Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 14

Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 14
f- 14______________MORGUNBLASIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987_ Eíns konar kveðjuskál Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Alþýðuleikhúsið frumsýndi i Hlaðvarpanum: Eins konar Alaska og Kveðjuskál eftir Harold Pinter Lýsing: Sveinn Benediktsson Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir Aðstoðarmaður leikstjóra: Ingi- björg Björnsdóttir Þýðandi Eins konar Alaskaulón Viðar Jónsson Þýðandi Kveðjuskálar: Sverrir Hólmarsson Leikstjóri: Inga Bjarnason Hvemig er að vakna eftir „svefn" í tuttugu og níu ár? Svefn sem var kannski ekki svefn, þegar allt kemur til alls. Deborah í Eins konar Alaska hafði liðið inn í óminnisheiminn 16 ára gömul. Hvað hún skildi og skynj- aði hefur ekki verið á hreinu. En svo mikið er víst, að um svefn hennar hefur líf §ölskyldu hennar snúizt í 29 ár. Systir hennar giftist læknin- um sem sinnir henni, en hún talar um sig sem ekkju.því að smátt og smátt hefur læknirinn fært sig með lífíð sitt til konunnar í óminnis- heiminum. Það sem hugsanlega er læknisfræðilegur áhugi í upphafi, hefur fyrir löngu orðið að nánu til- finningasambandi - að vísu aðeins frá hans hendi. Það líður að því að lyf fínnst til að vekja Deboruh, og enginn veit hver viðbrögð hennar verða. Hvemig er líka hægt að vænta ákveðinna viðbragða, þegar 16 ára stúlka vakn- ar upp í líkama 29 árum eldri. Og ekki nóg með það. Með því að vakna hlýtur Deborah að raska þeirri föstu ijölskyldumynd, sem hefur verið öll þessi ár. Þau hafa þrátt fyrir allt átt hana sofandi sem ákveðinn fastan púnkt í tilverunni. Og sá púnktur færist til, hver svo sem við- brögð hennar verða við sjálfri sér, þeim, umhverfinu. Þessi listilega skrifaði þáttur styðst við bók eftir Oliver Sachs um svefnsjúkdóm sem gekk yfir á Bret- landi fyrir æði löngu. Höfundurinn heldur sig blessunarlega fjarri öllu læknisfræðilegum vangaveltum á fyrirbrigðum, hér er velt fyrir sér mannlega þættinum. María Sigurðardóttir vann óum- deilanlegan sigur í hlutverki De- borah, fínn, blæbrigðaríkur leikur, þar sem fímlega var leikið á öllum nótum. Ákaflega eftirtektarvert, hvemig María hefur unnið hlutverk- ið í samvinnu við leikstjóra. Margrét Ákadóttir var systirin Pauline. Margrét vex sem leikkona með hvetju hlutverki og verður minnis- stæð. Þröstur Guðbjartsson var í hlutverki læknisins/ eiginmannsins. Framsögn hans var of þvinguð og hrejrfingar og svipbrigði lánuðust ekki, svo að læknirinn yrði sú per- sóna, sem höfundur leggur upp með. Leikmynd Guðrúnar Svövu var hug- kvæmnisleg hvort sem umgerðin átti að vera feminísk eða ekki. Snjallt verk og leiddi hugann að ævintýr- inu. Það er sagt í jákvæðri merkingu. Enda hljótum við stundum einmitt að liafa v elt því fyrir okkur: hvem- ig brást Þymirós við. Leikstjóm Ingu Bjamason er unnin af miklu innsæi og virðist fyrir flestu hugsað þótt allt komi út einkar áreynslulaust. Þýðing Jóns Viðars Jónssonar hljóm- aði ágætlega og hæfði frumtextanum. Seinni þátturinn Kveðjuskál segir frá pyndingunni. Þegar einstakling- ar eru beittir líkamlegum og andleg- um kúgunum vegna skoðana sinna. Taka má undir orð formanns ís- landsdeildar Amnesty í leikskrá, að Kveðjuskál, Arnar Jónsson sá sem tjr Eins konar Alaska, Margrét Ákadóttir, María Sigurðardóttir og Þröstur Guðbjartsson í hlut- pyndar og hinn pyndaði Þór Tuliníus. verkum «Innm. Jógúrt með brómberjum og hindberjum Berjabragðið er betra þegar maður sleppur við bakverkinn af tínslunni. Rjóma/jarðar- berjaskyr minnir á sunnudag í sveitinni. S unn udagsjógúrt með banönum og kókos Pað liggur við að maður drífí sig í sólfötin. Sunnudags- a"vjTnonum °9 kókos %RDS* vTOmaBj-víUmín 2,4 •y®lJ'SBr\temín 6.4 7.1 ****** 62 % 1.9 2J> grinum út »f 1 4 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.