Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 57 hennar til Reykjavíkur eins og títt var um ungar stúlkur í þá daga og þar fór hún að vinna á vöggustofu við Eiríksgötu um tíma. í Reykjavík kynnist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Jóni Karls- syni sjómanni, þau eignuðust þijár dætur, þær Kolbrúnu konu mína, Hrafnhildi og Eddu Kristínu. Jón var alla tíð til sjós og kom það því í hlut Guggu að annast heimilið og uppeldi dætranna að miklu leyti. Gugga bar hag dætra sinna mjög fyrir brjósti og var þeim eins og vinur, enda leið aldrei sá dagur að hún hefði ekki samband við ein- hveija þeirra. Gugga var fremur dul um sína hagi, en lét sér því annara um hagi dætra sinna og barnabama. Þau hjón bjuggu lengi við Skólavörðu- stíg og þar voru ömmubörnin alltaf velkomin, en þau kölluðu hana allt- af ömmu á Skóló þó hún flytti þaðan. Gugga var geðprúð og hóg- vær kona. Allir sem til hennar þekktu vissu hve myndarleg hús- móðir hún var og einkar smekkleg enda bar íbúð þeirra hjóna vott um það. Gugga var einkar lagin við sauma og var með ólíkindum hversu vandað handbragð var á öllu sem hún fór höndum um. Gilti þar einu hvort um var að ræða smábarnaföt á bamabömin eða brúðarkjóla á dæturnar. Sárt er að sjá á bak tengdamóð- ur, sem alltaf hefur reynst mér vel og það er erfitt að skilja að hún sem var svo kát í fertugsafmæli okkar hjóna, sem haldið var í Þórs- mörk á síðasta ári, skuli ekki vera lengur meðal okkar. Sjúkdómur sá sem hún barðist við og hafði sigur að lokum, átti sér nokkum aðdrag- anda, en Gugga var ekki sú manngerð, sem íþyngdi öðrum með eigin sjúkleika. En þar kom að hún fékk því ekki lengur leynt og sfðustu sex mánuðina dvaldist hún sam- fleytt í Landakotsspítala þar sem hún fékk frábæra umönnun læknis síns, Sigurðar Bjömssonar, og starfsfólksins alls, sem stunduðu hana af alúð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar kann ég þeim bestu þakkir. Það er huggun harmi gegn, að vita að Gugga varð hvíldinni fegin. Eiginmaður, dætur, tengdasynir og bamaböm munu sárt sakna þessar- ar góðu konu, en minningin um hana mun ætíð lifa. Hvíli hún í friði. Guðberg Kristinsson Skammt sunnan við strönd Land- eyja eru Vestmannaeyjar, þar fæddist Guðríður Sigjónsdóttir, þann 26. febrúar 1924. Hún var dóttir hjónanna Sigrúnar Runólfs- dóttur og Sigjóns Halldórssonar. Gugga, en svo var Guðríður ætíð kölluð, var ein af 12 systkinum. Faðir hennar lést þegar hún var mjög ung. 4 ára var hún tekin í fóstur af hjónunum Kristínu Þórð- ardóttur og Guðmundi Guðlaugs- syni, þau bjuggu þá í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Þar ólst Gugga upp. Hún gekk í barnaskóla á Krossi, en þar var kirkjustaður og skólahús var þar gott. Farskóli var í sveitinni og fengu bömin í nyrstu byggð sveitarinnar að njóta kennslu á Krossi um tíma fyrir lokapróf úr bamaskóla. Þá var vor á ævi okk- ar. Þegar við krakkamir úr norður- sveitinni nálguðumst ströndina komu á móti okkur nokkur börn úr Krossskólanum. Öll vomm við feimin. Ein stúlkan tók sig þá útúr hópnum, kom til mín, tók í höndina á mér og sagði brosandi: „Á ég ekki að leiða þig?“ Það var Gugga. Svo leiddi hún mig upp túnið og inn í skólann. Þannig hófust kynni okk- ar. Guggu gekk námið vel, lauk prófi með ágætiseinkunn. í Krosskirkju gengum við til und- irbúnings fermingar og fermdumst saman. Einkunnarorð okkar vom, vertu trúr og guð mun gefa þér lífsins kórónu. Gugga var fórnfús og trú alla sína ævi. 16 ára fór Gugga í Húsmæðraskólann á Stað- arfelli í Dölum. Þar gekk henni námið vel og var allra yndi. Síðan tóku við ár vinnu á vöggustofu í Reykjavík. 9. mars 1945 giftist hún Jóni Karlssyni, sjómanni, þau eignuðust 3 dætur, fallegar og vel gefnar. Þær em Kolbrún, verslunarstjóri, gift Guðbergi Kristinssyni, rafeinda- virkja, Hrafnhildur, húsmóðir, gift Georg Árnasyni, vélfræðing, Edda Kristín, sjúkraliðanemi, gift Sverri Jónssyni, símsmið. Bamabörnin em 5. Sjómannskonur þurfa að vera vitrar og sterkar, það var Gugga, hún var líka listræn og gerði heim- ili þeirra hjóna fagurt hvar sem það var. Þó var það fegurst á Skóla- vörðustíg 41, þar bjuggu þau lengst. Þar var gott að koma á köldum vetrardögum, frúin fljót að hella á könnuna og alltaf eitthvað skemmtilegt rætt, því Gugga kunni ekki að rógbera náungann, hún vildi öllum vel og vandaði sitt mál. Gugga hafði hagleikshendur, það var sama hvort hún saumaði, pijón- aði eða matreiddi, allt sem hún gerði var vel gert. Eftir að dæturn- ar stálpuðust vann Gugga lengi við matreiðslu á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar. Þar líkaði henni vel. Veikindi sín bar Gugga eins og annað með stillingu og reisn. Maður hennar, dætur og fjölskyldur þeirra léttu henni veikindin, svo sem unnt var, umvöfðu hana kærleika. Votta ég þeim öllum mína dýpstu samúð. Nú, þegar ég kveð mína góðu vinkonu með þakklæti og hryggð í huga, verður mér hugsað til þess að gaman væri á vori næsta lífs, að hún kæmi á móti mér, og leiddi mig inn í skólann á „strönd hinnar miklu móðu“. Ingibjörg Björgvinsdóttir t Útför móður minnar, STEFANÍU EIRÍKSDÓTTUR, Lindarbraut 16, sem lóst 28. agúst, fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. september kl. 15.00. Stefanía Pitts. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDARÁ. INGÓLFSSONAR framkvæmdastjóra, Keflavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Helga Margrét Guðmundsdóttir, Theodór Magnússon, Inga Lóa Guðmundsdóttir, Skúli Þ. Skúlason, Bryndís Björg Guðmundsdóttir, Arnar Þór Sigurjónsson, Guðrún Brrna Guðmundsdóttir, Sveinn Ævarsson, Guðbjörg Friða Guðmundsdóttirpinar Guðmundsson og barnabörn, Ingólfur Þorsteinsson, Helga I. Guðmundsdóttir. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns og föður okkar, MAGNÚSAR BRYNJÓLFSSONAR bókbandsmeistara. Svanfríður Jóhannsdóttir, Brynjólfur Magnússon. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, HARÐAR GUÐMUNDSSONAR, Hólmagrund 9, Sauðárkróki. Sólborg Valdimarsdóttir, Hólmfrfður Jónasdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Brynja Harðardóttir, Kristinn Guðjónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför EINARS SVEINSSONAR, Melteig 19, Keflavík. Þorbjörn Einarsson, Hulda Einarsdóttir Nigrelli, Rósa Einarsdóttir, Guðjón Einarsson, Ester Einarsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Einarína Einarsdóttir, barnabörn og Ana Marie Einarsson, R.M. Nigrelli, Sigurður Erlendsson, Sólveig Thorsteinsen, Guðmundur Lúðviksson, Magnús Þórarinsson, Skafti Þórisson, barnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar GUÐRÍÐAR SIGJÓNSDÓTTUR, í dag, þriðjudag kl. 14.30-16.30. K. Einarsson & Björnsson, Laugavegi25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.