Morgunblaðið - 11.09.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.09.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Valddreifing er nauðsynleg eftírSigurð Helgason Hér fer á eftir ræða, sem Sig- urður Helgason, sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðisfirði flutti á fjórðungsþingi Norðlendinga hinn 26. ágúst sl. Það er rétt að gera sér grein frir að vandamál byggðaröskunar eru viðfangsefni, sem nær allar vestrænar þjóðir eru að fást við í dag. Veruleg umræða er um þessi mál í heimspressunni, og stór áform víða um að aukin völd og réttindi séu færð til landsbyggðanna og með því reynt að efla byggð á hin- um dreifðu stöðum. Er þetta gert með lagaboðum eða með margvís- legum fjárhagsstuðningi af hálfu stjómvalda. Það viil svo til að nær allar fijálsar þjóðir hafa áhyggjur af því, ef byggð helst ekki í öllu landinu og vilja mikið á sig leggja til þess að svo megi verða. Að sjálf- sögðu eru í þessum efnum aðstæður mjög mismunandi, sem hér verða ekki raktar nánar. Hér er þetta tekið fram til þess að við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki að ræða alíslenskt fyrirbrigði, sem á sér ekki hliðstæð- ur annars staðar, eins og svo oft heyrist í íjölmiðlum hér á landi. Sný ég mér þá að okkar eigin vandamálum, en byggðaröskun hin síðustu ár er hér geigvænleg og það sem er alvarlegast er að hún heldur áfram og útlitið er mjög alvarlegt framundan, ef ekki er hægt að snúa þróuninni við. Stjómvöld og stjóm- málamenn hafa haft í frammi málamynda- og fjálmkenndar að- gerðir, sem em mest í orði, en ekki á borði. Skal þetta örlítið rökstutt. Allir starfandi stjómmálaflokkar hafa sett inn í stjómmálayfirlýsing- ar sínar hátíðleg loforð um aukin völd landsbyggðarinnar, en ekket raunhæft hefur samt komið fram, sem bendir til efnda á þessum lof- orðum. Ný sveitarstjómarlög nr. 8/1986 voru samþykkt á Alþingi fyrir rösku ári síðan, en í skýringum með þeim lögum var sagt að með samþykki þeirra ætti að dreifa vald- inu til sveitarfélaganna. En höfuð- galli frumvarpsins er sá að völd sveitarfélaganna aukast ekki og verulegt stjómarfarslegt vald sem ennþá var hjá byggðarlögunum er fært þaðan í höfuðstöðvamar, stjómarráðin. Telja fróðir menn að völdin og verkefnin hafí í raun færst frá héruðunum, og er það sama reynsla og í Danmörku, en okkar frumvarp er að mestu sniðið eftir þeim dönsku. Til samanburðar skulu hér nokkur dæmi rakin um valddreifíngu, sem góð reynsla er af í framkvæmd. Öll þekkjum við hvflík framför það varð fyrir skóla- mál dreifbýlisins að settar hafa verið á stofn fræðsluskrifstofur í öllum kjördæmum. Rétt er að vekja athygli á sterkum áróðri gegn þeim í dag í fjölmiðlum. Verulega bætt þjónusta hefur orðið við það að Vegagerð ríkisins hefur komið upp nokkuð sjálfstæðum umdæmis- skrifstofum í öllum kjördæmum. Af sama toga er sameiginlegt átak sveitarfélaganna 5 nær öllum kjör- dæmum að ráða iðnráðgjafa til eflingar atvinnulífínu og svona mætti lengi telja. Hér er verið að færa þjónustuna til héraðanna og hefur reynst mjög vel og þarf að útfæra á enn fleiri sviðum. Lands- byggðin hefur misst af góðum tækifærum eins og t.d. þegar lögin um Framkvæmdastofnun voru sam- þykkt. í umræðunni á Alþingi um frumvarpið kom fram í svari Ólafs Jóhannessonar, þáveandi forsætis- ráðherra, að sérfræðingum yrði greidd laun að 2 3/s hlutum auk alls kostnaðar við gerðina. Fyrirspumin kom frá Ingólfí Jónssyni um hlut byggðasjóðs í greiðslu launa sér- menntaðra manna við gerð lands- hlutaáætlana. Reynslan varð svo sú, að lands- hlutaáætlanimar hafa verið unnar nær einvörðungu af starfsmönnum áætlanadeildar Framkvæmdastofn- unar ríkisins í stað þess að þeir sem unnu þetta verk áttu að vera ráðn- ir af Landshlutasamtökunum og vera búsettir þar, og vinna verkið í samráði við heimamenn og eðlilega með tengsl við Framkvæmdastofn- unina. Á þessu fyrirkomulagi verður að verða breyting, enda mik- ið verk óunnið I þessum efnum og verkið alltaf í vinnslu. Rétt er að vekja athygli á því að í umræddum sveitarstjómarlögum er lítið bita- stætt um landshlutasamtök sveitar- félaga, en skv. 104 gr. er sveitarfé- lögum heimilt að stofna til staðbundinna landshlutasamtaka. Er þetta ákvæði óþarft, því að fullt félagafrelsi gildir hér á landi skv. stjómarskránni. Væri nær að kveða nánar á um réttindi og skyldur þess- ara landshlutasamtaka. Tryggja þyrfti þeim Qárhagsgrundvöll, starfsgrundvöll og starfsaðstöðu. Sérhver landshluti verður að taka á málunum á breiðum grundvelli og útilokað er að færa þjónustuna til héraðanna nema að þessi samtök séu virk og tilbúin að taka við nýj- um verkefnum. Athyglisverð þróun í Noregi Það er að mínum dómi rétt og lærdómsríkt að líta til Norðmanna, en byggðaþróun þar er mjög athygl- isverð og árangursrík og gætum við hagnýtt okkur reynslu þeirra. Skal hér í grófum dráttum gerð grein fyrir eflingu fylkissvæðana í Noregi hin síðari ár, en þeir hafa markvisst unnið að því að efla sjálf- stæði héraðanna á kostnað minnk- andi umsvifa ríkisvaldsins á höfuðborgarsvæðinu. í Noregi eru 18 fylki með verulegri sjálfsstjóm í mörgum málaflokkum. Ákveðnir málaflokkar eru færðir til heima- byggðanna og þessi þróun heldur áfram. Þýðingarmestu breytingar í þessum efnum urðu með lagabreyt- ingum árið 1975, en þá voru innleiddar hlutfallskosningar til fylkisþinganna og þau fengu aukið stjómarfarslegt sjálfstæði gagnvart ríkisvaldinu og verður hér gerð grein fyrir þremur mikilvægustu breytingunum. 1. Fram til 1975 vom fulltrúar á fylkisþingum oftast oddvitar sveitarfélaganna eða fulltrúar úr stjómum sveitarfélaganna, en nú með umræddri lagabreyt- ingu voru fulltrúar kosnir með hlutfallskosningum. Var þetta talin njög heppileg breyting. Fulltrúar á fylkisþingum kosnir eftir 1975 þurfa ekki að vera úr sveitarstjómum, en reynslan sýnir að það fer oftast saman. Sigurður Helgason „Það er því ekki óeðli- legt að spurt sé á hverju strandar, að þessu þýð- ingarmikla málefni hefur ekki þokað meira áfram? Hér held ég að aðalskýringin liggi í því að heimamenn sjálf ir hafa ekki komið sér saman um þær leiðir, sem fara skal. Við landsbyggðarmenn er- um opnir fyrir inn- byrðis tortryggni og hyggjum að margvís- legar breytingar á núverandi fyrirkomu- lagi muni verða öðrum sveitarfélögum á svæð- inu til góða en ekki okkur og því sé betra að beijast áfram, við sömu skilyrði og eru í dag.“ 2. Þá var með umræddri lagabreyt- ingu samþykkt að fylkisþingið fengi sjálfstæða skattaálagn- ingu, sem reynst hefur afar þýðingarmikið. Á þann hátt hætti það að vera kostað af sveitarfélögunum, sem var eðli- lega lítt vinsælt, eins og við þekkjum hér á landi, þar sem landshiutasamtök okkar eru ko- stuð af sveitarfélögunum. Öll sveitarfélög í viðkomandi fylkj- um eru þátttakendur í fylkis- þingunum. Er athyglisvert að landshlutasamtökin hér eru byggð upp svipað og fylkissvæð- in í Noregi, en við höfum ekki fylgt þróuninni eftir eins og Norðmenn til frekari uppbygg- ingar. Hér skal og bent á aðstöðumun að vera primært sett íjárhagslega í stað secund- ært í skjóli sveitarfélaganna. 3. Stjóm fylkisþinganna var í höndum embættismanna ríkis- ins, fylkisstjóranna, en eftir lagabreytinguna valdi fylkis- þingið sjálft formann á lýðræðis- legan hátt þ.e. fylkisráðsforseta (ordforer). Með þessari breyt- ingu var fylkisþingið sjálfstæð- ara og sterkara. Ný verkefni og aukið valdsvið Hér skal gerð grein fyrir helstu málaflokkum, sem fylkisþingin hafa nú stjóm á, en áður vom að vem- legu leyti í höndum ríkisvaldsins til ársins 1975. 1. Skólamál Með lagabreytingunum hafa fylkisþingin yfírtekið stjóm og fjár- mál skólanna á héraðssvæðinu, þ.e. gmnnskóla, iðnskóla,_ menntaskóla og íjölbrautarskóla. Áður sá ríkis- valdið um rekstur skólanna að mestu leyti, en nú var nær öll ábyrgðin færð til héraðanna. 2. Heilbrigðismál Á sama hátt hafa fylkisþingin tekið við stjóm og fjármálum sjúkrahusa, heilsugæslustöðva og dvarlarheimila aldraðra á sínum héraðssvæðum. 3. Vegamál Öll stjóm vegamála á viðkomandi svæðum var með lagabreytingum árið 1964 færð til fylkisþinganna og hefur það mælst mjög vel fyrir þar í landi. Ríkisvaldið sér um þjóð- vegakerfið áfram. 4. Gerð fjárhagsáætlana til fjög- urra ára Skipulagsskrifstofan var algjör- Iega færð til fylkishéraðanna, en var áður hjá ríkisvaldinu. Vemleg vinna liggur á bak við gerð fylkis- áætlana til fjögurra ára. Er áætlun- in fyrst ítarlega ræddd í kjörinni nefnd og síðar lögð fyrir fylkis- þingið til endanlegrar samþykktar, en áður var hún kynnt fulltrúum. Fjölmargt er tekið fyrir í slíkum áætlunum og skal drepið á nokkuð. Rækilega er gerð grein fyrir íbúa- þróun, hvort fækkun sé eftir svæðum og spá um sennilega þróun næstu fjögur árin. Á sama hátt er ítarlega gerð grein fyrir sennilegri þróun atvinnumála t.d. landbúnað- ar, iðnaðar, fískveiða, byggingar- iðnaðar, verslunar og orkumála svo að nokkuð sé nefnt. Einnig er gerð áætlun um vinnuafl næstu fjögur árin. Tekin em fyrir þýðingarmikil mál eins og náttúruvemdar-, menn- ingar-, íþrótta- og útivistarmál og er um hvem þessara málaflokka Ávöxtun verðbréfasjóða eftirBjörn Matthíasson Gunnar Óskarsson, rekstrar- hagfræðingur hjá Fjárfestingarfé- laginu, skrifar grein hér í blaðið þ. 9. september þar sem hann veit- ist að einum keppinaut sínum, Ávöxtun hf., fyrir að auglýsa ávöxt- unarprósentu á verðbréfasjóði þeim sem Ávöxtun rekur. Farast honum svo orð: „Það ber því að varast auglýsingar þar sem slegið er fram ginnandi tölum um ávöxtun úr sam- hengi við aðra mikilvæga þætti." Þetta má teljast meira en lítil hræsni því sjálft hefur Fjárfesting- arfélagið stundað þessa sömu iðrju óspart og meira að segja auglýst sína ávöxtunarprósentu utan á strætisvögnum hér í borginni. Því ferst starfsmanni þess félags að stunda áróður gegn keppinaut sínum á þessum gmndvelli því Fjár- festingarfélagið er jafnsekt um að halda uppi sama skruminu í þessu efni og keppinautur þess. „Þetta má teljast meira en lítil hræsni þvi sjálft hefur Fj árfestingarf é - lagið stundað þessa sömu iðju óspart og meira að segja auglýst sína ávöxtunarprósentu utan á strætisvögnum hér í borginni.“ Annars er ég ekki málsvari Ávöxtunar hf. og á engra hags- muna að gæta í því fyrirtæki né á ég fé í neinum verðbréfasjóði yfír- leitt. Á hitt ber hins vegar að benda að þeir verðbréfasjóðir sem nú starfa í landinu keppa mjög mikið sín á milli með því að halda fram hversu vel þeim tekst að ávaxta fé manna. Þeir sem þekkja til á fjár- magnsmarkaðinum vita að lána- starfsemi utan bankakerfísins, þ.e. á hinum svokallaða „gráa mark- aði“, á sér stað á mun hærri vöxtum Bjöm Matthíasson en í bönkunum og þar fara nær eingöngu fram þau viðskipti sem bankamir hafa vísað frá sér. Það hafa bankamir gert af tvennum ástæðum: Þeir hafa ekki nóg lánsfé og þeim fínnst tilefni lánveitingar- innar ekki nógu þarft og veð ekki nógu góð. Það er því á þessum markaði sem verðbréfasjóðimir verða að vinna. Þeir kaupa skuldabréf sem ekki seljast í bönkunum og sitja þar því uppi með einskonar afgang á fjár- magnsmarkaðinum eftir að bank- amir og fjárfestingarlánasjóðimir hafa oft hirt til sín bestu lánatæki- færin. Þetta gerir starfsemi verðbréfa- sjóðanna áhættusama en það er staðreynd sem þeir kjósa að flíka ekki framan í sparifjáreigendur. Það er kominn tími til að starf- semi þessara sjóða verði sett einhver opinber mörk, enda er ákvæði í stjómarsáttmálanum þess efnis. Bent skal á að OECD hefur komið upp leiðbeiningum fyrir að- ildarlönd sín um það hvemig sölumennsku verðbréfasjóðir skuli stunda. ísland hefur ekki tekist á hendur að vera aðili að þessum leið- beiningum og er þarft verk að athuga það. Sömuleiðis þarf opin- bert eftirlit með hvemig sjóðimir veija fjármunum sínum þannig að þeir taki ekki of mikla áhættu í leit að hárri ávöxtunarprósentu. Þá þarf einnig að setja þeim reglur sem koma í veg fyrir núverandi skmm- auglýsingar, þar sem þeim er gert að fíillu skylt að segja einnig frá öllum vanköntum á fjárfestingu í sjóðunum, t.d. eignarskattskyldu, innlausnargjaldi o.s.frv. Erlendis eru strangar reglur um það hvemig slíkir aðilar mega auglýsa vöm sína. Hér á landi er varla byijað að hugsa um hvemig slíkar reglur eiga að vera. Og að lokum eitt vamaðarorð til spariíjáreigenda: Þú færð hærri ávöxtun með því að setja peningana þína í verðbréfasjóði eða skuldabréf fjármögnunarleiga o.þ.u.l. heldur en þú færð með því að kaupa spa- riskírteini eða leggja þá inn í banka. En þessir hærri vextir eru beinlínis borgun tíl þín fyrir það að þú ert að leggja féð í meiri áhættu. Veltu því vandlega fyrir þér, hvort þú hafír efni á að tapa fé þínu áður en þú leggur í slíka áhættu. Höfundur er hagfræðingvr í Seðlabanka íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.