Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 nrnmm TM Reg. U.S. Pat. Ott — all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Refsing min hefur verið þyngd. — Konan mín á að þvo gólfin hér í byggingnnni . . . Þessir hringdu ... Ljóðið er eftir Signrð Júlíus Jóhannesson Kona hringdi: „Ég sá að það var verið að spyija um höfiind kvæðisins Á beijamó í Morgunblaðinu á sunnu- daginn. Ég held að þetta sé örugglega eftir Sigurð Júlíus Jó- hannesson lækni í Kanada. Mig minnir að þetta hafi verið í bók sem hann gaf út og heitir Sólskin og var til á heimili mínu í æsku. Þar var þetta eitt margra ljóða en Sigurður orti mikið og var skáld gott." Þakkir til Regnbogans Tvær stúlkur hringdu: „Við viljum gjaman koma á framfæri þakklæti til eigenda kvikmyndahússins Regnbogans fyrir að hafa tekið myndina Otto aftur til sýningar. Hvetjum við alla til að missa ekki af þessari sprenghiægilegu mynd og vonum að næsta mynd Ottós, Otto II, verði sýnd sem fyrst.“ Fermingarhringur týndist Sigurlaug hringdi. Hún týndi fermingarhring á leiðinni frá sundlauginni á Seltjamamesi að Skeijabraut fimmtudaginn 16. júlí sl. Ef einhver hefur rekist á hringinn sem er úr gulli með svartri perlu er hann beðinn að hringja í síma 611732. Stöð 2 sýni alla leikina Tveir körfuboltaaðdáendur hringdu: „Við hringdum fyrir nokkrum dögum og kvörtuðum yfír því að ekki hefði verið sýnt nóg af viður- eign Los Angeles Lakers og Boston Celties í úrslitum banda- ríska körfuboltans á Stöð 2. Það virðist hafa orðið einhver mis- skilningur því að við vildum fá að sjá allar sex viðureignir þeirra en ekki bara þann leik sem réði úrslitum og Stöð 2 sýndi eins og Heimir Karlsson benti á.“ Belti Dökkblátt belti úr þunnu ullar- efni tapaðist á fömum vegi frá Miklagarði að Háaleitisbraut. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 35103. Gullhringur með blá- umsteini Gullhringur með bláum steini tapaðist fyrir nokkru. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 52054. Kvenúr Kvenúr tapaðist á Rauðalæk eða Laugalæk hinn 20. júlí. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 31971. Veski Ég bið konuna sem hringdi í mig 30. júlí og hafði fundið ve- skið sem ég tapaði í Austurstræti, að hafa samband við mig aftur í síma 26828 þar sem ég tók heimil- isfang hennar rangt niður. Athugasemd VJ hringdi: „Mig langar til að leiðrétta það sem Gestur Sturluson segir í pisli sínum í Velvakanda fímmtudag- inn 6. ágúst. Þar segir hann að Einar Benediktsson hafí aldrei keypt Krýsuvíkina. Hið rétta er að Einar Benediktsson keypti Krýsuvíkina af Jóni Magnússyni föður mínum en faðir minn átti hana frá 1907 til 1914. Um þetta má lesa í ævisögu Einars Bene- diktssonar." Rautt veski Lítið rautt veski með hanka tapaðist hinn 4. ágúst á Lauga- veginum eða í vesturbænum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 14742. Blátt seðlaveski Blátt seðalveski tapaðist í Laugar- dalslauginni fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 45367. Fundar- laun. Hækja í vanskilum Lina hringdi: „Mig langar að auglýsa eftir strák sem lánaði mér hækju í Húsafelli um verslunarmannahelgina og bið hann að hafa samband svo ég geti skilað hækjunni. Siminn hjá mér er 666945.“ Lofsvert snarræði Pálína Þorleifsdóttir hringdi: „Ég vil þakka sundlaugarverð- inum í sundlauginni í Hveragerði fyrir frábært snarræði. Ég var með bamabam mitt þar 1. ágúst og fór bamið óvart út á of mikið dýpi. Sundlaugarvörðurinn var vel á verði, stakk sér þegar útí og bjargaði baminu. Vil ég koma á framfæri þökkum til hans.“ Malmö - Malarhaugar Krístinn Snæland hringdi: „Ég vil gera athugasemd við skrif Andrésar Magnússonar í Velvakanda þar sem hann segir að eðlilegast væri að þýða Malmö með Málmhaugar. Þar hefur aldr- ei verið um neinn málm að ræða. Nafnið Malmö á sér þær rætur að upphaflega var mikið síki um- hverfís bæinn og malarhaugar kring um það. Ef þýða ætti þetta staðamafn væri því eðlilegast nota Malarhaugar eða Malarey." skrifar Víkverji Sumum þykir greinilega orðið nóg um framboðið á útvarps- efni hér á ljósvakamiðlunum og þá ef til vill helst hversu keimlíkt efni stöðvamar hafa á boðstólum, þ.e.a. s. popptónlist allan sólarhring. Víkveiji var þannig á ferð í leigubíl á dögunum og bflstjórinn hafði gömlu Gufuna á. Af tillitssemi spurði bflstjórinn hvort útvarpsefnið sem þar var á dagskrá angraði far- þegann og hvort hann vildi ein hveija aðra stöð. Nei, farþeginn hafði ekkert við efnið að athuga en talið barst að því efni sem stöðv- amar almennt gæfu hlustendum kost á. Bflstjórinn trúði þá far- þeganum fyrir því að nú væri svo komið að hann stillti útvarpstæki sitt hvað oftast á bylgju kristilegu útvarpsstöðvarinnar og væri hann þó sjálfur ekki nema í meðallagi kristinn. Ástæðan væri hins vegar sú að þar fínndi hann þá tónlist sem honum félli hvað best — þægileg og velflutt lög í stað hins endalausa poppglamurs sem hinar stöðvamar dembdu í síbylju yfír landslýð. Víkveija þóttu það nokkur tíðindi að mitt í öllu útvarpsfrelsinu, skyldi venjulegt fólk vera farið að flýja á náðir trúartónlistar til að fínna af- þreyingartónlist við sitt hæfí. XXX f mörgum skrítnum sjónvarps- þáttum sem hér hefur skolaö á skjáinn, er Sumarbústaðaþáttur Ríkissjónvarpsins einhver sá sér- stæðasti. í sjálfu sér er sök sér að búa til þætti í svona Bo Bedre-stfl en óneitanlega kemur það spánskt fyrir sjónir þegar stór hluti þáttar- ins fer í að fylgjast með umsjónar- manninum akandi í mismunandi tegundum af jeppum og á gangi til og frá sumarbústöðum. Tólfunum kastaði svo þegar umsjónarmaður lauk þættinum með því að standa fyrir framan sumarbústað starfs- manna Háskólans í Herdísarvík og viðurkenna að þeir sjónvarpsmenn hefðu ekki haft þá fyrirhyggju að tryggja að einhver væri þar heima við til að sýna þeim hvemig um- horfs væri þar innanstokks. Þátturinn gaf þó vissa mynd af því að sumarbúastaðaeign lands- manna ér að verða býsna almenn. Víkveiji hefur átt þess kost nú um skeið að fylgjast með uppbygging- unni í kringum Laugarvatn ogþeirri sumarbústaðaveröld sem þar er að opnast. Æ algengara verður að bændur á þessu svæði snúi sér að ferðamannabúskap. Þeir sem ráða yfír fallegum landsvæðum innan landareigna sinna, leigja þau út undir sumarbústaði til langs tíma gegn árlegu leigugjaldi. Á sumum bæjum hefur verið komið upp gisti- aðstöðu fyrir ferðamenn að auki og á nokkrum stöðum er boðið upp á hestaleigu auk þess sem unnt er að fá keypt veiðileyfí í vötnum, ám og lækjum. Það er því vart að undra þótt sumir heimamanna hallist að því að á næstum árum muni hefð- bundinn búskapur að miklu leyti leggjast af á öllu svæðinu frá Laug- arvatni að Geysi og bændur þar leggja megináherslu á ferðamanna- búskap. í ljósi þess samdráttar sem orðið hefur í hefðbundnum land- búnaði er þetta vafalaust eðlileg þróun og um leið opnast þéttbýlis- búum aðgangur að geysilega fal- legu útivistarsvæði í hóflegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. XXX Nú líður óðum að því að versla- namiðstöðin mikla í Kringl- unni verði opnuð formlega. í leikmannshuga fer þó ekki hjá því að sú spuming vakni hvort þetta litla landsvæði sem nýi miðbærinn er komi til með að bera þann gífur- lega umferðarþunga sem fyrirsjá- anlega verður á svæðinu. Umferð bæði um Kringlumýrarbraut og Miklubraut er þegar svo mikil að í fljótu bragði virðist tæpast á hana bætandi. Verður óneitanlega fróð- legt að fylgjast með því hvemig borgaryfírvöld leysa þá flækju sem í uppsiglingu virðist vera á þessu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.