Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 31 Fangaskípti í Suður-Afríku Maputo, Reuter. EITT hundrað þrjátíu og þrír angólskir stríðsfangar voru í gær fluttir með suður-afrískri flugvél til Maputo, höfuðborgar Mósambíkur. Voru þeir og tveir Evrópumenn látnir lausir i skipt- um fyrir einn Suður-Afríku- mann, sem verið hefur í angólsku fangelsi sl. tvö ár. Fangaskiptin voru ákveðin í leynilegum viðræðum, sem staðið hafa í nokkrar vikur, og er það von suður-afrískra yfírvalda, að þau geti orðið til að bæta nokkuð ímynd landsins út á við. Auk angólsku stríðsfanganna voru látnir lausir tveir Evrópumenn, annar franskur og hinn hollenskur. Frakkinn, Pi- erre-Andrei Albertini, hefur setið í fangelsi í Ciskei, einu heimaríkja blökkumanna, fyrir að neita að bera vitni við réttarhöld yfir hryðju- verkamönnum en Hollendingurinn, Klaas de Jonge, hefur haldið til í hollenska sendiráðinu í Pretoríu í tvö ár. Leitaði hann hælis þar á flótta undan suður-afrísku lögregl- unni. í skiptum fyrir þessa 135 menn fá Suður-Afríkumenn her- deildarforingjann Wynand du Toil en hann var handtekinn í Angóla og hefur verið í fangelsi í Luanda. Þótt Suður-Afríkumenn fái að- eins einn mann í skiptunum hafa þeir lagt mikla áherslu á á koma þeim um kring. Þeir vilja gera sér far um að sýnast mannúðlegri í augum umheimsins og fangelsun Albertinis hefur valdið þeim erfið- leikum í samskiptunum við Frakka. Persaflói: Hollensk her- skip á vettvang Haag, Reuter. HOLLENDINGAR hyggjast senda tvo tundurduf laslæðara til Persaflóa að sögn hollenska vamarmálaráðherrans Wilm van Eekelen. Skipin munu geta reitt sig á loftvarnir breska flotans á staðnum. Stjórn Kuwait ákvað á laugardag að vísa fimm írönsk- um sendiráðsstarfsmönnum úr landi í kjölfar þriggja eldflauga- árása írans á Kuwait. Hollendingar eru fímmta vest- ræna þjóðin sem ákveður að senda herskip á vettvang. Bandaríkin, Frakkland og Bretland eiga herskip á Persaflóa og ítalir ákváðu á föstu- dag að slást í hópinn. Búist er við að hollensku skipin láti úr höfn í næstu viku. Áætlað var að japönsk olíuskip yfirgæfu Persaflóa í gær sam- kvæmt banni Japana á siglingar japanskra skipa á flóanum. Silkworm-eldflaugin, búin til í Kína, sem lenti á landsvæði Kuw- ait á föstudag og talin er koma frá írönum, markaði að því leyti þátta- skil í Persaflóastríðinu að þetta var ótvíræðasta ógnunin við Kuwait, sem styður írak, til þessa. Að sögn vestrænna og arabískra stjórnarerindreka er ólíklegt að ír- anir hlýti friðarkalli Sameinuðu þjóðanna. Þeir munu eigi að síður ekki hindra sáttaumleitanir Perez de Cuellar, aðalritara samtakanna. BrUssel, Reuter. BELGÍSKIR fangar efndu til uppþota í tveimur fangelsum landsins í gær og fyrradag. Til- efnið var sjónvarpskvikmynd sem sýndi þann góða aðbúnað sem 26 knattspyrnuaðdáendur frá Englandi munu njóta er þeir afplána dóm vegna óeirðanna á leik Roma og Liverpool í úrslit- um Evrópubikarkeppninnar árið 1985. 13 fangar sluppu úr haldi í Saint Gilles-fangelsinu í Briissel í gær eftir að 500 fangar gerðu uppreisn. Lögreglu tókst að handsama tvo Reuter Hollendingurinn Klaas de Jonge, sem leitaði hælis í hollenska sendi- ráðinu í Pretoríu fyrir tveimur árum. Hann er nú á leið til síns heima. Sovétríkin: Andófsmenn gyðinga fá að flytj- ast úr landi Tel Aviv, Reuter. TVEIMUR sovéskum andófs- mönnum af gyðingaættum var i gær tilkynnt að þeim yrði innan skamms leyfilegt að flytjast úr landi. Mönnunum, þeim Iosif Begun og Viktor Brailovsky; var skýrt frá þessu á vegabréfaskrif- stofu Sovétstjórnarinnar, en Begun sagði frá þessu í símtali við samtök í ísrael, sem beijast fyrir frelsi sovéskra gyðinga. Þeir sögðust þó ekki vita hvenær þeir fengju vegabréfsáritunina. Begun, sem beðið hefur leyfís fyrir því að flytja úr landi í 16 ár, var fyrr í ár sleppt úr fangelsi sam- kvæmt náðun, sem barst frá Kreml. Begun er 54 ára gamall og er þekktasti andófsmaður gyðinga, sem leyft er að flytjast úr landi, frá því að Natan Scharansky var leyft að flytjast til ísrael. Brailovsky sótti um leyfi til þess að flytjast úr landi ári síðar en Begun og hefur líkt og hann mátt þola margskonar harðræði og of- sóknir. í ár hefur tala gyðinga, sem leyft er að flytjast úr landi aukist mjög. í lok síðasta mánaðar höfðu 4.681 gyðingur fengið fararleyfi, saman- borið við 985 manns allt síðasta ár. Ítalía: Komið upp um mikið vopnasmygl til Irans Belgía: Uppþot í fangelsum þeirra aftur og gerð var árás á þann hluta fangelsisins_ sem fangar höfðu á sínu valdi. Á sunnudag hafði einnig komið til átaka í For- est-fangelsinu í nágrenninu. Búist er við ensku knattspymu- aðdáendunum á næstu dögum til Belgíu og sjónvarpið sýndi mynd af tveggja herbergja vel útbúnum klefum sem bíða þeirra. Belgískum föngum fannst súrt í brotið að „Englendingamir, sem hafa 39 mannslíf á samviskunni, skuli fá slíkar móttökur“. 32 í gæsluvarðhaldi Rómaborg, Reuter. AUGUSTO Lama, rannsóknar- dómari á Ítalíu sem rannsakar nú stórfellt vopna- og eiturlyfja- smygl þar í landi, segir að einn helsti vopnaframleiðandi Ítalíu, Ferdinando Borletti, hafi skipu- lagt gífurlegt vopnasmygl til íran. Auk hans hafa 31 aðrir verið handteknir. Borletti þessi er forstjóri vopnaverksmiðjunn- ar Valsella Meccanotechnica, en hún er m.a. tengd FIAT-verk- smiðjunum og er Borletti jafn- framt stjórnarmaður í FIAT. Meðal hinna 32, sem handteknir vom, vom ijórir framkvæmdastjór- ar þess og sonur Borlettis. Lögregl- an leitar enn 13 annarra, sem handtökuskipun var gefín út um. Úrskurðurinn um handtökumar var felldur í síðustu vikur eftir að létt vopn af ýmsu tagi og eiturlyf fund- ust um borð í skipi frá Líbanon, sem fært hafði verið til hafnar vegna gmns um vopnasmygl. Að sögn talsmanna saksóknara hefur verið fylgst með fyrirtækinu og athöfnum Borlettis um nokkra hríð, en fram að þessu hefur skort- ur á sönnunargögnum hamlað lögreglunni að grípa til frekari að- gerða. Gmnur leikur á að a.m.k. sjö skip hafí verið í ferðum fyrir smyglarana, en talið er að þeir hafí flutt vopn til Sýrlands, sem síðan hafí verið flutt landleiðina til írans. Á heimleiðinni var hins vegar siglt með eiturlyf fyrir Mafíuna og vopn og annan búnað til arabískra hryðjuverkamanna í Evrópu. Ýmis- legt bendir til þess að Borletti og félagar hans hafi stundað smygl þetta allt frá árinu 1981 og jafnvel lengur. Óvíst er hversu mikið af vopnum hefur verið smyglað á þess- um tíma, en ljóst er af umfangi málsins að um gífurlegt magn er að ræða. FIAT á 50% hlutabréfa í Valsella Meccanotechnica og sitja tveir full- trúar FIAT í stjóm fyrirtækisins. Talsmaður FLAT ítrekaði þó að FLAT hefði hvergi komið nærri rekstri Valsella Meccanotechnica, þrátt fyrir hlutinn. Lama saksóknari sagði að þrátt fyrir mikinn undirbúning væri rann- sókn málsins enn á fmmstigi og spáði hann því að ýmislegt fleira óhreint ætti eftir að fínnast í poka- homi Borlettis. Færeyjar: Spennandi kosning Fœreyjum, frá Snorra Halldórssyni fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT bendir til spennandi kosn- inga þegar Færeyingar ganga að kjörborðinu i dag og velja þá tvo flokka sem verða fulltrúar lands- ins á danska Þjóðþinginu næstu fjögur árin. Allt bendir nefnilega til að mjótt verði á mununum milli hinna fjögurra stóru flokka. Kosningabaráttan í Færeyjum byijaði stuttu eftir að kosningadagur- inn var ákveðinn fyrir fjórum vikum og hefur verið lífleg allt til gærdags- ins þegar um það bil 32 þúsund kjósendur í Færeyjum fengu tóm til að gera upp við sig hvaða flokkur fær atkvæði þeirra. Einkum í flokksblöð- unum og einnig í útvarpi og sjónvarpi hafa flokkamir gert grein fyrir stef- numiðum sínum og þeim vandamál- um sem leysa þarf næstu fjögur árin. Stjórnarandstaðan .hefur . að sjálf- sögðu lýst óánægju sinni með stefnu stjómarflokksins og gert kosningam- ar að nokkurs konar skoðanakönnun fyrir kosningar til færeyska lögþings- ins að ári. í síðustu kosningum hlutu Pauli Ellefsen frá Sambandsflokknum og Óli Breckmann frá Fólkaflokknum kosningu og afrek hins síðamefnda á Þjóðþinginu hafa einkum verið rædd í kosningabaráttunni. Vinstri flokkamir hafa gert mikið úr því að Breckmann hafí skipt sér af dönskum innanríkismálum þrátt fyrir yfirlýs- ingar sínar árið 1984 fyrir síðustu kosningar þess efnis að hann eða flokkur hans myndu á engan hátt skipta sér af slíkum málum. Breck- mann bjargaði dönsku stjóminni í fyrra með því að greiða, hinum svo- kallaða páskapakka, sem jók álögur á danskan almenning, atkvæði sitt. Sex af sjö flokkum á lögþinginu bjóða fram til danska Þjóðþingsins. En slagurinn stendur einkum milli fjögurra stærstu flokkanna: Sam- bandsflokksins, Fólkaflokksins, Javnaðarflokksins og Tjóðveldis- flokksins. Javnaðarflokkurinn hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að koma Jákup Lindenskov aftur á Þjóðþingið en Breckmann leysti hann af hólmi í síðustu kosningum. Sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var í síðustu viku vex fylgi Sambands- flokksins og Fólkaflokksins, sem eru í minnihluta á Lögþinginu, á kostnað hinna flokkanna. Því má búast við að þeir Pauli Ellefsen og Óli Breck- mann verði áfram fulltrúar Færey- inga á danska Þjóðþinginu en það eru kjósendur sem eigasíðastaorðið.. Reuter Mótmælasigling MIKIL bátafjöld var á Stóra sýki í Feneyjum í gær. Rúmlega 300 gondólaræðarar mótmæltu mikilli umferð og litlum mengun- arvörnum og hunsuðu einnig hina árlegu róðrarkeppni borgar- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.