Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987
17
8-
Tívolí-
tónleikar
í Kaup-
mannahöfn
Tvíolí í Kaupmannahöfn er ekki
aðeins undurgóður skemmtigarður
heldur glæsileg umgjörð um líflega
tónlistarstarfsemi. Inni í garðinum
miðjum er myndarlegt tónleikahús
og þar eru nánast tónleikar á hveiju
kvöldi. Hafíð það í huga, næst þeg-
ar þið eigið leið um borgina.
Svona til að gefa hugmynd um
á hverju þið getið átt von þar á
næstunni, þá er hér gripið niður í
dagskrá næstu vikna. Mánudaginn
10. ágúst flytur Varsjár-strengja-
kvartettinn tónlist eftir Haydn,
Ravel og Tjækovskí. 12. ágúst er
stórviðburður. Þá flytur pólska út-
varpshljómsveitin pólska sálumessu
eftir Krzysztof Penderecki, ásamt
pólska fílharmóníukómum og það
er tónsmiðurinn sjálfur, sem heldur
um sprotann. Sannarlega eitthvað
til að taka eftir. Kvöldið eftir flytur
sama hljómsveit og kór 3. sinfóníu
Szymanowksis undir stjóm Antoni
Wit. 15. ágúst stjómar Thomas
Sanderling Tívólí-hljómsveitinni í
4. sinfóníu Brahms og Ivo Pogor-
elich spilar með í píanókonsert
Tjækovskís. Það rifjast kannski upp
fyrir einhveijum að Pogorelich kom
einu sinni hingað á listahátíð. 19.
ágúst spilar svo enn einn aðkomu-
maður með Tívolí-hljómsveitinni
undir stjóm Jahn Frandsen, sumsé
fíðluleikarinn rússenski, Viktóría
Mullova. Hún spilar Ijækovskí, ekki
ólíklega. 22. ágúst flytur útvarps-
hljómsveitin ásamt kór óperuna
Faust eftir Gounod, það er hljóm-
sveitaruppfærsla. Þá erum við
komin að 8. september, en það kvöld
spilar ísraelska fílharmóníuhljóm-
sveitin, undir stjóm síns manns,
sem er Zubin Mehta, Prókoffíeff-
og Tjækovskí-sinfóníur. Og 11.
september syngur spánska söng-
konan Montserrat Caballé óperuarí-
ur með garðhljómsveitinni.
Eins og sjá má er þessi dagskrá
með nokkmm glæsibrag, svo ekki
sé nú meira sagt. Heppni að vera
í borginni þessi kvöldin og þau em
reyndar fleiri góð þama. Bara að
kíkja í blöðin, þegar þið eigið leið
um, eða þá bæklinga yfír það sem
er að gerast.
Dúr
og Moll
Ef einhver skyldi vera búinn að
gleyma því, þá er listahátíð nú á
næsta ári, nánar tiltekið í júní.
Dagskráin liggur ekki enn fyrir
hvað tónlistarefni snertir, utan hvað
Askenasy heldur væntanlega ein-
leikstónleika. Óneitanlega langt
síðan síðast, svo aðdáendur hans
geta glaðst við tilhugsunina. Svo
er bara að vona að annað verði
eftir þessu, ekki sízt að innlendir
tónlistarmenn fái að spreyta sig á
spennandi verkefnum.
Tónlistarlífið er gjaman í sum-
arfríi þessa mánuðina, þó skemmti-
legar undantekningar séu, eins og
sumartónleikamir í Skálholti. Nú á
næstunni, nánar tiltekið 16. ágúst,
kemur ungt fólk saman og heldur
tónleika hér. Þetta er mest fólk, sem
er í námi erlendis, en notar sumar-
fn'ið til að efla sig og aðra. Sams
konar uppákoma var höfð í fyrra.
Stjómandinn heitir Guðmundur Óli
og er að læra sijómun í Utrécht í
Hollandi. Á efnisskránni er verk
eftir skólabróður hans, Hróðmar
Helgason, en líka eftir Mozart og
Stravinsky. Góður aðdragandi að
vonandi ánægjulegu tónlistar-
hausti.
Mynt Jóhannes-
arriddaranna
Minnispeningur sleginn í París árið 1980 á 500 ára ártíð orystunnar
miklu á Rhodos. A framhlið er brjóstmynd af Pierre d’Aubusson
stórmeistara Jóhannesarriddaranna. Á bakhlið er mynd frá bardag-
anum. Tyrkir ráðast til uppgöngu.
___________Mynt_______________
Ragnar Borg
Krossferðimar hófust opinberlega
árið 1095 er kristnir Vestur-Evr-
ópubúar hófust handa við að frelsa
hina helgu gröf frá múslimum. Páfa-
stóll studdi þessa herleiðangra af
einlægni, en ætlunin var að stöðva
yfírgang múslima eilíflega.
Undanfari krossferðanna nokkr-
um árum áður, er Seljúka-Tyrkir
hertóku Jerúsalem, forsmáðu þannig
kristna menn og trufluðu pflagríma-
ferðir til borgarinnar helgu.
ítalskir kaupmenn fengu leyfí hjá
Kalifunum af Egyptalandi til að reisa
spítala nærri hinni helgu borg svo
hægt væri að hjúkra veikum og fá-
tækum pílagrímum. Var það árið
1080. Fyrsti rektor Sánkti Jóhannes-
arspítalans var Benediktarmunkur-
inn de Tunce. Stofíiaði hann reglu
Jóhannesarriddara, að undirlagi
Baldvins fyrsta af Jerúsalem. Ridd-
aramir, eða hjúkraramir, sem þeir
voru einnig kallaðir, skuldbundu sig
til að veija kristna pflagríma og
hjúkra særðum.
Árið 1120 er tilnefndur nýr stór-
meistari, franskur prins, að nafni
Raymond du Puy. Hafði hann for-
ystu um að reglan eignaðist nýja
stofnskrá. Riddaramir unnu heit um
hreinlífi, bræðralag, fátækt og
hlýðni. Riddaramir tóku til vopna
„til vamar hinni helgu trú gegn
gengdarlausum árásum trúleys-
ingja". Á þessum grunni byggðist
svo regla Jóhannesarriddara.
Reglan auðgaðist skjótt því þakk-
látir krossferðariddarar, sem hjúkrað
hafði verið á spítalanum, gáfu regl-
unni ríkulegar gjafír. Árið 1136 fékk
reglan Bethgeblin kastala, en hann
var ágætt virki. Þriðja krossferð var
farin um þessar mundir, en ekki tókst
Innsigli Jóhannesarriddaranna.
Þessi peningur var sleginn á
Möltu. Innsigli stórmeistarans er
á framhlið, en á bakhlið innsigli
Jóhannesarriddaranna, eða rétt-
ara sagt Mölturiddaranna er þeir
nú nefndust.
enn að hrekja Múslimana úr hinni
helgu borg. I lok 12. aldar átti regl-
an marga sögufræga kastala og
lendur dýrar. Er ljóst varð að þriðja
krossferð hafði orðið árangurslaus,
hófst undirbúningur hinnar fjórðu
og auðvitað var Innocentius 3. páfí
einn aðal stuðningsmaðurinn. Skyldi
nú halda til Egyptalands, en þar var
þá mest veldi múslima. Krossferða-
riddarar söftiuðust saman í Feneyjum
og komu víða að, en meðal þeirra
voru Jóhannesarriddaramir úr
landinu helga. Er herinn var allur
saman kominn kom í ljós, að fé vant-
aði fyrir fargjaldinu til Egyptalands
og fljótlega fóm menn að skuldafyr-
ir mat og húsnæði. Eurico Dandolo,
sem þá var hertogi af Feneyjum,
fann þó ráð til úrbóta. Riddaramir
Silfur- besant, sleginn af Jóhann-
esarriddurum á Kýpm- eftir að
þeir höfðu flúið þangað eftir
árásina á Konstantinopel. Myntin
er frá því um 1300.
skyldu hjálpa hertoganum að leggja
undir sig borgina Lara, sem var að
vísu borg kristinna manna, en undir
Ungveijalandskonungi. Páfi varð
æfur og á móti herforinni, en það
stoðaði ekkert. Krossfaramir unnu
borgina og rændu árið 1202. Þótti
nú mörgum heldur hafa breyst fyrri
hugsjón krossferðariddara. Verra
skyldi þó koma.
Eftir að hafa legið kaldan vetur í
Lara töldu Feneyjingar.riddarana á
að fylgja þeim til Konstantínópel, til
að tryggja að Alexis yrði kjörinn
keisari hins Austrómverska ríkis.
Borgarbúar í Konstantínópel fyrirlitu
Alexis og gerðu uppreisn gegn hon-
um. Yfir þessu urðu krossfarar reiðir
mjög, lögðu undir sig borgina og
rupluðu. Var nú mælirinn fullur.
Voru riddaramir gjörðir útlægir úr
Austurrómverska ríkunu og urðu að
leita sér að nýjum samastað. Fóru
þeir til Kýpur en glötuðu öllum lend-
um og köstulum í landinu helga.
Voru samt það ríkir að þeir komust
vel af.
Er þeir komu til Kýpur var þeim
tekið opnum örmum og fengu borg-
ina Limasol. Komu sér upp flota og
heijuðu meðal annars á Alexandríu
í Egyptalandi en fengu ekki sigur.
Upp kom ósætti milli riddaranna og
eyjaskeggja á Kýpur og lögðu riddar-
amir því undir sig eyna Rhodos árið
1310, en eyjan hafði löngum verið
undir stjóm sjóræningja frá Tyrkl-
andi og Arabalöndum. Stofnuðu
Jóhannesarriddarar svo á Rhodos
sjálfstætt ríki með eigin mynt. Létu
riddaramir nú af landhemaði, fóru
í víking og heijuðu á Múslima af sjó.
Næstu tvær aldir notuðu Jóhann-
esarriddarar til að fegra eyjuna og
víggirða. Ennfremur öðluðust þeir
ítök á Ítalíu, á Spáni, Frakklandi,
Englandi og Þýskalandi. Þeir sigruðu
tyrkneska flotann við Smyma og
vakti hetjuleg barátta þeirra aðdáun
manna í Evrópu.
Árið 1520 varð Suleiman, 26 ára
að aldri, soldán af Tyrkjaveldi. Gjörði
hann kunnugt að hann myndi leggja
undir sig Belgrad og Rhodos.
Belgrad féll árið 1521 en Rhodos
árið 1522, er Tyrkir höfðu grafið gíg
gegnum klettana, undir virkin á
Rhodos og komu upp í miðju vígi
riddaranna, eftir langa umsát. Þeir
fáu riddarar sem lifðu umsátrið og
bardagana fengu að yfirgefa eyna
með fullum sóma.
Enn voru Jóhannesarriddarar út-
lægir. Fóru þeir fyrst til Viterbo,
norður af Róm á Ítalíu og sóðan til
Nice á Frakklandi. Að lyktum náðust
samningar við Karl 5. Spánarkon-
ung, um aðsetur á eynni Malta.
Riddaramir sóru Spánarkonungi
hollustu og greiddi fyrir „einn fálka“.
Árið 1530 fengu riddaramir yfírr-
áð yfir eyjunum Möltu og Gozo og
Tripoliborg með köstulum og virkj-
um. Eftir það vom þeir nefndir
Mölturiddarar.
Á Möltu voru riddaramir til ársins
1798, er Napóleon lagði eyna undir
sig í herför sinni til Egyptalands.
Enn á ný fóru riddaramir í útlegð
þótt Napóleon gæfí þeim kost á að-
stöðu á Frakklandi.
Regla Jóhannesarriddara er í dag
starfandi f Róm og í Bandaríkjunum
og er hún eina riddarareglan sem
enn starfar. Brot af myntsögu regln-
anna hefir hér verið skráð.
Margir íslenskir ferðamenn hafa
skoðað byggingar riddaranna á Rho-
dos og Möltu. Ljúka þeir upp einum
munni um fegurð og tignarleik þeirra
bygginga, sem enn standa.
Q
NIPPARTS
Það er sama hverrar
þjóðar bíllinn er.
Við eigum varahlutina.
EIGUM A LAGER:
KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI,
STARTARA, ALTERN ATORA, SÍUR,AÐALLJÓS,
BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl.
KREDITKORTA ÞJONUSTA
Úrvals varahlutir
AMERISKAN BIL.
BiLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300