Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
46
Van Leeuwen erstærsta lagerfyrirtæki röra og fyígihluta þeirra
íEvrópu. Sindra Stál rekur stærstu birgðastöð fyriríslenskan
málmiðnað.
Öflugtsamstarfvið V. Leeuwengerirokkurkleiftaðbjóðafjölbreytt
úrval af svörtum og galvaniseruðum pípum, prófílpípum,
heildregnum pfpum og suðutengjum.
Skjót og öflug þjónusta vegna sérverkefna!
VAM LEEIIWEN iSi
STALHR
Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.
ÞEGAR TVEIR
STERKIR STANDA
AD ÞUÓNUSWNNI...
Eftirlit á
hálendi bar
mikinn
árangur
EFTIRLIT lögreglu á há-
lendinu í sumar er að mati
lögreglustjórans í
Reykjavík, Böðvars Braga-
sonar, þarft nýmæli og
verður haldið áfram.
í vor ákvað lögreglustjórinn að
hrinda hugmynd um eftirlit á há-
lendinu í framkvæmd og voru tveir
lögreglumenn á vel útbúnum bíl
settir til starfans. Ákveðið var að
eftirlitinu yrði haldið uppi í þijá
mánuði, júní, júlí og ágúst. Að sögn
Böðvars hefur þetta starf mælst
mjög vel fyrir og greinilegt að fólk,
bæði ferðamenn og ekki síður
starfsfólk á hinum ýmsu stöðum
uppi á hálendinu, telja að með þessu
sé öryggi þeirra aukið til muna.
„Eftirlit þetta er margvíslegt og
unnið í samvinnu við ýmsa aðila,
eins og til dæmis lögreglumenn
víðs vegar um landið, Vegagerð
rfkisins, Náttúruvemdarráð, land-
verði á hálendinu og auk þessa var
mjög góð samvinna við þyrluflug-
menn Landhelgisgæslunnar," sagði
Böðvar. „Eftirlitið beindist fyrst og
fremst að hálendisvegum, akstri
utan vega, ástandi fólks og öku-
tækja á tjaldstæðum og öðrum
áningarstöðum. “
Böðvar sagði að þrátt fyrir að
eftirlitið væri vel kynnt í fjölmiðlum
hafi borið nokkuð á því að lögreglu-
menn þurftu að hafa afskipti af
fólki sem hagaði þannig ferðum
sínum að það olli skemmdum á
gróðri og spjöllum á landi og var
þar um að ræða menn á ýmis kon-
ar ökutækjum, bæði jeppum og
fjórhjólum. „Þetta eftirlit hefur
skilað mjög miklum árangri og
hefur það sannað að á því er þörf,“
sagði Böðvar. „Hálendið er tak-
mörkuð perla, sem þarf að fara vel
með. í dag gerum við það hins
vegar alls ekki og það þarf að
bæta.“
Slasaðist
í árekstri
EINN maður slasaðist nokkuð í
hörðum árekstri á mótum Höfða-
bakka og Stekkjarbakka á
föstudagsmorgun.
Áreksturinn varð með þeim hætti
að bifreið var ekið suður Höfðabak-
kann. Annarri var ekið upp Stekkj-
arbakkann og í veg fyrir hina. Ur
varð hinn harðasti árekstur og slas-
aðist annar ökumaðurinn nokkuð
innvortis. Báðar bifreiðamar eru
mikið skemmdar.
FRAMPARTAR A
STÓRLÆKKUÐU VERÐI!
LJÚFFENGIR í KJÖTSÚPUNA
OG POTTSTEIKURNAR.
HREIN NÁTTÚRUAFURÐ
- HOLLT OG
BRAGÐGOTT KJÖT.
HAGKAUP
SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJÖRGARÐI
AKUREYRI NJARÐVÍK