Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.09.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1987 43 Sambandsþing UMFÍ á Egilsstöðum: Akvörðun tekin um útdeilingu lottófjár Egilsstöðum. 35. Sambandsþing UMFÍ var haldið á Egilsstððum 29.—30. ágúst. Á þinginu var kjörin ný stjóm til næstu tveggja ára og í henni em Pálmi Gislason for- maður, Þórir Jónsson, Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngva- son, Þórir Haraldsson, Guðmund- ur H. Sigurðsson og Sigurbjöm Gunnarsson. Varamenn í stjórn em Magndis Alexandersdóttir, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson og Hafsteinn Pálsson. Á þinginu var einnig tekin ákvörð- un um hvemig hafa skuli útdeilingu lottófjár til sambandsaðila UMFÍ en eignarhlutur UMFÍ í íslenskri getspá er 13,33%. Gildir þessi ákvörðun til 1. janúar 1989 og er skiptingin þann- ig að 10% fara til UMFÍV15% útdeilist á sambandsaðila UMFÍ. Deilist það í 20 hálfa hluti og fær hvert héraðs- sam band 1 hlut en l'A hlutur deilist á sambandsaðila með beina aðild. 10% útdeilist jafnt á hvert félag enda skili þau fullnægjandi starfsskýrslu. 15% útdeilist jafnt eftir félagsmanna- flölda, það er að segja félaga 7 ára á almanaksárinu og eldri, samkvæmt nýjustu starfsskýrslum. 20% útdeilist eftir íbúafjölda á sambandssvæðinu en þó eru félög í Reykjavík undanskil- in þessari úthlutun. 20% útdeilist vegna launa starfsmanna. 8% til ein- stakra verkefna en úthlutun fer eftir ákvörðun stjómar UMFÍ eða sam- kvæmt umsókn sambandsaðila. 2% fara í Minningarsjóð Aðalsteins Sig- mundssonar. Gert er ráð fyrir 2.800.000 í innkomu af lottóinu árið 1988. Innan UMFÍ em 129 héraðss- ambönd og 7 félög með beina aðild. Alls em 219 félög innan UMFÍ með um 30.000 félagsmenn. Af öðmm málum sem tekin vom fyrir á þinginu má nefna tillögur um íþróttamál en mikil tregða hefur ver- ið á að setja nýjar íþróttagreinar inn á landsmót. Þegar skoðað er iðkenda- tal yfir allar íþróttagreinar kemur í ljós ótrúleg breidd margra íþrótta- greina sem ekki er keppt í á lands- móti. Var því ákveðið að á næsta landsmóti UMFÍ árið 1990 skuli einn- ig keppt í handknattleik karla, knattspymu kvenna, blaki kvenna og körfuknattleik kvenna. Samþykkt var á þinginu að veita 700.000 krónum til gerðar kennslu- gagna í félagsmálafræðslu á árinu 1988. Samþykkt var að leita til Skóg- ræktar ríkisins til að fá tijáplöntur og deila þeim út til ungmennafélag- anna til gróðureetningar. Þá var ákveðið að UMFÍ leitaði eftir æfing- araðstöðu fyrir fijálsíþróttafólk af landsbyggðinni sem dvelur á höfuð- borgarevæðinu yfir vetrartímann. Þar sem UMFÍ er nú 80 ára var samþykkt að haldin yrði afmælishátíð UMFI í nóvember nk. og í tengslum við hana eins dags ráðstefna um stefnumótun ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Sambandsþing UMFÍ er haldið á tveggja ára fresti og sóttu þingið 87 fulltrúar sambanda og fél- aga innan UMFÍ. — Maríanna Ný stjórn UMFÍ, talið frá vinstri: Sigurður Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, Dóra Gunnarsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Guðmundur H. Sigurðsson, Pálmi Gíslason formaður, Kristján Yngvason, Þórar- inn Jónsson, Sæmundur Runólfsson, Þórir Haraldsson. Einnig er í stjórn Magndís Alexandersdóttir. ......................--...........—.......................... Sr. Tómas Guðmundsson sóknarprestur flutti ávarp og kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna söng við athöfnina. Miiinisvarði um Arnarbælis kirkju í Ölfusi afhjúpaður UM 100 MANNS voru viðstaddir afhjúpun minnisvarða er reistur hefur verið á hinum gamla kirkjugrunni Arnarbæliskirkju í Olfusi. Skipulagsnefnd kirkju- garða sá um gerð minnisvarðans og er hann kostaður af kirkju- garðasjóði. Á minnisvarðann er letrað: „Hér stóð Arnarbælis- kirkja. Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200, en var lögð niður 1909.“ Sr. Tómas Guðmundsson sóknai - prestur flutti ávarp og minntist sérstaklega sr. Ólafs Magnússonar sem lengst sat í Amarbæli. Dóttir sr. Ólafs, Louise, afhjúpaði minnis- varðann. Louise, sem er á 97. aldursári, var kirkjuorganisti í yfír 60 ár. Aðalsteinn Steindórsson umsjón- armaður kirkjugarða flutti einnig ávarp og lýsti tildrögum að þeim framkvæmdum sem þama hafa verið unnar. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsókna söng við athöfnina. Að athöfn lokinni var haldið í Kot- strandarkirkju þar sem sóknar- prestur flutti hugleiðingu og bæn og sálmar vom sungnir. Gjaldkeri kirkjugarðsnefndar, frú Unnur Benediktsdóttir, ávarpaði kirkju- gesti og bauð öllum til kaffídrykkju að Hótel Ljósbrá í Hvergerði. Louise Ólafsdóttir afhjúpaði minnisvarðann, en á hann er letr- að: „Hér stóð Arnarbæliskirkja. Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200, en var lögð niður 1909.“ Magnús Þorbjörnsson afhenti formanni sóknamefndar á Kot- strönd, Þorláki Gunnarssyni, 25 eintök af bókinni Niðjatal Sigurðar Þorbjömssonar og Ingigerðar Bjömsdóttur frá Króki í Ölfusi og mun Kotstrandarkirkja hafa bæk- umar til sölu og andvirðið renna í kirkjusjóð, en nú standa yfír lagfær- ingar á Kotstrandarkirkju sem byggð var 1909. Minnisvarðinn er hannaður af Bjama Ólafssyni lektor og unninn í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar. SIEMENS Hinar fjölhæfu SIEMENS ELDAVÉLAR sameina tvær þekktar bökunaraöferöir: • meö yfir- og undirhita • meö blæstri auk orkusparandi glóöar- steikingar meö umloftun í lokuöum ofni. Vönduö og stílhrein v-þýsk gæöavara, sem tryggir áratuga.endingu. Smith & Norland hf. Nóatúni 4, sími 28300. raðauglýsingar, — raðauglýsingar — raðauglýsingar lögtök 1 Lögtaksúrskurður Að beiðni forráðamanna Bæjarsjóðs Kópa- vogs, úrskurðast hér með lögtak fyrir útsvörum og aðstöðugjaldi til Kópavogs- kaupstaðar, álögðum 1987 og falla í gjald- daga samkv. 29. og 39. grein samanber 44. grein laga nr. 73 1980. Ennfremurfyrir hækk- un úsvars og aðstöðugjalds ársins 1986 og eldri gjalda. Þá úrskurðast lögtak fyrir vatnsskatti samkv. mæli, gjöldum til bæjarsjóðs Kópavogs samkv. 9. grein samanber 30. grein laga nr. 54 1978. Gjaldfalliri en ógreidd leyfisgjöld samvk. grein 9.2. í byggingarreglugerð nr. 292 1979, samanb. reglugerð nr. 164 1982. Fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birt- ingu úrskurðar þessa, til tryggingar ofan- greindum gjöldum, á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð Bæjarsjóðs Kópavogs nema full skil hafi verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 18. ágúst 1987. Dráttarvél og sjálfhleðsluvagn Til sölu Zetor 4718, dráttarvél með húsi árg. 1974, einnig sjálfhleðsluvagn Fella tveggja hásinga, og dreyfistýri á heyblásara. Upplýsingar í síma 99-3149. Skólar — leikskólar — fyrirtæki — einstaklingar Steinleir, jarðleir og gifs Nú er rétti tíminn að undirbúa fyrir veturinn. Hafið strax samband við okkur með pantanir í steinleir, jarðleir, leir sem ekki þarf að brenna og gifstegundir. Upplýsingar í síma 685411. Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. Hópferðabíll 45 manna hópferðabíll til sölu. Upplýsingar í símum 666433 og 667217. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, Hafnarfirði Laugardaginn 12 september nk. hefur verið ákveðin haustferð til Þingvalla. Farið verður frá Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu kl. 11 fyrir hádegi. Skráning og nánari upplýsingar gefa: Elin í síma 54520, Sigríöur 50819, Kristjana. Félagskonur mætið sem flestar. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.