínu, Aristoteles Onassis. Samband þeirra byijaði þegar Onassis bauð henni og þáverandi eiginmanni hennar um borð í lystisnekkju sína. Hún varð ástfangin upp fyrir höfuð af skipakóngnum gríska, en hann sveik hana í mörgu. Hún kom æ sjaldnar fram á sviði og hélt sína síðustu tónleika árið 1964. Sam- bandið við Onassis olli Maríu miklu áfalli þegar hann gekk að eiga ekkju John F. Kennedys, Jackie. En hann hélt áfram að hitta hana í laumi og þegar hann dó árið 1974 fann hún ekki neinn tilgang í því að lifa lengur. Hún lifði í þrjú ár til viðbótar áður en hún dó af hjarta- slagi í íbúð sinni í París í september 1977, aðeins 54 ára gömul. Eftir dauða hennar deildu erf- ingjamir um arfinn og um það hvort ætti að grafa hana eða ekki. Að síðustu fékk hún frið vorið 1979 þegar ösku hennar var dreift yfír hafí við strendur Grikklands. Maria Callas og Aristoteles Onassis, auðkýfingurinn gríski, áttu langt ástarsamband og hann var henni mikill örlagavaldur. COSPER — Kærastinn minn verður kátur, þetta er sparnaður fyrir hann. Aukasending! Aðeins 8 bílum óráðstafað BMW 3 linan ber þýsku hugviti um nákvæmni og þekkingu gott vitni, enda er hún mjög eftirsótt. Aksturseiginleikar, snerpa, glæsilegt útlit og öryggiö er haft í fyrirrúmi. Okkur hefur tekist aó fá aukasendingu af BMW 3 línunni með sérstökum aukabúnaói, svo sem sót- lúgu, raflæsingum, metalic lakki. lituðum glerjum og fleiru. Aðeins örfáum bílum er enn óráðstafað úr pessari sendingu. Hafið því sam- band við sölumenn okkar sem fyrst. Hidfullkomna farartœki KRISTINN GUÐNASON SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633 VerÖ f rá kr. 620.000 p lorgxttiþTí&fö Wetsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.