Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 12
12 reimskífur pE« XlNG REVI NS^ pjÓN' US^ FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 75 ára afmæli skátastarfs á íslandi: Fjölmenni á hátíðardag- skrá í Háskólabíói ÍSLENSKIR skátar minntust viða um land 75 ára afmælis skátastarfs á íslandi í síðustu viku og á sunnudag var hátíðar- dagskrá í Háskólabíói. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og verndari skátahreyfingarinn- ar á íslandi, var viðstödd hátíð- ardagskránna og fjöldi annarra gesta. Páll Gíslason, fyrrverandi skáta- höfðingi, setti hátíðina og í máli hans kom meðal annars fram _að nú séu um 16 þúsund skátar á ís- landi og um 100 þúsund íslendingar hefðu einhvem tíma tekið þátt í skátastarfi. Síðan flutti Davíð Oddsson, borgarstjóri, hátíðar- ávarp. Inga Jóna Þórðardóttir, sem var í skátasveit Páls Gíslasonar á Akra- nesi, kynnti Gunnar Eyjólfsson en hann söng Grettisromju sem hann samdi á sínum yngri árum sem skáti ásamt Helga S. Jónssyni, fyrr- um félagsforingja skátafélagsins í Keflavík. Síðan flutti hópur skáta söngleik um undirbúning ferðar á alheimsskátamót í Ástralíu, sem haldið verður um næstu áramót. 117 íslendingar fara á mótið og er áætlað að um 20 þúsund skátar safnist þar saman. Tuttugu manna afmælishljómsveit skipuð skátum úr Reykjavík og nágrenni flutti nokkur lög, en hljómsveitin lék einnig undir fjöldasöng á milli at- riða. Þá kynnti Pétur Steinn Guðmundsson, fyrrum skátaforingi Garðbúa í Reykjavík, söngleik sem Auður Gunnarsdóttir og Guðrún Hólmgeirsdóttir, skátar úr Árbæj- arhverfí, fluttu. Guðmundur Jóns- son, sem var í stjóm Skátafélags Páll Gíslason, fyrrverandi skáta- höfðingi, býður Davíð Oddson, borgarstjóra, velkominn á hátíð- ina. Morgunblaðið/Sverrir Meðal gesta i fremstu röð eru Páll Gíslason fyrrverandi skátahöfð- ingi, Davið Oddsson borgarstjóri, Ágúst Þorsteinsson skátahöfðingi, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, María R. Gunnarsdóttir aðstoð- arskátahöfðingi kvenskáta og Hilmar Bjartmarz aðstoðarskátahöfð- ingi drengjaskáta. miklum breytingum á skátastarf- inu. Ennfremur þakkaði hann öllum þeim sem lögðu hátíðardagskránni lið. Mikill fyöldi gesta var á hátíð- inni, öll sæti setin og þurftu sumir að standa í göngum bíósins. Reykjavíkur, söng tvö lög við píanó- undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og 40 skátar frá Akranesi á aldrin- um 7-11 ára fluttu Iátbragðsleik. Bræðrabandið, skipað bræðrum úr skátafélögunum Dalbúum í Reykjavík og Hraunbúum í Hafnar- firði, flutti lagasyrpu og Halla Margrét Ámadóttir, fymim skáti í Landnemum í Reykjavík söng tvö skátalög við undirleik Ingimars Eydal, sem var skáti á Akureyri. Að lokum ávarpaði Ágúst Þor- steinsson, skátahöfðingi, gesti og hvatti skáta til dáða á þessum tíma- mótum, þegar skátahreyfingin standi að stórum verkefnum og Tuttugu manna afmælishljómsveit lék á hátiðinni. Vestmannaeyjar: Þrefalt afmæli hjá Ingólfi Te Vestmannaeyjum. INGÓLFUR Theódórsson neta- gerðameistari, i daglegu tali kallaður Ingólfur Te, er sjötiu og fimm ára í dag. Og i ár eru fjör- utíu ár liðin frá þvi að hann stofnaði fyrirtæki sitt, Netagerð- ina Ingólf og sextíu ár frá því að hann byijaði að vinna við þá iðn, sem varð ævistarf hans. Þvi má með sanni segja að Ingólfur Te eigi þrefalt merkisafmæli i ár. Ingólfur Theódórsson er mörgum sjómönnum og útgerðarmönnum að góðu kunnur því að í fjörutíu ár hefur fyrirtæki hans þjónað Eyja- flotanum og bátum alls staðar að af landinu. Hann kom til Eyja fyrir flörutíu árum, með tvær hendur tómar, en með hörkudugnaði og ósérhlífni byggði hann upp fyrirtæki sitt í það að vera eina stærstu netagerð lands- ins, þekkta fyrir að vera framarlega á sínu sviði og innleiða nýjungar. Ingólfur er fæddur á Siglufírði 10. nóvember 1912. Foreldrar hans voru Theódór Pálsson og Guðrún Ólafsdóttir. Á fimmtánda ári flutti hann með móður sinni, þremur systkinum og ömmu til Reykjavíkur. Þar byijaði hann fljótlega að vinna hjá Bimi Benediktsyni netagerða- meistara og endaði hjá honum sem verkstjóri. Ingólfur kom til Eyja árið 1947 og stofnaði þá fyrirtæki sitt, netagerðina Ingólf. í þá daga var vinnudagurinn ekki mældur í átta tímum og oft vildu sólarhringamir renna saman án þess að tími gæfist til svefns þegar mest var að gera. Þá vom net og nætur lituð og tjörguð í stómm pottum og var það ekki aukvisaverk, gjama.i unnið á nóttunni, þegar tími féll til. Og þrátt fyrir mikla vinnu hefur hann gefið sér tíma til að sinna fé- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Mynd sem var tekin fyrir nokkrum árum. Ingólfur, lengst til vinstri, með starfsmönnum sinum. lagsmálum,. meðal annars með íþróttafélaginu Tý og Oddfellow. Ingólfur hefur nú nýlega, eftir fjömtíu ára giftudrjúgan starfa, selt fyrirtæki sitt til Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja. En hann mætir þó ennþá til vinnu á hveijum degi, þó ekki séu nú handtökin jafnsnörp og á ámm áður. Það gustar þó enn af Ingólfi. Virðulegur, fastur fyrir eins og klettur í sjónum og röddin djúp og sterk eins og brimalda. Við hlið Ingólfs hefur í áratugi staðið kona hans, Sigríður Inga Sigurðardóttir, ættuð frá Skuld hér í Eyjum, kona hress og með afbrigðum gestrisin. Þeim hefur orðið sex bama auðið. Ingólfur verður að heiman í dag en Eyjamenn óska honum til ham- ingju með daginn. - Bjarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.