Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 Heimsókn Forseta Islands til Færeyja: Sólja Nilsen býður Vigdísi Finnbogadóttur velkomna til Færeyja. Þórshöfn, Færeyjum. Frá Sigurði Jónssyni BÖRNIN voru mjög áberandi þar sem forseti íslands fór um ÖRYGGI Höfum fyrirliggjandi á mjög góðu verði flestar gerðir af öryggjum frá Sipe, Portúgal. nflTtJi\ii\i ” HÓFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK 5ÍMI: 685656 og 84530 Morgunblaðið/RAX Cecilia Poulsen tveggja ára frá Sumba brosir sinu blíðasta við forseta íslands Innilegar móttökur og eftirvænting á Suðurey Tengslin við ísland frá sjósókn Fær- eyinga á Islandsmiðum lifa enn Þórshöfn, Færeyjum. Frá Sigurði Jónssyni fréttaritara Morgunblaðsins. ÍBÚAR Suðureyar, sem alið hefur flesta framámenn Færeyinga, fögnuðu Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands af miklum innileik á laugardaginn. Þegar Vigdís gekk frá þyrlunni sem flutti hana til Froðba á Suðurey gengu nokkur börn úr nágrenninu í veg fyrir hana og afhentu henni að eigin frumkvæði nokkur villt blóm sem þau tíndu á meðan þau biðu. Sólja Nilsen ásamt móður sinni Andreu í Sandavogi. Börnin túlka þann -anda sem þau finna heima hjá sér fréttaritara Morgunblaðsins. á ferð sinni um Færeyjar. Sólja Nilsen var fyrst færeyskra barna að heilsa forsetanum á flugvellinum og hún passaði einnig upp á að fylgjast með þegar Vigdís kvaddi í gær. Sójja er fimm ára og á heima i Sanda- vogi, dóttir Jóannesar Nilsen bæjarstjóra þar og konu hans Andreu. Andrea hefur oft komið til íslands og keppt i handbolta og blaki en hún er í landsliði Færeyja í þeim greinum. Sólja var í sjöunda himni yfir kynnum sínum af Vigdísi á flug- vellinum og fylgdist vel með ferðum hennar þegar frásagnir birtust í sjónvarpi. Svo var einnig um önnur færeysk böm, þau þyrpt- ust að forsetanum hvar sem hún átti viðdvöl og voru áköf í að heilsa henni. „Bömin hafa það eftir sem full- orðnir hafa fyrir þeim. Bömin eru að túlka þann anda sem þau fínna heima hjá sér. Þau búa enn við það frelsi að geta gengið fram og sagt það sem þeim finnst án þess að finnast það framhleypni," sagði Vigdís forseti um þátt færeyskra bama í móttökum Færeyinga. Atli P. Dam lögmaður og kona hans frú Sólvá voru meðal þeirra sem fylgdu forseta tslands um Suðurey. Atli P. Dam er einn þeirra þriggja lögmanna sem Suðurey hefur alið, af sex sem setið hafa, en faðir hans Peter M. Dam var einnig lögmaður. Tek Færeyinginn heim með stolti Hvar sem Vigdís kom við á leið sinni um Suðurey var fyrir hópur bama með færeyska og íslenska fána. í skólanum í Trongisvogi var Vigdísi afhent að gjöf líkan af kúttemum Speedvei sem byggður var í Englandi um 1900. Færeyingar stunduðu veið- ar við ísland á slíkum bátum upp úr aldamótum. Dánjal av Rana sem af- henti gjöfina sagði að hún væri táknræn fyrir þýðingu fiskjar af ís- landsmiðum fyrir byggðimar. Á fótstykki líkansins er silfurskjöldur þar sem grafið er:„ Til forseta ís- lands. Við tökk fyri vitjanina á Tvöroyri 5. sept. 1987, Tvöroyrar býráð, Hvalbyar bygdráð, Fámjins bygdráð." í þessum bæjarfélögum búa samanlagt 2100 manns og þaðan eins og af allri Suðurey og víðar fóru menn á íslandsmið til veiða. „Ég tek Færeyinginn með stolti heim," sagði Vigdís og áður en hún fór þakkaði hún fyrir „gestum blíðu," sem henni var sýnd á staðnum. Lítil bygðariög með góðri aðstöðu „Hér er rólegt og gott að vera,“ er dæmigert fyrir svör fólks í minni byggðarlögum í Færeyjum þegar spurt er hvemig sé að eiga þar heima. Það sem vekur athygli er hversu að- búnaður á þessum stöðum er góður og samgöngur einnig. Allir vegir og slóðar eru malbikaðir, hvergi malar- eða forarvegur. Einnig er eftirtektar- vert hversu góð íþróttaaðstaða er víða. í bænum Vogi á Suðurey, 1700 manna byggðarlagi, er til dæmis gervigrasvöllur. Þar er öll íþróttaað- staða rekin af íþróttafélaginu fyrir framlög úr sveitarsjóði sem einnig byggir aðstöðuna. A leiðinni um Suðurey var komið í Porkeri og 140 ára gömul kirkja staðarins skoðuð. Palli Bech safnaðar- formaður og 75 ára hetja af ísland- smiðum á fyrri tíð sagði að það hefðu í það minnsta tvær kirkjur staðið á sama staðnum. í Þessari kirkju tíðkaðist það að fólk gaf henni gjafir þegar sjómenn komu heilir úr sjávar- háska. Þar hangir ljósakróna sem gefin var 1893 eftir giftusamlega heimkomu báts af íslandsmiðum. Sungið og spjallað í Sumba Eftir mjög góðar og innilegar mót- tökur í Vogi og matarboð hjá bæjar- stjóminni þar hélt forsetinn ásamt fylgdarliði upp á Beinisvörð. Þar er þverhnípi í sjó fram og hrikalegir klettar sem gnapa við hafi. Þama var áður mikið sigið í björg enda bjargið fullt af fugli. Nokkuð er gert af slíku ennþá. í þorpinu Sumba þar sem búa um 500 manns var gerður stuttur stans. Sólin skein í heiði og fólkið safnaðist um forsetann sem beið þar komu þyrlu er flutti hana til Þórshafnar. „Það gerist nú ekki svo mikið héma að þetta er mikil upplifun," sagði ein húsmóðirin og sagðist halda að konur þar og víðar á Færeyjum gengju beinni í baki eftir þessa heimsókn. „Vigdís er mjög vingjamleg og það hafa allir hlakkað til að sjá hana,“ sagði önnur kona í hópnum. „Og krakkamir eru sérstaklega spenntir," bætti hún við. Auðséð var að bömin höfðu verið frædd um tengslin við Islendinga áður fyrr enda var sem þau ættu hvert bein í forsetanum. Á meðan Vigdís stansaði var henni afhent að gjöf eftirlíking af gömlum veiðarfærum. Fólkið hnappaðist um forsetann og bömin gáfu sig á tal við hana. Sum voru svo einlæg að þau sýndu hvar tönn hafði losnað og þau minnstu vildu gjaman láta forsetann halda á sér. Stemmningin var mjög innileg og greinilegt að þama var kærkomnum vini fagnað. í lokin söng fólkið þjóðsönginn fyrir Vigdísi og það tóku allir undir, ungir sem aldnir. „Þetta eru búnir að vera mjög hlý- legir dagar. Heimsóknin tengir fólkið saman," sagði Vigdís. „Já og þá erum við sterkari ef við stöndum saman," sagði einn úr hópnum og vísaði til norrænnar samstöðu. Það er ekki ofmælt að segja að áður fyrr hafi hugur margra Færey- inga verið á íslandi mestan hluta ársins. Gömul kona í Sumba, 86 ára, sagði bónda sinn hafa verið mestan hluta ársins á íslandsmiðum. Þetta hefðu verið erfíð ár en alls ekki slæm. í þessu litla byggðarlagi tala eldri karlmenn og skilja íslensku ágætlega. í húsum folks má sjá myndir af bátum og tojgurum frá íslandi. Menn tala vel um Islandsárin sín, hafa gaman af að riíja upp þennan tíma og láta gjaman í ljós þá ósk að samskipti landanna aukist. Að kvöldi laugardagsins sat Vigdís kvöldverðarboð hjá ríkisumboðs- manninum eftir að hafa heimsótt listaskálann í Þórshöfn. Mikilvægt að standa saman um varðveislu auðlindanna Þórshðfn, Færeyjum. Frá Sigurði Jónssyni fréttaritara Morgnnblaðsins í Færeyjum. „FÆREYINGAR meta það mikils að það skuli vera forseti íslands sem kemur í opinbera heimsókn fyrstur þjoðhöfðingja,“ sagði Atli P. Dam lögmaður Færeyja um opinbera heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur forseta sem lauk í gær. Hann sagði að Færeyingar kynnu í auðlindimar í hafínu. Heimsókn vel að meta áhuga forsetans á því Vigdísar bæri að á þeim tíma að hún að þjóðir haldi sérkennum sínum en þann áhuga lét Vigdís í ljós í heim- sókninni. Hann sagði að farið hefði verið með forsetann um staði sem getið er í Færeyingasögu til að leggja áherslu á tengsl þjóðanna á því sviði. Saga Færeyja væri skráð á íslensku því Færeyingar hefðu ekki fengið rit- mál fyrr en á síðustu öld. Atli P. Dam lögmaður sagði að þingmannaráð íslands, Færeyja og Grænlands hefði fengið meiri þýðingu en áður vegna ásóknar annarra þjóða gæfi áframhaldandi samvinnu aukna þýðingu. Hann gat þess og að Vest-norræni sjóðurinn hefði haft áhrif til aukinnar samvinnu þessara þjóða. Þjóðimar þyrftu að auki að beita áhrifum sínum til þess að ná fram sameiginlegum markmiðum varðandi vemdun auð- lindanna í hafinu og gæta þess að vera á varðbergi í umræðum stórvelda um friðar- og afvopnunarmál á þessu svæði. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.