Morgunblaðið - 08.09.1987, Page 1
80 SIÐUR B
Síðustu skoðanakannanir í Danmörku:
Sljórn Schliit-
ers heldur sínu
Kaupmannahtífn, Reuter.
KOSNINGAR til danska Þjóð-
þingsins fara fram í dag.
Samkvæmt skoðanakönnunum,
sem birtar voru á sunnudag, mun
fjögurra flokka minnihlutastjóm
Pouls SchlUters halda velli, en
verður þó áfram að treysta á
stuðning Róttæka vinstriflokks-
ins.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
fyrirtækið Observa gerði fyrir Jyl-
lands Posten, munu stjórnarflokk-
amir og Róttæki vinstri flokkurinn
fá samtals 47% atkvæða, sem
tryggir þeim meirihluta á þingi, en
helstu stjómarandstöðuflokkamir
fá aðeins 42% samanlagt. Schliit-
er sagði í ávarpi til kjósenda í gær
að einungis endumýjað umboð
stjómar sinnar gæti bjargað Dönum
út úr efnahagsvandræðum þeirra.
„Fjórflokkastjórnin hefur sannar-
lega ekki leyst öll vandamálin sem
biðu hennar, en við höfum breytt
atburðarásinni á afgerandi hátt,“
sagði Schlúter.
Anker Jörgensen, leiðtogi stjóm-
arandstöðunnar, sagði hins vegar
að kjósendur hefðu skýra valkosti,
annars vegar tryggð Jafnaðar-
mannaflokks hans við „hið norræna
velferðarríki" eða „breskt þjóðfélag
í anda Margrétar Thatcher."
Sjá einnig: „Fjórflokkastjórnin
fær líklega brautargengi" á
miðopnu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Tyrklandi:
Stj ór narandstaðan
vinnur nauman sigur
Ozal boðar skyndikosningar
Ankara, Reuter.
TURGUT Ozal, forsætisráðherra
Tyrldands, boðaði í gær til kosn-
inga í nóvember eftir að ljóst
varð að naumur meirihluti var
fyrir því í þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem fram fór á sunnu-
dag, að 55 foringjar stjómarand-
stöðunnar fái að hefja að nýju
þátttöku í stjórnmálum. Stjórn-
málamennirnir vora útilokaðir
frá opinberum afskiptum af
stjóramálum árið 1982.
Er aðeins var eftir að telja upp
úr 60 kjörkössum af 98.000, höfðu
50,24% kjósenda greitt atkvæði
með því að stjómmálaforingjamir
ættu afturkvæmt í sviðsljósið nú
þegar, en 49,76% greiddu atkvæði
á móti.
Látið er á hinn mikla fjölda mótat-
kvæða sem sigur fyrir Ozal, en
hann hafði lagst gegn afléttingu
bannsins. Stjómmálaskýrendur
tetja að ákvörðun hans um að halda
kosningar í nóvember, ári áður en
kjörtímabil hans rennur út, sé ætluð
til þess að styrkja stöðu Fóstuijarð-
arflokks hans, skapa glundroða
meðal vinstriflokka og sjá til þess
að stjómmálamennimir, sem nú
snúa aftur til baráttu, hafi skamm-
an tíma til kosningaundirbúnings.
MH
Reuter
Helmut Kohl, kanslari Sambandslýðveldisins Þýskalands, og Erich
Honecker, leiðtogi kommúnistaflokks Þýska alþýðulýðveldisins, tak-
ast í hendur i upphafi heimsóknar Honeckers tU Bonn. Sægur
fréttamanna fylgist með.
Stríð Chad og Líbýu:
Loftárás á
N’djameua
N’tÖamena, Beirút, Reuter.
LÍBYUMENN gerðu í gær loft-
árás á höfuðborg Chad, N’djam-
ena. Franskar hersveitir, sem
veija borgina, skutu niður Tup-
olev-sprengjuflugvél Líbýu-
manna, en önnur slapp. Árásin
var greinilega gerð í hefndar-
skyni fyrir innrás Chadbúa i
Libýu á laugardaginn.
Flugvélamar, sem réðust á
N’djamena, höfðu áður varpað
sprengjum á bæinn Abeche, 700
kílómetra austan við höfuðborgina.
Þar féllu tveir og sex særðust.
Frakkar skýrðu frá því að aðeins
tveir hefðu fallið í N’djamena og
ekki orðið teljandi tjón. Líbýumenn
sögðust hins vegar hafa hæft mikil-
væg skotmörk.
í París gaf líbýska sendiráðið út
yfírlýsingu, þar sem Frakkar eru
sakaðir um að magna upp stríðið
milli grannríkjanna og að franska
stjómin ætti nú í „beinum átökum"
við Líbýu.
í yfírlýsingu frá chadfska ut-
anríkisráðuneytinu sagði að
Chadbúar hefðu dregið hersveitir
sínar til baka af líbýsku landsvæði
eftir að hafa eyðilagt herstöðina
Maaten as-Sara og 25 flugvélar
Líbýumanna á laugardag. Ráðu-
neytið deildi einnig óbeinum orðum
á Frakka fyrir að vilja ekki veita
her landsins vöm gegn loftárásum
í norðurhluta landsins, en Frakkar
vilja ekki skipta sér af bardögum
um landamærabæinn Aouzou.
Honecker í Vestur-Þýskalandi:
Sósíalismi og kapítalismi
eru eins og eldur og vatn
Bonn, Reuter.
ERICH Honecker, leiðtogi aust-
ur-þýska kommúnistaflokksins,
kom til Vestur-Þýskalands í gær
í opinbera heimsókn sem markar
timamót í samskiptum ríkjanna.
Kohl, kanslari Vestur-Þýska-
lands, og Weizsftcker, forseti
ríkisins, tóku á móti leiðtogan-
um. Kohl krafðist þess meðal
annars í ræðu sinni að kröfum
þýsku þjóðarinnar yrði mætt með
því að Berlínarmúrinn yrði rif inn
Beirút:
Þýskum gísl sleppt
Damaakug, Bonn, Beirút, Reuter.
VESTUR-Þjóðveijinn Alfred
Schmidt, sem mannræningjar í
Beirút hafa haldið i gislingu f
átta tnánuði, var látinn laus f gær
og flaug heim til Þýskalands i
gærkvöldi. Talið er að Sýrlend-
ingar og íranir hafi beitt
mannræningjana þrýstíngi tíl að
fá Schmidt lausan, en stjómvöld
f Bonn neita þvi að þau hafi sam-
ið við ræningjana um að láta
lausa fanga f skiptum fyrir hann.
Schmidt var látinn laus í Beirút
í gærmorgun, en ekki er vitað ná-
kvæmlega hvemig það fór fram.
Hann kom til Damaskus í gær-
kvöldi og virtist þreyttur og tekinn.
Fréttamenn fengu ekki að hafa tal
af honum.
Þýska dagblaðið Bild skýrði frá
því í gær að samningaviðræður um
lausn Schmidts og Rudolfs Cordes,
annars Þjóðveija, sem var rænt um
svipað leyti og Schmidt, hefðu stað-
ið yfír í margar vikur. Mannræn-
ingjamir, sem kalla sig Baráttu-
menn frelsisins, gáfu út yfírlýsingu
í gær, þar sem þeir þökkuðu Sýr-
lendingum þátt þeirra í lausn
málsins. Að sögn Bild hafa ræningj-
amir gefið loforð um að sleppa
Cordes fljótlegá.
Reuter
Alfred Schmidt faðmar að sér
vin sinn á Damaskus-flugvelli
áður en hann stígur upp f flug-
vélina, sem flutti hann heim til
Þýskalands.
og austur-þýsk stjórnvöld hættu
að láta skjóta menn, sem reyndu
að komast vestur yfir landamær-
in. Weizsftcker sagði: „Við til-
heyrum einni þjóð, sem hvarf
ekki f rústum seinni heimsstyij-
aldarinnar. Land okkar er klofið,
en f anda erum við eitt.“ Honeck-
er svaraði í rseðu sinni: „Þróun
sambands okkar einkennist af
raunveruleika heimsins ... sósf-
alismi og kapftalismi eru eins og
eldur og vatn,“ og gaf með þvf
f skyn að af hugmyndafræðileg-
um orsökum gætu þýsku rfkin
ekki sameinast.
Loftið var þrungið spennu er
Honecker lenti á flugvellinum við
Bonn. Bæði Kohl og kommúnista-
leiðtoginn virtust spenntir og stífir
í framkomu, og Honecker stökk
ekki bros er hann kannaði heiðurs-
vörð vestur-þýska hersins, sem
hann hefur lýst sem fjandsamlegri
ógnun við Austur-Þýskaland.
Hefðir voru brotnar bæði með
því að fánar þýsku ríkjanna, sem
eru nærri þvf eins að gerð, blöktu
nú hlið við hlið í fyrsta skipti og
herhljómsveit lék þjóðsöng Alþýðu-
lýðveldisins, sem lengi var bannað-
ur f vesturhluta landsins.
Við byggingu kanslaraembættis-
ins stóð hópur ungmenna og hélt á
borða, sem á stóð: „Þýskaland,
sameinaða föðurland", en það eru
orð tekin úr fyrrum þjóðsöng Aust-
ur-Þjóðveija. Textanum var breytt
er kommúnistastjómin féll frá kröf-
unni um sameiningu Þýskalands
undir sinni stjóm. A Múnsterplatz
í Bonn byggðu nokkrir kaþólikkar
eftirlíkingu af Berlínarmúmum,
sem Honecker hafði forgöngu um
að yrði reistur árið 1961.
Honecker lagði í ræðu sinni
áherslu á að þýsku ríkin yrðu að
starfa að friði, slökun og afvopnun,
en þó samkvæmt stöðu sinni í hem-
aðarbandalögunum tveimur, NATO
og Varsjárbandalaginu. „Mikilvæg-
asta markmið mitt er að sjá, hvemig
þýsku ríkin tvö geta tryggt að stríð
komi aldrei aftur frá þýskri grund,
aðeins friður," sagði leiðtoginn.
Honecker verður f tvo daga í
Bonn til viðræðna við Kohl, en síðan
mun hann meðal annars heimsækja
fæðingarbæ sinn í Saarlandi.