Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
Þingkosningar í Argentínu:
Breytt stjórnarstefna
eftir signr Peronista
Buenos Aires, Reuter.
FLOKKUR Peronista fór með
sigur af hólmi í kosningum til
neðri deildar þings Argentínu
um helgina. Úrslit kosninganna
eru talin áfall fyrir Raul Al-
fonsín forseta landsins og eru
stjórnmálaskýrendur sammála
um að búast megi við breytingum
á stefnu stjórnar hans.
Þegar 82,5 prósent atkvæða
höfðu verið talin höfðu Peronistar
hlotið 41,5 prósent þeirra en Rót-
tæki flokkurinn, flokkur Alfonsíns
forseta, 37, 2 prósent. Kosið var
um helming þeirra 254 fulltrúa sem
sitja í neðri deild þingsins. Róttæki
flokkurinn hafði 129 menn í þing-
deildinni en búist er við að hann
haf; 114 eftir kosningarnar. Gert
er ráð fyrir að Peronistar vinni fjög-
ur sæti og hafi 115 menn í deildinni.
Þá voru einnig kjömir fylkisstjór-
ar í 22 héruðum landsins og unnu
Peronistar sigur í þeim flestum þar
á meðal í Buenos Aires-héraði þar
sem þriðjungur þjóðarinnar býr.
Juan Casella, frambjóðandi Rót-
tæka flokksins í Buenos Aires játaði
í gær ósigur sinn og óskaði An-
tonio Cafiero, frambjóðenda Peron-
ista, til hamingju með sigurinn.
Peronistar hafa lofað að knýja
fram breytingar á efnahagsstefnu
stjómar Alfonsíns og em niðurstöð-
urt kosninganna túlkaðar á þann
veg að almenningur hafi gefið þeim
umboð til þess. Peronistar hafa
sterk tengsl við hin ýmsu verkalýðs-
félög landsins og hafa þeir heitið
að auka útgjöld til félagsmála og
uppbyggingu iðnaðar í landinu.
Þetta em þriðju kosningamar
sem fram fara í landinu frá því lýð-
ræði var endurvakið árið 1983 eftir
átta ára herstjóm. Er þetta fyrsti
kosningasigur Peronista frá því að
leiðtogi þeirra, Juan Peron, lést
árið 1974. Gleði flokksmanna var
mikil og söfnuðust þúsundir stuðn-
ingsmanna saman úi höfuðstöðvum
hans í Buenos Aires í gær. Bumbur
vom barðar, fánar vom á lofti og
fólkið hrópaði nafn Perons, sem
stofnaði flokkinn á fímmta áratugn-
um.
Dulsálarfræði:
Svíndl í rannsóknum?
St. Andrew’s, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins
MIKIL deila er hafin milli tveggja
sálfræðinga vegna rannsókna í
dulsálarfræði og staðhæfinga um
að rannsóknamiðurstöður séu
ekki fengnar samkvæmt réttum
reglum. Dr. Susan Blackmore, sem
starfar við háskólann í Bristol,
hefur ásakað dr. Carl Sargent við
háskólann í Cambridge, sem telst
vera einn af virðulegri mönnum i
þessari grein, um að gæta ekki
ýtrastu nákvæmni við rannsóknir
á dulskynjun, sem virtust sýna
fram á tilvist henar.
Þessi deila kom í ljós í nýjasta
hefti Journal of The Society for Psyc-
hial Reasearch. Dr. Sargent hafði
gert tilraunir, sem virtust sýna fram
á tilvist dulskynjunar. Dr. Blackmore
endurtók tilraunina en fékk ekki
sömu niðurstöður. Hún fékk því að
vera viðstödd tilraunir Sargents og
taldi sig þá komast að raun um að
ekki væri gætt fyllstu nákvæmni.
Tilraunin fór þannig fram að fólk-
ið sem í henni tók þátt lá á dýnu inn
í gluggalausu herbergi , þar sem
aðeins var rautt ljós. Bómull var sett
yfír augu fólksins og komið var í veg
fyrir að það heyrði utanaðkomandi
hljóð. Hugmyndin var sú að auðvelda
dulskynjun með því að útiloka aðra
skynjun.
Hver þátttakandi átti síðan að lýsa
því sem kæmi í hugann, og á sama
tíma var annar maður að skoða mynd
í annarri byggingu. Síðan átti að
bera lýsinguna saman við myndina
eftir fyrirfram ákveðnum reglum.
Myndirnar voru faldar í lokuðum
umslögum til að koma í veg fyrir að
sá sem stjómaði tilrauninni gæti vitað
hvaða myndir væru valdar til skoðun-
ar og í hvaða röð.
Dr. Sargent taldi sig fá samsvörun
á lýsingum „tilraunadýranna" og
myndanna, sem gæti ekki verið tilvilj-
un. Þegar dr. Blackmore fékk ekki
sömu niðurstöður tók hún þátt í til-
raununum í Cambridge. Hún telur
að Carl Sargent hafí getað vitað
hvaða myndir ætti að skoða og hafí
beint lýsingu „tilraunadýrsins" í
ákveðinn farveg, sem hæfði mynd-
inni.
Dulsálfræðifélagið (Parapsycho-
logical Association), sem er alþjóðlegt
félag sem fylgist með rannsóknum á
þessu sviði, hefur veitt dr. Sargent
ákúrur fyrir að hafa ekki veitt að-
gang að upplýsingum varðandi til-
raunir sínar.
í sama hefti og Blackmore birti
grein sína er að finna svar frá dr.
Sargent þar sem hann sakar Black-
more um fordóma í frásögn sinni og
túlkun á atvikum við tilraunir sínar.
Hann bætir við: „Ég veit að niður-
stöðumar vom raunveralegar af því
að ég var þar og reynsla mín segir
mér það“.
Dulsálarfræði hefur átt erfítt upp-
dráttar í vísindaheiminum vegna þess
að niðurstöður hennar og kenningar
era í andstöðu við viðtekna þekkingu
og sífellt er verið að’ fletta ofan af
svindluram innan greinarinnar. Þessi
deila mun ekki verða til þess að auka
hróður hennar.
Reuter
Raul Alfonsín, forseti Argentínu, greiðir atkvæði er kjörstaðir voru
opnaðir á sunnudag.
Noregur:
Hermönnum fækkar
Osló, Reuter.
RÁÐAMENN í Noregi hafa nú
áhyggjur af því að sífellt fleiri
atvinnuhermenn láta af herþjón-
ustu fyrir betur launuð borgara-
leg störf. Síðustu tölur sýna að
900 hermenn hafa sagt sig úr
hernum á siðastliðnu ári, sem er
um það bil helmingshækkun að
sögn Gullows Gjeseth, talsmanns
hersins.
„ Við lítum á þetta sem afar alvar-
legt vandamál, þar sem þeir sem
segja upp eru yfírleitt með mestu
reynsluna," sagði Gjeseth. Norð-
menn mega illa missa 900 hermenn,
um 1% heildarheraflans, þar sem
herinn er lítill og hersveitum ann-
arra NATO-ríkja hefur ekki verið
leyft að setja upp stöðvar í Norgegi.
„Fram til þessa hefur þetta ekki
skaðað vamir okkar, en ef svona
heldur áfram, gæti það skapað okk-
ur vandamál í framtíðinnim," sagði
Gjeseth. Hann sagði að Norðmenn
ætluðu að reyna að hækka laun
hermanna, einkum þeirra sem stað-
settir eru í norðurhluta landsins
nálægt sovésku landamærunum,
þar sem aðstæður eru verri en ann-
ars staðar. Að meðaltali munu
hermennirnir, sem hætta, fá um
300.000 íslenskar krónur á ári hjá
einkaaðilum umfram mála sinn hjá
hemum.
NU BYRJAR BALUÐ
HJÁ DANSSKÓLA AUÐAR HARALDS
KENNSLUSTAÐIRí
Skeifan 17 (Ford húsinu)
Gerðuherg Breiðholti
KR heimilið v/Frostaskjól
n>,
BARNADANSAR OG LCIKIR
fyrirböm 3—5 ára. Nýtt kennslukerfi
frá Englandi tekið upp við sam-
kvœmisdansa fyrir böm frá 6 ár aldri.
Ath. . Innifalið í námskeiðunum jóla-
og grímuböll.
JAZZDANSAR - LÉTT SPOR
Beint frá Pine-apple í London.
Fyrir yngst 7 ára.
P&Ó/SlA
ROCK'N'ROLL - ELDHRESSIR TÍMAR
Samkvœmisdahsar og gömlu
damamir fyrir fólk á öllum aldri.
Gestakennari skólam í vetur verður
Anthony Timms frá Englandi sem
naut mikilla vimælda hér í jýna.
HAFNARFJÖRDUR: íþróttahús
Hafnarfjarðar við Strandgötu
KEFLAVÍK: Ilafnargata >31.
DANSS
ÁUÐA R H A R A L DS
Innritun í símum 656522 og 31360 frá kl.
13—19 alla virka daga.
Kennsla hefst mánudaginn 21. sept.
Fjölskylduafsláttur F.Í.D.