Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 HRAÐLESTRAR- NÁMSKEIÐ Fyrsta hraðlestrarnámskeið vetrarins er fullbókað. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 22. september nk. og enn eru nokkur sæti laus. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn og læra árang- ursríkar aðferðir í námstækni, skaltu skrá þig á næsta námskeið. Skráning öll kvöld kl. 20.00 - 22.00 í síma 611096. HRAÐLESTRARSKÓLINN. Hebaheldur vióheilsunni Haustnámskeid eru hafin í HEBU geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. „Hebu-kerfið“ er hannað af íþróttakennurum og býður upp á 5 flokka: Rólegt, 2. Almennt, 3. Framhald, 4. Of þungar „engin hopp“. 5. Nýtt: Tímar fyrir konur eftir barnsburð. Nuddtímar — ljós — sauna Morgun- dag- og kvöldtimar, tvisvar, þrisvar og Qiram sinnum í viku. íþróttakennarar kenna. Innritun og upplýsingar um flokka í simum 42360og 41309. Heilsurœktin Heba Auöbrekku 14. Kópavogi Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR VESTURBÆR > Ingólfsstræti Skúlagata Skipholt Lindargata frá 39-63 Laugavegurfrá 32-80 Meðalholt Þingholtsstræti Sóleyjargata Grettisgata 37-63 KÓPAVOGUR Víðihvammur Hrauntunga 31-117 Ægissíða frá 44-78 Aragata Einarsnes Nýlendugata ÚTHVERFI Básendi Austurgerði Gnoðarvogur 14-42 Síðumúli Austurbrún 8- Brottganga formanna ellefu verkalýðsfélaga af formanna Frá formannafundi Verkamannasambandsins á sunnudag. Morgunblaðið/KGA Mun reyna eins og hægt er að ná sáttum — segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambands Islands „ÉG MUN reyna eins og hægt er að ná sáttum milli þessara aðila. Ég harma að þessi tvístringur skuli hafa orðið og vona að menn snúi sér að samningum og atvinnurekendum og hætti að lemja hver á öðrum,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, um brottgöngu ellefu formanna verkalýðs- félaga af formannafundi sambandsins á sunnudag, þar sem kröfugerð i komandi samningum var samþykkt. Kröfugerðin felur í sér að byrjun- arlaun verði 32.400 krónur og launaflokkamir fjórir með 3% bili á milli flokka. Aldursþrep verði fimm með allt að 20% álag á laun eftir níu ára starf eða lengra. Fisk- v'nnslufólki verði skipað í 3. flokk og sérhæfðu fiskvinnslufólki í flokk 3a. Námskeiðsálag í fiskvinnslu verði tvöfaldað, en það er nú 1.574 krónur á viku. Þessi kröfugerð var samþykkt með atkvæðum formanna, sem höfðu 16.900 félagsmenn á bak við sig, en alls eru 27 þúsund félagar í VMSÍ. Fulltrúar 1.300 félags- manna greiddu atkvæði á móti og fulltrúar 750 félagsmanna sátu hjá. Fulltrúar ellefu félaga greiddu ekki atkvæði og fóm af fundi, þar sem þessi aðferð var höfð við atkvæða- greiðsluna, en ekki sú aðferð að hvert félag hefði eitt atkvæði óháð stærð sinni. Þá voru formenn nok- kurra félaga ekki viðstaddir fund- inn. Guðmundur sagði að hann teldi brottgönguna af fundinum veikja stöðuna í komandi samningum. Fulltrúar tveggja verkalýðsfélaga, Árvakurs á Eskifirði og Jökuls á Höfn í Homafirði hefðu tekið það fram við sig að Verkamannasam- bandið hefði ekki samningsumboð fyrir hönd þeirra félaga, en hann vissi ekki fyrir víst um afstöðu full- trúa annarra félaga sem gengu út. Á eftir að veikja samn- ingsstöðuna verulega - segir Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambandsins „ÉG ÓTTAST að þessi útganga eigi eftir að veikja samningsstöðuna mjög verulega. Þetta frumhlaup er engum til góðs nema atvinnurek- endum. Ég tel ástæðu til að menn reyni að ná saman. Það er enginn vandi að gera kröfur, en það er meiri vandi að ná þeim fram og það er það sem við ætlum okkur í Verkamannasambandinu, að ná fram verulegum kjarabótum til handa fiskverkafólki. Það tekst ekki nema með algerri samstöðu, en ekki hurðarskellum, stóryrðum og brott- hlaupi af fundum,“ sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands íslands, aðspurður um útgöngu fulltrúa ellefu verkalýðsfélaga af formannafundi Verkamannasambandsins á sunnudag, en Karl Steinar flutti greiðsla yrði viðhöfð á fundinum „Við erum að móta kröfur fyrir næstu kjarasamninga. Við teljum að fískvinnslufólk hafí orðið undir í því launaskriði, sem átt hefur sér stað. Það var einhugur manna, að minnsta kosti mín megin, að setja málefni fískvinnslufólks í öndvegi. Við vorum búnir að leggja þó nokkra vinnu í kröfugerðina og náðum samkomulagi í undirbún- ingsnefnd um hvernig að kröfu- gerðinni skyldi staðið. Það var algjör eining í nefndinni í lokin. Örfáum mínútum fyrir atkvæða- greiðslu um kröfugerðina á for- mannafundinum kemur einn þeirra sem hafði staðið að mótun hennar og samþykkt hana með handaupp- réttingu með aðra tillögu. Þetta tillögu um að allslierjaratkvæða- um kröfugerðina. fínnst mér óheiðarleg vinnubrögð. Því vildi ég sýna skýrt fram á það með allsheijaratkvæðagreiðslu hversu minnihlutinn væri lítill," sagði Karl Steinar ennfremur. Hann sagði að ákvæðið um alls- heijaratkvæðagreiðslu væri nýtt í lögum VMSÍ, en það hefði verið samþykkt á síðasta þingi sam- bandsins. Þetta væri oft tíðkað á þingum Alþýðusambandsins og auk þess væri þetta ákvæði til þess að koma í veg fyrir að minnihlutinn réði yfír meirihlutanum. „Það er alveg sama hvor aðferðin við at- kvæðagreiðslu hefði verið notuð, sjónarmið samkomulagsins í nefnd- inni hefði orðið ofan á. Ég spyr, á félag með 30 félagsmenn að ráða jafnmiklu og félag með 3 þúsund félagsmenn eða tvö 30 manna félög að ráða yfír einu þijú þúsund manna félagi? Hverslags vinnubrögð eru það að ganga út af fundi vegna ágreinings um form á atkvæða- greiðslu. Eru málefni fískvinnslu- fólks svo lítils virði fyrir þetta fólk. Þessi vinnubrögð eru reyndar ein- göngu til þess fallin að skemmta atvinnurekendunum í Garðastræti og veikja stöðu fískverkafólks," sagði Karl ennfremur Hann sagði að á fundum stjórnar Verkamannasambandsins með að- ildarfélögunum hefði komið fram lítill áhugi á stofnun sérsambands fískvinnslufólks og það væri sín skoðun að það kæmi engum verr en verkafólkinu sjálfu að tæta verkalýðssamtökin í sundur með innbyrðis deilum. Karl Steinar verður ekki í fram- boði til varaformanns Verkamanna- sambandsins á þingi sambandsins í haust. Hann sagðist fyrir löngu hafa tekið þessa ákvörðun og látið menn í framkvæmdastjórninni vita um hana. Hún væri í engum tengsl- um við þetta mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.