Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 Septem-hópurinn heldur sína 15. sýningu: Vildum gera uppreisn gegn landslaginu - segir Valtýr Pétursson, einn af frumkvöðlum Septem-hópsins SEPTEM-hópurinn hefur opn- að árlega sýningu sína að Kjarvalsstöðum. en sá hópur er elsti starfandi sýningar- hópurinn á íslandi. Þetta er í 15. sinn sem hópurinn sýnir á jafnmörgum árum. í Septem- hópnum eru: Guðmunda Andrésdóttir, Karl Kvaran, Steinþór Sigurðsson, Guð- mundur Benediktsson, Haf- steinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðs- son og Valtýr Pétursson. Upphaf Septem-hópsins má þó rekja allt til ársins 1947 þegar tíu ungir listamenn, sem þá þóttu heldur framúrstefnulegir, tóku sig saman og héldu árlega svokallað- ar septembersýningar. Sýninga- haldið lagðist af eftir nokkur ár, en fyrir fimmtán árum ákváðu þeir Valtýr, Kristján og Jóhannes, sem allir voru í upprunalega hópn- um, að endurvekja sýningarnar og fengu þeir aðra listamenn til liðs við sig. Auk þeirra þriggja voru í upprunalega hópnum Snorri Arinbjamar, Gunnlaugur Sche- ving, Þorvaldur Skúlason, Nína Tryggvadóttir og Siguijón Ólafs- son sem öll eru látin. Einnig var Kjartan Guðjónsson í hópnum og Tove Ólafsson, sem nú er búsett í Danmörku. Venjan hefur verið sú að bjóða erlendum listamanni að taka þátt í sýningu hópsins á ári hveiju og sýndi Eiler Bille, einn af þekktustu málurum Dana, eitt sinn með hópnum. „Við ákváðum að endurvekja sýningamar á þeim tíma þegar málverkið átti erfitt uppdráttar,“ sagði Valtýr í samtali við Morgun- blaðið. „Okkur ungu mönnunum þótti á sínum tíma gengið fram hjá okkur og því stofnuðum við hópinn árið ’47. Þetta var vissu- lega brautryðjendahópur. Við vildum breyta til og gerðum upp- reisn gegn landslaginu með abstraktinni. Við fengum miklar skammir fyrir og vomm kallaðir byltingasinnaðir klessumálarar. Hinsvegar emm við núna gagn- rýndir fyrir að vera of íhaldssam- ir.“ Valtýr sagðist ekki gera sér í hugarlund hvað yrði um ungu listamennina sem væm að útskrif- Morgunblaðið/KGA Þeir listamenn sem eiga verk á sýningu Septem-hópsins nú eru: Guðmunda Andrésdóttir, Jóhann- es Jóhannesson, Valtýr Pétursson, Kristján Davíðsson, Guðmundur Benediktsson og Hafsteinn Austmann. ast. „Persónulega finnst mér þeir dálítið tískukenndir og eins og allir vita getur tískan verið góð í dag, en vond á morgun. Við aftur á móti höfum mikla reynslu enda búnir að sitja undir skömmum í 40 ár og eftir því sem aldurinn færist yfír mann, hættir maður að hugsa um tískufyrirbrigði en snýr sér að kjarna málsins. Hóp- urinn er mjög virtur, en á sama tíma mjög umdeildur." Kristján Davíðsson sagði að hópurinn stefndi alls ekki á neitt sameiginlegt átak með sýningun- um heldur væru þau hvert úr sinni áttinni. „Eg hef verið með sama viðfangsefnið í ein 25 ár sem heit- ir „flæðarmál", en er að mestu leiti abstraktlistamaður.” Kristján sýnir tíu myndir á sýningunni. Hann sagðist oft hafa heyrt fólk kvarta yfír því hvað hann sýndi lítið, en vildi benda á að þetta væri reginmisskilningur þar sem hann hefði sýnt með Septem- hópnum síðustu 15 ár. Jóhannes Jóhannesson sagði að nokkrar mynda sinna væru lands- lagsmyndir, en hinar abstrakt þótt fínna mætti áhrif náttúrunn- ar í þeim. Guðmunda Andrésdóttir sagðist vinna sem kallað væri „þröngt". Hún notaði sömu form- in með ýmsum breytileika og ynni úr sama forminu eins mikið og hún gæti. Guðmundur Benediktsson hef- ur að mestu unnið verk sín í gifs auk þess sem hann hefur steypt nokkrar myndir í brons út frá eig- in hugmyndum og náttúrunnar. Hann tók fyrst þátt í sýningum Septem-hópsins árið 1984. Þetta er þriðja sýning Hafsteins Austmanns með hópnum og er hann jafnframt yngsti félaginn í hópnum. Hann sagðist mála ein- göngu abstraktverk og hefði gert svo síðan hann var við nám í Frakklandi. „Ég var orðin heldur glannalegur í litavali á tímabili, en hef nú að mestu haldið við mig svart, hvítt og grátt að yfír- lögðu ráði. Ef maður festist í einhveiju, verður maður sjálfur að breyta til,“ sagði Hafsteinn. Alls eru 52 verk á sýningunni, þar af 44 málverk og átta skúlpt- úrar eftir Guðmund Benediktsson. Öll verkin eru til sölu og kosta þau frá 35.000 krónum og upp í 250.000 krónur. Sýningin er opin daglega til 21. september frá 14.00 til 22.00. URVALS «V' FIMLEIKA-OG DANS- FATNAÐUR VIÐ ALLRA HÆFI Fyrstu haustvörurnar komnar • Ótrúlegt verð • Ný snið • Glæsilegir litir Helstu sölustaðir: Bayer textilfiber dorlastari* Músik og Sport Reykjavíkurvegi 60, Hf. Hólasport Lóuhólum 2-6, Rvík Sportbær Hraunbæ 102, Rvík Carite UMBOÐIÐ ÁSTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Sæviðarsund 60, Sími 33290 104 Reykjavík, lceland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.