Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 29 ing á allri starfsemi flokksins. Starfsvið forustumanna og starfs- manna Sjálfstæðisflokksins þarf að endurskoða með sérstakri áherslu á hvemig áróðursmálum hans verði best háttað. Beita verður nýjum aðfgerðum s.s. skoðanakönnunum til þess að kanna stöðu og ímynd Sjálfstæðisflokksins meðal kjós- enda og hagnýta þær til þess að koma sjálfstæðisstefnunni sem best á framfæri." segir síðan í ályktun- inni. Skilaboð í 10 liðum Með stjómmálaályktuninni voru samþykkt skilaboð í 10 liðum sem ungir sjálfstæðismenn vildu senda forustumönnum flokksins. Þar á meðal að verðbólgu verði komið niður á hliðstætt stig og í helstu viðskiptalöndum okkar. Mótmælt er harðlega öllum nýjum sköttum og sagt að við myndun núverandi ríkisstjómar hafí verið gengið allt of langt í skattahækkunum. Þá em ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hvattir til að taka fomstu um sölu ríkisfyrirtækja, hvatt til að íjár- hagslegt og stjómunarlegt sjálf- stæði skóla verði aukið og einkarekstri í skólakerfi veitt aukið svigrúm. Krafist er að framtíð Lánasjóðs ísl. námsmanna verði tryggð, gert verði stórátak í vega- málum, öflugt atvinnulif á lands- byggðinni verði skapað, bent á að rýmka þurfí reglur um gjaldeyri- sviðskipti, lög verði sett um hringa- myndun og gegn einokun, og að lokum að frelsi nýju útvarpsstöðv- anna verði tryggt, og Rás 2 verði boðin út. Heimild til nýtingar á hvölum tryggð Sérstök ályktun um einkavæð- ingu var samþykkt á þinginu og á .þessu þingi var ályktað í fyrsta skipti sérstaklega um umhverfísmál þar sem lögð er áhersla á aukið mikilvægi umhverfísmála í nútíma þjóðfélagi. í ályktun um atvinnumál var sérstaklega tekið til hvalveiða við ísland og hvatt til að Islending- um verði tryggð heimild til áfram- haldandi nýtingar á hvalastofnum við landið um leið og hótanir Banda- ríkjamanna sem og annara þjóða og öfgahópa vegna hvalveiða ís- lendinga voru fordæmdar. Þá var í ályktun um utanríkismál ma. hafnað að lýsa Norðurlöndin einhliða kjarnorkuvopnalaus enda sé slíkt ekki raunhæft nema sem hluti af víðtækara samkomulagi um að draga úr vígbúnaði og spennu í Evrópu. Að auki var sérstök ályktun samþykkt þar sem lýst var yfír stuðningi við Káre Willock í emb- ætti framkvæmdastjóra NATO. Þinginu lauk með kosningu í stóm SUS. Frá Reykjavík náðu þessi kjöri í röð eftir atkvæðafjölda: Hreinn Loftsson, Sigurður M. Magnússon, Rósa Guðbjartsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Lýður Friðjónsson, Belinda Theriault, Amar Hákonarson, Eva Georgs- dóttir og Eiríkur Ingólfsson. Frá Reykjanesi náðu kjöri: Sigr- ún Traustadóttir, Svanlaug Jóns- dóttir, Haraldur Kristjánsson, Ámi M. Mathiesen, Hlynur Guðjónsson. Frá Suðurlandi náðu kjöri Þór Kristjánsson og Ólafur Bjamason og frá Vestfjörðum náði kjöri Hall- dór Jónsson. I öðmm kjördæmum var sjálfkjö- rið í stjóm. Fyrir Austurland var kjörin Bóthildur Sveinsdóttir, fyrir Vesturland Guðlaugur Þórðarson, fyrir Norðurland eystra Davíð Stef- ánsson og Sigurður Aðils og fyrir Norðurland vestra Júlíus Guðni Antonsson. Morgunblaðið/Theodór Þórðarson Sigurbjörn Magnússon óskar Árna Sigfússyni til hamingju eftir að úrslit í formannskjöri SUS voru ljós. Við mumim byggja þetta samband upp - segir Árni Sigfússon, nýkjörinn formaður SUS „ÉG vona að við höfum hér á þinginu sýnt í málefnalegri vinnu nokkuð breiðari mynd en oft hefur verið áður, þrátt fyrir að þingið hafi einkennst af form- annskjörinu. Á næstunni munum við byggja upp þetta samband og kynna fyrir þjóðinni hvað við höfum verið að gera hér og hver okkar markmið eru,“ sagði Árni Sigfússon borgarfulltrúi i sam- tali við Morgunblaðið eftir að hann hafði verið kjörinn formað- ur Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Ami sagði aðspurður að kosn- ingabaráttan hefði að vissu leyti verið óvægin en greinilegur vilji væri fyrir að sú barátta væri frá. „Nú standa Sjálfstæðismenn sam- einaðir og mér þykir mjög vænt um orð Sigurbjöms þegar úrslitin vom ljós þar sem hann hvatti sína stuðn- ingsmenn til að fylkja sér um nýja formanninn. Ég met hann mjög mikils og vil gera mitt til þess að virkja hæfíleika hans í þágu flokks- ins og þjóðarinna. Og mitt verkefni er að byggja upp hreyfínguna og samband manna innan hennar og það verður hluti af verkefninu að jafna ágreining ef eitthvað slíkt hefur komið upp f þessari kosninga- baráttu," sagði Ámi Sigfússon. Ámi vildi að lokum öllum þeim sem lögðu sitt lóð á vogarskálimar tl að ná þessum úrslitum fram. m vmmmiDmmimmj i r ÍMJLBSANJ HÁTT Haustnámskeiðin hefjast 14. september. - Fjömgar hópæfingar (og núna sérstakir hjónatímar) fyrir hresstfólk á öllum aldri, morgun, kvölds og um miðjan dag. Minnum á leikhornið okkarog einnig ergæsluvöllur við Gullteig,opinn kl. 9:30-12 og 13:30-17. Innritun er hafin í símum 687801 og 687701 frá kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga. í/ <m SÓLEYJAR Nýjung Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar í Dansstúdíói Sóleyjar. Samkvæmisdansar: Suöuramerískir dansar, standard dansar, barnadansar og gömlu, góöu gömludansarnir. Innritun í símum 641111,40020 og 46776.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.