Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
37
Minninff:
Halldóra Jóhannes-
dóttir kaupkona
Fædd 26. október 1909
Dáin 3. september 1987
í dag verður til grafar borin frú
Halldóra Jóhannesdóttir kaupkona
á Akranesi.
Hún fæddist á Akranesi 26. októ-
ber 1909 og voru foreldrar hennar
hjónin Halldóra Hallsteinsdóttir,
sem lengi rak matsölu á Akranesi,
og Jóhannes Jónsson, verkstjóri hjá
Haraldi Böðvarssyni og co., og var
hún einkabam þeirra.
Hún giftist Astvaldi Bjamasyni
skipstjóra frá Akranesi 30. júní
1934 og áttu þau gullbrúðkaupsaf-
mæli fyrir 3 árum og var þá öll
íjölskyldan samankomin á heimili
elstu dóttur þeirra til að halda dag-
inn hátíðlegan.
Ástvaldur lést á síðasta ári, en
hann hafði þá í mörg ár barist við
ólæknandi sjúkdóm og einnig hafði
hún fengið fyrstu aðvömn um þann
sjúkdóm, sem að lokum náði jrfir-
höndinni. Var aðdáunarvert að
fylgjast með því hvemig þau studdu
og styrktu hvort annað þessi erfiðu
ár, ákveðin í því að gefast ekki upp
fyrr en yfir lyki.
Nú em nærri 25 ár síðan ég kom
fyrst á heimili þeirra sem tilvonandi
tengdadóttir og hef ég aldrei gleymt
þeim hlýju móttökum, sem ég fékk
hjá þeim báðum. Við Dóra tengda-
móðir mín urðum síðar afar góðar
vinkonur og höfum alltaf átt sér-
staklega gott með að tala saman
um alla heima og geyma. Sagði hún
mér oft frá æsku- og unglingsárum
sínum á Akranesi. Henni varð
tíðrætt um föður sinn, sem henni
þótti afar vænt um, en hafði misst
allt of snemma, aðeins rúmlega
tvítug. Einnig talaði hún oft um
Lúllu, sína bestu vinkonu. Þær
héldu alla tíð mikilli tryggð hvor
við aðra og töluðu saman á hverjum
einasta degi. Veit ég að söknuður
hennar er mikill núna. Móðir Dóru
komst yfir áttræðisaldur og bjó hún
alltaf á heimili hennar. Síðustu árin
var hún rúmliggjandi, ýmist á
spítaia eða heima, og annaðist Dóra
hana með einstakri prýði.
í rúm 30 ár rak Dóra verslun á
Akranesi og fannst mér hún vera
fædd verslunarkona. Oft fór ég með
henni í innkaupsferðir hér í
Reykjavík og voru það okkar bestu
samverustundir. Alls staðar var tek-
ið á móti henni með sérstakri
vinsemd. Fannst mér gaman að
fylgjast með því að alltaf rejmdi
hún að velja það, sem henni fannst
best og fallegast.
Nokkrum dögum fyrir andlát sitt
ræddum við saman og fann hún þá
mjög að hveiju dró. Sagðist hún
hafa verið óvenjulega lánsöm í lífinu
og talaði um hve allir væru sér
góðir og vildu allt fyrir sig gera.
Eg vil því fyrir hönd okkar allra,
bama og tengdabama, þakka öllu
því góða fólki bæði á Akranesi og
í Reykjavík fyrir alla þá hjálp og
stuðning sem þau veittu henni
síðustu árin._
Dóra og Ástvaldur eignuðust 4
böm, en þau em: Sólveig gift Heið-
ari Viggóssjmi, Jóhannes kvæntur
Ástu Guðrúnu Thorarensen, Ásta
gift Gunnari Guðmannssjmi og
Dóra, sem er lang jmgst og hefur
verið foreldrum sínum mikil stoð
og stytta undanfarin ár. Einnig var
elsta bamabam þeirra, Ásdís, á
heimili þeirra til 5 ára aldurs og
hefur hún alltaf verið þeim til mik-
illar gleði. Bamabömin em 9 alls
og bamabamabömin em 8.
Ég fínn, að ég á eftir að sakna
Dóm tengdamóður minnar mjög
mikið, en sárari verður söknuður
bamanna hennar, en þau eiga eftir
minninguna um góða og jmdislega
móður.
Guð blessi minningu hennar.
Ásta G. Thorarensen
Lítil stelpa, sem tölti milli hús-
anna Suðurgötu 30 og 32 á
Akranesi í upphafi sjötta áratugar-
ins, og varla var farin að kunna
fótum sínum forráð, fékk í þeim
ferðum svo til beint í æð undirstöð-
ur lífshlaupsins og ævistarfsins:
Þama fékk undirrituð að kynnast
ömmu Dóm í kjallaranum á Suður-
götu 30 og um leið mömmu Dóm,
Halldóru Jóhannesdóttur, á hæð-
inni. Ég og Stella vinkona, dóttir
Halidóm, bjuggum búi okkar í garð-
inum við gluggana hennar ömmu
Dóm í kjallaranum. Það var Stella
sem átti fínasta dúkkuvagninn á
Skaganum og einnig þessa frábæm
ömmu, sem gaf okkur allt sem
þurfti til búskaparins: tóm vanillu-
glös, dósir undan ljrftidufti, og ekki
sjaldnar margt „í alvöm", svo sem
hveiti, sykur, mjólk og stundum
eitt og eitt egg. Amma rak reyndar
mötunejdi fyrir sjómenn og aðra
þurfandi, en víst er að við vomm
engir matvinnungar, aðeins þiggj-
endur í upphafí vegferðar. Ævintýr-
in innanbúðar í apótekinu hjá Síu
frænku við hliðina á féllu í skugg-
ann af þessari lifandi framtíðarlífs-
sýn lítilla telpna.
Yfir þessum tilraunadögum
lífsins vakti sú sem við kveðjum
nú, Halldóra Jóhannesdóttir. Úr
efri gluggunum á Suðurgötu 30
mátti á stundum heyra bank og í
kjölfarið fylgdu móðurlegar ábend-
ingar. Dóm mömmu kallaði ég
hana, — til aðgreiningar frá öllum
hinum Dómnum: Dóm ömmu,
Stella heitir rejmdar einnig Dóra,
kannski kölluð Stella til aðgreining-
ar, og mér er tjáð að fullt sé af
Dómm alls staðar í ættinni og í
hópi afkomenda. Reyndar skil ég
þessa ítrekun á nafninu vel. Maður
gefur jrfírleitt bami nafn með tilliti
til jákvæðra strauma og af þeim
var nóg hvað þær Dórurnar varðar.
Ég læt hér vera að rekja uppmna
og ættir Halldóm, enda aðrir betur
að sér en ég um það. Stella vinkona
sagði mér, að mamma sín hefði
áreiðanlega snemma orðið að taka
til hendinni, enda sjálfsagður hlutur
hjá hennar kjmslóð. Af því læra
bömin sem fyrir þeim er haft, seg-
ir máltækið, og aldrei man ég eftir
að hafa komið að mömmu Dóm né
ömmu Dóm aðgerðarlausum.
Kvennabarátta var svolítið sem
kynslóð mömmu Dóm nam sem
sjálfsagðan hlut, þegar á þurfti að
halda. Sú barátta hét a.m.k. ekki
neinum sérstökum nöfnum og var
ekki felld undir tilgreinda kafla í
sálar- og félagsfræði. Ég man orða-
skipti milli mín og hennar vegna
búðarinnar hennar í viðbyggingunni
við Suðurgötu 30. Ég hafði á orði
einhvem tíma í upphafí unglingsára
„68-kynslóðarinnar“, að hún hlyti
að vera sjálfstæð kona, og vitnaði
jafnvel í Bjart í Sumarhúsum. Hún
svaraði og sagði: „Nei, Sfa mín,
þetta er bara sjálfsbjargarviðleitni.
Ég hef svo mikla ánægju af þessu.“
Þessi sjálfsbjargarviðleitni var og
er meiri í mínum augum. Ég veit,
þó ég hafí látið önnur lífsgildi draga
úr sambandinu okkar í milli, er leið
á ævina, — að Dóra fylgdist vel
með og að „sjálfsbjargarviðleitni"
gaf henni mikið. í vefnaðarvöm-
versluninni heimilislegu í viðbygg-
ingunni við Suðurgötuna, sem ég
kallaði „tuskubúðina" í gamla daga,
var yfirleitt nóg að gera og þar var
gaman að fylgjast með mömmu
Dóm með vefnaðarstrangana sína.
Hún var kaupmaður af Guðs náð
og þar fékkst góð kennsla í því,
hvemig koma á fram við viðskipta-
vinina. Þama áttu sér einnig stað
mannleg samskipti í anda þeirrar
kjmslóðar sem mamma Dóra til-
heyrði, þar sem enginn lét sér
velferð nágrannans óviðkomandi.
Eiginmaður mömmu Dóm var
Ástvaldur Bjamason, en hann lést
fyrir einu og hálfu ári. Ég var ætíð
feimin við Astvald sem krakki, enda
var hann langtímum á sjó. Æsku-
minning um hann er tengd því
hversu mér fannst augnsvipur hans
blíður og talandi. Það var gaman
að heyra af því, hversu samhent
þau hjónin vom síðustu árin með
búðina, þrátt fyrir að hallaði undan
fæti hjá þeim báðum heilsufarslega,
enda líklegt að stússið í kringum
hana hafi hjálpað þeim fremur en
hitt til að halda sjálf heimili allt þar
til yfír lauk.
Élsku Stella og aðrir afkomendur
Dóm og Ástvaldar. Ég votta ykkur
samúð mína og þakka vegferðina —
það að hafa fengið að eiga samleið
með góðu fóiki. Ég átti margar
góðar stundir í æsku á Suðurgötu
30 og ég veit að þau mamma Dóra
og Ástvaldur fylgdust ætíð með
mér og fjölskyldu minni eftir að
kom á fullorðinsár. Góðar kveðjur
fékk ég oft frá þeim og ætíð á jól-
um. Vegferðin verður aldrei verri
né betri en maður sjálfur leggur
gmnninn að, sagði eitt sinn vitur
maður. Líklega hefur margt farið
fyrir ofan garð og neðan af vel-
meintum ráðleggingum, sem gáfust
frá Dóm mömmu á æsku- og ungl-
ingsámm, en mér em nú þakkir
efst í huga, þakkir fyrir allt það sem
hún gaf mér. Móðurmissir er ætíð
sár en minningin um góða móður
græðir. Blessuð sé minning Hall-
dóm Jóhannesdóttur og Ástvaldar
Bjamasonar.
Fríða Proppé
Hilnmi' Jónsson fv. for-
rnaðiir Sjómannafélags
Reykjavíkur - Mhming
Fæddur 30. maí 1906
Dáinn 3. september 1987
Þann þriðja september sl. andaðist
Hilmar Jónsson, fyrrverandi formað-
ur Sjómannafélags Reykjavíkur.
Hilmar var fæddur 30. maí 1906
á Ytri-Vogum í Vopnafírði, sonur
hjónanna Helgu Ólafsdóttur og Jóns
Jónssonar útgerðarbónda.
Ungur að ámm hóf Hilmar sjó-
mennsku á mótorbátum og fljótlega
eftir að hann flyst til Reykjavíkur.
1923 hóf hann störf á togurum, m.a.
bv. Andra, bv. Gulltopp, bv. Agli
Skallagrímssyni og bv. Arinbimi
hersi. Hilmar var frábær sjómaður
sögðu mér félagar hans sem sigldu
með honum, einstakur netamaður,
verklaginn og fljótur að átta sig á
bestu lausn þeirra vandamála sem
við blöstu í erfiðu starfí togarasjó-
mannsins. Hann var tryggur skips-
félagi sem tók þátt í gleði og sorgum
félaganna og studdi þá með ráðum
og dáð. Árið 1930 kvæntist Hilmar
Sigurlaugu Jónsdóttur frá Reylqavík.
Þau eignuðust einn son, Jón Hilmar.
1951 var Hilmar kjörinn í stjóm
sjómannafélagsins, 1954 kom hann
í land og verður þá starfsmaður fé-
lagsins. Hann var fulltrúi þess á
þingum ASÍ, frá 1956 í stjóm Sjó-
mannadagsráðs okkar og þar í stjóm
frá 1961 auk fjölda annarra trúnað-
arstarfa sem hann gegndi fyrir
sjómannafélagið og of langt mál er
hér upp að telja. Hann var formaður
Sjómannafélagsins 1972 til 1978 en
hætti sem starfsmaður félagsins
1982 eftir 31 árs farsælt starf.
Sem ungur maður hafði ég kynnst
Hilmari lítillega, en 1972 liggja leið-
ir okkar saman þegar ég hóf störf á
skrifstofu Sjómannafélagsins. Það
var um margt merkilegt fyrir mig.
Þá farið var fetið áfram í senn, á
grýttri braut þess sérstaka mála-
flokks sem verkalýðsmál nefnast, að
geta leitað til Hilmars. Einlægni
hans, ábyggilegheit og áminningin
um að vera sjálfum sér samkvæmur
var gott veganesti og vissulega er
það hollt hverjum ungum manni að
hlýða á sér eldri og reyndari menn.
Oft var tekist á í kjaradeilum á
þeim tíma sem við Hilmar störfuðum
saman. Þá fann ég það oft hve nærri
hann tók sér að ná ekki réttlætismál-
um sjómanna fram nema með
verkfallsboðun. Einkum var þá hug-
urinn hjá íjölskyldumönnum og sú
óvissa sem ávallt fylgdi um lengd
kjaradeilunnar. En þegar á hólminn
var komið var festan og einurðin
fyrir. í blaðaviðtali við Hilmar fyrir
mörgum árum segir hann eftirfar-
andi: „Það vil ég segja við jmgri
mennina sem koma til með að taka
við af okkur: Vinnið alltaf í þágu
sjómannastéttarinnar með þetta boð-
orð biblíunnar í huga — ef einhver
biður þig að ganga með sér mflu,
þá gakktu með honum tvær.“ Þessar
síðustu línur segja miklu meira um
Hilmar Jónsson en mörg skrifuð orð.
Hilmar var heiðraður fyrir störf
sín í þágu sjómannastéttarinnar af
sjómannadagsráði og af Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur fyrir óeigingjöm
störf fyrir félagið og félagsmenn
þess.
Um leið og ég, fyrir hönd stjóm-
ar- og trúnaðarmannaráðs Sjó-
mannafélags Reykjavíkur þakka
Hilmari hans störf í þágu íslenskrar
sjómannastéttar sendi ég eftirlifandi
konu hans, Sigurlaugu Jónsdóttur,
og öðrum ættingjum samúðarkveðj-
ur.
Guðmundur Hallvarðsson
Minning:
Aðalsteinn Stefáns
son bifreiðastjóri
Fæddur 21. nóvember 1913
Dáinn 2. september 1987
Þann 2. september sl. lést Aðal-
steinn og lauk þar með miklum
veikindum hans síðustu mánuðina.
Aðalsteinn var hjartasjúklingur frá
árinu 1973, en síðustu þijú árin voru
honum mjög erfið.
Aðalsteinn fæddist á Borgarlæk á
Skaga. Faðir hans var Stefán Gfsla-
son en móðir Sveinsína Sigurðardótt-
ir. Tvö hálfsystkin átti hann, Gfsla
Stefánsson, er hann látinn fyrir
nokkrum árum, og Hallfríði Rúts-
dóttur, hún er búsett á Sauðárkróki.
Sem bam og unglingur ólst hann upp
á nokkrum stöðum á Skaga. Ekki
var skólaganga hans löng þannig að
bijóstvitið varð að duga og dugði það
reyndar býsna vel. Um tvítugt kemur
hann til Reykjavíkur og gerist fljót-
lega leigubifreiðastjóri, en lengst af
var hann á Hreyfli. Hann hætti að
kejrra árið 1973 vegna heilsubrests.
Frá árinu 1976 og fram til ársins
1984 starfaði hann f Ræktunarstöð-
inni í Laugardal. Ég vil þakka þeim
sem unnu með honum þar, hversu
vel þau reyndust honum þessi ár.
Það var ekki að hans skapi að þurfa
að fara sér hægar en hann var van-
ur á meðan hann hafði fulla heilsu.
Ég veit að samstarfsfólkinu í Laug-
ardalnum var annt um að hann
ofgerði sér ekki.
Á árinu 1943 kvæntist Aðalsteinn
Kristjönu Steinunni Guðjónsdóttur
og eignuðust þau §ögur böm, Bjöm,
Guðjón, Dagbjörtu og Stefán. A
heimili þeirra bjó einnig alla tíð Dag-
björt móðir Kristjönu. Hún lést árið
1982.
Ég kjmntist Aðalsteini árið 1970
og urðum við strax miklir mátar. Á
þessum árum fórum við stundum á
hestbak, og snerist hann með mér í
kringum hrossin. Áttum við góðar
stundir saman í hestamennskunni.
Þegar hann var ungur maður norður
í Skagafirði átti hann hesta, þannig
að hann var enginn byijandi á þessu
sviði. Minna var um útreiðar hjá
Aðalsteini hin síðari ár en kom þó
aðeins fyrir, hins vegar hafði hann
alltaf gaman að því að heilsa upp á
hrossin.
Ekki var mikill tími aflögu til að
sinna áhugamálum, þó tók Aðal-
steinn virkan þátt í Bridgefélagi
Hreyfils um árabil. Einnig kom fyrir
að við tókum í spil heima og annars
staðar.
Eins og góðum Skagfirðingi sæm-
ir var Aðalsteinn söngmaður góður
og hafði gaman af söng. Þegar faðir
minn varð fímmtugur tók hann eftir-
minnilega nokkrar stemmur, en því
miður er nú orðið fátítt að hejrra
þannig kveðið.
Aðalsteinn og Kristjana bjuggu
lengst af sinn búskap á Langholts-
vegi 73. Gestkvæmt hefur þar
gjaman verið í gegnum árin og hef
ég ásamt mörgum öðrum notið góðs
af bflskúmum hans. Ætíð var hann
tilbúinn að aðstoða mig ef svo bar
undir og gott var að vinna með hon-
um og úrræðagóður var hann.
Nú þegar ég kveð tengdaföður
minn vil ég þakka honum góða við-
kjmningu og góðar stundir. Einnig
veit ég að sjmir mínir og önnur
bamaböm hans munu minnast hans
með hlýhug.
Blessuð sé minning hans.
Hrafnkell Bjömsson
Hann Steini okkar hefur jrfirgefið
okkur að sinni. Hans jarðvistarlíf
tengdist okkar lífi í um það bil 45
ár, en því er nú allt í einu lokið. Þá
staðrejmd eigum við erfitt með að
sætta okkur við. En svona er lffið
og eitt sinn skal hver deyja.
Okkur er efst í huga þakklæti
fyrir allan velviljann og hjálpsemina
í okkar garð, sem var óþijótandi, frá
honum og hans góðu konu.
Þrátt fyrir að Steini gengi ekki
heili til skógar seinustu árin og hafí
sennilega verið hvfldinni feginn,
munum við sakna þessa besta vinar
okkar, mikið. En við munum varð-
veita þær góðu minningar sem hann
skildi eftir, sem allar em bjartar.
Megi góður Guð fylgja þessum fróma
manni, eiginkonunni, Kristjönu, og
allri flölskyldu þeirra við þessi tíma-
mót.
Hafi Steini þökk fyrir allt og allt.
Við munum ávallt minnast hans.
í Guðs friði.
Steina og Eiríkur