Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 53 Stefán Jónsson námsbrautarstjórí í iðnrekstrarfræðum: Mikils virði að fáþetta nám til Akureyrar í nám á iðnrekstrarbraut eru skráðir 35 nemendur. Nám þetta skiptist í 2 svið, markaðssvið en þar hefja 18 nemendur nám og framleiðslusvið en nemendur þess eru 11. Auk þess eru 2 nemendur sem áður hafa lokið námi frá Tækniskóla íslands, annar í bygg- ingariðnfræði og hinn í útgerðar- tækni og munu þeir taka tilskilinn hluta iðnrekstrarfræðinnar til að ljúka því námi. Að lokum eru svo 4 nemendur sem eru innritaðir í nokkrar af þeim greinum sem í boði eru. Auk mín, sem kenni stærð- fræðina og hluta tölvufræðinnar, munu eftirfarandi stundakennar- ar kenna við iðnrekstrarbrautina nú á haustönn: Smári Sigurðsson mun kenna vinnurannsóknir og verksmiðjuskipulag, Magnús Ól- afsson og Valdimar Brynjólfsson öryggis- og vinnuvistfræði, Þór- hallur Bragason og Sverrir Páll Erlendsson íslensku, Níels Karls- son og Ragnheiður Sigurðardóttir tölvufræði, Ingi Bjömsson mark- aðsstjóm, Rafn Kjartansson og Ema Gunnarsdóttir ensku og Gunnar Karlsson og Lilja Stein- þórsdóttir reiknishald. Auk þessara kennara verður leitast við að fá fyrirlesara í ein- staka fyrirlestra, sem mætti hugsa sér að væru þá stundum opnir almenningi. Undanfamar vikur hefur verið unnið að því að afla nauðsynlegs búnaðar til kennslu og munar þar mest um vandaðan tölvubúnað frá IBM en skólinn hefur fest kaup á 18 PC- tölvum af einvalagerð og einni system/36 tölvu af minni gerð- inni. Búnaður þessi er samtengdur og gerir mögulegt að bjóða upp á fullkomna tölvukennslu. Nám í iðnrekstrarfræðum er í samræmi við námsskrá Tækni- skóla íslands og vil ég nota tækifærið og þakka Bjama Krist- jánssyni rektor og Aage Steinsson deildarstjóra rekstrardeildar fyrir velvilja og aðstoð. Reiknað er með að námið taki 3 annir og að þeim loknum útskrifist menn sem iðn- rekstrarfræðingar. Talað hefur verið um þann möguleika að vænt- anlegt nám í rekstrarhagfræði hér við skólann tengist iðnrekstrar- fræðunum þannig að nemendur gætu haldið áfram námi í rekstr- arhagfræði annaðhvort beint eftir próf eða þá síðar eftir nokkurra ára þátttöku í atvinnulífinu. Væri það í samræmi við kröfur tímans um símenntun. Nokkrir þeirra Akureyringa sem nú eru innritaðir í iðnrekstr- arfræði hafa nefnt það að þeir hefðu varla átt þess kost að fara suður til náms. Fyrir þetta fólk og fyrir Akureyri sem iðnaðarbæ ætti það að vera mjög mikils virði að fá nám eins og þetta í bæinn. Ég er þess fullviss að gott sam- starf mun verða á milli Háskólans og fyrirtækja hér í bænum og nágrenninu þegar kemur að vinnustaðaheimsóknum og loka- verkefnum nemenda þannig að báðir aðilar hafi gagn af. Vona ég að nemendur héðan muni svo hasla sér völl í atvinnulífí lands- byggðarinnar á næstu árum. Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra: Fagnað áfanga í mík- ilvægu framfaramáli Menntamálaráðherra. Ágæta samkoma. Ég þakka forstöðumanni þess- arar nýju menntastofnunar, Haraldi Bessasyni, þann sóma að bjóða mér að vera gestur við þessa merku setningarathöfn og mega taka hér til máls. Þótt gaman hefði verið að geta flutt langa ræðu og komið víða við, gefst ekki tími til þess. Því verður ræða mín stutt. Ég hef lengi talið að Akureyri eigi að setja sér það mark að vera stærri og meiri en aðrir bæir á íslandi. Ég tel einnig að Akureyri hafí mikla vaxtarmögu- leika og eigi að stefna að því að vaxa sem örast. Akureyri þolir öran vöxt af því að undirstöður bæjarins eru traustar. En Akureyri getur því aðeins vaxið svo að um muni að hún eflist alhliða, verði aukin á öllum sviðum. Akureyri á að stefna að því að verða borg. Einn liður í því að ná slíku marki er að efla Akureyri sem miðstöð mennta og menningar. Mikilvægt atriði þess að Akureyri geti talist slík miðstöð menning- arlífs er öflugt og vaxandi skóla- starf, m.a. háskólastarfsemi. En margt fleira kemur reyndar til og þarf langa ræðu til að greina ítarlega frá því. Slíkar ræður hef ég haldið oft og einatt, en geri það ekki við þetta tækifæri. Erindi mitt í ræðustól að þessu sinni er eingöngu að lýsa fögnuði mínum yfir þeim áfanga sem náð hefur verið í mikilvægu fram- faramáli sem ég hef lengi látið mér annt um. Öll stórmál af þessu tagi greinast reyndar í áfanga. Þótt þau tímamót sem nú eru í sögu háskólamálsins á Akureyri séu einstök og verði ekki endur- tekin þá er það einlæg von mín, og reyndar bæn hér í guðshúsi, að háskólinn á Akureyri eigi eftir að lifa mörg tímamót, að saga hans haldi áfram að vera áfanga- saga, saga framfara, saga þróunar og vaxtar og saga hollra áhrifa á nemendur skólans, um- hverfi hans og þjóðlíf allt. Betri óskir get ég ekki fært þessari nýju menntastofnun. Ég óska forstöðumanni, Har- aldi Bessasyni, og samstarfsfólki hans og nemendum allra heilla. Ég veit að vel hefur tekist til um val á hinum fyrsta stjómanda skólans, og að sú stund kemur að hann verður nefndur háskóla- Ingvar Gíslason rektor án nokkurs afdráttar. Ekki efa ég að samstarfsfólk hans er fært til góðra verka og að nem- endur muni öðlast hér menntun sem kemur þeim og þjóðfélaginu að góðu gagni. Eg endurtek þakkir mínar fyrir þá vinsemd sem mér hefur verið sýnd hér í dag og óska stofnun- inni og starfsmönnum hennar enn á ný allra heilla. UOSASTILLINGA- VERKSTÆÐI rii.'Möt'iiIfjykliRl.iHi i Sundaborg 13, sími 688588. SANDVIK Fer inn á lang flest heimili landsins! HANPVERKFÆRI Fást í öllum helstu byggingavöruverslunum um allt land OSRAM bílperur WAGNER Ijósa samlokur Eigum fyrirliggjandi Ijósastillingatæki BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 6724 44 BV Hand lyfti- vognor í* i« Eigum ávallt fyrirliggjandi |l hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN R O Y A L SKYNDIBUÐINGARNIR N' ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.