Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Tæknikunnáttu er hægt að misnota til að miðla falsi og kreddum Úr tónlistarlífinu Sigrún DavíAsdóttir Viðtal við júgó- slavneska selló- leikarann Valter Despalj Fyrir nokkrum árum heyrði Rut Magnússon eftir Amsterdamfara, að heyrzt hefði í snilldargóðum júgóslavneskum sellóleikara þar í borg, Valter nokkrum Despalj. Hann fannst, en var fullbókaður næstu tvö árin, svo það var fyrst nú í maí sem tókst að ná í hann á tónleika. Tónlistarfélagsins. Þessi forsaga fylgir með viðtalinu við Despalj, rétt til að gefa hugmynd um hvemig aðdragandi að komu útlendra gesta hingað getur verið. Og það er ekki ósennilegt að það heyrist aftur í honum hér, því hann var ánægður með heimsóknina þó fáir mættu á tónleikana í Reykjavík, enda einn fyrsti sólardagur vorsins og auk þess um tvö hundruð aðrir tónleikar í borginni þennan mánuð- inn. En Despalj spilaði líka á ísafirði og átti varla orð yfir aðsókninni og undirtektunum og hvemig hann hefði fundið tónlistina ósa þar um allar gáttir. Despalj hefur haft sellóið í fang- inu síðan hann var bam, er enda orðinn svolítið álútur af viðureign- inni, þó aldurinn sé honum ekki að meini. Yfírbragðið er rólegt, næst- um hlédrægt í fyrstu, en það er gmnnt á strákslegri kátínu og fjöri undir niðri. Andlitið er stórt og skarpleitt á serbó-króatíska vísu, króatíska er móðurmál hans. Hann lærði fyrst heima fyrir, síðan á Juill- iard-skólanum í New York og svo I Moskvu. Ekki margir sem geta státað af slíku námi, kosturinn við að hafa júgóslavneskt vegabréf, segir hann sjálfur. En hvað segir Despalj þá um námið á þessum tveimur stöðum, að hvaða leyti er það ólíkt? — Á þessum tveimur stöðum em skólamir eins góðir og hugsast get- ur og á báðum stöðum er kostur á góðum styrkjum. Það er því ótrúleg heppni að geta verið á báðum stöð- unum. Heppnin felst ekki sízt í því hve skólamir og staðimir em ólíkir. í Moskvuskólanum er meginá- herzlan lögð á fræðilega hlið námsins, sem gefur því akademísk- an blæ, á hljóðfærakunnáttu, nei, ég vil ekki tala um tækniþekkingu. Það er of þröngt og einfalt orðalag. Og svo er lögð áherzla á heilbrigða stflhefð í verkum þeirra eigin tón- skálda eins og Tjækovskís, Pró- koffí- effs og Sjostakóvits. Þetta er ekki sízt mikilvægt fyrir sellóleikara, því það er ekki til alltof mikið af verk- um fyrir okkur og dijúgur hluti þekktra sellóleikara er einmitt rússneskur. Þegar ég var í Moskvu var lítið um að vera þar í kammertónlist. í New York var annað uppi á ten- ingnum og borgin svo ótrúlega lifandi. í þessum bræðslupotti bulla alls kyns áhrif, menn koma alls staðar að og þannig er það líka í tónlistarlífínu. Andrúmsloftið er ótrúlega íjörgandi og eflandi. En þessi iða getur líka verið tmflandi og eyðandi, ef maður stillir sig ekki. í Moskvu bjó ég á stúdentagarði. Þar var kalt, ekkert sem ónáðaði og auðvelt að halda sér að verki. Á báðum stöðunum er geypilegt framboð af úrvals tónleikum, sem er nauðsynlegt fyrir listamenn í mótun. Á báðum stöðunum kynntist ég heillandi kennumm og félögum sem ég lærði mikið af. Þú hefur kennt, verið með opnar kennslustundir hér og þar og situr oft í dómnefndum í keppni. Eftir hverju hlustarðu leitar eftir við slík tækifæri? — Með ámnum hef ég lært að skynja mismunandi hluti hjá nem- endunum, ungu tónlistarfólki og ekki sízt lært að vera ekki of fljót- ur að dæma. Það þarf víst varla að taka fram að fólk er mismun- andi og fjölbreytni mannlífsins kemur fram í tónlistinni, svo það er ekki aðeins spuming um að skynja tónlistargáfur, heldur líka manngerðir. Ég tek sem gefíð að tónlistar- kunnáttan sé í lagi, svo þá hlusta ég eftir því sem ég kalla tónlistar- greind. Ég á ekki við það sem venjulega kallast greind, heldur al- veg sérstakan hæfíleika til að skilja og skynja tónlistina, draga ályktan- ir, taka réttar ákvarðanir á réttum tíma og koma þessu öllu á fram- færi í leiknum. Auðvitað þarf kunnáttu til og auðvitað þarf ímyndunarafl og hug- arflug. En þetta tvennt síðast- nefnda er oft eyðandi eiginleiki, svo þá þarf það sem ég kalla tónlistar- greind til að samstilla kraftana. Tónlistinni þarf að miðla á hrein- skilinn og einlægan hátt, en líka af greind, tónlistargreind. Það er þetta með tæknina. Hún er kröftugt vopn, en nýtist aðeins rétt í höndum þess sem hefur tón- listargreind og kann að meðhöndla tæknina. En eins og öll vopn, þá má misnota tækni. Þess vegna eru til stórkostlegir tæknisnillingar sem miðla falsi og kreddum með henni og ná þannig tökum á stórum hópi fólks eins og aðeins er hægt með öflugum vopnum. Það eru nefnilega til tóntæknisnillingar, sem nota þessa seiðandi hæfíleika sína á sama hátt og sumir stjómmála- menn og trúarleiðtogar. Svona tónlistarmenn geta spilað svo áheyrendur hrífast með, þetta eru tónlistarlegir loftfímleikar sem hræra upp í fólki en miðla því falsi og kreddum, því tónlist þeirra er ekki sprottin af einlægni og hrein- skilni. Hún er aðeins sýning. Ég er ekki sálfræðingur, en líklega er þessi tegund tónlistarflutnings sprottin af því að tónlistarmennim- ir eru of uppteknir af sjálfum sér til að geta miðlað tónlistinni af hreinskilni og einlægni. Hvernig þreifarðu þig áfram í túlkun verka, sem þú spilar? — Þegar ég læri nýtt verk þá vil ég læra það hægt og sígandi, láta það yfírtaka mig smátt og smátt. En svo em leiðarhnoð sem ég fylgi. í hefðbundnu verki reyni ég að koma auga á hefðina að baki því. Til þess að ég geti það reyni ég að þurrka út alla þá hefð sem hefur smurzt á það svo ég geti nálgast það á ferskan hátt og gremt milli góðra og slæmra hefða. Ég reyni að sjá verkið frá sem flestum hliðum, öðlast yfírsýn yfír það, sjá skóginn en ekki bara trén ... Og skógurinn er ekkert nema bygging verksins. í þessu treysti ég á innsæi mitt sem svíkur mig venjulega ekki. En sem kennari verð ég stundum að útskýra og þá dugir innsæið ekki, en með innsæinu fínn ég oft leiðir, áður en ég sé þær eftir vit- rænum leiðum. Rökhugsunin stað- festir þá það sem ég þóttist sjá af innsæi. í raun hefur leikur minn ekki breytzt mikið á ferli mínum, svo ég hlýt annað hvort að hafa verið þroskaheftur frá unga aldri, eða verið fljótur að komast að öllu sem skipti máli! Nei, í alvöru, þá hef ég ekki breytzt mikið, fínpússa frekar hægt og sígandi. Ég hef aldrei ver- ið þekktur fyrir ofleik eða átök, varð fljótt frekar yfírvegaður í leik mínum. Ég skammast mín ekkert fyrir upptökur frá því ég var 17 ára, þó ég geri Öðruvísi núna. Það vekur mér oft forvitni og áhuga þegar ég heyri aðra spila verk sem ég þekki ekki og þá lang- ar mig að spreyta mig á þeim. En ég vil vinna einn í byijun, þróa eig- in skilning og svala síðan forvitninni með því að hlusta á leik annarra. Nei, ég segi ekki mistök annarra því ég hef gaman af mismunandi spili. Þess vegna fínnst mér gott að sitja í dómnefndum, þvíþar heyr- ist svo margvíslegt spil. I raun er ég mun sveigjanlegri en margir félagar mínir, svo lengi sem ég heyri spilað af einlægni. Það eru til heilmargar raunsannar leiðir í hveiju verki, sem jafnvel höfundinn óraði ekki fyrir. Ég hugsa aldrei um hvað hafí vakað fyrir höfundi. Það hljómar kannski undarlega, en höfundurinn á ekki verkið, jafnvel ekki meðan hann skrifaði það. Hann er aðeins miðill, tónlistin kemur öll að ofan. Svo eru til margskonar höfundar. Sumir skrifa tónlist sína svo greini- lega, til dæmis Beethoven og Brahms. Tónlistin flaut greiðlega úr höfðinu á þeim. En svo eru til minni spámenn meðal tónskálda og þeir þurfa í raun hjálp flytjendanna, sem eru þó ekki allir færir um slíkt hjálpar- starf. Stundum þarf að hnika einhveiju til, en auðvitað ekki um of. En það er mikil viðkvæmni fyr- ir slíkum vinnubrögðum, nánast sett lög sem banna þau, rétt eins og þjófnað . . . en því miður getur heiðarlegt fólk þjáðst undir slíkum lögum. Þessi skilningur undirstrikar skapandi þátt tónlistarmanna og það er nóg svigrúm í skrifuðum verkum, svo þau þurfa ekki að þrengja um of að sköpunargáfunni. Forte þýðir til dæmis ekki einhvern fastan styrkleika, heldur þarf tón- listarmaðurinn að túlka þessa ábendingu tónskáldsins. Ég vil ekk- ert alræði í tónlist, en heldur ekki stjómleysi. Og leitin að millistiginu milli stjórnleysis og alræðis rekur þig áfram eða hvað? — Já, vissulega, en ég er alls ekki einn af þeim sem vilja ólmir spila og ekkert annað. Ég spila, þegar ég spila og vil spila, en mér fínnst líka ágætt að fá greitt fyrir það... Og Despalj hlær svolítið stork- andi, vel vitandi að það þyki tæpast við hæfí, að listamenn segist kunna vel að meta að fá greitt fyrir sína vinnu. En verður er verkamaður launa sinna, ekki sízt þegar vinnan er leyst af hendi jafn svikalaust og Despalj strýkur sellóið ... Edinborgarhátíð í ágúst Af kammermúsíkklúbbn- um og Tónlistarfélaginu Skotland býður upp á fleira en ódýrt dót fyrir kaupglaða íslend- inga. Á hveiju ári í ágúst er haldin mikil listahátíð í Edinborg. Eftir því sem segir í auglýsingabæklingi um hátíðina, haft eftir vesturheimsku stórblaði, þá verður borgin stórkost- legasti staður á jarðríki þessar þijár vikur, hvorki meira né minna. Lát- um þetta með stórkostlegasta liggja milli hluta, en alla vega er tónlistar- dagskráin ekki óforvitnileg. Pitts- burgh-hljómsveitin spilar undir stjóm Lorin Maazel. Melos-kvart- ettinn flytur alla strengjakvartetta Beethovens. Yehudi Menuhin spilar með skozku kammersveitinni. Barry Douglas, sem vann Tjækov- skí-keppnina einu sinni og spilaði hér með sinfóníunni síðastliðinn vetur, kemur fram á hátíðinni. Esa Pekka Salonen treður upp með sænsku útvarpshljómsveitina sína, en Salonen er einn af þessum ungu finnsku stjómendum, sem skjóta hvarvetna upp kollinum þessi miss- erin. Og meira fínnskt, því finnska þjóðaróperan flytur Rigólettó Verd- is og svo Juha eftir fínnska tón- skáldið Aarre Merikanto. Það er ekki aðeins að Finnar eigi góða stjómendur, heldur hafa fínnsk tón- skáld líka vakið athygli og óperan þeirra var fyrsta erlenda óperan, sem var boðið að koma fram í Metropolitan-óperunni í New York. Auk glæsilegs tónlistarefnis þykja leiksýningar þama yfírleitt eftirtekarverðar, sömuleiðis ballett- og listsýningar. Á svipuðum tíma er haldin þama jazzhátíð, bókahátíð og svo útjaðarhátíð, með ýmsu sjaldséðu efni. Sumsé eitthvað við allra smekk, væntanlega . . . Ein skrautijöðurin í íslenzku tón- listarlífí er Kammermúsíkklúbbur- inn. Starfsemi hans fer ekki hátt, en á hveijum vetri stendur hann fyrir um fímm tónleikum. Þeir, sem hafa sótt tónleika hans, eiga marg- ar eftirminnilegar stundir þaðan. Yfírleitt em tvennir tónleikar fyrir áramót. Þeir fyrstu verða líklega í október, en enn liggur ekki fyrir, hvað verður flutt þá eða af hveijum. Um áramótin kemur svo hingað japanskur kvartett á vegum klúbbsins. Kvartettinn hefur getið sér gott orð fyrir flutning á klassískri evrópskri tónlist, en leyf- ir okkur hugsanlega að kynnast einhveiju af eigin hefð í þessari heimsókn sinni. Eins og áður segir fer ekki mikið fyrir starfsemi klúbbsins, svo tón- listarunnendur ættu að hafa augun hjá sér, þegar kemur fram í októ- ber. Það er selt inn á hveija tón- leika, en það er auðvitað enn betra að fletta upp á klúbbnum í síma- skránni, eða hringja í Þórarin Guðnason lækni eða Einar B. Páls- son verkfræðing og gerast meðlim- ur. Þá eigið þið góðar tónlistar- stundir í vændum. Forráðamenn Tónlistarfélagsins ganga væntanlega nokkuð þung- stígir mót vetrinum því það horfír ekki vænlega í húsnæðismálum fé- lagsins. Tónleikar þess hafa verið haldnir í Austurbæjarbíói, sem er svo hæfilega stórt fyrir þá, tekur 750 manns. Nú hefur bíóið verið selt og í kjölfar þess gert upp, en ekki með tónleika í huga, svo það horfír ekki vel með hljómburðinn í salnum. Vísast verða sumir tónleik- ar félagsins í Háskólabíói, eins og hefur verið. Óperan er rétt nógu stór fyrir félagsmenn, en þá er ekki hægt að selja inn, sem er afleitt. Þjóðleikhúsið er víst nokkuð dýrt og þá fer að verða fátt um fína drætti. Vonandi leysast þessi mál þó á farsælan hátt. Af efnisskrá vetrarins er það að segja, að Paata Burshuladze bassa- söngvari kemur fram á tónleikum félagsins. Sellóleikarinn Misha Mai- sky spilar á tónleikum félagsins. Sá er ættaður frá Lettlandi, en flutti til ísraels. Yuval Yaron er bandarískur fíðluleikari, hingað kominn fyrir meðmæli frá sellóleik- aranum Janosi Starker og heldur einleikstónleika, spilar Bach, Bart- ok og_ Paganini, svo eitthvað sé nefnt. í janúar verður Gísli Magnús- son með tónleika hjá félaginu. En þetta er ekki allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.