Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B Síðustu skoðanakannanir í Danmörku: Sljórn Schliit- ers heldur sínu Kaupmannahtífn, Reuter. KOSNINGAR til danska Þjóð- þingsins fara fram í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtar voru á sunnudag, mun fjögurra flokka minnihlutastjóm Pouls SchlUters halda velli, en verður þó áfram að treysta á stuðning Róttæka vinstriflokks- ins. Samkvæmt skoðanakönnun, sem fyrirtækið Observa gerði fyrir Jyl- lands Posten, munu stjórnarflokk- amir og Róttæki vinstri flokkurinn fá samtals 47% atkvæða, sem tryggir þeim meirihluta á þingi, en helstu stjómarandstöðuflokkamir fá aðeins 42% samanlagt. Schliit- er sagði í ávarpi til kjósenda í gær að einungis endumýjað umboð stjómar sinnar gæti bjargað Dönum út úr efnahagsvandræðum þeirra. „Fjórflokkastjórnin hefur sannar- lega ekki leyst öll vandamálin sem biðu hennar, en við höfum breytt atburðarásinni á afgerandi hátt,“ sagði Schlúter. Anker Jörgensen, leiðtogi stjóm- arandstöðunnar, sagði hins vegar að kjósendur hefðu skýra valkosti, annars vegar tryggð Jafnaðar- mannaflokks hans við „hið norræna velferðarríki" eða „breskt þjóðfélag í anda Margrétar Thatcher." Sjá einnig: „Fjórflokkastjórnin fær líklega brautargengi" á miðopnu. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Tyrklandi: Stj ór narandstaðan vinnur nauman sigur Ozal boðar skyndikosningar Ankara, Reuter. TURGUT Ozal, forsætisráðherra Tyrldands, boðaði í gær til kosn- inga í nóvember eftir að ljóst varð að naumur meirihluti var fyrir því í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem fram fór á sunnu- dag, að 55 foringjar stjómarand- stöðunnar fái að hefja að nýju þátttöku í stjórnmálum. Stjórn- málamennirnir vora útilokaðir frá opinberum afskiptum af stjóramálum árið 1982. Er aðeins var eftir að telja upp úr 60 kjörkössum af 98.000, höfðu 50,24% kjósenda greitt atkvæði með því að stjómmálaforingjamir ættu afturkvæmt í sviðsljósið nú þegar, en 49,76% greiddu atkvæði á móti. Látið er á hinn mikla fjölda mótat- kvæða sem sigur fyrir Ozal, en hann hafði lagst gegn afléttingu bannsins. Stjómmálaskýrendur tetja að ákvörðun hans um að halda kosningar í nóvember, ári áður en kjörtímabil hans rennur út, sé ætluð til þess að styrkja stöðu Fóstuijarð- arflokks hans, skapa glundroða meðal vinstriflokka og sjá til þess að stjómmálamennimir, sem nú snúa aftur til baráttu, hafi skamm- an tíma til kosningaundirbúnings. MH Reuter Helmut Kohl, kanslari Sambandslýðveldisins Þýskalands, og Erich Honecker, leiðtogi kommúnistaflokks Þýska alþýðulýðveldisins, tak- ast í hendur i upphafi heimsóknar Honeckers tU Bonn. Sægur fréttamanna fylgist með. Stríð Chad og Líbýu: Loftárás á N’djameua N’tÖamena, Beirút, Reuter. LÍBYUMENN gerðu í gær loft- árás á höfuðborg Chad, N’djam- ena. Franskar hersveitir, sem veija borgina, skutu niður Tup- olev-sprengjuflugvél Líbýu- manna, en önnur slapp. Árásin var greinilega gerð í hefndar- skyni fyrir innrás Chadbúa i Libýu á laugardaginn. Flugvélamar, sem réðust á N’djamena, höfðu áður varpað sprengjum á bæinn Abeche, 700 kílómetra austan við höfuðborgina. Þar féllu tveir og sex særðust. Frakkar skýrðu frá því að aðeins tveir hefðu fallið í N’djamena og ekki orðið teljandi tjón. Líbýumenn sögðust hins vegar hafa hæft mikil- væg skotmörk. í París gaf líbýska sendiráðið út yfírlýsingu, þar sem Frakkar eru sakaðir um að magna upp stríðið milli grannríkjanna og að franska stjómin ætti nú í „beinum átökum" við Líbýu. í yfírlýsingu frá chadfska ut- anríkisráðuneytinu sagði að Chadbúar hefðu dregið hersveitir sínar til baka af líbýsku landsvæði eftir að hafa eyðilagt herstöðina Maaten as-Sara og 25 flugvélar Líbýumanna á laugardag. Ráðu- neytið deildi einnig óbeinum orðum á Frakka fyrir að vilja ekki veita her landsins vöm gegn loftárásum í norðurhluta landsins, en Frakkar vilja ekki skipta sér af bardögum um landamærabæinn Aouzou. Honecker í Vestur-Þýskalandi: Sósíalismi og kapítalismi eru eins og eldur og vatn Bonn, Reuter. ERICH Honecker, leiðtogi aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, kom til Vestur-Þýskalands í gær í opinbera heimsókn sem markar timamót í samskiptum ríkjanna. Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, og Weizsftcker, forseti ríkisins, tóku á móti leiðtogan- um. Kohl krafðist þess meðal annars í ræðu sinni að kröfum þýsku þjóðarinnar yrði mætt með því að Berlínarmúrinn yrði rif inn Beirút: Þýskum gísl sleppt Damaakug, Bonn, Beirút, Reuter. VESTUR-Þjóðveijinn Alfred Schmidt, sem mannræningjar í Beirút hafa haldið i gislingu f átta tnánuði, var látinn laus f gær og flaug heim til Þýskalands i gærkvöldi. Talið er að Sýrlend- ingar og íranir hafi beitt mannræningjana þrýstíngi tíl að fá Schmidt lausan, en stjómvöld f Bonn neita þvi að þau hafi sam- ið við ræningjana um að láta lausa fanga f skiptum fyrir hann. Schmidt var látinn laus í Beirút í gærmorgun, en ekki er vitað ná- kvæmlega hvemig það fór fram. Hann kom til Damaskus í gær- kvöldi og virtist þreyttur og tekinn. Fréttamenn fengu ekki að hafa tal af honum. Þýska dagblaðið Bild skýrði frá því í gær að samningaviðræður um lausn Schmidts og Rudolfs Cordes, annars Þjóðveija, sem var rænt um svipað leyti og Schmidt, hefðu stað- ið yfír í margar vikur. Mannræn- ingjamir, sem kalla sig Baráttu- menn frelsisins, gáfu út yfírlýsingu í gær, þar sem þeir þökkuðu Sýr- lendingum þátt þeirra í lausn málsins. Að sögn Bild hafa ræningj- amir gefið loforð um að sleppa Cordes fljótlegá. Reuter Alfred Schmidt faðmar að sér vin sinn á Damaskus-flugvelli áður en hann stígur upp f flug- vélina, sem flutti hann heim til Þýskalands. og austur-þýsk stjórnvöld hættu að láta skjóta menn, sem reyndu að komast vestur yfir landamær- in. Weizsftcker sagði: „Við til- heyrum einni þjóð, sem hvarf ekki f rústum seinni heimsstyij- aldarinnar. Land okkar er klofið, en f anda erum við eitt.“ Honeck- er svaraði í rseðu sinni: „Þróun sambands okkar einkennist af raunveruleika heimsins ... sósf- alismi og kapftalismi eru eins og eldur og vatn,“ og gaf með þvf f skyn að af hugmyndafræðileg- um orsökum gætu þýsku rfkin ekki sameinast. Loftið var þrungið spennu er Honecker lenti á flugvellinum við Bonn. Bæði Kohl og kommúnista- leiðtoginn virtust spenntir og stífir í framkomu, og Honecker stökk ekki bros er hann kannaði heiðurs- vörð vestur-þýska hersins, sem hann hefur lýst sem fjandsamlegri ógnun við Austur-Þýskaland. Hefðir voru brotnar bæði með því að fánar þýsku ríkjanna, sem eru nærri þvf eins að gerð, blöktu nú hlið við hlið í fyrsta skipti og herhljómsveit lék þjóðsöng Alþýðu- lýðveldisins, sem lengi var bannað- ur f vesturhluta landsins. Við byggingu kanslaraembættis- ins stóð hópur ungmenna og hélt á borða, sem á stóð: „Þýskaland, sameinaða föðurland", en það eru orð tekin úr fyrrum þjóðsöng Aust- ur-Þjóðveija. Textanum var breytt er kommúnistastjómin féll frá kröf- unni um sameiningu Þýskalands undir sinni stjóm. A Múnsterplatz í Bonn byggðu nokkrir kaþólikkar eftirlíkingu af Berlínarmúmum, sem Honecker hafði forgöngu um að yrði reistur árið 1961. Honecker lagði í ræðu sinni áherslu á að þýsku ríkin yrðu að starfa að friði, slökun og afvopnun, en þó samkvæmt stöðu sinni í hem- aðarbandalögunum tveimur, NATO og Varsjárbandalaginu. „Mikilvæg- asta markmið mitt er að sjá, hvemig þýsku ríkin tvö geta tryggt að stríð komi aldrei aftur frá þýskri grund, aðeins friður," sagði leiðtoginn. Honecker verður f tvo daga í Bonn til viðræðna við Kohl, en síðan mun hann meðal annars heimsækja fæðingarbæ sinn í Saarlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.