Morgunblaðið - 08.09.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987
Septem-hópurinn heldur sína 15. sýningu:
Vildum gera
uppreisn gegn
landslaginu
- segir Valtýr Pétursson, einn af
frumkvöðlum Septem-hópsins
SEPTEM-hópurinn hefur opn-
að árlega sýningu sína að
Kjarvalsstöðum. en sá hópur
er elsti starfandi sýningar-
hópurinn á íslandi. Þetta er í
15. sinn sem hópurinn sýnir á
jafnmörgum árum. í Septem-
hópnum eru: Guðmunda
Andrésdóttir, Karl Kvaran,
Steinþór Sigurðsson, Guð-
mundur Benediktsson, Haf-
steinn Austmann, Jóhannes
Jóhannesson, Kristján Davíðs-
son og Valtýr Pétursson.
Upphaf Septem-hópsins má þó
rekja allt til ársins 1947 þegar tíu
ungir listamenn, sem þá þóttu
heldur framúrstefnulegir, tóku sig
saman og héldu árlega svokallað-
ar septembersýningar. Sýninga-
haldið lagðist af eftir nokkur ár,
en fyrir fimmtán árum ákváðu
þeir Valtýr, Kristján og Jóhannes,
sem allir voru í upprunalega hópn-
um, að endurvekja sýningarnar
og fengu þeir aðra listamenn til
liðs við sig. Auk þeirra þriggja
voru í upprunalega hópnum Snorri
Arinbjamar, Gunnlaugur Sche-
ving, Þorvaldur Skúlason, Nína
Tryggvadóttir og Siguijón Ólafs-
son sem öll eru látin. Einnig var
Kjartan Guðjónsson í hópnum og
Tove Ólafsson, sem nú er búsett
í Danmörku. Venjan hefur verið
sú að bjóða erlendum listamanni
að taka þátt í sýningu hópsins á
ári hveiju og sýndi Eiler Bille,
einn af þekktustu málurum Dana,
eitt sinn með hópnum.
„Við ákváðum að endurvekja
sýningamar á þeim tíma þegar
málverkið átti erfitt uppdráttar,“
sagði Valtýr í samtali við Morgun-
blaðið. „Okkur ungu mönnunum
þótti á sínum tíma gengið fram
hjá okkur og því stofnuðum við
hópinn árið ’47. Þetta var vissu-
lega brautryðjendahópur. Við
vildum breyta til og gerðum upp-
reisn gegn landslaginu með
abstraktinni. Við fengum miklar
skammir fyrir og vomm kallaðir
byltingasinnaðir klessumálarar.
Hinsvegar emm við núna gagn-
rýndir fyrir að vera of íhaldssam-
ir.“
Valtýr sagðist ekki gera sér í
hugarlund hvað yrði um ungu
listamennina sem væm að útskrif-
Morgunblaðið/KGA
Þeir listamenn sem eiga verk á sýningu Septem-hópsins nú eru: Guðmunda Andrésdóttir, Jóhann-
es Jóhannesson, Valtýr Pétursson, Kristján Davíðsson, Guðmundur Benediktsson og Hafsteinn
Austmann.
ast. „Persónulega finnst mér þeir
dálítið tískukenndir og eins og
allir vita getur tískan verið góð í
dag, en vond á morgun. Við aftur
á móti höfum mikla reynslu enda
búnir að sitja undir skömmum í
40 ár og eftir því sem aldurinn
færist yfír mann, hættir maður
að hugsa um tískufyrirbrigði en
snýr sér að kjarna málsins. Hóp-
urinn er mjög virtur, en á sama
tíma mjög umdeildur."
Kristján Davíðsson sagði að
hópurinn stefndi alls ekki á neitt
sameiginlegt átak með sýningun-
um heldur væru þau hvert úr sinni
áttinni. „Eg hef verið með sama
viðfangsefnið í ein 25 ár sem heit-
ir „flæðarmál", en er að mestu
leiti abstraktlistamaður.” Kristján
sýnir tíu myndir á sýningunni.
Hann sagðist oft hafa heyrt fólk
kvarta yfír því hvað hann sýndi
lítið, en vildi benda á að þetta
væri reginmisskilningur þar sem
hann hefði sýnt með Septem-
hópnum síðustu 15 ár.
Jóhannes Jóhannesson sagði að
nokkrar mynda sinna væru lands-
lagsmyndir, en hinar abstrakt
þótt fínna mætti áhrif náttúrunn-
ar í þeim. Guðmunda Andrésdóttir
sagðist vinna sem kallað væri
„þröngt". Hún notaði sömu form-
in með ýmsum breytileika og ynni
úr sama forminu eins mikið og
hún gæti.
Guðmundur Benediktsson hef-
ur að mestu unnið verk sín í gifs
auk þess sem hann hefur steypt
nokkrar myndir í brons út frá eig-
in hugmyndum og náttúrunnar.
Hann tók fyrst þátt í sýningum
Septem-hópsins árið 1984.
Þetta er þriðja sýning Hafsteins
Austmanns með hópnum og er
hann jafnframt yngsti félaginn í
hópnum. Hann sagðist mála ein-
göngu abstraktverk og hefði gert
svo síðan hann var við nám í
Frakklandi. „Ég var orðin heldur
glannalegur í litavali á tímabili,
en hef nú að mestu haldið við
mig svart, hvítt og grátt að yfír-
lögðu ráði. Ef maður festist í
einhveiju, verður maður sjálfur
að breyta til,“ sagði Hafsteinn.
Alls eru 52 verk á sýningunni,
þar af 44 málverk og átta skúlpt-
úrar eftir Guðmund Benediktsson.
Öll verkin eru til sölu og kosta
þau frá 35.000 krónum og upp í
250.000 krónur. Sýningin er opin
daglega til 21. september frá
14.00 til 22.00.
URVALS
«V'
FIMLEIKA-OG DANS-
FATNAÐUR VIÐ ALLRA HÆFI
Fyrstu haustvörurnar komnar
• Ótrúlegt verð
• Ný snið
• Glæsilegir litir
Helstu sölustaðir:
Bayer
textilfiber
dorlastari*
Músik og Sport
Reykjavíkurvegi 60, Hf.
Hólasport
Lóuhólum 2-6, Rvík
Sportbær
Hraunbæ 102, Rvík
Carite UMBOÐIÐ
ÁSTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR
Sæviðarsund 60, Sími 33290
104 Reykjavík, lceland