Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Dýr myndi Hafliði allur Kjóll sem sætavísa klæddist á frumsýningu bítlamyndarinnar „A Hard Days Night" og er með mynd af þeim George, John, Paul og Ringo seldist um daginn á uppboði hjá Sotheby’s uppboðsfyrirtækinu fyrir 4000 bresk pund eða um 250 þúsund íslenskar krónur. Kjóllinn er úr baðmull, blár og hvítur, og áritaður af öllum bítlunum. Þeir rituðu nöfn sfn á hann fyrir sætavfsuna á meðan hún var í honum á frumsýningunni árið 1964. Sigrar og sorgir MaríuCallas Ný kvikmynd um líf mestu söng- konu heims María Callas var á sínum tíma mesta óperusöngkona heims og margir segja allra tíma. Hún var grísk að uppruna, en ólst upp í Bandaríkjunum þar sem hún fædd- ist árið 1923 í New York. Hún var skírð María Sofía Cecilía Kalo- geropoulos, en með slíkt nafn er ekki víst að hún hefði nokkru sínni orðið fræg og því breytti hún þvf í Maríu Callas. Nú er væntanleg kvikmynd eftir gríska leikstjórann Manos Noyes-Kyriazis um storma- samt líf prímadonnunnar. Systir Maríu, Jackje Callas, hefur sagt sögu hennar. í aðalhlutverki verður ung grísk leikkona, Angela Gerekou. I hlutverk móður Maríu, Evangelinu, getur leikstjórinn gríski einkum hugsað sér þijár leik- konur, þær Elísabetu Taylor, Joan Collins eða Irene Papas. Aristoteles Onassis, sem var elskhugi Maríu lengi vel og ef til vill hennar mesta ást, kemur A1 Pacino líklega til með að leika. María Callas var mjög skapstór og sannkölluð prímadonna. Hún átti jafnframt alltaf við þunglyndi og yfirþyngd að stríða. En hún var sannkallaður svanur á sviðinu og dáð um allan heim áður en yfír lauk fyrir ótrúlega sópranrödd sína. Foreldrar hennar voru grískir innflytjendur til Bandaríkjanna. Hin unga gríska Ieikkona Angela Gerekou, sem leika mun Maríu Callas í nýrri kvikmynd um líf hennar. Faðir hennar var apótekari. Mikil ótryggð hans í hjónabandi olli því að heimilislífíð var ekki gott og að lokum fór Evangelina aftur til Grikklands með dætumar tvær, Maríu og Jackie. Að sögn var systir- in Jackie hávaxin, grönn og falleg, en María þybbin og lítil og þjáðist hún fyrir það. En hún bar skyn- bragð á tónlist og móðir hennar gerði allt sem hún gat til þess að dóttirin gæti þroskað þessa gáfu sína. María var líka dugleg að læra, æfði vel og vann hveija þá söng- keppni sem hún tók þátt í. Hún hóf atvinnuferil sinn í Grikklandi. Sautján ára gömul söng hún Toscu í ópemnni í Aþenu og gerði mikla lukku. En henni fannst Heimsspekingnr í stj órnunarstöðu Morgunblaðið/KGA „Ungt fólk virðist margt hvert hallast að fijálshyggju." Guðmund- ur Magnússon aðstoðarmaður menntamálaráðherra við vinnu sfna. Með nýrri ríkisstjóm koma nýir ráðherrar og aðstoðar- menn þeirra. Einn þeirra er Guðmundur Magnússon, sem vinnur hjá Birgi Isleifí Gunnars- syni í menntmálaráðuneytinu, eins og fram hefur komið í frétt- um. Guðmundur er 31 árs, með BA próf í sögu og heimspeki frá Háskóla íslands og Master of Science gráðu í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði frá Lon- don School of Economics. Eftir að hann kom heim frá námi árið 1982 hefur hann mest starfað við blaðamennsku, fyrst á Tímanum einn vetur en síðan á Morgun- blaðinu, þar sem hann hefur einkum skrifað um stjómmál og menntamál og verið þingfréttarit- ari blaðsins. Fólk í fréttum hitti Guðmund að máli á skrifstofu hans á Hverfísgötu. Guðmundur var fyrst spurður að því hvað fælist helst í starfí aðstoðarmanns menntamálaráð- herra. „Það er einkum aðstoð við afgreiðslu þeirra mála sem ráð- herra felur honum sérstaklega. Þetta geta verið mjög fjölbreytileg verkefni, mál sem koma upp hér í ráðuneytinu, ég þarf að kynna mér ýmis mál fyrir ráðherrann og svo framvegis. Menntamála- ráðuneytið er eitt hið viðamesta af þeim öllum vegna þess hve margir málaflokkar heyra undir það og ráðherrann getur ekki kynnt sér öll mál sem upp koma ofan í kjölinn sjálfur. Þá fylgist ég með undirbúningi þingmála, afgreiðslu þeirra og fyrirspurnum á Alþingi svo dæmi séu tekin.“ - Nú byijaðir þú á þriðjudag- inn. Hvemig voru fyrstu dagamir í nýju starfí? „Starfið leggst vel í mig. Þetta em auðvitað talsverð viðbrigði frá því að ég var á Morgunblaðinu, en mér fínnst þetta spennandi. Þetta ráðuneyti fer með mál sem em mér mjög hugleikin eins og sumir lesendur Morgunblaðsins kannast kannski við, mennta- og menningarmál. Síðan ég byijaði hef ég verið að kynna mér ráðu- neytið sem er á fímm stöðum í bænum og býr við mjög þröngan húsakost, hitta starfsfólkið og kynna mér þá málaflokka sem ég kem einkum til með að fást við í vetur." Það sem menn læra í skóla nýtist þeim misjafnlega vel við þau störf sem þeir taka sér fyrir hendur síðar á lífsleiðinni. Guð- mundur var spurður hvort það hefði legið beint við hjá honum að fara í blaðamennsku eftir að námi lauk og hvort honum fyndist skólalærdpmurinn hafa nýst sér í starfí. „Ég var einn af þeim krökkum sem alltaf voru að gefa út blöð heima hjá sér og þegar maður var í gagnfræðaskóla sá maður um skólablaðið og ég var ritstjóri Stúdentablaðsins eitt ár á meðan ég var í háskóla. Ég byijaði að vinna í blaðamennsku á meðan ég var í námi, á Dag- blaðinu gamla. Þegar ég kom heim frá námi var ég óráðinn hvað ég vildi taka mér fyrir hend- ur og var meðal annars að velta fyrir mér doktorsnámi í mínu fagi. En ég byijaði á sunnudagsblaði Tímans og var þar í eitt ár þang- að til ég flutti mig yfír á Morgun- blaðið. Blaðamennska er stórhættuleg og menn vilja festast í henni! Sögunám á vel við blaðamann þvl stór þáttur í starfí hans felst í því að finna, flokka og meta heimildir og koma upplýsingum til annarra á hnitmiðaðan hátt, en einmitt slík vinnubrögð lærir maður í sögunámi. Heimspekin getur svo hjálpað manni að til- einka sér rökvísan hugsunarhátt, sem hlýtur að vera kostur í hvaða starfí sem er. Á siðari árum hafa allskyns heimsspekimenntaðir menn ráðist til annarra starfa en kennslu, þar á meðal til stjómun- arstarfa, þótt við eigum enn langt í land með að draumur Platóns um stjóm heimsspekinganna komist á. Sem betur fer.“ Guðmundur er spurður hvort hann hafí fram að þessu verið virkur í stjómmálastarfí. Hann segist ekki geta sagt það. Hann hafí ekki tekið þátt í beinum fé- lagsstörfum í stjómmálum í meira en áratug og þátttaka sín hafí einkum verið bundin við blaða- og greinaskrif um þau efni. Guð- mundur er ritstjóri tímaritsins Frelsisins. Hann tók við ritstjóm þess af Hannesi Gissurarsyni fyr- ir um ári síðan. Hann segist vilja breyta tímaritinu nokkuð, víkka það nokkuð í efnisvali og gera það að breiðum vettvangi borgara- legra hugmynda. Um þessi áform sé full samstaða á meðal þeirra sem standa að ritinu. En er ekki óvenjulegt að maður með mennt- un Guðmundar í sögu og heims- speki sé borgaralega sinnaður? „Jú, það var það að minnsta kosti,“ svarar Guðmundur. „Hér á árum áður var það mjög óvana- legt og þegar ég var í háskóla voru þeir mjög fáir sem voru á þeirri línu. Ég á margar hillur heima mér til minningar um þetta tímabil, fullar af bókum um marx- isma og lenínisma. Það hefur aftur á móti orðið mikil breyting á þessu á Vesturlöndum á síðast- liðnum tíu árum eða svo. Margir sem áður hneigðust til vinstri eru nú frekar hægrisinnaðir. Nú og ungt fólk virðist margt hvert hall- ast að fijálshyggju. Eg vona fyrir mitt leyti að maður staðni ekki heldur haldi áfram að þroskast og skilja hlutina betur og hafa rétt á að skipta um skoðun með auknum þroska." - Er þetta starf þitt kannski upphafíð að beinum afskiptum þínum af stjómmálum í framtí- ðinni? „Nei, ekkert frekar. Ég hef aklrei hugleitt það í alvöru að taka beinan þátt í stjómmála- starfi. í fljótu bragði virðist mér það vera of krefjandi fyrir ein- kalíf manns og áhugamál." Guðmundur er spurður að því hvort hann hafí þekkt hinn nýja yfírmann sinn, Birgi ísleif, vel fyrir. Hann svarar því til að hann hafi þekkt Birgi sem þingmann þegar hann var sjálfur þingfrétta- ritari Morgunblaðsins. „Það er skemmtilegt að fyrstu afskipti mín af stjómmálum voru á kosn- ingadag fyrir 20 árum eða árið 1967, þegar ég var ellefu ára. Þá var ég alveg friðlaus að fá að beita mér í Alþingiskosningunum og suðaði í móður minni þar til hún lét undan og hringdi í Birgi. Ég fékk svo starf á kjördaginn á kosningaskrifstofu hjá honum og konu hans Sonju Backman. Birgir ísleifur er mjög reyndur stjóm- málamaður, býr yfír mikilli þekkingu og ég er í hópi þeirra fjölmörgu sem kunna að meta stíl hans.“ Að lokum upplýsir Guðmundur að hann sé kvæntur Vöku Hjal- talín, sem vinni hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins. Böm þeirra séu Ingvar Rafn, átta ára, og Salóme, tæplega fjögurra ára, en enn einn borgari sé væntanlegur í heiminn í septemberlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.